Myrande skrifaði:
Vraag over de mouwen. In het patroon staat: Minder bij een hoogte van 15 cm alle 3 st av naar 2 st av (aan de goede kant) en brei dan verder in tricot steek. De eerste pen na de mindering is op de verkeerde kant. Normaal zou ik tricot beginnen met rechte steken maar dan komen aan de goede kant averechtse ribbels. Op de foto kan ik niet zien of de goede kant van de mouwen averechtse ribbels hebben of rechte steken...?
29.04.2024 - 22:25DROPS Design svaraði:
Dag Myrande,
Je zorgt de minderingen aan de goede kant worden gemaakt in de averechte delen (dus als je ze aan de verkeerde kant wilt maken, moet je ze in de rechte steken maken.
30.04.2024 - 21:05
Myrande skrifaði:
Kan dit patroon met rondbreinaalden gebreid worden?
20.03.2024 - 19:14
Joly skrifaði:
Est t il fait en une seul piece
22.09.2020 - 08:19
Miriam Rombach skrifaði:
Hallo, ich komm mit dem Muster auf de, Rückenteil nicht klar. Oder Gehirnknoten :-) Da steht, in der Rückreihe re auf re und li auf li. Und in der anschließenden Hinreihe 45M glatt... was kommen da für Maschen anschließen in der Rückreihe drauf. Was ist das für ein Muster? Linke Krausrippen? Links glatt? Ich verstehe es nicht
25.02.2020 - 10:45DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Rombach, am Anfang vom Rückenteil (nach den 5 cm Krausrechts) stricken Sie wie folgt: die 2 Randmaschen werden krausrechts gestrickt, die rechten Maschen bei der Hinreihe werden bei der Rückreihe links gestrickt und die linken Maschen bei der Hinreihe werden bei der Rückreihe rechts gestrickt. dh die Maschen stricken Sie, wie sie aussehen. Dann stricken Sie wie von der Vorderseite (Hinreihe): 1 M kraus rechts, glatt rechts (= Hinreihe rechts, Rückreihe links), 3M li (= Rückreihe rechts, Hinreihe links), M;1 (siehe Diagram), 3 M li, glatt rechts, 1 M krausrechts. Viel Spaß beim stricken!
25.02.2020 - 11:11
Marlies skrifaði:
Als ik deze vest wil breien met het garen Air. Kan dat en hoeveel heb ik dan nodig?
11.01.2019 - 14:38DROPS Design svaraði:
Dag Marlies,
Dat zou kunnen, want 1 draad Alpaca en 1 draad Fabel is samen een draad van categorie C en Air valt in categorie C. Om uit te rekenen hoeveel bollen je nodig hebt moet je kijken naar de totale looplengte. Dus kijk naar hoeveel looplengte je nodig hebt in b.v. alpaca. Kijk dan naar de looplengte van Air en bereken aan de hand hiervan hoeveel bollen Air je nodig hebt.
Houd er wel rekening mee dat Air een ander type garen is en een ander effect zal hebben. Maak ook altijd een proeflapje en pas eventueel de naalddikte aan.
13.01.2019 - 10:25
Patty skrifaði:
Bij dit patroon staan als breigaren fabel, maar die heeft 24 st op 10 cm en volgens het patroon moet het 16 zijn? wat is nou de bedoeling
23.09.2017 - 15:39DROPS Design svaraði:
Hallo Patty, Dit patroon wordt gebreid met 1 draad fabel en 1 draad alpaca, waardoor je een stekenverhouding van ongeveer 16 x 20 steken = 10 x 10 cm krijgt.
24.09.2017 - 09:55
Lena skrifaði:
Jättesnygg som jag vill ha.
17.09.2009 - 12:22
DROPS Extra 0-556 |
||||||||||||||||
|
|
||||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Fabel og DROPS Alpaca með köðlum og stórum kraga. Stærð S – XXXL.
