Emanuela skrifaði:
Buonasera, nel dietro destro, dopo il ferro 15 non si lavora il ferro 16 come il ferro n. 2, ma si gira e il lavoro e il ferro 16 prevede I-cord e lavorare a dritto con le diminuzioni sul dritto del lavoro, come è possibile avviare l'i-cord se sono a metà ferro? C'è qualche errore?
23.06.2025 - 18:44DROPS Design svaraði:
Buonasera Emanuela, al momento non sono riportati errori per questo modello. Buon lavoro!
23.06.2025 - 22:37
Concha Ramírez Torres skrifaði:
Buenos días,\r\nTengo dudas sobre la explicación.Si el top se teje de arriba hacia abajo tanto en la parte delantera como en la trasera,¿cómo pone en el apartado \"FRENTE\" que montemos x puntos y después nos dice que hagamos el escote (1º primer hombro...) y la explicación que continua es para hacer los hombros de arriba hacia abajo?Espero su aclaración. Gracias.
06.06.2025 - 11:30DROPS Design svaraði:
Hola Concha, el escote con forma de barco se forma con las filas acortadas de los hombros, donde trabajas cada hombro por separado. Empiezas a trabajar estas hileras acortadas en la hilera 1: "Tejer 2 puntos I-cord, tejer 10-11-11-12-12-13 puntos derechos, virar la pieza." Se trabaja cada hombro por separado para la sección del cuello pero no se están disminuyendo; los puntos no trabajados en el 1º hombro se quedan en espera y después trabajas las filas acortadas por el otro lado del delantero para el 2º hombro.
08.06.2025 - 16:04
Chiara skrifaði:
Buuonasera, è possibile fare questo modello utilizzando il filato drop love you 7 anche se non appartenente allo stesso gruppo? Eventualmente quanto dovrei acquistarne? Grazie molte
02.06.2025 - 22:21DROPS Design svaraði:
Buonasera Chiara, per un'assistenza così personalizzata può rivolgersi al suo rivenditore DROPS di fiducia. Buon lavoro!
03.06.2025 - 19:53
Irma Hermans skrifaði:
Het voorpand begint met 90 steken. Vervolgens brei ik een schouder en na 16 naalden moet ik ineens weer over die 90 steken breien. Hoe dan? Er zit inmiddels een verschil van 16 naalden tussen en dan krijg je een gat met de eerste naald. Of lees ik iets verkeerd?
13.05.2025 - 14:05DROPS Design svaraði:
Dag Irma,
Om de schouder te maken brei je vanaf het begin van de naald verkorte naalden, dus je breit maar over een klein aantal steken, dan keer je het werk en brei je terug. Zo werk je alle beschreven naalden van de schouder af. Je hebt dan nog steeds alle 90 steken op de naald staan, alleen heb je nu een soort ronding voor de hals gemaakt door verkorte naalden te breien.
14.05.2025 - 09:02
Linda Rosseel skrifaði:
Ik zoek een vest met motief al een bloem , kleur lichtblauw , grijs . die ik nergens terugvindt
11.05.2025 - 16:38DROPS Design svaraði:
Dag Linda,
Ik weet niet precies welke je bedoelt, maar je zou even kunnen zoeken op kleur en op damesvesten, wellicht vind je hem dan...
11.05.2025 - 19:51
Janicke skrifaði:
15.PINNE: Strikk 2 masker i-cord, strikk 24-25-25-26-26-27 masker rett, snu arbeidet. 16.PINNE (= retten): Strikk 2 masker i-cord, strikk rett over de neste 14 maskene SAMTIDIG som det felles 4 masker jevnt over disse maskene (= 10 masker), strikk rett over de neste 24-25-26-27-28-29 maskene, avslutt med 2 masker i-cord = 38-39-40-41-42-43 masker. Skal du strikke tilbake og på neste pinne felle av 4 masker?
07.05.2025 - 10:58DROPS Design svaraði:
Hei Janicke. Du strikker 2 masker i-cord, så strikkes det rett over de neste 14 maskene SAMTIDIG som det felles 4 masker jevnt over disse maskene (= 10 masker). Ikke på neste pinne. mvh DROPS Design
12.05.2025 - 10:30
Mint Serenity Top#mintserenitytop |
|
![]() |
![]() |
Prjónaður toppur úr DROPS Cotton Merino. Stykkið er prjónað ofan frá og niður í garðaprjóni, i-cord og stuttum umferðum. Stærð S - XXXL.
