Sjan skrifaði:
Ik kan de tekening niet vinden van dit vestje Ik weet niet waar ik dat moet zoeken,.....Groet Sjan
30.08.2012 - 18:12DROPS Design svaraði:
Kijk onderaan het patroon. Hier staan alle teltekeningen.
31.08.2012 - 16:24
Mariethe House skrifaði:
Je voudrais savoir comment se continue le dos après A1 et A2? faut il reprendre le motif A1 ou continuer avec les torsades A2 jusqu'à l'encolure? Est il possible d'avoir une photo qui montre plus clairement l'avant et le dos? merci de votre aide.
24.08.2012 - 12:53DROPS Design svaraði:
Bonjour Mariethe, pour le dos, on continue en suivant A2, je cite : "... Après avoir tricoté 1 fois A.1 en hauteur, continuer avec A.2 au-dessus des mailles de A.1.". Vous répétez les rangs encadrés à droite pour A2 jusqu'à l'encolure. Bon tricot !
24.08.2012 - 14:37
Rita Verbanck skrifaði:
Bij het telpatroon is de uitleg van het 4de en het 5de symbool van plaats gewisseld,4 hoort bij 5 en 5 bij 4. anders zeer mooi patroon
09.08.2012 - 09:52DROPS Design svaraði:
Hoi Rita. Je hebt gelijk. Ik heb het vermeld bij ons Design Team en het patroon aangepast. Bedankt voor de reactie.
22.08.2012 - 10:15
Molly skrifaði:
Quite impossible waiting for autumn to do it. just started today and I really look forward to wear it
27.07.2012 - 15:18
Helen Børgesen skrifaði:
Jeg kan ikke få forklaringen i diagrammet til at passe. Det er de 2, hvor man sætter masker foran og bagved. Skal teksten byttes om og der mangler da en maske i den ene. Hjælp, jeg kan ikke rigtig komme videre, da det er første gang med snoninger.
25.07.2012 - 11:16DROPS Design svaraði:
Der var en fejl i diagrammet. Det er rettet til.
18.01.2013 - 21:14
Jennifer skrifaði:
Knitting is not my forte...but this is too pretty not to give it a shot!
17.07.2012 - 12:55
Verrier skrifaði:
J'adore !!! vite vite les expliquations svp. Merci en tous cas pour tous les choix de modèles que vous nous fournissez car c'est un pur bonheur de tricoter depuis que je connais votre site
11.07.2012 - 14:15Chrissie Anderson skrifaði:
Just let me have the pattern, I need to get started, it looks fab in the pic.
05.07.2012 - 17:25
Hanne skrifaði:
Rigtig flot og meget brugbar. Lad os endelig få opskriften på denne :-)
29.06.2012 - 08:53
Sabinci skrifaði:
Oooh, fein!
28.06.2012 - 17:19
Sarah's Delight#sarahsdelightvest |
|||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||
Prjónað vesti úr DROPS Karisma með köðlum. Stærð S - XXXL.
DROPS 141-40 |
|||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.6. Mynsturteikningin sýnir allar umf í mynstri séð frá réttu. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA: Fækkið lykkjum innan við A.4 /A.6. Öll úrtraka er gerð frá réttu þannig: Fækkið lykkjum á undan A.6: Prjónið 2 l sl saman. Fækkið lykkjum á eftir A.4: Takið 1 l óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, 1 l sl, steypið óprjónuðu l yfir. HNAPPAGAT: Fellt er af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan. 1 hnappagat = prjónið þriðju og fjórðu l frá miðju að framan slétt saman og sláið 1 sinni uppá prjóninn. Fellið af fyrir hnappagötum þegar stykkið mælist: STÆRÐ S: 16, 22 og 28 cm. STÆRÐ M: 16, 23 og 29 cm. STÆRÐ L: 17, 23 og 30 cm. STÆRÐ XL: 18, 24 og 31 cm. STÆRÐ XXL: 18, 25 og 32 cm. STÆRÐ XXXL: 19, 26 og 33 cm. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- VESTI - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka. BAKSTYKKI: Fitjið upp 86-94-102-114-126-138 l (meðtalin er 1 kantlykkja í hvorri hlið) á prjóna nr 3 með Karisma. Prjónið 10 umf GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Næsta umf er prjónuð (frá réttu) þannig: Prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, 25-29-33-39-45-51 l sl, prjónið 34 l sl, JAFNFRAMT er aukið út um 8 l jafnt yfir þessar l, 25-29-33-39-45-51 l sl og 1 kantlykkju í garðaprjóni = 94-102-110-122-134-146 l. Skiptið yfir í prjóna nr 4, næsta umf er prjónuð frá röngu þannig: Prjónið 1 kantlykkja í garðaprjóni, 25-29-33-39-45-51 l br, A.1 (= 42 l), 25-29-33-39-45-51 l br og 1 kantlykkja í garðaprjóni. Haldið áfram með A.1 og sléttprjón yfir 25-29-33-39-45-51 l og 1 kantlykkja í garðaprjóni í hvorri hlið. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 5 cm er fækkað um 1 l í hvorri hlið, endurtakið úrtöku með 3 cm millibili 3 sinnum til viðbótar = 86-94-102-114-126-138 l. Þegar A.1 hefur verið prjónað einu sinni á hæðina er haldið áfram með A.2 yfir l í A.1. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 20 cm er aukið út um 1 l í hvorri hlið, endurtakið útaukningu með 5-5½-5½-6-6½-6½ cm millibili 3 sinnum til viðbótar = 94-102-110-122-134-146 l. Þegar stykkið mælist 38-39-40-41-42-43 cm er fellt af fyrir handveg í byrjun hverrar umf í hvorri hlið þannig: 3 l 1-1-1-2-2-2 sinnum, 2 l 2-3-4-5-6-8 sinnum og 1 l 2-3-4-4-7-8 sinnum = 76-78-80-82-84-86 l. Þegar stykkið mælist 50-52-54-56-58-60 cm fækkað um 8 l jafnt yfir miðju 42 l = 68-70-72-74-76-78 l. Í næstu umf frá réttu er prjónað þannig: Prjónið 9-10-11-12-13-14 l sléttprjón, * 2 l br, 2 sl *, endurtakið frá *-* yfir næstu 48 l, 2 l br, 9-10-11-12-13-14 l sléttprjón. Þegar stykkið mælist 52-54-56-58-60-62 cm fellið af miðju 34 l = 17-18-19-20-21-22 l eftir á hvorri öxl. Hvor öxl er nú prjónuð til loka fyrir sig. Haldið áfram með 9-10-11-12-13-14 l sléttprjón, 2 l br, 2 l sl, 2 l br, 1 l sl og 1 l með garðaprjóni við hálsmál, fellið af með sl yfir sl og br yfir br þegar stykkið mælist 54-56-58-60-62-64 cm. HÆGRA FRAMSTYKKI: Fitjið upp 49-53-57-63-69-75 l (meðtalin er 1 kantlykkja í hlið) á prjóna nr 3 með Karisma. Prjónið – frá réttu þannig: Prjónið A.3 (= 14 l), garðaprjón yfir síðustu 35-39-43-49-55-61 l. Haldið áfram með þetta mynstur þar til A.3 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina = 51-55-59-65-71-77 l. Skiptið yfir á prjóna nr 4. Nú er prjónað – frá réttu þannig: Prjónið A.4 (= 16 l), sléttprjón yfir síðustu 34-38-42-48-54-60 l, 1 l garðaprjón. Haldið áfram með þetta mynstur, þegar stykkið mælist 5 cm er fellt af í hliðum á sama hátt og á bakstykki = 47-51-55-61-67-73 l. Þegar stykkið mælist 16-16-17-18-18-19 cm byrjar útraka fyrir HNAPPAGAT – sjá útskýringu að ofan. Þegar stykkið mælist 20 cm er aukið út í hliðum eins og á bakstykki. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 29-30-31-32-33-34 cm er fækkað um 1 l við hálsmál – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA, endurtakið úrtöku með 1 cm millibili 22 sinnum til viðbótar. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 38-39-40-41-42-43 cm fellið af fyrir handveg á sama hátt og á bakstykki. Þegar öll úrtaka/fækkun fyrir handveg og hálsmáli er lokið eru 19-20-21-22-23-24 l á prjóni. Þegar stykkið mælist ca 53-55-57-59-61-63 cm er fækkað um 2 l jafnt yfir kaðal í A.4 = 17-18-19-20-21-22 l eftir á prjóni. Í næstu umf er fellt af með sl yfir sl og br yfir br. VINSTRA FRAMSTYKKI: Prjónið á sama hátt og hægra framstykki, nema spegilmynd. Í stað fyrir A.3 og A.4 er prjónað A.5 og A.6. Fellið ekki af fyrir hnappagati. FRÁGANGUR: Saumið axlarsauma. KANTUR Á ERMUM: Prjónið upp 90-94-98-102-106-110 l á prjóna nr 3 meðfram opi neðan á ermi. Prjónið 1 umf slétt frá röngu, síðan er prjónað stroff 2 l sl, 2 l br með 1 kantlykkju í hvorri hlið. Prjónið þar til kanturinn mælist 3 cm, fellið af með sl yfir sl og br yfir br. FRÁGANGUR: Saumið hliðarsauma innan við 1 kantlykkju. Saumið tölur í. VASI: Fitjið upp 16 l á prjóna nr 4 með Karisma. Prjónið eftir A.6, fellið af þegar stykkið mælist 11 cm. Prjónið upp 23 l innan við síðustu br l frá A.6. Prjónið sléttprjón með 1 l í garðaprjóni í hvorri hlið. Fellið af þegar stykkið mælist alls 12 cm. Prjónið annan vasa til viðbótar á sama hátt. Saumið vasana við miðju á framstykki, beint fyrir ofan garðaprjón. |
|||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #sarahsdelightvest eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 11 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 141-40
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.