Sonja Höhrmann skrifaði:
Förkortade varv hur gör jag
14.04.2025 - 07:21
Sanne skrifaði:
Har et helt nøgle Kid Silk i overskud... det rækker jo også betydeligt længere...
15.09.2019 - 19:42
Krystel skrifaði:
Merci pour ce modèle, je l'attaque dès demain mais en version droite simple, car je ne suis pas adepte de l'asymétrie :)
05.03.2018 - 00:16
Małgorzata skrifaði:
Bardzo dziękuję za odpowiedź. Mam jeszcze jedno pytanie. Czy w zdaniu; "Dalej przerabiać tak samo przerabiając o 2o. więcej za każdym razem przed obróceniem robótki itd." chodzi o przerobienie 2o. z lewej i prawej strony tyłu, czy po 1o., jak do tej pory, czyli w sumie 2o. na jeden rząd?
21.10.2017 - 15:00DROPS Design svaraði:
Witaj Małgorzato! Tak jak do tej pory, czyli na końcu rzędu, ponieważ dalej przerabiamy rzędy skrócone. Pozdrawiam
21.10.2017 - 15:28
Małgorzata skrifaði:
Witam. Mam pytanie odnośnie przerabiania rzędów skróconych. Jeżeli zacznę je przerabiać od środka tyłu (tak jak w opisie), to połowa tyłu będzie o jeden rząd dłuższa. Czy dobrze zrozumiałam opis? Dziękuję za odpowiedź.
20.10.2017 - 15:56DROPS Design svaraði:
Witaj Małgorzato! Zgadza się, ta różnica nie będzie jednak widoczna. Miłej pracy nad robótką!
20.10.2017 - 18:04
Titti skrifaði:
Non mi è chiaro questo passaggio : " SPRONE: Trasferire le m delle maniche sullo stesso ferro circolare usato per lavorare il dietro e il davanti, nel punto in cui sono state chiuse le m per gli scalfi = 228-248-272-288-316-340 m. Inserire ora 1 segno in corrispondenza di ogni passaggio tra le maniche ed il davanti/dietro (= 4 segni)." Cosa si intende ? Devo mettere 1 segnapunti ai lati di ogni manica? Grazie per l'aiuto
26.10.2015 - 10:52DROPS Design svaraði:
Buongiorno Titti. Sì esatto, i segnapunti vanno inseriti ai lati delle maniche. Buon lavoro!
26.10.2015 - 13:32
Christine skrifaði:
Bjr c'esr possible de recevoir des modele de tricots car je recherche des modéles pour faire des chaussons pour adulte merci
10.03.2013 - 13:54DROPS Design svaraði:
Bonjour Christine, je vous recommande d'utiliser le moteur de recherche de la page d'accueil pour trouver des modèles de chaussons. Bon tricot!
11.03.2013 - 09:17
Tribillon Liliane skrifaði:
Il y a une erreur dans le modele 146-17 dans le diagramme a1 apres 3 losanges au niveau du triangle noir sur la ligne la il y en a 2 et il a ete oublie le rond du jete. A bientot et merci pour vos beaux modeles
23.02.2013 - 22:41DROPS Design svaraði:
Bonjour Madame Tribillon,un nouveau diagramme est désormais disponible. Bon tricot !
25.02.2013 - 10:43
Tribillon Liliane skrifaði:
Il y a une erreur dans le modele 146-17 dans le diagramme a1 apres 3 losanges au niveau du triangle noir sur la ligne la il y en a 2 et il a ete oublie le rond du jete. A bientot et merci pour vos beaux modeles
23.02.2013 - 22:41
Trine skrifaði:
Hej - Jeg mener der er en fejl i opskriften. I diagrammet mangler der i række 47 to omslag. Strikker man efter diagrammet kommer der til at mangle to masker. Håber i retter opskriften.
22.02.2013 - 14:32DROPS Design svaraði:
Det har du fuldstaendig ret i. Vi har rettet diagrammet. Tak for meldingen.
25.02.2013 - 10:48
Aleya#aleyasweater |
||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Alpaca og DROPS Kid-Silk með gatamynstri og laskalínu. Stærð S - XXXL.
