Candy Cane Bear#dropscandycanebear |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Heklaður ísbjörn / leikfang með trefli og jólastaf / jólaskrauti úr DROPS Merino Extra Fine. Stykkið er heklað neðan frá og upp með útsaumuðum augum og nefi. Þema: Jól.
DROPS Extra 0-1666 |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.14. LITAMYNSTUR: Þegar skipt er með tveimur litum í umferð með stuðlum er heklað þannig: ‚ Heklið síðasta stuðulinn með fyrsta /fyrri lit, en bíðið með að bregða þræðinum um heklunálina og að draga þráðinn í gegn í lokin, skiptið yfir í næsta lit, bregðið þræðinum um heklunálina og dragið þráðinn í gegn í lokin með nýja litnum, heklið síðan næsta stuðul. Þegar heklað er með tveimur litum, leggið þráðinn á þeim lit sem ekki er heklað með yfir lykkjur frá fyrri umferð, heklið utan um þráðinn þannig að þráðurinn sjáist ekki og fylgi með umferðina hringinn. LEIÐBEININGAR: Ef óskað er eftir að stífa jólastafinn þá er hægt að dýfa jólastafnum í sykurvatn eða litlausan gosdrykk og leggja jólastafinn flatan til þerris. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- LEIKFANG - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er heklað í hring, neðan frá og upp. Fyrst eru heklaðir 2 fætur. Síðan eru fæturnir settir saman í búk og heklað er í hring upp að hálsi. Það eru heklaðar 2 hendur, hendurnar eru heklaðar saman við búkinn áður en höfuðið er heklað. Í lokin eru hekluð 2 eyru, eyrun eru saumuð niður við höfuðið. Augu og munnur er saumað út á höfuðið. Það er heklaður lítill trefill sem er hnýttur á leikfangið. Í lokin eru heklaðir 2 jólastafir. Annar jólastafurinn er saumaður við leikfangið og hinn er látinn hanga uppi sem skraut saman með leikfanginu. FÓTUR: Notið heklunál 3 og litinn Natur í DROPS Merino Extra Fine. Heklið mynsturteikningu A.1 (= loftlykkjuhringur). Heklið síðan þannig: Heklið A.2 (= byrjun og lok umferðar), heklið A.3 alls 4 sinnum hringinn á loftlykkjuhringnum. Munið að fylgja heklfestunni. Þegar A.2 og A.3 hefur verið heklað til loka á hæðina eru 16 fastalykkjur + 1 loftlykkja í umferð og fóturinn mælist ca 3½ cm á hæðina. Klippið og festið þráðinn. Heklið hinn fótinn á sama hátt og fyllið með smá vatti í báða fæturna. BÚKUR: Notið litinn Natur. Byrjið með mynsturteikningu A.4, þ.e.a.s. hoppið yfir loftlykkjuna og fyrstu fastalykkjuna á öðrum fætinum, heklið A.4 í næstu fastalykkju, heklið síðan A.5 í kringum fótinn (það er hoppað yfir 2 síðustu fastalykkjurnar á fætinum eins og útskýrt er í mynsturteikningu), ekki klippa þráðinn, heldur heklið A.6 yfir næsta fót eins og útskýrt er í mynsturteikningu. Eftir umferð 1 á búk eru 28 lykkjur + 1 loftlykkja í byrjun umferðar – byrjun umferðar er fyrir miðju að aftan. Haldið svona áfram hringinn. Þegar A.4, A.5 og A.6 hefur verið heklað til loka á hæðina eru 30 fastalykkjur + 1 loftlykkja í umferð. Heklið síðan þannig: Heklið A.7 (= byrjun og lokin á umferð), heklið A.8 alls 6 sinnum hringinn á búk. Þegar A.7 og A.8 hefur verið heklað til loka á hæðina mælist stykkið ca 8½ cm á hæðina. Ekki klippa þráðinn, látið lykkjuna á heklunálinni hvíla og heklið hendurnar eins og útskýr er að neðan. Fyllið leikfangið með vatti jafnóðum. HENDUR: Sækið þráðinn innan í dokkunni með litnum Natur, heklið mynsturteikningu A.1 (= loftlykkjuhringur). Heklið síðan þannig: Heklið A.2 (= byrjun og lok umferðar), heklið A.3 alls 2 sinnum hringinn á loftlykkjuhringnum. Þegar