Kerstin skrifaði:
Habe die Socke gerade wieder aufgeribbelt. Mir war der Fuß zu eng, insbesondere über den Rist. Ich werde wieder meine herkömmliche Ferse Stricken. Aber der Versuch war es wert.
05.01.2026 - 13:20
Elena skrifaði:
Ich habe diese Socke gestrickt und sie sieht komplett anders aus. Die Ferse ist bei mir ein grader Steg in der Mitte, wie bei einer Sattelschulter, obwohl ich die Zunahmen richtig gestrickt habe. Ich bin so verwirrt. Hätten die Zunahmen vielleicht seitenverkehrt gemacht werden müssen und die Anleitung ist dort fehlerhaft?
27.12.2025 - 09:27DROPS Design svaraði:
Liebe Elena, wir haben für Sie ein Video erstellt, das Schritt für Schritt zeigt, wie die Ferse gestrickt wird. Dieses finden Sie unter folgendem Link: Wie man Socken mit Diamantferse strickt.
30.12.2025 - 17:11
Barbara skrifaði:
Hallo...kurze Frage, kann man diese Ferse auch toe up stricken? Lg
24.12.2025 - 08:33DROPS Design svaraði:
Hi Barbara, sure. Happy knitting!
27.12.2025 - 19:45
Annie Karina skrifaði:
Buongiorno, Come posso fare questo modello con i ferri circolare? Sto provando però ho difficoltà quando raggiungo il tallone....grazie
18.12.2025 - 12:38DROPS Design svaraði:
Buongiorno Annie, per poter utilizzare i ferri circolari, deve utilizzare un cavo flessibile di almeno 80 cm e la tecnica del magic loop. Buon lavoro!
27.12.2025 - 13:50
Sizun skrifaði:
Bonjour, la traduction française indique un échantillon avec des aiguilles 2,5 mm mais je pense qu'il s'agit d'aiguilles 3 mm.
13.12.2025 - 15:58DROPS Design svaraði:
Merci Mme Sizun, c'est exact et corrigé. bon tricot!
15.12.2025 - 11:55
Anna skrifaði:
Hallo. Gibt es eine Anleitung mit dieser Ferse auch für Garngruppe A? Und für welche Füße ist sie geeignete? Eher schmale oder breite?
12.12.2025 - 14:57DROPS Design svaraði:
Liebe Anna, wir haben ja nur noch einige Socken mit so eine Ferse, aber eine schon mit der Garngruppe A (einfädig), schauen Sie mal hier. Diese Ferse passt alle Füße. Viel Spaß beim Stricken!
16.12.2025 - 16:21
Ida skrifaði:
Hej - jeg undre mig over at denne opskrift skal strikkes på pind 2,5 og 3, er selve garnet ikke til pind 4? på forhånd tak.
12.12.2025 - 09:43DROPS Design svaraði:
Hej Ida, Sokkerne holder bedre hvis de strikkes lidt fast :)
12.12.2025 - 09:46
Garnet Glow Socks#garnetglowsocks |
|
![]() |
![]() |
Prjónaðir sokkar í DROPS Fiesta. Stykkið er prjónað ofan frá og niður í stroffprjóni með demantshæl. Stærð 35 – 43.
