Shakhee skrifaði:
Hi I am having trouble with the briar rose pattern. After the 4 chains in round 3, do you just just start directly with a dc in the next chain loop. This is making a chain loop with four chains. Please help
11.12.2020 - 15:44
JODRILLAT skrifaði:
Un collier de fleurs idéal pour mettre de la couleur sur une tenue un peu pâle, j'aime beaucoup ce style de collier très léger à porter et que l'on peut conjuguer dans beaucoup de couleurs aussi
07.02.2013 - 14:55
Lill-Hege skrifaði:
Solsikke
30.01.2013 - 20:27
Eeggi skrifaði:
Sehr erfrischend
27.01.2013 - 13:26
Sirje Kursk skrifaði:
Jällegi väga armas element,annab tooni ja energilusust,samas nii vaba aja kui ka miks mitte ka suvisel pidustusel kanda.Väga meeldib.Tänan.
18.01.2013 - 18:04
Binini skrifaði:
Der Sommer grüßt. Einfach schön.
18.01.2013 - 13:59
Tiziana999 skrifaði:
Summer spirit
18.01.2013 - 05:59Jo Harris skrifaði:
Pretty and colourful. Name idea - Fleur.
14.01.2013 - 15:09
Gensicke skrifaði:
Prima!!!
14.01.2013 - 15:07
CARMEN skrifaði:
Super original y colores fantásticos para el verano
08.01.2013 - 16:15
Summer bouquet#dropssummerbouquet |
|
![]() |
![]() |
Fléttað hálsmen og armband úr DROPS Safran með hekluðum sumarblómum.
DROPS 147-41 |
|
------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- HÁLSMEN - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Gerið fléttu eins og útskýrt er frá að neðan og tengið saman og gerið hálsmen. Heklið síðan blóm eins og útskýrt er að neðan. Blómin eru saumuð á fléttuna eftir eigin ósk (sjá jafnvel ljósmynd – fyrirsætan á mynd er með 2 Baldursbrár, 1 stórann Glitfífil, 1 Ígulrós, 2 Runnamuru, 1 Kóraltopp og 1 blað). FLÉTTA: Klippið 18 þræði í lintum natur ca 150 cm og leggið þá saman. Takið nýjan þráð og vefjið fast utan um þessa 18 þræði, ca 40 cm inn frá enda, festið þræðina vel (þessir 18 þræðið eru nú fastir). Skiptið nú löngu þráðunum í 3 hluta með 6 þráðum í hverjum hluta og fléttið sígilda fléttu þar til ca 40 cm eru eftir. Takið annan þráð og vefjið fast í kringum fléttuna alveg eins og í byrjun, festið endann vel. Gerið eina lykkju á fléttuna sem er nægilega stór til þess að smeygja yfir höfuðið og festið saman fléttuna að framan með því að vefja þræði fast í hring alveg eins og á endum. Klippið þræðina að óskaðri lengd (á myndinni höfum við haldið allri lengdinni á þráðunum). BALDURSBRÁ: Stykkið er heklað í hring. Heklið 5 ll með heklunál nr 3 með litnum pistasía og tengið í hring með 1 kl í 1. ll. UMFERÐ 1: Heklið 3 ll (þær koma í stað 1. st), heklið 15 st um hringinn, skiptið yfir í litinn appelsínugulur eða litinn skærgulur og endið á 1 kl í 3. ll í byrjun umf = 16 st. UMFERÐ 2: * Heklið 7 ll, heklið til baka í loftlykkjuhringinn byrjið í 2. ll frá heklunálinni og heklið 1 fl, í næstu ll er heklað þannig: Heklið 1 st, 1 tbst, 1 tbst, 1 st, 1 fl. Heklið 1 kl í næsta st *, endurtakið frá *-* 15 sinnum til viðbótar (= alls 16 sinnum) og endið á 1 kl í 1. ll í byrjun umf = 16 blöð. Klippið frá og festið enda. STÓR GLITFÍFILL: Stykkið er heklað í hring. Heklið 5 ll með heklunál nr 3 með litnum skærgulur og tengið í hring með 1 kl í 1. ll . UMFERÐ 1: Heklið 3 ll (kemur í stað 1. st), heklið 15 st um hringinn, skiptið yfir í litinn dökk vínrauður og endið á 1 kl í 3 ll. Í byrjun umf = 16 st. UMFERÐ 2: Heklið 1 ll, * í næsta st er heklað þannig: Heklið 1 fl, 7 ll og heklið til baka í keðjuna með loftlykkjum þannig: Byrjið í 2. ll frá heklunálinni og heklið 1 fl í hverja og eina af næstu 6 ll *, endurtakið frá *-* 15 sinnum til viðbótar (= alls 16 sinnum) og endið með 1 kl í fyrstu fl í byrjun umf = 16 blöð. Klippið frá og festið enda. ÍGULRÓS: Stykkið er heklað í hring. Heklið 5 ll með heklunál nr 3 með litnum vanillugulur og tengið í hring með 1 kl í fyrstu ll. UMFERÐ 1: Heklið 2 ll (þær koma í stað 1. hst), 13 hst um hringinn og endið með 1 kl í 2. ll í byrjun umf = 14 hst. UMFERÐ 2: * Heklið 3 ll, hoppið yfir 1 hst, 1 kl í næsta hst *, endurtakið frá *-* 6 sinnum til viðbótar (= alls 7 sinnum), skiptið yfir í litinn kirsuber þegar eftir er síðasta kl og endið á 1 kl í fyrstu ll í byrjun umf = 7 