Flor skrifaði:
No hay video explicativo de la labor ? Gracias
13.11.2025 - 22:11
Alexandra skrifaði:
Om man använder stick mönstret ni har, får man säga det man tillverkat på Vinted?
14.10.2025 - 00:06DROPS Design svaraði:
Hej Alexandra. Försäljning av plagg/produkter baserade på DROPS design är tillåtet så länge det sker enskilt/på beställning, kommersiell försäljning utöver detta är inte tillåtet. Det skall tydligt framgå att plagget är tillverkat med utgångspunkt i design från DROPS DESIGN. Så länge försäljningen är i mindre skala och det framgår att det är design av DROPS Design går det alltså bra. Mvh DROPS Design
14.10.2025 - 07:21
Emma skrifaði:
I can’t make sense of the increase instructions - Knit together the next yarn over and stitch but do not slip them off the left needle, make 1 yarn over and knit the yarn over together with the stitch 1 more time = 3 stitches (2 increased stitches). Slip the stitch from the left needle. Do you make a yarn over and then slip it onto the left needle to then knit it with a stitch again?
07.10.2025 - 14:37
Claude skrifaði:
Je trouve que c'est mal expliqué : pour moi on ne fait pas un jeté, mais on passe le fil devant le travail. J'ai dû recommencer plusieurs fois, et j'ai fini par comprendre en regardant l'onglet vidéos. Il y a aussi quelques erreurs (il manque le rang 8 par exemple).
05.10.2025 - 14:03
DANIELA skrifaði:
Salve, non ho capito come fare gli aumenti. Potete fare un video su come si deve fare? Grazie anche le diminuzioni
05.10.2025 - 11:06DROPS Design svaraði:
Buonasera Daniela, di fianco alla foto può trovare il link per accedere ai video delle tecniche contenute in questo modello. Buon lavoro!
05.10.2025 - 21:29
DANIELA skrifaði:
E se uso i ferri normali?
01.10.2025 - 22:27DROPS Design svaraði:
Ciao Daniela, nessun problema :) Saluti!
02.10.2025 - 09:24
Walnut Whirl Shawl#walnutwhirlshawl |
|
![]() |
![]() |
Prjónað lítið sjal úr DROPS Air. Stykkið er prjónað frá hlið í klukkuprjóni.
DROPS 261-54 |
|
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. AUKIÐ ÚT 2 LYKKJUR: Öll útaukning er gerð frá réttu! Prjónið næsta uppslátt og lykkjuna slétt sama, en bíðið með að taka uppsláttinn og lykkjuna sem prjónað var slétt saman af vinstri prjóni, sláið 1 sinni uppá hægri prjóninn, prjónið uppsláttinn og lykkjuna slétt saman 1 sinni til viðbótar = 3 lykkjur (= 2 lykkjur fleiri). Nú er lykkjan tekin af vinstri prjóni. FÆKKIÐ UM 2 LYKKJUR: Öll úrtaka er gerð frá réttu! Prjónað er mismunandi þegar fækka á lykkjum í byrjun og í lok umferðar þannig: Í BYRJUN UMFERÐAR: Prjónið 1 lykkju í garðaprjóni, sláið 1 sinni uppá prjóninn og lyftið næstu brugðnu lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið, nú er lykkjum fækkað yfir næstu 3 lykkjur þannig: Lyftið næstu sléttu lykkju (og uppslætti) yfir á hægri prjón eins og prjóna eigi slétt saman, prjónið næstu brugðnu lykkju og næstu sléttu lykkju (og uppslætti) slétt saman, steypið lykkjunni (og uppslættinum) sem lyft var af prjóni yfir lykkjurnar sem prjónaðar voru saman (= 2 lykkjur færri). Í LOK UMFERÐAR: Prjónið eins og áður þar til 5 lykkjur