DROPS 258-27 |
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. LEIÐBEININGAR PRJÓN: Þegar prjónaðar eru stuttar umferðir myndast lítið gat þegar stykkinu er snúið við – hægt er að loka þessu gati með því að herða á þræði eða nota aðferðina German Short Rows þannig: Lyftið fyrstu lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið. Leggið síðan þráðinn yfir hægri prjón og herðið vel á þræði á bakhlið (þannig verða til tvær lykkjur á prjóninum). Þessar lykkjur eru prjónaðar saman í næstu umferð. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING: Aukið út 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt – svo ekki myndist gat. Síðan eru nýjar lykkjur prjónaðar í garðaprjóni. 2 KANTLYKKJUR: Í BYRJUN UMFERÐAR: Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, prjónið 1 lykkju slétt. Í LOK UMFERÐAR: Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir í umferð, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, prjónið 1 lykkju slétt. Prjónið á sama hátt bæði frá réttu og frá röngu. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- TOPPUR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Framstykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna ofan frá og niður. Bakstykkið er prjónað í tveimur stykkjum fram og til baka hvort fyrir sig þannig að það verður klauf fyrir miðju að aftan, áður en það sameinast í eitt bakstykki sem er prjónað til loka niður á við. Framstykkið og bakstykkið er saumað saman yfir axlir og í hvorri hlið frá handveg og niður. Í lokin er prjónuð upp i-cord snúra efst í hvorri hlið á klaufinni fyrir miðju að aftan til að hnýta saman með. FRAMSTYKKI: Prjónið fram og til baka á hringprjóna. Fitjið upp 84-86-88-90-92-94 lykkjur á hringprjón 4 með DROPS Cotton Merino. Allt stykkið er prjónað í GARÐAPRJÓN – lesið leiðbeiningar að ofan. Prjónið fyrstu umferð frá röngu þannig: Prjónið 2 lykkjur I-CORD – lesið leiðbeiningar að ofan, í byrjun umferðar, prjónið 80-82-84-86-88-90 lykkjur garðaprjón, endið með 2 lykkjur i-cord. Til að forma hálsmál eru prjónaðar stuttar umferðir fyrst yfir fyrri öxlina (= byrjun umferðar séð frá réttu), áður en prjónaðar eru stuttar umferðir yfir hina öxlina (= lok umferðar séð frá réttu). Lesið LEIÐBEININGAR PRJÓN og prjónið hægri öxl þannig (umferð 1 er frá réttu): UMFERÐ 1: Prjónið 2 lykkjur i-cord, prjónið 10-11-11-12-12-13 lykkjur garðaprjón, snúið stykkinu. UMFERÐ 2: Lyftið 1. 1ykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, herðið á þræði (= lykkjan kemur til með að líta út eins og 2 lykkjur á prjóni þegar búið er að herða á henni), prjónið garðaprjón þar til 2 lykkjur eru eftir í umferð, endið með 2 lykkjur i-cord. UMFERÐ 3: Prjónið 2 lykkjur i-cord, prjónið 12-13-13-14-14-15 lykkjur garðaprjón, snúið stykkinu. UMFERÐ 4: Prjónið eins og umferð 2. UMFERÐ 5: Prjónið 2 lykkjur i-cord, prjónið 14-15-15-16-16-17 lykkjur garðaprjón, snúið stykkinu. UMFERÐ 6: Prjónið eins og umferð 2. UMFERÐ 7: Prjónið 2 lykkjur i-cord, prjónið 16-17-17-18-18-19 lykkjur garðaprjón, snúið stykkinu. UMFERÐ 8: Prjónið eins