Belen skrifaði:
Seria mas facil copiar las modelos con graficos.porque no los ponen?
27.02.2013 - 19:48
Aida Rabelo Sasso skrifaði:
Son una delicia
07.02.2013 - 15:26Bettina skrifaði:
Lovely! i just made it, they fit perfectly
29.01.2013 - 06:52
Tuula Nygren skrifaði:
Sumppu.
15.01.2013 - 11:08JJ skrifaði:
Lovely!
10.01.2013 - 16:10
Christine skrifaði:
Raffinerte sokker
07.01.2013 - 10:35
Ruth skrifaði:
Sweet Socks
06.01.2013 - 05:12
Mari skrifaði:
Sweeties
03.01.2013 - 07:17
Vandevorst Christine skrifaði:
Super raffiné
28.12.2012 - 15:17
Eeva skrifaði:
Oikein kauniit ja kesäiset.
27.12.2012 - 23:55
Lisbeth#lisbethsocks |
|||||||
|
|||||||
Heklaðir sokkar úr DROPS Fabel. Stærð 35-43.
DROPS 146-39 |
|||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA: Þegar fækkað er um 1 lykkju, byrjið 2 lykkjum á undan prjónamerki þannig: Heklið 1 fl/st, en bíðið með að draga þráðinn í gegn í lokin (= 2 l á heklunálinni), heklið nú næstu fl/st, en þegar draga á þráðinn í gegn í lokin er þráðurinn dreginn í gegnum allar l á heklunálinni – nú hefur fækkað um 1 l. HEKLLEIÐBEININGAR: Á leggnum byrjar hver umf með 3 ll, þær koma ekki í stað fyrsta st í mynstri. Á fæti er fyrsta stuðli í umf skipt út fyrir 3 ll. Hver umf endar á 1 kl í 3. ll í byrjun umf. Á hæl er snúið við í hverri umf með 1 ll. HÆLÚRTAKA: UMFERÐ 1(= rétta): Heklið 19-22-22 fl, nú eru 8-9-9 fl eftir í umf, fækkið um 1 fl – sjá LEIÐBEININGAR ÚRTAKA = 20-23-23 fl. Snúið við. UMFERÐ 2 (= ranga): Heklið 12-14-14- fl, nú eru 8-9-9 fl eftir í umf, fækkið um 1 fl = 13-15-15 fl, snúið við. UMFERÐ 3: Heklið 12-14-14 fl, fækkið um 1 fl, snúið við. Endurtakið umf 3 alls 12-14-14 sinnum, þ.e.a.s. þar til allar l hafa verið fækkaðar hvoru megin við þær 13-15-15 miðju-fl á hæl. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- SOKKAR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er heklað í hring, ofan frá og niður að tá. HÆGRI SOKKUR: Heklið 80-85-90 ll með heklunál nr 2 með Fabel og tengið í 1 hring með 1 kl í 1. ll. UMFERÐ 1: Heklið 3 ll, síðan 1 st í hverja af næstu 3 ll, hoppið yfir 1 ll, * 1 st í hverja af næstu 4 ll, hoppið yfir 1 ll *, endurtakið frá *-*, endið á 1 kl í 3. ll í byrjun umf = 64-68-72 st. Heklið nú MYNSTUR A.1 – sjá +útskýringu að ofan. LESIÐ HEKLLEIÐBEININGAR. ATHUGIÐ HEKLFESTUNA! Haldið áfram með A.1 þar til stykkið mælist 12 cm. Haldið nú áfram að hekla hæl með fl fram og til baka yfir fyrstu 27-31-31 st/ll í umf. Haldið svona áfram með 1 fl í hverja fl þar til heklaðir hafa verið ca 5-5½-6 cm yfir hæl-l. Setjið 1 prjónamerki – HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Fækkið nú lykkjum fyrir hæl – sjá HÆLÚRTAKA. Eftir hælúrtöku er heklað þannig: Heklið 1 st í hverja af 13-15-15 fl á hæl, 14-15-16 st meðfram kanti á hæl, 1 st í hvern af 37-37-41 st/ll ofan á fæti og 14-15-16 st meðfram kanti í hinni hliðinni á hæl = 78-82-88 st í umf. Setjið 1 prjónamerki hvoru megin við miðju 33-37-37 st ofan á fæti. Heklið nú hring með st undir fæti og A.1 yfir 33-37-37 st ofan á fæti JAFNFRAMT er fækkað um 1 st hvoru megin við 33-37-37 l ofan á fæti – sjá LEIÐBEININGAR ÚRTAKA, endurtakið úrtöku í hverri umf 11-11-12 sinnum til viðbótar (alls 12-12-13 úrtökur) = 54-58-62 st. Heklið áfram þar til stykkið mælist 19-21-23 cm frá prjónamerki á hæl (= ca 3-3-4 cm að loka máli). Setjið 1 prjónamerki í hvora hlið þannig að það verða 27-29-31 st bæði ofan á fæti og undir fæti. Heklið til loka þannig: Heklið 1 umf með 1 fl í hvern st, heklið nú 1 fl í hverja fl JAFNFRAMT er fækkað um 1 fl hvoru megin við hvort prjónamerki – sjá LEIÐBEININGAR ÚRTAKA, endurtakið úrtöku í hverri umf 9-10-11 sinnum til viðbótar (alls 10-11-12 úrtökur)= 14 fl eftir. Í næstu umf eru allar fl heklaðar saman 2 og 2. Klippið frá, þræðið þráðinn í gegnum síðustu fl, herðið að og festið vel. VINSTRI SOKKUR: Heklið á sama hátt og hægri sokkur, en þegar hællinn er heklaður er heklað yfir síðustu 27-31-31 st/ll í umf. HEKLAÐUR KANTUR: Heklið kant efst í kringum kantinn á sokknum með heklunál nr 2 með Fabel þannig: Heklið 1 fl um fyrsta st, * hoppið fram ca 1 cm, heklið 3 st + 2 ll + 3 st um næsta st, hoppið fram ca 1 cm, heklið 1 fl um næsta st *, endurtakið frá *-* umf hringinn, endið á 1 kl í fyrstu fl. Heklið eins kant niður legginn á hlið á sokknum, frá opi efst og niður við byrjun á hæl. Heklið eins á hinum sokknum, nema gagnstæða hlið. HEKLAÐ BLÓM: Heklið 4 ll með heklunál 2 með Fabel og tengið í hring með kl í 1. ll. UMFERÐ 1: Heklið 6 fl um hringinn, endið á 1 kl í fyrstu fl. UMFERÐ 2: Heklið 1 ll, 1 fl í fyrstu fl, * 3 st + 2 ll + 3 st í næstu fl, 1 fl í næstu fl *, endurtakið frá *-* alls 2 sinnum og endið á 3 st + 2 ll + 3 st í síðustu fl og 1 kl í fyrstu fl = 3 blöð. Heklið 2 blóm, saumið eitt blóm á hvorn sokk við ökkla, þar sem heklaði listinn á leggnum endar. |
|||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||
|
|||||||
![]() |
|||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #lisbethsocks eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 8 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 146-39
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.