Irene Simeone skrifaði:
Buongiorno, gli aumenti ai lati della giacca sono 2+2, corretto? vanno fatti sul diritto del lavoro e poi lavorati sempre a rovescio? Inoltre vi segnalo un errore nella taglia M nella suddivisione delle 216 m dopo i primi 2 aumenti. "Inserire un segnapunti all’interno di 49-56-61 m da ogni lato (= 94-106-118 m tra il segnapunti sul dietro)". Secondo quanto indicato 106+56+56, risultano 218 m. Potreste indicarmi come correggere: 108+54+54 oppure 104+56+56? Grazie mille.
23.08.2022 - 16:00DROPS Design svaraði:
Buonasera Irene, abbiamo inoltrato la sua richiesta al settore design: se dovesse essere necessario troverà il modello corretto direttamente online. Buon lavoro!
27.09.2022 - 21:38
Christine 40 skrifaði:
Bonjour je me suis aperçu qu’il manque une partie de texte sur les diminutions des manches. Je l’ai retrouvé dans le texte en norvégien et traduit: rabattre pour l'arrondi de la manche de chaque côté tous les 2 rangs : 4 fois 2 m et 2-4-5 fois 1 m. Rabattre ensuite 2 m de chaque côté jusqu'à 25-27-28 cm de hauteur totale, puis 1 fois 3 m de chaque côté. Je crois qu’il manque à toutes les traductions. Merci pour votre site et vos modèles c’est génial cdlt Christine
04.10.2021 - 15:39Pat Whetstone skrifaði:
I love this pattern but only difficulty I have is that on the charts, bobbles and cables are on even number rows that is, wrong side rows, surely they should be on rs rows. Has anyone else found this or am I doing something wrong ?
21.09.2015 - 11:58
JW skrifaði:
Size L: pattern is 6 stitches short. Should have an additional K2, P4 before K1, M18
01.07.2012 - 02:02DROPS Design svaraði:
Dear JW, Size L pattern has been edited. Thank you ! Best regards !
04.12.2012 - 19:00
Pecriaux skrifaði:
Dans les explication de ce modèle : DROPS Extra 0-419 DROPS Extra 0-419 by DROPS Design Gilet irlandais à manches courtes DROPS en « Muskat » les explications du diagramme sont en langue étrangère (pour moi en tout cas! ;-D) j'aimerais bien les avoir en français si c'était possible...je guetterai dans les jours qui viennent...
15.05.2012 - 17:35DROPS Design svaraði:
Bonjour Pecriaux, la légende apparaît maintenant directement au-dessus du diagramme. Bon tricot !
16.05.2012 - 08:42
DROPS Design skrifaði:
Denne oppsk. finnes dessverre ikke på norsk. Bare på dansk og svensk.
26.10.2009 - 09:29
M.E. skrifaði:
Hei Mangler oppskriften her?
25.10.2009 - 22:20
Pink Pebbles |
||||||||||||||||
|
||||||||||||||||
Prjónuð peysa með köðlum og stuttum ermum úr DROPS Muskat. Stærð S-L.