A.2 og A.3 hefur verið heklað til loka á hæðina eru 8 fastalykkjur + 1 loftlykkja í umferð. Heklið síðustu umferð í mynsturteikningu A.2/A.3, 2 sinnum til viðbótar = alls 10 umferðir heklaðar. Stykkið mælist ca 4½ cm á hæðina. Klippið og festið þráðinn. Heklið 1 hönd til viðbótar á sama hátt. Fyllið með vatti neðst í höndina, þ.e.a.s. 3-4 efstu umferðirnar eiga ekki að vera með vatti. BÚKUR, HENDUR OG HÖFUÐ: Byrjið fyrir miðju að aftan á leikfanginu þar sem umferðir byrjaði áður og heklið síðan með litnum Natur. Heklið A.9 í loftlykkju í byrjun umferðar, heklið síðan A.10 hringinn á búknum – samtímis sem hendurnar eru heklaðar inn í umferð 1 eins og útskýrt er í mynsturteikningu. Þegar A.9 og A.10 hefur verið heklað til loka á hæðina hefur höfuðið verið heklað til loka, það eru 16 fastalykkjur +1 loftlykkja í umferð og leikfangið mælist ca 15 cm á hæðina. Fyllið höfuðið með smá auka vatti. EYRU: Notið litinn Natur, heklið mynsturteikningu A.1 (= loftlykkjuhringur). Heklið síðan þannig: Heklið A.11 (= byrjun og lok umferðar), heklið A.12 alls 2 sinnum hringinn í loftlykkjuhringinn. Þegar síðasta umferðin í A.11 og A.12 er eftir, eru 8 fastalykkjur + 1 loftlykkja í umferð. Brjótið eyrað núna tvöfalt, heklið A.11, heklið síðan síðustu umferð í A.12 í gegnum bæði lögin. Eyrað er núna flatt og það eru 3 fastalykkjur + 1 loftlykkja í umferð. Heklið hitt eyrað á sama hátt. FRÁGANGUR: Notið t.d. litinn Dökk Grár og saumið út augu með frönskum hnút – sjá mynd og útskýringu í mynsturteikningu A (á leikfanginu á myndinni hefur þræðinum verið snúið 3 sinnum utan um nálina). Notið sama lit og saumið út munn með flatsaum framan á höfði á leikfanginu – sjá mynd og útskýringu í mynsturteikningu B. Saumið höfuðið saman efst (leggið höfuðið flatt og saumið með 1 spori í hverja lykkju í gegnum bæði lögin). Saumið eyrun niður þar sem lykkjum var fækkað í hvorri hlið á höfði. Saumið saman op á milli fóta. TREFILL: Notið litinn Crimson Rauður, byrjið við sexhyrninginn í mynsturteikningu A.13 og heklið 35 loftlykkjur eins og útskýrt er í mynsturteikningu. Heklið A.13 (= 1 umferð). Klippið og festið þráðinn þegar A.13 hefur verið heklað til loka. Gerið 2 kögur í hvora hlið á treflinum. 1 kögur = klippið 3 þræði ca 5 cm í litnum Crimson Rauður. Leggið þræðina saman tvöfalda, þræðið lykkjuna í gegnum lykkju yst í annarri hliðinni á treflinum, þræðið endana í gegnum lykkjuna og herðið að. Hnýtið trefilinn utan um hálsinn á leikfanginu. LYKKJA: Klippið þráð að eigin vali ca 15 cm. Þræðið þráðinn í gegnum lykkju efst í höfði á leikfanginu (passið uppá að lykkjan festist þannig að leikfangið hangi rétt), hnýtið hnút í endann. JÓLASTAFUR: Notið litinn Crimson Rauður, byrjið við sexhyrninginn í mynsturteikningu A.14 og heklið 25 loftlykkjur eins og útskýrt er í mynsturteikningu. Lesið LITAMYNSTUR og heklið A.14 (= 1 umferð). Klippið og festið þræðina þegar A.14 hefur verið heklað til loka. Lesið LEIÐBEININGAR og saumið jólastafinn á leikfangið undir aðra höndina – sjá mynd. Heklið auka jólastaf fyrir skraut og festið e.t.v. lykkju í toppinn á jólastafnum á sama hátt og á leikfanginu – munið eftir LEIÐBEININGAR. |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #dropscandycanebear eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 13 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS Extra 0-1666
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.