DROPS Extra 0-556 |
||||||||||||||||
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu M.1. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu og sýnir 1 mynstureiningu af mynstri á hæðina. GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan (séð þegar flíkin er mátuð). 1 HNAPPAGAT = prjónið þriðju og fjórðu lykkju frá miðju að framan slétt saman og sláið 1 sinni uppá prjóninn. Fellið af fyrir hnappagötum þegar stykkið mælist: STÆRÐ S: 11, 19, 27, 34, 42, 50, 57 og 65 cm STÆRÐ M: 11, 19, 27, 35, 43, 51, 59 og 67 cm STÆRÐ L: 11, 19, 28, 36, 44, 52, 61 og 69 cm STÆRÐ XL: 11, 20, 28, 37, 45, 54, 62 og 71 cm. STÆRÐ XXL: 11, 20, 29, 28, 47, 56, 65 og 73 cm. STÆRÐ XXXL: 11, 21, 30, 39, 48, 57, 66 og 75 cm. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka í stykkjum á hringprjóna, neðan frá og upp og saumað saman í lokin. BAKSTYKKI: Fitjið upp 85-91-97-105-113-123 lykkjur (meðtalin 1 kantlykkja í hvorri hlið) á hringprjóna 4,5 með 1 þræði í hvorri tegund. Prjónið 5 cm GARÐAPRJÓN – lesið leiðbeiningar að ofan. Skiptið yfir á hringprjón 5,5 og haldið áfram þannig (frá réttu): 1 kantlykkja í garðaprjóni, 26-29-32-36-40-45 lykkjur slétt, 3 lykkjur brugðið, 3 lykkjur slétt, 8 lykkjur brugðið, prjónið 2 lykkjur slétt í hverja af næstu 3 lykkjum (þ.e.a.s. þannig að 3 lykkjur slétt verði að 6 lykkjum slétt), 8 lykkjur brugðið, 3 lykkjur slétt, 3 lykkjur brugðið, 26-29-32-36-40-45 lykkjur slétt og 1 kantlykkja í garðaprjóni = 88-94-100-108-116-126 lykkjur slétt. Prjónið 1 umferð til baka frá röngu með sléttar lykkjur yfir sléttar lykkjur og brugðnar lykkjur yfir brugðnar lykkjur. Næsta umferð er prjónuð þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, 26-29-32-36-40-45 lykkjur slétt, 3 lykkjur brugðið, M.1 (= 28 lykkjur), 3 lykkjur brugðið, 26-29-32-36-40-45 lykkjur slétt og 1 kantlykkju í garðaprjóni. Haldið svona áfram upp úr. Munið að fylgja prjónfestunni. Þegar stykkið mælist 10 cm er fækkað um 1 lykkju í hvorri hlið frá réttu með því að prjóna 2 lykkjur slétt saman innan við ystu lykkju í hvorri hlið, endurtakið úrtöku í 3. hverjum cm alls 8 sinnum = 72-78-84-92-100-110 lykkjur. Þegar stykkið mælist 36 cm er aukið út um 1 lykkju í hvorri hlið með því að prjóna 1 auka lykkju í næst ystu lykkju, endurtakið úrtaukningu í 5. hverjum cm alls 4 sinnum = 80-86-92-100-108-118 lykkjur. Þegar stykkið mælist 55-56-57-58-59-60 cm fellið af fyrir handveg í byrjun hverrar umferðar í hvorri hlið: 4 lykkjur 1 sinni, 2 lykkjur 1-2-3-4-5-6 sinnum og 1 lykkju 2-2-2-3-4-5 sinnum = 64-66-68-70-72-76 lykkjur. Þegar stykkið mælist 72-74-76-78-80-82 cm fækkið um 6 lykkjur jafnt yfir M.1 = 58-60-62-64-66-70 lykkjur, í næstu umferð eru felldar af miðju 22 lykkjur fyrir hálsmáli (þ.e.a.s. allar lykkjur í M.1) = 18-19-20-21-22-24 lykkjur eftir á hvorri öxl. Prjónið hvora öxl áfram þar til stykkið mælist 74-76-78-80-82-84 cm, fellið af. HÆGRA FRAMSTYKKI: Fitjið upp 50-53-56-60-64-69 lykkjur (meðtalin 1 kantlykkja í hlið og 6 kantlykkjur við miðju að framan) með 1 þræði í hvorri tegund með hringprjón 4,5. Prjónið 5 cm í garðaprjóni. Skiptið yfir á hringprjón 5,5 og haldið áfram frá réttu þannig: 6 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, 3 lykkjur slétt, 3 lykkjur brugðið, 3 lykkjur slétt, 8 lykkjur brugðið, prjónið 2 lykkjur slétt í hverja af næstu 3 lykkjum (þ.e.a.s. þannig að 3 lykkjur slétt verði að 6 lykkjum slétt), 8 lykkjur brugðið, 3 lykkjur slétt, 3 lykkjur brugðið, 9-12-15-19-23-28 lykkjur slétt og 1 kantlykkja í garðaprjóni = 53-56-59-63-67-72 lykkjur. Prjónið 1 umferð til baka frá röngu með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Prjónið síðan þannig: 6 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, 3 lykkjur slétt, 3 lykkjur brugðið, M.1 (= 28 lykkjur), 3 lykkjur brugðið, 9-12-15-19-23-28 lykkjur slétt og 1 kantlykkja í garðaprjóni. Haldið svona áfram upp úr. Þegar stykkið mælist 10 cm byrjar úrtaka í hlið á sama hátt og á bakstykki = 45-48-51-55-59-64 lykkjur. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 11 cm byrjar úrtaka fyrir HNAPPAGAT – lesið leiðbeiningar að ofan! Þegar stykkið mælist 36 cm byrjar útaukning í hlið á sama hátt og á bakstykki = 49-52-55-59-63-68 lykkjur. Þegar stykkið mælist 55-56-57-58-59-60 cm byrjar affelling fyrir handveg í hlið á sama hátt og á bakstykki = 41-42-43-44-45-47 lykkjur. Þegar stykkið mælist 66-68-70-72-74-76 cm setjið fyrstu 9 lykkjur við miðju að framan á þráð fyrir hálsmáli. Fellið síðan af í hverri umferð frá hálsmáli: 3 lykkjur 1 sinni, 2 lykkjur 1 sinni og 1 lykkja 3 sinnum = 24-25-26-27-28-30 lykkjur eftir á öxl. Þegar stykkið mælist 74-76-78-80-82-84 cm fækkið um 6 lykkjur jafnt yfir M.1 = 18-19-20-21-22-24 lykkjur. Í næstu umferð eru allar lykkjur felldar af. VINSTRA FRAMSTYKKI: Prjónið á sama hátt og hægra framstykki, nema gagnstætt og án hnappagata. ERMI: Stykkið er prjónað fram og til baka. Fitjið upp 56-56-56-62-62-62 lykkjur (meðtalin 1 kantlykkja í hvorri hlið) á hringprjóna 4,5 með 1 þræði í hvorri tegund. Prjónið stroff = 3 lykkjur slétt / 3 lykkjur brugðið með 1 kantlykkju í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 15 cm er öllum 3 lykkjum brugðið fækkað til 2 lykkjur brugðið (frá réttu) = 47-47-47-52-52-52 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 5,5 og haldið áfram í sléttprjóni að loka máli, JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 18 cm er aukið út um 1 lykkju í hvorri hlið, endurtakið útaukningu með 6½-5-3½-3½-3-2 cm millibili alls 5-6-8-8-9-11 sinnum = 57-59-63-68-70-74 lykkjur. Þegar stykkið mælist 48-47-46-45-44-43 cm (styttra mál í stærri stærðum vegna lengri ermakúpu og breiðari axla) fellið af fyrir ermakúpu í byrjun hverrar umferðar í hvorri hlið: 4 lykkjur 1 sinni, 2 lykkjur 2 sinnum og 1 lykkja 2-3-4-5-6-7 sinnum, fellið síðan af 2 lykkjur í hvorri hlið þar til stykkið mælist 56 cm, að lokum eru felldar af 3 lykkjur 1 sinni í hvorri hlið áður en felldar eru af allar lykkjur sem eru eftir. Stykkið mælist ca 57 cm. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma. KRAGI: Prjónið upp ca 90 til 100 lykkjur í kringum hálsmál (meðtaldar lykkjur af þræði að framan) á hringprjón 4,5 með 1 þræði í hvorri tegund. Prjónið 1 umferð slétt frá röngu JAFNFRAMT því sem aukið er út jafnt yfir til 130-135-140-145-150-155 lykkjur (deilanlegt með 5). Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 6 lykkjur garðaprjón, * 3 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt *, endurtakið frá *-* og endið með 3 lykkjur brugðið og 6 lykkjur garðaprjón. Haldið svona áfram upp úr þar til kraginn mælist 10 cm, nú eru allar 2 lykkjur slétt auknar út til 3 lykkjur slétt (frá réttu) = 153-159-165-171-177-183 lykkjur. Prjónið áfram þar til kraginn mælist 20 cm, aukið út (frá réttu) allar 3 lykkjur slétt til 4 lykkjur slétt = 176-183-190-197-204-211 lykkjur. Þegar kraginn mælist 28 cm, prjónið 4 umferðir garðaprjón yfir allar lykkjur, fellið síðan af. FRÁGANGUR: Saumið ermar í. Saumið erma- og hliðarsauma í eitt innan við 1 kantlykkju. Saumið tölur í vinstra framstykki. |
||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||
|
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 24 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2026 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
||||||||||||||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS Extra 0-556
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.