eru eftir í umferð (uppslátturinn er ekki talinn, hann tilheyrir sléttu lykkjunum), næsta lykkja er slétt lykkja (með uppslætti). Prjónið næstu sléttu lykkju (og uppslátt) og næstu brugðnu lykkju slétt saman, færið lykkjurnar til baka sem prjónaðar voru saman yfir á vinstri prjón, steypið næstu sléttu lykkju (og uppslætti) á vinstri prjóni yfir lykkjurnar sem prjónaðar voru saman. Færið til baka ystu lykkjuna á vinstri prjóni yfir á hægri prjón (= 2 lykkjur færri). Prjónið síðustu 2 lykkjur á prjóni eins og áður. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- SJAL - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Sjalið er prjónað fram og til baka. Prjónað er í klukkuprjóni jafnframt því sem aukið er út í hliðum, þegar tilgreindur fjöldi lykkja er náð, er prjónað í klukkuprjóni án útaukningar í smá stund áður en prjónað er í klukkuprjóni með úrtöku í hliðum. SJAL: Fitjið upp 5-5 lykkjur með DROPS Air á hringprjón 5. UMFERÐ 1 (= ranga): Prjónið 1 lykkju í GARÐAPRJÓN – lesið leiðbeiningar að ofan, prjónið 1 lykkju brugðið, sláið 1 sinni uppá prjóninn og lyftið næstu lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið, prjónið 1 lykkju brugðið og prjónið 1 lykkju í garðaprjóni. UMFERÐ 2 (= rétta): Prjónið 1 lykkju í garðaprjóni, sláið 1 sinni uppá prjóninn, lyftið næstu lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið, prjónið næsta uppslátt og lykkju slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn, lyftið næstu lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið og prjónið 1 lykkju í garðaprjóni. UMFERÐ 3 (= ranga): Prjónið 1 lykkju í garðaprjóni, prjónið næsta uppslátt og lykkju slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn og lyftið næstu lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið, prjónið næsta uppslátt og lykkju slétt saman og prjónið 1 lykkju í garðaprjóni. Prjónið eins og umferð 2 og 3 þar til stykkið mælist ca 5-5 cm – stillið af að næsta umferð sé frá réttu. Frá réttu er 1-1 slétt lykkja í klukkuprjóni fyrir miðju á stykki. Nú er aukið út í miðjulykkjuna, prjónið þannig: UMFERÐ 4 (= rétta): Prjónið eins og UMFERÐ 2, en í miðjulykkjuna er aukið út um 2 lykkjur – lesið AUKIÐ ÚT 2 LYKKJUR í útskýringu að ofan. UMFERÐ 5 (= ranga): Prjónið eins og UMFERÐ 3 – ATH! Í umferð á eftir útaukningu, er ekki neinn uppsláttur við lykkjurnar sem auknar voru út. Útauknar lykkjur eru prjónaðar inn í klukkuprjón jafnóðum. Frá réttu eru nú 2-2 sléttar lykkjur í klukkuprjóni. UMFERÐ 6 (= rétta): Prjónið 1 lykkju í garðaprjóni, * sláið 1 sinni uppá prjóninn, lyftið næstu lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið, prjónið næsta uppslátt og lykkju slétt saman *, prjónið frá *-* þar til 2 lykkjur eru eftir í umferð. Sláið 1 sinni uppá prjóninn, lyftið næstu lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið og prjónið 1 lykkju í garðaprjóni. UMFERÐ 7 (= ranga): Prjónið 1 lykkju í garðaprjóni, * prjónið næsta uppslátt og lykkju slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn og lyftið næstu lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið *, prjónið frá *-* þar til 