DROPS Extra 0-419 |
||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu M.1 og M.2. Mynsturteikning sýnir allt mynstrið séð frá réttu. ÚTAUKNING: Aukið út innan við ystu lykkju í garðaprjóni. Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn og prjónið uppsláttinn snúinn slétt í næstu umferð svo ekki myndist gat. Útauknar lykkjur eru prjónaðar í garðaprjóni upp úr. ÚRTAKA (á við um hálsmál): Fækkið lykkjum innan við 4 kantlykkjum í garðaprjóni. Öll úrtaka er gerð frá réttu. Fækkið lykkjum á eftir 4 kantlykkjum í garðaprjóni þannig: Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir. Fækkið lykkjum á undan 4 lykkjum í garðaprjóni þannig: 2 lykkjur slétt saman. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjón frá miðju að framan, neðan frá og upp. FRAM- OG BAKSTYKKI: LESIÐ ALLAN KAFLANN ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ PRJÓNA! Fitjið upp 190-214-238 lykkjur (meðtaldar 4 kantlykkjur í hvorri hlið við miðju að framan) á hringprjóna 3,5. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Prjónið síðan næstu umferð frá réttu þannig: 4 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið *, endurtakið frá *-* og endið með 2 lykkjur slétt og 4 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff þar til stykkið mælist 3 cm – passið uppá að næsta umferð sé prjónuð frá röngu. Skiptið yfir á hringprjón 4 – prjónið nú 2 umferðir slétt JAFNFRAMT í fyrstu af þessum umferðum er aukið út um 2 lykkjur jafnt yfir = 192-216-240 lykkjur – setjið 1 merki 49-55-61 lykkjur inn frá hvorri hlið (= 94-106-118 lykkjur á milli merkis á bakstykki). Eftir 2 umferðir slétt er næsta umferð prjónuð frá röngu þannig: STÆRÐ S: 4 kantlykkjur í garðaprjóni, M.1A, M.1B, 4 lykkjur brugðið, M.1A, M.1B og 4 kantlykkjur í garðaprjóni. STÆRÐ M: 4 kantlykkjur í garðaprjóni, M.1A, 1 lykkja slétt, 4 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt, 4 lykkjur brugðið, 1 lykkja slétt, M.1B, 4 lykkjur brugðið, M.1A, 1 lykkja slétt, 4 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt, 4 lykkjur brugðið, 1 lykkja slétt, M.1B og 4 kantlykkjur í garðaprjóni. STÆRÐ L: 4 kantlykkjur í garðaprjóni, M.1A, 1 lykkja slétt, 4 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt, 4 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt, 4 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt, 4 lykkjur brugðið, 1 lykkja slétt, M.1B, 4 lykkjur brugðið, M.1A, 1 lykkja slétt, 4 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt, 4 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt, 4 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt, 4 lykkjur brugðið, 1 lykkja slétt, M.1B og 4 kantlykkjur í garðaprjóni. Haldið svona áfram með mynstur – JAFNFRAMT er aukið út um 1 lykkju í hvorri hlið við miðju að framan – sjá ÚTAUKNING að ofan í 4. hverri umferð 6 sinnum og síðan í annarri hverri umferð 7 sinnum. Útaukning á hliðum: Jafnframt þegar stykkið mælist 10 cm er aukið út um 1 lykkju hvoru megin við 2 lykkjur slétt í hvorri hlið í 6. hverjum cm alls 4 sinnum – útauknar lykkjur eru prjónaðar brugðið séð frá réttu. HÁLSMÁL: Jafnframt þegar prjónaðar hafa verið 3 umferðir á eftir síðustu útaukningu við miðju að framan (stykkið mælist ca 17 cm) er fækkað um 1 lykkju hvoru megin við miðju að framan fyrir hálsmáli – sjá ÚRTAKA að ofan. Fækkið lykkjum í annarri hverri umferð 13 sinnum og í 4. hverri umferð 5 sinnum, síðan í 6. hverri umferð 6 sinnum. HANDVEGUR: Jafnframt þegar stykkið mælist 35-36-37 cm fellið af 6 lykkju á hvorri hlið fyrir handveg (þ.e.a.s. 3 