Betty skrifaði:
WOW, der große Kragen gefällt mir besonders gut!
06.06.2009 - 11:32
Bea skrifaði:
Tolles modell, das möchte ich auf jeden fall nachstricken... lg bea
06.06.2009 - 10:20
Vonna G skrifaði:
Toppensnygg!
06.06.2009 - 09:30
BANCEL skrifaði:
Un super gilet bien chaud
06.06.2009 - 07:31
Teatske skrifaði:
Een vest om in te wonen!
05.06.2009 - 22:09Silvana Barbosa skrifaði:
Adorei este casaco,a cor ,a modelagem.... Parabéns
05.06.2009 - 21:40
Mira skrifaði:
Fantastisk flott!! Sånn vil jeg gjerne strikke!
05.06.2009 - 20:54
Kristina Bergström Carlsson skrifaði:
Kanon!
05.06.2009 - 17:30Cleusa skrifaði:
Modelo muito bonito e atual
05.06.2009 - 16:52
Dorthe skrifaði:
Den er bare for fed, en man må eje
05.06.2009 - 16:15
Elephant Ears#elephantearsjacket |
|
|
|
Prjónuð síð peysa úr DROPS Snow með stórum kraga í stroffprjóni. Stærð S - XXXL.
DROPS 117-8 |
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í hverri umf. GARÐAPRJÓN (prjónað í hring á sokkaprjóna): * Prjónið 1 umf sl og 1 umf br *, endurtakið frá *-*. LEIÐBEININGAR UM MÆLINGU: Vegna þyngdar á garninu verður að halda stykkinu uppi þegar mælt er, annars verður stykkið of sítt. HNAPPAGÖT: Fellið af fyrir hnappagötum á hægri lista að framan. 1 hnappagat = fellið af 3.l frá miðju að framan, sláið 1 sinni uppá prjóninn. Fellið af fyrir hnappagati þegar stykkið mælist: Stærð S: 38, 46, 54 og 62 cm. Stærð M: 40, 48, 56 og 64 cm. Stærð L: 42, 50, 58 og 66 cm. Stærð XL: 40, 47, 54, 61 og 68 cm. Stærð XXL: 38, 46, 54, 62 og 70 cm. Stærð XXXL: 39, 47, 55, 63 og 71 cm. ÚRTAKA (hálsmál): Fækkið lykkjum með því að prjóna 2 lykkjur saman í byrjun umf í hvorri hlið. ÚTAUKNING: Aukið út í með því að slá 1 sinni uppá prjóninn í brugðnu einingunum. Í næstu umf er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Prjónið stykkið fram og til baka á hringprjóna. PEYSA: Fitjið upp 134-142-150-162-174-189 l á hringprjóna nr 7 með Snow. Prjónið 6 umf garðaprjón. Skiptið yfir á hringprjóna nr 8. Setjið tvö prjónamerki í stykkið, 36-38-40-43-46-50 l frá hvorri hlið (bakstykki = 62-66-70-76-82-89 l). Prjónið áfram sléttprjón með 5 l GARÐAPRJÓN við miðju að framan í hvorri hlið –sjá útskýringu að ofan! Þær 5 l með garðaprjóni = kantur að framan. Kantur að framan er prjónaður í garðaprjóni til loka. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 15 cm er fækkað um 1 l hvoru megin við prjónamerkin í hvorri hlið. Endurtakið úrtöku með 7-7-7½-8-8-8 cm millibili alls 8 sinnum = 102-110-118-130-142-157 l. LESIÐ LEIÐBEININGAR UM MÆLINGU! JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 38-40-42-40-38-39 cm byrjar úrtaka fyrir HNAPPAGAT– sjá útskýringu að ofan! Þegar stykkið mælist 64-66-68-70-72-73 cm eru ystu 7 lykkjur við miðju að framan settar á þráð fyrir hálsmáli. Fækkið um 1 l við hálsmál í hvorri hlið – LESIÐ ÚRTAKA! Endurtakið úrtöku með 4-4-4-4-4-3½ cm millibili alls 5-5-6-6-6-7 sinnum. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 68-70-72-74-76-77 cm fellið af6 l fyrir handveg í hvorri hlið (fellið af 3 l hvoru megin við prjónamerki). Hvert stykkið er nú prjónað til loka fyrir sig. BAKSTYKKI: =40-44-48-54-60-67 l. Fellið af fyrir handveg í byrjun hverrar umf í hvorri hlið þannig: 2 l 0-0-1-2-3-4 sinnum og 1 l 0-1-1-1-2-3 sinnum = 40-42-42-44-44-45 l. Þegar stykkið mælist 87-90-93-96-99-101 cm er fellt af miðju 12-12-14-14-14-15 fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Fellið af 1 l í næstu umf frá hálsmáli = 13-14-13-14-14-14 l eftir á öxl. Fellið af þegar stykkið mælist 89-92-95-98-101-103 cm. VINSTRA FRAMSTYKKI: Fellið af fyrir handvegi í hlið eins og á bakstykki, JAFNFRAMT er haldið áfram með úrtöku fyrir hálsmáli. Þegar úrtöku er lokið eru 13-14-13-14-14-14l eftir á öxl. Fellið af þegar stykkið mælist 89-92-95-98-101-103 cm. HÆGRA FRAMSTYKKI: Prjónið á sama hátt og vinstra framstykki, nema gagnstætt. ERMI: Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna. Fitjið upp 30-32-32-34-34-36 l á sokkaprjóna nr 7. Prjónið 6 umf GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Prjónið síðan stroff 3 l sl / 3 l br, JAFNFRAMT er aukið út í umf 1 um 12-10-10-14-14-12 l jafnt yfir í umf – LESIÐ ÚTAUKNING! =42-42-42-48-48-48 l. Setjið prjónamerki í byrjun umf. Þegar stykkið mælist 15 cm er fellt af 12-10-10-14-14-12 l jafnt yfir umf = 30-32-32-34-34-36 l. Skiptið yfir í sokkaprjóna nr 8 og haldið áfram í sléttprjón. Þegar stykkið mælist 18 cm er aukið út um 1 l hvoru megin við prjónamerki. Endurtakið útaukningu með 5-5-4-3½-2½-2½ cm millibili alls 6-6-7-7-9-9 sinnum = 42-44-46-48-52-54 l. Þegar stykkið mælist 48-48-47-45-45-43 cm er fellt af 6 l undir miðri ermi (fellið af 3 l hvoru megin við prjónamerki). ATH! Styttri mæling í stærri stærðum vegna víðari handvegs og breiðari axla. Fellið af fyrir handveg í byrjun umf í hvorri hlið þannig: Fellið af 2 lykkjur 2 sinnum, 1 lykkja 0-0-1-3-4-5 sinnum, fellið af 2 l í hvorri hlið þar til stykkið mælist 55-55-56-56-57-57 cm. Fellið af 3 l í hvorri hlið einu sinni. Stykkið mælist nú ca 56-56-57-57-58-58 cm. Fellið af. Saumið axlarsauma. KRAGI: Takið upp 102-106-112-114-116-120 l (meðtaldar l af þræði) frá röngu frá hálsmáli á hringprjón nr 7 (prjónað er frá röngu því innri hlið kragans verður sýnilegur). Prjónið 1 umf slétt (þetta er frá röngu), aukið út um 31-33-33-37-41-43 l jafnt yfir umf = 133-139-145-151-157-163 l. Prjónið næstu umf frá réttu þannig: Prjónið 5 l garðaprjón, stroff 3 l sl / 3 l br þar til 8 l eru eftir, endið með 3 l sl, 5 l garðaprjón. Haldið áfram áfram svona þar til stykkið mælist 8 cm. Í næstu umf frá réttu er auknar út allar 3 br að 4 l br = 153-160-167-174-181-188 l. Haldið áfram með stroff 3 l sl / 4 l br. Þegar kraginn mælist 22 cm er prjónað 6 umf garðaprjón yfir allar l. Fellið af. FRÁGANGUR: Saumið ermar í og tölur. |
|
![]() |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #elephantearsjacket eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 23 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 117-8
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.