DROPS 261-66 |
|
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- LEIÐBEININGAR ÚRTAKA: Byrjið 3 lykkjum á undan merki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, 2 lykkjur slétt (merkið situr á milli þessa 2 lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- SOKKAR – STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna, frá legg og niður að tá. Til að rýma fyrir hælnum eru lykkjur auknar út fyrir hælinn á meðan prjónað er niður á við. Þegar hælinn hefur náð tilgreindri breidd og lengd er lykkjum fækkað fyrir hæl á meðan prjónað er að tá. Útaukningin og úrtakan gefa hælnum tígullaga / demantslaga lögun. STROFF / LEGGUR: Fitjið upp 58-62-68 lykkjur á sokkaprjóna 2,5 með DROPS Fiesta. Prjónið stroff hringinn (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 6-7-8 cm. Prjónið síðan í sléttprjóni með sokkaprjóna 3 JAFNFRAMT sem í þessari umferð er fækkað um 12-14-16 lykkjur jafnt yfir = 46-48-52 lykkjur. Prjónið síðan þar til stykkið mælist 10-11-12 cm. Munið að fylgja prjónfestunni. Nú er prjónaður hæll og fótur eins og útskýrt er að neðan. HÆLL OG FÓTUR: Nú á að auka út lykkjur fyrir hæl hvoru megin við 7-9-9 lykkjur fyrir miðju undir fæti. Setjið 1 merki í fyrstu lykkju í umferð – látið þetta merki fylgja með áfram í stykkinu. 1. ÚTAUKNING: Prjónið þar til 3-4-4 lykkjur eru eftir á undan lykkju merki og notið vinstri prjóninn til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að framan og lykkjan er prjónuð slétt í aftari lykkjubogann, prjónið 7-9-9 lykkjur sléttprjóni (miðjulykkjan af þessum lykkjum er lykkja með merki) notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að aftan og lykkjan er prjónuð slétt í fremri lykkjubogann, prjónið slétt út umferðina (að lykkju með merki = miðja undir fæti). Næsta umferð: Prjónið stroffprjón og sléttprjón þar til 4-5-5 lykkjur eru eftir á undan lykkju með merki – nú á að auka aftur út eins og útskýrt er að neðan. 2. ÚTAUKNING: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að framan og prjónað er slétt í aftari lykkjubogann, prjónið 9-11-11 lykkjur slétt (miðjulykkjan af þessum lykkjum er lykkja með merki) notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að aftan og prjónað er slétt í fremri lykkjubogann, prjónið slétt út umferðina (að lykkju með merki = miðja undir fæti). ÁFRAM ÚTAUKNING: Aukið út í annarri hverri umferð eins og útskýrt er að ofan alls 7-7-7 sinnum, það verða 2 lykkjur fleiri fyrir miðju undir fæti í hvert skipti sem aukið er út = 60-62-66 lykkjur í umferð. Prjónið 1 umferð yfir allar lykkjur, endið fyrir miðju undir fæti. Setjið 1 mæli-merki fyrir miðju í hællykkjurnar í þessari umferð – mikilvægt – mæli-merkið er notað til að mæla lengd fótar frá, þ.e.a.s. þetta merki á ekki að fylgja áfram með í stykkinu. 1. ÚRTAKA: Nú á að fækka lykkjum fyrir hæl undir fæti. Næsta umferð: Prjónið þar til eftir eru 11-12-12 lykkjur á undan lykkju með merki, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, prjónið 19-21-21 lykkjur slétt (miðjulykkjan af þessum lykkjum er lykkja með merki), prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið slétt út umferðina (að lykkju með merki = miðja undir fæti). Næsta umferð: Prjónið slétt, en endið þegar eftir eru 10-11-11 lykkjur á undan lykkju með merki – nú á að fækka aftur lykkjum eins og útskýrt er að neðan. 2. ÚRTAKA: Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir, prjónið 17-19-19 lykkjur slétt (miðjulykkjan af þessum lykkjum er lykkja með merki), prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið slétt út umferðina (að lykkju með merki = miðja undir fæti). ÁFRAM ÚRTAKA: Fækkið lykkjum í annarri hverri umferð eins og útskýrt var að ofan alls 11-10-10 sinnum, það verða 2 lykkjur færri á milli úrtöku fyrir miðju undir fæti í hvert skipti sem lykkjum er fækkað = 38-42-46 lykkjur. FÓTUR: Prjónið síðan þar til stykkið mælist 16-17-18½ cm frá mæli-merki á hæl, mælt undir fæti. Það eru eftir 4-5-5 cm að loka máli, mátið e.t.v. sokkinn og prjónið að óskaðri lengd áður en lykkjum er fækkað fyrir tá eins og útskýrt er að neðan. TÁ: Setjið 1 merki í hvora hlið á sokknum þannig að það verða 19-21-23 lykkjur ofan á fæti og undir fæti. Prjónið sléttprjón. JAFNFRAMT í fyrstu umferð er lykkjum fækkað fyrir tá hvoru megin við bæði merkin – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA (= 4 lykkjur færri). Fækkið lykkjum svona í annarri hverri umferð alls 5-6-6 sinnum og síðan í hverri umferð alls 2-2-3 sinnum = 10-10-10 lykkjur. Klippið þráðinn, þræðið þráðinn í gegnum lykkjurnar, herðið að og festið vel. Sokkurinn mælist ca 20-22-23½ cm frá mæli-merki á hæl, mælt undir fæti. ATH: Sokkurinn er styttri en fótmálið, en hann teygist við notkun. |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #garnetglowsocks eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 21 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2026 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
|
Skrifaðu athugasemd um DROPS 261-66
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.