Petra skrifaði:
Wo ist denn das Diagramm?
15.06.2012 - 18:53DROPS Design svaraði:
Ganz unten nach der Anleitung.
16.06.2012 - 15:12
Anke skrifaði:
Dieses Muster ist immer schick.
06.06.2012 - 16:08
ÜLLE KANEP skrifaði:
Head ilusad värvid
02.06.2012 - 23:54Angel Dowler skrifaði:
Love this little cardi, very useful and pretty
02.06.2012 - 09:36
Elisabeth skrifaði:
Rigtig flot
01.06.2012 - 22:42
Ingvild skrifaði:
Denne var nydelig. Kommer nok til å strikke denne til høsten.
01.06.2012 - 19:35
Val Stricklin skrifaði:
Cute short sleeve color work cardigan. Love it!
01.06.2012 - 07:05Angelika skrifaði:
Ein sehr hübsches Modell, da sind auch einige Farbvarianten möglich. Die Ärmel sollten nicht zu eng werden, sonst leidet die Bewegungsfreiheit.
31.05.2012 - 17:58
Augusta#augustacardigan |
||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||
Prjónuð peysa með stuttum ermum og norænru mynstri úr BabyAlpaca Silk eða Flora. Stærð S - XXXL
DROPS 142-18 |
||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. Allt mynstrið er prjónað í sléttprjóni. LEIÐBEININGAR-1: Þegar A.2 er prjónað er 1 l í lok umf sem ekki gengur upp í mynstri. Þessi l er prjónuð inn í mynstrið sem fyrsta l í næstu mynstureiningu svo að mynstrið byrjar og endar eins í hvorri hlið við miðju að framan. ATH. Ekki er fellt af í þessa l. LEIÐBEININGAR-2: Til að koma í veg fyrir að stykkið missi teygjanleika þegar mynsturprjón er prjónað, er mikilvægt að herða ekki á þráðum á bakhlið á stykki. Skiptið e.t.v. yfir í eitt númer grófari prjóna þegar mynstrið er prjónað ef það herpist aðeins saman. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna frá miðju að framan. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp 252-280-312-344-384-428 l hringprjóna nr 2 með litnum bláfjólublár/gallabuxnablár DROPS Baby Alpaca Silk. Prjónið 1 umf br frá röngu, næsta umf er prjónuð þannig: Prjónið 1 kantlykkju í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, * 2 l sl, 1 l br *, endurtakið frá *-* þar til 3 l eru eftir og endið með 2 l sl og 1 kantlykkju í GARÐAPRJÓN. Haldið svona áfram með stroff í 4 cm – passið uppá að næsta umf er prjónuð frá réttu. Skiptið yfir á hringprjóna nr 2,5 og prjónið 1 umf slétt frá réttu JAFNFRAMT er fækkað um 49-53-61-69-77-81 l jafnt yfir = 203-227-251-275-307-347 l. Næsta umf er prjónuð frá röngu þannig: Prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, prjónið A.1 þar til 2 l eru eftir, endið á 1. l í A.1 (svo að mynstrið byrji og endi eins í hvorri hlið við miðju að framan) og 1 kantlykkju í garðaprjóni. Haldið svona áfram með mynstur. Þegar A.1 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina er prjónað sléttprjón með bláfjólublár. Setjið 2 prjónamerki í stykkið, 51-57-63-69-77-87 l í hvorri hlið (=101-113-125-137-153-173 l á milli prjónamerkja á bakstykki). ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 8 cm er aukið út um 1 l hvoru megin við bæði prjónamerkin (= 4 l fleiri). Endurtakið útaukningu með 6-6-6-7-7-7 cm millibili, 3 sinnum til viðbótar = 219-243-267-291-323-363 l. Þegar stykkið mælist 30-31-32-33-34-35 cm eru feldar af 8 l í hvorri hlið fyrir handveg (þ.e.a.s. 4 l hvoru megin við bæði prjónamerkin) = 51-57-63-69-77-87 l á hvoru framstykki og 101-113-125-137-153-173 l á bakstykki. Geymið stykkið og prjónið kant á ermum. KANTUR Á ERMI: Stykkið er prjðónað í hring á hringprjóna. Fitjið upp 84-88-96-100-104-112 l á sokkaprjóna nr 2 með litnum bláfjólublár/gallabuxnablár DROPS Baby Alpaca Silk. Prjónið 1 umf slétt, prjónið stroff (= 2 l sl, 2 l br) í 4 cm. Næsta umf er prjónuð þannig: Fellið af 4 l í byrjun umf, prjónið sl þar til 4 l eru eftir og fellið af þessar 4 l = 76-80-88-92-96-104 l. Geymið stykkið og prjónið annan kant á sama hátt. BERUSTYKKI: Setjið ermar á sama hringprjón og fram- og bakstykki þar sem fellt var af fyrir handveg = 355-387-427-459-555 l. Prjónið 2-2-4-4-4-6 umf sléttprjón með litnum bláfjólublár/gallabuxnablár (1. umf = rétta), JAFNFRAMT er fækkað um 29-27-33-31-37-42 l jafnt yfir í síðustu umf (= frá röngu) = 326-360-394-428-462-513 l. LESIÐ LEIÐBEININGAR-1 og 2 og prjónið þannig: Prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, prjónið mynstur eftir A.2 (veljið mynstur fyrir rétta stærð) þar til 2 l eru eftir, endið með 1. l í A.2 og 1 kantlykkju í garðaprjóni. Haldið áfram með mynstur og úrtöku þar til A.2 hefur verið prjónað til loka á hæðina (prjónið að ör í réttri stærð) = 155-171-187-178-192-213 m. VINSTRI KANTUR AÐ FRAMAN: Prjónið upp frá réttu ca 120 til 150 l meðfram vinstra framstykki á hringprjóna nr 2 með litnum bláfjólublár/gallabuxnablár. Prjónið 1 umf br frá röngu JAFNFRAMT er aukið út jafnt yfir til 149-157-161-169-173-181 l. Prjónið nú stroff (séð frá réttu) þannig: Prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, * 1 l sl, 1 l br*, endurtakið frá *-* þar til 4 l eru eftir, endið með 2 l sl og 2 kantlykkjum í garðaprjóni neðst á fram- og bakstykki. Þegar stroffið mælist 3 cm er fellt laust af með sl yfir sl og br yfir br. HÆGRI KANTUR AÐ FRAMAN: Prjónið á sama hátt og vinstri kantur að framan, en þegar kanturinn að framan mælist ca 1 cm er fellt af fyrir 5-5-5-6-6-6 hnappagötum jafnt yfir. Efsta og neðsta hnappagatið á að vera ca 4 cm frá kanti. 1 hnappagat = prjónið 2 l saman og sláið 1 sinni uppá prjóninn (fallegast er að fella af 2 l br frá réttu). HÁLSMÁL: Setjið l af berustykkinu á hringprjóna nr 2 og prjónið að auki upp 8 nýjar l yfir báða kantana að framan (prjónið upp frá réttu innan við 1 kantlykkju) = 171-187-203-194-208-229 l. Prjónið 1 umf br frá röngu JAFNFRAMT er fækkað um 23-31-43-26-32-49 l jafnt yfir = 148-156-160-168-176-180 l. Prjónið nú stroff frá réttu þannig: Prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, * 2 l sl, 2 l br *, endurtakið frá *-* þar til 3 l eru eftir, endið með 2 l sl og 1 kantlykkju í garðaprjóni. JAFNFRAMT eftir 2 umf með stroffi er prjónuð upphækkun (með stroffi) aftan á hnakka þannig: Prjónið þar til 17-19-21-23-25-27 l eru eftir á prjóni, snúið við, herðið á þræði og prjónið þar til 17-19-21-23-25-27 l eru eftir hinum megin, snúið við, herðið á þræði og prjónið þar til 35-39-41-45-49-53 l eru eftir, snúið við, herðið á þræði og prjónið þar til 35-39-41-45-49-53 l eru eftir í hinni hliðinni, snúið við, herðið á þræði og prjónið þar til 53-59-61-67-73-79 l eru eftir, snúið við, herðið á þræði og prjónið þar til 53-59-61-67-73-79 l eru eftir hinum megin, snúið við. Haldið áfram með stroff eins og áður yfir allar l. JAFNFRAMT þegar hálsmálið mælist ca 1½ cm að framan, fellið af fyrir 1 hnappagati fyrir ofan hitt í hægri kanti að framan. Þegar hálsmálið mælist 4 cm að framan, fellið laust af með sl yfir sl og br yfir br. FRÁGANGUR: Saumið saman op undir höndum. Saumið tölur í. |
||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||
|
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #augustacardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 14 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 142-18
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.