ll-bogar. UMFERÐ 3: Heklið 3 ll, um hvern ll-boga er heklað þannig: Heklið 1 fl, 2 ll, 3 tbst, 1 ll, 3 tbst og 4 ll. Endið með 1 kl í fyrstu ll í byrjun umf = 7 blöð. Klippið frá og festið enda. RUNNAMURA: Stykkið er heklað í hring. Heklið 4 ll með heklunál nr 3 með litnum brúnn og tengið í hring með 1 kl í 1. ll. UMFERÐ 1: Heklið 1 ll, * 1 fl um hringinn, 2 ll *, endurtakið frá *-* 4 sinnum til viðbótar (= alls 5 sinnum). Skiptið yfir í litinn skærgulur og heklið 1 kl í fyrstu ll í byrjun umf = 5 ll-bogar. UMFERÐ 2: Heklið 1 ll, um hvern ll-boga er heklað þannig: Heklið 1 fl, 1 ll, 2 st, 2 ll, 2 st, 1 ll, 1 fl. Endið umf með 1 kl í fyrstu ll í byrjun umf = 5 blöð. Klippið frá og festið enda. KÓRALTOPPUR: Stykkið er heklað í hring. Heklið 3 ll með heklunál nr 3 með litnum millibleikur og tengið í hring með 1 kl í 1. ll. UMFERÐ 1: Heklið 1 ll, heklið 6 fl um hringinn og endið með 1 kl í fyrstu ll í byrjun umf. UMFERÐ 2: Heklið 1 ll, * 1 fl í næstu fl, 3 ll, 1 hst í 3. ll frá heklunálinni, 1 st í sömu ll * , endurtakið frá *-* umf hringinn og endið umf með 1 kl í fyrstu ll í byrjun umf = 6 blöð. UMFERÐ 3: Heklið 1 ll, snúið við og heklið nú frá bakhlið á blómi, * í kringum fl í kringum næstu fl frá fyrri umf, 3 ll *, endurtakið frá *-* 5 sinnum til viðbótar (= alls 6 sinnum) og endið með 1 kl í ll í byrjun umf = 6 bogar. UMFERÐ 4: Heklið 1 ll, snúið við og heklið frá framhlið á blómi, * 1 fl um ll-boga, 3 ll, heklið 1 hst í 3. ll frá heklunálinni 1 fl um sama ll-boga, 3 ll, heklið 1 hst í 3. ll frá heklunálinni, hoppið fram að næsta ll-boga*, endurtakið frá *-* 5 sinnum til viðbótar (= alls 6 sinnum) og endið á 1 kl í fyrstu fl í byrjun umf = 12 blöð. Klippið frá og festið enda. BLAÐ: Stykkið er heklað fram og til baka. * Heklið 10 ll með heklunál nr 3 með litnum hermannagrænn. Heklið til baka í loftlykkjuumferðir þannig: Heklið 1 fl í 2. ll á heklunálinni, 1 ll, 1 st í næstu ll, 1 ll , 1 tbst í næstu ll, 1 3-tbst í hvora af næstu 2 ll, 1 tbst í næstu ll, 1 st í næstu ll, 1 ll, 1 hst í næstu ll, 1 kl í síðustu ll *, endurtakið frá *-* einu sinni til viðbótar = 2 blöð. Klippið frá og festið enda. ---------------------------------------------------------- ARMBAND - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Hekluð eru 2 blóm eins og útskýrt er frá að neðan. Blómin eru saumuð saman með nokkrum sporum svo að litli Glitfífillinn liggi aðeins ofan á Runnamurunni. Heklið 1 umf með ll sem mælist ca 30-35 cm. Klippið frá og festið þráðinn í báða enda. Heklið 1 umf með ll til viðbótar alveg eins. Dragið aðra loftlykkjuumferðina í gegnum l á bakhlið á Glitfíflinum. Dragið hina loftlykkjuumferðina í gegnum l á bakhlið á Runnamurunni. Hver loftlykkjuumferð liggur nú tvöföld og virkar eins og snúra/armband. LÍTILL GLITFÍFILL: Heklið 4 ll með heklunál nr 3 með litnum skærgulur og tengið í hring með 1 kl í fyrstu ll. UMFERÐ 1: Heklið 3 ll (kemur í stað 1. st), heklið 11 st um hringinn, skiptið yfir í litinn kirsuber og endið á 1 kl í 3. ll í byrjun umf = 12 st. UMFERÐ 2: Heklið 1 ll, í næsta st er heklað þannig: * Heklið 1 fl, 5 ll og heklið til baka í keðjuna með loftlykkjum þannig: Byrjið í 2. ll frá heklunálinni og heklið 1 fl í hverja af næstu 4 ll*, endurtakið frá *-* 11 sinnum til viðbótar (= alls 12 sinnum) og endið með 1 kl í fyrstu fl í byrjun umf = 12 blöð. Klippið frá og festið enda. RUNNAMURA: Stykkið er heklað í hring. Heklið 4 ll með heklunál nr 3 með litnum brúnn og tengið í hring með 1 kl í 1. ll. UMFERÐ 1: Heklið 1 ll, * 1 fl um hringinn, 2 ll *, endurtakið frá *-* 4 sinnum til viðbótar (= alls 5 sinnum). Skiptið yfir í litinn skærgulur og heklið 1 kl í fyrstu ll í byrjun umf = 5 ll-bogar. UMFERÐ 2: Heklið 1 ll, um hvern ll-boga er heklað þannig: Heklið 1 fl, 1 ll, 2 st, 2 ll, 2 st, 1 ll, 1 fl. Endið umf með 1 kl í fyrstu ll í byrjun umf = 5 blöð. Klippið frá og festið enda. |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #dropssummerbouquet eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 8 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 147-41
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.