og umferð 2. UMFERÐ 9: Prjónið 2 lykkjur i-cord, prjónið 18-19-19-20-20-21 lykkjur garðaprjón, snúið stykkinu. UMFERÐ 10: Prjónið eins og umferð 2. UMFERÐ 11: Prjónið 2 lykkjur i-cord, prjónið 20-21-21-22-22-23 lykkjur garðaprjón, snúið stykkinu. UMFERÐ 12: Prjónið eins og umferð 2. UMFERÐ 13: Prjónið 2 lykkjur i-cord, prjónið 22-23-23-24-24-25 lykkjur garðaprjón, snúið stykkinu. UMFERÐ 14: Prjónið eins og umferð 2. UMFERÐ 15: Prjónið 2 lykkjur i-cord, prjónið 24-25-25-26-26-27 lykkjur garðaprjón, snúið stykkinu. UMFERÐ 16: Prjónið eins og umferð 2. UMFERÐ 17 (= rétta): Prjónið 2 lykkjur i-cord, prjónið garðaprjón yfir næstu 26-27-28-29-30-31 lykkjur, prjónið garðaprjón yfir næstu 28 lykkjur jafnframt því sem fækkað er um 8 lykkjur jafnt yfir þessar lykkjur (= 20 lykkjur), prjónið garðaprjón yfir næstu 26-27-28-29-30-31 lykkjur, endið með 2 lykkjur i-cord = 76-78-80-82-84-86 lykkjur. Nú hefur hægri öxl verið prjónuð til loka með stuttum umferðum. Endurtakið UMFERÐ 1-16 1 sinni til viðbótar (umferð 1 er frá röngu) fyrir vinstri öxl. Nú hafa báðar axlirnar verið prjónaðar til loka með stuttum umferðum og síðasta umferðin er prjónuð frá réttu. Prjónið fram og til baka í garðaprjóni með 2 lykkjur i-cord í hvorri hlið þar til stykkið mælist 14-13-11-10-8-6 cm mælt frá yst á öxl. Í næstu umferð frá réttu byrjar útaukning fyrir handveg. Lesið LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING og prjónið þannig: 2 lykkjur i-cord, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið garðaprjón þar til 2 lykkjur eru eftir í umferð, sláið 1 sinni uppá prjóninn, endið með 2 lykkjur i-cord. Aukið svona út í 4. hverri umferð (þ.e.a.s. í annarri hverri umferð frá réttu) alls 4-6-9-11-14-17 sinnum = 84-90-98-104-112-120 lykkjur. Þegar öll útaukning hefur verið gerð til loka, prjónið garðaprjón með i-cord í hvorri hlið þar til stykkið mælist 18-19-20-21-22-23 cm frá yst á öxl. Prjónið síðan garðaprjón yfir allar lykkjur (i-cord er ekki lengur prjónaður), JAFNFRAMT sem í næstu 2 umferðum eru fitjaðar upp 2-3-4-6-8-10 nýjar lykkjur fyrir handveg í lok umferðar = 88-96-106-116-128-140 lykkjur. Prjónið garðaprjón fram og til baka þar til stykkið mælist 26-27-28-29-30-31 cm frá 2-3-4-6-8-10 nýjum lykkjum sem fitjaðar voru upp fyrir handveg. Fellið af. VINSTRA BAKSTYKKI: Fitjið upp 42-43-44-45-46-47 lykkjur á hringprjón 4 með DROPS Cotton Merino. Prjónið 2 lykkjur i-cord, prjónið 38-39-40-41-42-43 lykkjur garðaprjón, endið með 2 lykkjur i-cord. Nú er prjónaðar stuttar umferðir yfir öxl (= byrjun umferðar séð frá réttu). Munið eftir LEIÐBEININGAR PRJÓN og prjónið þannig: UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið 2 lykkjur i-cord, prjónið 10-11-11-12-12-13 lykkjur garðaprjón, snúið stykkinu. UMFERÐ 2: Lyftið 1. lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, herðið á þræði (= lykkjan kemur til með að líta út eins og 2 lykkjur á prjóni þegar búið er að herða á henni), prjónið garðaprjón þar til 2 lykkjur eru eftir í umferð, endið með 2 lykkjur i-cord. UMFERÐ 3: Prjónið 2 lykkjur