DROPS 146-17 |
||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað í hring á hringprjóna): *1 umf sl og 1 umf br*, endurtakið frá *-*. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. Allt mynstrið er prjónað í sléttprjóni. ÚRTAKA (á við um laskalínu): Frá réttu: Fækkið lykkjum á eftir prjónamerki þannig: Prjónið 1 l sl, takið 1 l óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, 1 l sl, steypið óprjónuðu l yfir. Fækkið lykkjum þegar 3 l eru eftir á undan prjónamerki þannig: Prjónið 2 l slétt saman og prjónið 1 l sl. LEIÐBEININGAR: Ef prjónfestan passar ekki á hæðina og prjónað er of fast verður laskalínan allt of stutt og handvegurinn of lítill. Þetta er hægt að jafna út með því að prjóna 1 auka umf án úrtöku með jöfnu millibili á milli í úrtöku. Ef prjónað er of laust verður að fækka lykkjum oftar en tekið er fram í uppskrift. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á hringprjóna. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp 142-154-170-182-202-222 l á hringprjóna nr 6 með 1 þræði af Alpaca og 1 þræði af Kid-Silk (= 2 þræðir). Prjónið 6 umf garðaprjón – sjá útskýringu að ofan. Setjið 1 prjónamerki í hvora hlið (= 71-77-85-91-101-111 l á milli prjónamerkja á fram- og bakstykki). Setjið 1 prjónamerki í miðju l á bakstykki. Prjónið nú stuttar umferðir í sléttprjóni þannig að bakstykkið verði lengra en framstykkið. Prjónið 25-29-34-38-42-48 l framhjá prjónamerki við miðju að aftan, snúið við, herðið á þræði, prjónið 50-58-68-76-84-96 l br til baka. Snúið við, herðið á þræði, prjónið 52-60-70-78-86-98 l. Snúið við, herðið á þræði, prjónið 54-62-72-80-88-100 l br til baka. Haldið áfram þannig með því að prjóna 2 l fleiri í hvert skipti sem snúið er við þar til prjónað hefur verið yfir alls 98-106-116-124-132-144 l. Snúið við, prjónið nú hringinn yfir allar l. Fjarlægið prjónamerki við miðju að aftan. Allar mælingar eru gerðar þar sem peysan er styst (miðja að framan). Þegar stykkið mælist 4-5-6-7-8-9 cm er prjónað – frá hlið þannig: Prjónið 17-20-24-27-32-37 l sléttprjón, A.1 (= 37 l), 34-40-48-54-64-74 l slétt, A.1 (= 37 l), 17-20-24-27-32-37 l sléttprjón. Haldið áfram með þetta mynstur. Þegar stykkið mælist 38-39-40-41-42-43 cm fellið af 8 l í hvorri hlið fyrir handveg (þ.e.a.s. 4 l á hvoru megin við bæði prjónamerkin) = 63-69-77-83-93-103 l eftir á fram- og bakstykki. Geymið stykkið og prjónið ermar. ERMI: Ermin er prjónuð í hring á sokkaprjóna. Fitjið upp 44-48-48-52-52-56 l á sokkaprjóna nr 5,5 með 1 þræði af Alpaca og 1 þræði af Kid-Silk (= 2 þræðir). Prjónið 1 umf slétt, síðan er prjónað stroff (= 2 l sl, 2 l br). Þegar stroffið mælist 6 cm er skipt yfir á sokkaprjóna nr 6. Prjónið 1 umf slétt JAFNFRAMT sem fækkað er um 7-9-9-11-9-11 l jafnt yfir = 37-39-39-41-43-45 l. Setjið 1 prjónamerki í byrjun umf (= miðja undir ermi). Prjónið nú þannig: Prjónið 12-13-13-14-15-16 l sléttprjón, A.2 (= 13 l), 12-13-13-14-15-16 l sléttprjón. Haldið áfram með þetta mynstur til loka. Þegar stykkið mælist 8 cm er aukið út um 1 l hvoru megin við prjónamerki við miðju undir ermi. Endurtakið útaukningu með 4-3½-2½-2½-2½-2½ cm millibili 10-11-13-13-14-14 sinnum til viðbótar (alls 11-12-14-14-15-15 útaukningar) = 59-63-67-69-73-75 l. Þegar stykkið mælist 50-50-49-49-48-48 cm (styttra mál í stærri stærðum vegna breiðari axla) fellið af 8 l við miðju undir ermi (þ.e.a.s. 4 l hvoru megin við prjónamerki) = 51-55-59-61-65-67 l. Geymið stykkið og prjónið aðra ermi á sama hátt. BERUSTYKKI: Setjið inn ermar á sama hringprjón og fram- og bakstykki þar sem fellt var af fyrir handveg = 228-248-272-288-316-340 l. Setjið 1 prjónamerki í hverja skiptingu á milli fram- og bakstykkis og erma (= 4 prjónamerki). LESIÐ ALLAN KAFLANN ÁÐUR EN PRJÓNAÐ ER ÁFRAM! Haldið áfram með mynstur A.1 og A.2, þegar A.1 hefur verið prjónað á hæðina er prjónað sléttprjón yfir allar l á fram- og bakstykki, haldið áfram með ermar eins og áður. JAFNFRAMT er byrjað á laskalínu í hverri skiptingu á milli fram- og bakstykkis og erma þannig – LESIÐ ÚRTAKA og LEIÐBEININGAR! Lykkjum er fækkað í annarri hverri umf alls 16-16-16-17-17-18 sinnum, síðan í hverri umf alls 1-3-5-5-7-7 sinnum. Eftir að laskalína hefur verið prjónuð til loka 92-96-104-112-124-140 l eftir í umf. Prjónið 4 umf garðaprjón yfir allar l, jafnframt í 1. umf er fellt af 6-8-12-16-26-38 l jafnt yfir = 86-88-92-96-98-102 l. Fellið af. FRÁGANGUR: Saumið saman op undir ermum. |
||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||
|
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #aleyasweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 12 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 146-17
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.