lykkjur hvoru megin við bæði prjónamerkin) og hvort stykki er nú prjónað áfram fyrir sig. BAKSTYKKI: = 96-108-120 lykkjur. Fellið af fyrir handveg í hvorri hlið í annarri hverri umferð: 2 lykkjur 1-3-4 sinnum og 1 lykkja 3-3-5 sinnum = 86-90-94 lykkjur. Haldið áfram með mynstur eins og áður. Þegar stykkið mælist 51-53-55 cm prjónið 4 umferðir í garðaprjóni yfir miðju 26 lykkjur (aðrar lykkjur eru prjónaðar eins og áður). Fellið síðan af miðju 18 lykkjur fyrir hálsmáli = 34-36-38 lykkjur eftir fyrir hvora öxl. Haldið áfram með mynstur með 4 lykkjum garðaprjón að hálsmáli þar til stykkið mælist ca 53-55-57 cm – passið uppá að prjóna nokkrar umferðir í sléttprjóni á eftir 1 snúning á kaðli. Prjónið 6 lykkjur í hverjum kaðli saman 2 og 2 (þetta er gert til að öxlin víkki ekki út) = 28-30-32 lykkjur á prjóni. Í næstu umferð er felldar af þær lykkjur sem eftir eru. Stykkið mælist ca 54-56-58 cm. HÆGRA FRAMSTYKKI: Fellið af fyrir handveg í hlið á sama hátt og á bakstykki JAFNFRAMT sem úrtaka fyrir hálsmáli heldur áfram eins og áður. Etir úrtöku fyrir handveg og hálsmáli eru 34-36-38 lykkjur eftir á öxl. Haldið áfram með mynstur með 4 lykkjur garðaprjón við hálsmál þar til stykkið mælist ca 53-55-57 cm – stillið af þannig að prjónaðar séu nokkrar umferðir í sléttprjóni á eftir snúning á kaðli. Prjónið nú 6 lykkjur á hverjum kaðli saman 2 og 2 (eins og á bakstykki) = 28-30-32 lykkjur á prjóni. Í næstu umferð eru þær lykkjur felldar af sem eftir eru. Stykkið mælist ca 54-56-58 cm. VINSTRA FRAMSTYKKI: Prjónið á sama hátt og hægra framstykki, nema gagnstætt. ERMI: Fitjið upp 60-64-68 lykkjur á sokkaprjón 3,5 og prjónið 1 umferð slétt. Haldið áfram með stroff * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið *, endurtakið frá *-*. Þegar stroffið mælist 3 cm er skipt yfir á sokkaprjón 4. Prjónið 1 umferð slétt og 1 umferð brugðið – JAFNFRAMT er lykkjufjöldinn jafnaður út til 61-65-69 lykkjur í síðustu umferð. Prjónið síðan næstu umferð þannig (setjið 1 merki í byrjun umferðar = mitt undir ermi): 1 lykkja slétt, 2-4-6 lykkjur brugðið, M.2 (= 55 lykkjur) og endið með 2-4-6 lykkjur brugðið og 1 lykkja slétt. Haldið svona áfram með mynstur. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 4 cm er aukið út um 1 lykkju hvoru megin við 2 lykkjur slétt mitt undir ermi í 5. hverri umferð alls 8 sinnum = 77-81-85 lykkjur (útauknar lykkjur eru prjónaðar brugðið). Þegar stykkið mælist 18 cm eru felldar af 6 lykkjur mitt undir ermi og stykkið er prjónað til loka fram og til baka. Haldið áfram að fella af fyrir ermakúpu í hvorri hlið í annarri hverri umferð: 2 lykkjur 4 sinnum og 1 lykkja 2-4-5 sinnum. Fellið síðan af 2 lykkjur í hvorri hlið þar til stykkið mælist 25-27-28 cm, að lokum fellið af 3 lykkjur 1 sinni í hvorri hlið. Fellið af þær lykkjur sem eftir eru, stykkið mælist ca 26-28-29 cm. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma. Saumið ermar í innan við 1 kantlykkju. BELTI: Beltið er hægt að prjóna á tvo sokkaprjóna. Fitjið upp 6 lykkjur á sokkaprjón 4. Prjónið snúruprjón þannig: * prjónið 1 lykkju slétt, setjið þráðinn fyrir framan stykkið (að þér), lyftu 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn fyrir aftan stykki (frá þér) *, endurtakið frá *-* í öllum umferðum. Fellið af þegar beltið mælist ca 110-150 cm. |
||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||
|
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 23 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Extra 0-419
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.