i-cord, prjónið 12-13-13-14-14-15 lykkjur garðaprjón, snúið stykkinu. UMFERÐ 4: Prjónið eins og umferð 2. UMFERÐ 5: Prjónið 2 lykkjur i-cord, prjónið 14-15-15-16-16-17 lykkjur garðaprjón, snúið stykkinu. UMFERÐ 6: Prjónið eins og umferð 2. UMFERÐ 7: Prjónið 2 lykkjur i-cord, prjónið 16-17-17-18-18-19 lykkjur garðaprjón, snúið stykkinu. UMFERÐ 8: Prjónið eins og umferð 2. UMFERÐ 9: Prjónið 2 lykkjur i-cord, prjónið 18-19-19-20-20-21 lykkjur garðaprjón, snúið stykkinu. UMFERÐ 10: Prjónið eins og umferð 2. UMFERÐ 11: Prjónið 2 lykkjur i-cord, prjónið 20-21-21-22-22-23 lykkjur garðaprjón, snúið stykkinu. UMFERÐ 12: Prjónið eins og umferð 2. UMFERÐ 13: Prjónið 2 lykkjur i-cord, prjónið 22-23-23-24-24-25 lykkjur garðaprjón, snúið stykkinu. UMFERÐ 14: Prjónið eins og umferð 2. UMFERÐ 15: Prjónið 2 lykkjur i-cord, prjónið 24-25-25-26-26-27 lykkjur garðaprjón, snúið stykkinu. UMFERÐ 16: Prjónið eins og umferð 2. UMFERÐ 17 (= rétta): Prjónið 2 lykkjur i-cord, prjónið garðaprjón yfir næstu 24-25-26-27-28-29 lykkjur, prjónið garðaprjón yfir næstu 14 lykkjur JAFNFRAMT því sem fækkað er um 4 lykkjur jafnt yfir þessar lykkjur (= 10 lykkjur), endið með 2 lykkjur i-cord = 38-39-40-41-42-43 lykkjur. Nú er prjónað fram og til baka í garðaprjóni með 2 lykkjur i-cord í hvorri hlið þar til stykkið mælist 14-13-11-10-8-6 cm yst meðfram lengstu hliðinni. Í næstu umferð frá réttu byrjar útaukning fyrir handveg. Munið eftir LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING og prjónið þannig: 2 lykkjur i-cord, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið garðaprjón þar til 2 lykkjur eru eftir í umferð, endið með 2 lykkjur i-cord (= 1 lykkja fleiri). Aukið svona út í 4. hverri umferð (þ.e.a.s. í annarri hverri umferð frá réttu) alls 4-6-9-11-14-17 sinnum = 42-45-49-52-56-60 lykkjur. Þegar öll útaukning hefur verið gerð til loka, prjónið garðaprjón með i-cord í hvorri hlið þar til stykkið mælist 18-19-20-21-22-23 cm frá yst á öxl meðfram lengstu hliðinni. Síðasta umferðin er prjónuð frá réttu – síðar á að sauma framstykkið og bakstykkið saman, stillið af að bakstykkið sé jafn langt og framstykkið. Klippið þráðinn. Prjónið hægra bakstykki eins og útskýrt er að neðan. HÆGRA BAKSTYKKI: Fitjið upp 42-43-44-45-46-47 lykkjur á hringprjón 4 með DROPS Cotton Merino. Prjónið fyrstu umferð frá röngu þannig: Prjónið 2 lykkjur i-cord, prjónið 38-39-40-41-42-43 lykkjur garðaprjón, endið með 2 lykkjur i-cord. Prjónið 1 umferð frá réttu á sama hátt. Nú er prjónaðar stuttar umferðir yfir öxl (= lok umferðar séð frá réttu). Munið eftir LEIÐBEININGAR PRJÓN og prjónið öxl þannig (umferð 1 er frá röngu): UMFERÐ 1 (= ranga): Prjónið 2 lykkjur i-cord, prjónið 10-11-11-12-12-13 lykkjur garðaprjón, snúið stykkinu. UMFERÐ 2: Lyftið 1. lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, herðið á þræði (= lykkjan kemur til með að líta út eins og 2 lykkjur á prjóni þegar búið er að herða á henni), prjónið garðaprjón þar til 2 lykkjur eru eftir í umferð, endið með 2 lykkjur i-cord. UMFERÐ 3: Prjónið 2 lykkjur i-cord, prjónið 12-13-13-14-14-15 