June skrifaði:
If one were to knit the hat in the round rather than flat and then seaming up, what would the english rib pattern be? I'm having problems understanding the rib pattern as it is written. Also after completing the K1P1 rib for the brim of the hat, dont you need to increase for the main body of the hat. I cant seem to find this in the pattern. Thanks so much for creating such beautiful patterns and your patience! All of your patterns are so gorgeous!
14.07.2009 - 17:51
Juliane skrifaði:
Diese Kombi sieht richtig kuschelig aus. Super.
12.07.2009 - 20:50
Conny skrifaði:
Bitte machen sie dieses strickmuster druckfertig! ich möchte die mütze unbedingt stricken
09.07.2009 - 13:14
Mona skrifaði:
Super
08.07.2009 - 16:13
Schneewittchen skrifaði:
Geniale Mütze, muss ich haben :)!!
05.07.2009 - 14:17
Annika skrifaði:
Jag ÄLSKAR MÖSSAN =))...och halsduken oxå... Annika
05.07.2009 - 02:12
Muguetrose skrifaði:
Je trouve tout vos modeles vraiment magnifiques ! pourriez vous me dire pourquoi je ne peux accéder aux éxplications du modele po-019 qui est une echarpe ! Merci beaucoup pour vos modeles Amitiées Normandes
03.07.2009 - 17:10
Kristin skrifaði:
Genau so eine Mütze wollte ich schon lange mal machen. Bitte, bitte unbedingt veröffentlichen :o) Die ist so toll!
01.07.2009 - 14:34Apinya skrifaði:
I like that
01.07.2009 - 10:08
Anja Á. Kamp skrifaði:
Jeg synes at den minder utrolig meget om en af huerne som Sarah Jessica Parker havde på i serien
30.06.2009 - 01:10
Colombelle |
||||||||||
|
|
||||||||||
Prjónuð húfa í klukkuprjóni og hálsklútur með köðlum úr DROPS Polaris.
DROPS 116-15 |
||||||||||
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- HÚFA: GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf. KLUKKUPRJÓN MEÐ UPPSLÆTTI (prjónað fram og til baka): UMFERÐ 1: Prjónið 1 l garðaprjón, * 1 l sl, sláið 1 sinni uppá prjóninn, takið 1 l óprjónaða eins og prjóna eigi hana br *, endurtakið frá *-* þar til 2 l eru eftir, endið á 1 l sl, 1 l garðaprjón. UMFERÐ 2: Prjónið 1 l garðaprjón, * sláið 1 sinni uppá prjóninn, takið 1 l óprjónaða eins og prjóna eigi brugðið, prjónið uppsláttinn og óprjónuðu l saman *, endurtakið frá *-* þar til 2 l eru eftir, endið á 1 uppslætti, takið 1 l óprjónaða eins og prjóna eigi brugðið, 1 l garðaprjón. UMFERÐ 3: Prjónið 1 l garðaprjón ,* prjónið uppsláttinn og óprjónuðu l saman slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, takið 1 l óprjónaða eins og prjóna eigi brugðið *, endurtakið frá *-* þar til 3 l eru eftir, prjónið uppsláttinn og óprjónuðu l saman slétt, 1 l garðaprjón. Endurtakið umf 2 og umf 2 upp úr. BYRJUN Á NÝJUM ÞRÆÐI: Þegar skipt er um dokku og byrjað er á nýjum þræði er endanum skipt í tvo hluta á þræðinum sem er að ljúka og nýja þræðinum, endarnir eru bleyttir, aðeins nuddaðir á milli fingra. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- HÚFA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna. HÚFA: Fitjið upp 27-29 l á hringprjóna nr 10 með Polaris. Prjónið 1 umf br frá röngu, prjónið nú stroff frá réttu þannig: Prjónið 1 l GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, stroff 1 l sl, 1 l br þar til 2 l eru eftir, endið á 1 l sl, 1 l garðaprjón. Haldið áfram með stroff þar til stykkið mælist 7 cm (síðasta umf er prjónuð frá röngu). Skiptið yfir á hringprjóna nr 15. Prjónið nú KLUKKUPRJÓN MEÐ UPPSLÆTTI í næstu umf frá réttu – sjá útskýringu að ofan! ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Haldið áfram með þetta mynstur. Lesið BYRJUN Á NÝJUM ÞRÆÐI! Þegar stykkið mælist 26-28 cm prjónið 1 umf sléttprjón með 1 l garðaprjón í hvorri hlið JAFNFRAMT sem 3 og 3 l eru prjónaðar saman = 14-15 l. Þræðið þræðinum í gegnum síðustu l, herðið að og saumið húfuna kant í kant. ------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- HÁLSKLÚTUR: GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu M.1 og M.2. Mynsturteikningin sýnir mynstur séð frá réttu. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- HÁLSKLÚTUR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna. HÁLSKLÚTUR: Fitjið upp 23 l á hringprjóna nr 15 með Polaris. Prjónið GARÐAPRJÓN yfir allar l – sjá útskýringu að ofan – þar til stykkið mælist 10 cm, JAFNFRAMT í síðustu umf frá röngu eru auknar út 4 l jafnt yfir = 27 l. Prjónið nú næstu umf frá réttu þannig: Prjónið 6 l garðaprjón, 1 l br, M.1 (= 6 l), 1 l br, M.2 (= 6 l), endið á 1 l br og 6 l garðaprjón = 27 l. (Þær l sem prjónaðar eru br frá réttu eru prjónaðar sl frá röngu). ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Haldið áfram með þetta mynstur. Þegar stykkið mælist ca 170 cm (stillið af eftir 1 heila mynstureiningu á hæðina), prjónið nú garðaprjón, JAFNFRAMT í umf 1 er fækkað um 4 l jafnt yfir = 23 l. Fellið af þegar stykkið mælist ca 180 cm (passið uppá að enda á 10 cm garðaprjón). |
||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||
|
||||||||||
![]() |
||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 16 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
||||||||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS 116-15
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.