Diana skrifaði:
Wawes
03.01.2013 - 00:03
Hiltrud skrifaði:
Die Farben sehen einfach hübsch aus.... Das Modell ist auch für "stärkere Frauen" geeignet. Bitte aufnehmen in der Kollektion.
02.01.2013 - 22:38
Reidun Sortland skrifaði:
Flott genser i mine favoritt farger. Må berre strikke den :)
02.01.2013 - 21:03
Andrea skrifaði:
Den möchte ich gerne stricken.
02.01.2013 - 15:37
Hortense skrifaði:
Was für eine traumhafte Farbkombination, da juckt´s einen schon in den Fingern...
31.12.2012 - 16:47
Jasminka skrifaði:
I interested in Drops nomber. Ineed this pattern
30.12.2012 - 10:40
Annabeth skrifaði:
Sommervams En frisk kosegenser.
29.12.2012 - 12:16
Ingela skrifaði:
Så mysig!!
27.12.2012 - 19:12
Birgitte skrifaði:
Er vild med farvespillet. Must have
27.12.2012 - 16:36
Trees skrifaði:
Heerlijke trui om in te wonen
27.12.2012 - 11:19
North Sea#northseasweater |
||||||||||
|
||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Verdi eða DROPS Melody í garðaprjóni. Stærð S - XXXL.
DROPS 145-10 |
||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1. Mynsturteikningin sýnir allar umf í mynstri séð frá réttu. ATH: Í umf 3 og 11 í mynstri (umf með löngum lykkjum) er slegið 2 sinnum uppá prjóninn eftir kantlykkju þannig að það er byrjað og endað með því að slá 2 sinnum uppá prjóninn innan við kantlykkju í hvorri hlið (allir uppslættirnir eru látnir falla niður í næstu umf). Á bakstykki byrjar mynstur í umf merktri með ör í mynsturteikningu. ÚRTAKA (á við um hálsmál): Fækkið lykkjum innan við 4 l í garðaprjóni. Öll úrtaka er gerð frá réttu! Fækkið lykkjum á eftir 4 l í garðaprjóni þannig: Takið 1 l óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, 1 l sl, steypið óprjónuðu l yfir. Fækkið lykkjum á undan 4 l í garðaprjóni þannig: Prjónið 2 l slétt saman. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Vegna fjölda lykkja er stykkið prjónað fram og til baka á hringprjóna. BAKSTYKKI: Fitjið LAUST upp 62-66-70-76-80-86 l á hringprjóna nr 7 með Verdi eða Melody og prjónið 4 umf GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan (1. umf = rétta). Skiptið yfir á hringprjóna nr 8 og prjónið næstu umf frá réttu þannig: Prjónið 3 kantlykkjur í garðaprjóni, MYNSTUR eftir mynsturteikningu A.1 (- sjá útskýringu að ofan, á bakstykki byrjar mynstrið í umf merktri með ör í mynsturteikningu) þar til 3 l eru eftir og endið með 3 kantlykkjum í garðaprjóni. Haldið svona áfram með mynstur. Þegar stykkið mælist 12-12-13-13-14-14 cm er sett 1 prjónamerki í hvora hlið (merkir hæð á opi/klauf). Haldið áfram með mynstur með 1 kantlykkju í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 50-51-52-53-54-55 cm er prjónað sléttprjón til loka, EN í 1. umf frá réttu er aukið út um 14-14-16-16-18-18 l jafnt yfir = 76-80-86-92-98-104 l. Þegar stykkið mælist 62-63-64-65-66-67 cm er fækkað um 1 l í hvorri hlið fyrir handveg = 74-78-84-90-96-102 l. Þegar stykkið mælist 74-76-78-80-82-84 cm eru prjónaðar 4 umf í garðaprjóni yfir miðju 18-18-20-20-22-22 l (aðrar l eru prjónaðar eins og áður). Í næstu umf á eftir 4 umf í garðaprjóni eru felldar af miðju 10-10-12-12-14-14 l fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Fækkið nú um 1 l í næstu umf frá hálsi – LESIÐ ÚRTAKA = 31-33-35-38-40-43 l eftir á öxl. Prjónið nú áfram í sléttprjóni með 4 l með garðaprjóni við hálsmál þar til stykkið mælist 78-80-82-84-86-88 cm og fellið laust af. Endurtakið á sama hátt á hinni öxlinni. FRAMSTYKKI: Fitjið upp og prjónið á sama hátt og bakstykki, en byrjið með A.1 í 1. umf í mynstri (ekki í umf merktri með ör í mynsturteikningu). Þegar stykkið mælist ca 6-6-7-7-8-8 cm er sett 1 prjónamerki í hvora hlið – passið uppá að prjónamerkin eru sett í sömu umf í mynstri eins og á bakstykki (prjónamerkin merkja hæð á op/klauf, framstykkið er styttra en bakstykkið). Haldið áfram með mynstur með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist ca 44-45-46-47-48-49 cm – passið á að enda í sömu umf í mynstri eins og á bakstykki, prjónið sléttprjón til loka, EN i 1. umf frá réttu er aukið út um 14-14-16-16-18-18 l jafnt yfir = 76-80-86-92-98-104 l. Prjónið sléttprjón þar til stykkið mælist 49-51-51-53-53-55 cm. Í næstu umf frá réttu er prjónað garðaprjón yfir miðju 8 l (aðrar l eru prjónaðar eins og áður). Endurtakið þetta í 3 næstu umf (= alls 4 sinnum), stykkið mælist ca 52-54-54-56-56-58 cm. Nú skiptist stykkið við V-hálsmál með því að setja fyrstu 38-40-43-46-49-51 l á þráð. HÆGRI HLIÐ: = 38-40-43-46-49-52 l. Haldið áfram í sléttprjóni, en síðustu 4 l við miðju að framan + kantlykkja í hlið eru prjónaðar í garðaprjóni. JAFNFRAMT í næstu umf frá réttu byrjar úrtaka fyrir v-hálsmáli og fækkið lykkjum þannig – LESIÐ ÚRTAKA: Fækkið um 1 l í 4. hverri umf (þ.e.a.s. í annarri hverri umf frá réttu) alls 6-6-7-7-8-8 sinnum. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 56-57-58-59-60-61 cm er fækkað um 1 l í hlið fyrir handveg. Eftir úrtöku fyrir handveg og hálsmáli eru 31-33-35-38-40-43 l eftir á prjóni fyrir öxl. Haldið áfram í sléttprjóni og 4 l í garðaprjóni við hálsmál þar til stykkið mælist 72-74-76-78-80-82 cm og fellið laust af. VINSTRI HLIÐ: Setjið til baka l af þræði á hringprjóna nr 8 og prjónið á sama hátt og hægri hlið, nema spegilmynd. ERMI: Fitjið upp 38-40-44-46-48-50 l á hringprjóna nr 8 með Verdi eða Melody og prjónið garðaprjón fram og til baka þar til stykkið mælist 21-20-19-18-17-16 cm (styttri mál í stærri stærðum vegna breiðari axla), fellið laust af. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið axlarsauma. Saumið ermar í innan við 1 kantlykkju. Saumið hliðarsauma og sauma undir ermum í eitt yst í lykkjubogann svo að saumurinn liggi flatur niður að prjónamerki við op/klauf. |
||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||
|
||||||||||
![]() |
||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #northseasweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 14 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 145-10
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.