2 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið næsta uppslátt og lykkju slétt sama og prjónið 1 lykkju í garðaprjóni. Munið að fylgja prjónfestunni. Prjónið eins og UMFERÐ 6 og 7 þar til stykkið mælist ca 5-5 cm frá fyrri útaukningu – stillið af að næsta umferð sé frá réttu. Nú á að auka út í fyrstu sléttu lykkju í klukkuprjóni þannig: UMFERÐ 8 (= rétta): Prjónið eins og UMFERÐ 6, en í fyrstu sléttu lykkjuna í klukkuprjóni er aukið út um 2 lykkjur. UMFERÐ 9 (= ranga): Prjónið eins og UMFERÐ 7. Frá réttu eru nú 3-3 sléttar lykkjur í klukkuprjóni. Prjónið eins og UMFERÐ 6 og 7 þar til stykkið mælist ca 5-5 cm frá fyrri útaukningu (nú hafa verið prjónaðar ca 18 umferðir klukkuprjón á eftir útaukningu) – stillið af að næsta umferð sé frá réttu. Nú á að auka út í fyrstu sléttu lykkju í klukkuprjóni þannig: UMFERÐ 10 (= rétta): Prjónið eins og UMFERÐ 6, en í síðustu sléttu lykkjuna í klukkuprjóni er aukið út um 2 lykkjur. UMFERÐ 11 (= ranga): Prjónið eins og UMFERÐ 7. Frá réttu eru nú 4-4 sléttar lykkjur í klukkuprjóni. Haldið áfram í klukkuprjóni og aukið út til skiptis í fyrstu eða síðustu sléttu lykkju í klukkuprjóni með 5-5 cm á milli hverra útaukninga þar til aukið hefur verið út alls 7-8 sinnum í hvorri hlið. Það eru 19-21 lykkjur í umferð. Frá réttu eru 8-9 sléttar lykkjur í klukkuprjóni. Í síðasta skipti sem aukið er út mælist stykkið ca 40-45 cm frá uppfitjunarkanti. Prjónið eins og UMFERÐ 6 og 7 án þess að auka út þar til stykkið mælist 36-36 cm frá síðustu útaukningu, stykkið mælist ca 76-81 cm frá uppfitjunarkanti – stillið af að næsta umferð sé frá réttu. Nú er fækkað um 2 lykkjur í umferð, stillið af þannig að lykkjum fækkar í gagnstæðri hlið við þá hlið þar sem aukið var út í síðasta skipti, prjónið þannig: UMFERÐ 12 (= rétta): Prjónið eins og UMFERÐ 6 og FÆKKIÐ UM 2 LYKKJUR – lesið leiðbeiningar að ofan. UMFERÐ 13 (= ranga): Prjónið eins og UMFERÐ 7. Frá réttu er nú 1 sléttri lykkju í klukkuprjóni færri. Prjónið eins og UMFERÐ 6 og 7 þar til stykkið mælist ca 5-5 cm frá fyrri úrtöku – stillið af að næsta umferð sé frá réttu. Nú er fækkað um 2 lykkjur í umferð, stillið af að lykkjum sé fækkað í gagnstæðri hlið við þá hlið sem lykkjum var fækkað í fyrra skipti, prjónið þannig: UMFERÐ 14 (= rétta): Prjónið eins og UMFERÐ 6 og fækkið um 2 lykkjur. UMFERÐ 15 (= ranga): Prjónið eins og UMFERÐ 7. Frá réttu er nú 1 sléttri lykkju í klukkuprjóni færri. Haldið áfram í klukkuprjóni og fækkið lykkjum til skiptis í byrjun og í lok umferðar með 5-5 cm á milli hverrar úrtöku og fækkað hefur verið alls 7-8 sinnum í hvorri hlið = 5-5 lykkjur í umferð. Frá réttu er 1 slétt lykkja í klukkuprjóni fyrir miðju á stykki. Prjónið klukkuprjón eins og áður án úrtöku þar til stykkið mælist ca 5-5 cm frá síðustu úrtöku. Fellið af. Stykkið mælist ca 116-126 cm frá uppfitjunarkanti. |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #walnutwhirlshawl eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 15 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
|
Skrifaðu athugasemd um DROPS 261-54
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.