lykkjur garðaprjón, snúið stykkinu. UMFERÐ 4: Prjónið eins og umferð 2. UMFERÐ 5: Prjónið 2 lykkjur i-cord, prjónið 14-15-15-16-16-17 lykkjur garðaprjón, snúið stykkinu. UMFERÐ 6: Prjónið eins og umferð 2. UMFERÐ 7: Prjónið 2 lykkjur i-cord, prjónið 16-17-17-18-18-19 lykkjur garðaprjón, snúið stykkinu. UMFERÐ 8: Prjónið eins og umferð 2. UMFERÐ 9: Prjónið 2 lykkjur i-cord, prjónið 18-19-19-20-20-21 lykkjur garðaprjón, snúið stykkinu. UMFERÐ 10: Prjónið eins og umferð 2. UMFERÐ 11: Prjónið 2 lykkjur i-cord, prjónið 20-21-21-22-22-23 lykkjur garðaprjón, snúið stykkinu. UMFERÐ 12: Prjónið eins og umferð 2. UMFERÐ 13: Prjónið 2 lykkjur i-cord, prjónið 22-23-23-24-24-25 lykkjur garðaprjón, snúið stykkinu. UMFERÐ 14: Prjónið eins og umferð 2. UMFERÐ 15: Prjónið 2 lykkjur i-cord, prjónið 24-25-25-26-26-27 lykkjur garðaprjón, snúið stykkinu. UMFERÐ 16 (= rétta): Prjónið 2 lykkjur i-cord, prjónið garðaprjón yfir næstu 14 lykkjur JAFNFRAMT sem fækkað er um 4 lykkjur jafnt yfir þessar lykkjur (= 10 lykkjur), prjónið slétt yfir næstu 24-25-26-27-28-29 lykkjur, endið með 2 lykkjur i-cord = 38-39-40-41-42-43 lykkjur. Nú er prjónað fram og til baka í garðaprjóni með 2 lykkjur i-cord í hvorri hlið þar til stykkið mælist 14-13-11-10-8-6 cm yst meðfram lengstu hliðinni. Í næstu umferð frá réttu byrjar útaukning fyrir handveg. Munið eftir LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING og prjónið þannig: 2 lykkjur i-cord, prjónið slétt þar til 2 lykkjur eru eftir í umferð, sláið 1 sinni uppá prjóninn, endið með 2 lykkjur i-cord (= 1 lykkja fleiri). Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt, síðan eru nýjar lykkjur einnig prjónaðar í garðaprjóni. Aukið svona út í 4. hverri umferð (þ.e.a.s. í annarri hverri umferð frá réttu) alls 4-6-9-11-14-17 sinnum = 42-45-49-52-56-60 lykkjur. Þegar öll útaukning hefur verið gerð til loka, prjónið garðaprjón með i-cord í hvorri hlið þar til stykkið mælist 18-19-20-21-22-23 cm frá yst á öxl meðfram lengstu hliðinni. Síðasta umferðin er prjónuð frá réttu – stillið af að bakstykkin séu jafn löng. Í næstu umferð eru bakstykkin prjónuð saman eins og útskýrt er að neðan – prjónið síðan allar lykkjur einungis í garðaprjóni. BAKSTYKKI: Byrjið á að fitja upp 2-3-4-6-8-10 nýjar lykkjur í lok síðustu umferðar á hægra bakstykki. Snúið og prjónið frá röngu þannig: Prjónið allar lykkjur í garðaprjóni yfir hægra bakstykki frá röngu, prjónið svona yfir 42-45-49-52-56-60 lykkjur frá vinstra bakstykki í garðaprjóni frá röngu, endið með að fitja upp 2-3-4-6-8-10 nýjar lykkjur í lok umferðar = 88-96-106-116-128-140 lykkjur. Héðan er nú stykkið mælt frá. Nú eru allar lykkjur í garðaprjóni fram og til baka þar til stykkið mælist 26-27-28-29-30-31 cm frá lykkjum sem fitjaðar voru upp í hlið undir ermi – stillið af að bakstykkið sé jafn langt og framstykkið. Fellið af. FRÁGANGUR: Saumið saman axlir í hvorri hlið, ystu 13-14-14-15-15-16 lykkjur í hvorri hlið frá uppfitjunarkanti á framstykkið við 13-14-14-15-15-16 lykkjur frá uppfitjunarkanti yst á bakstykki (= 2 lykkjur i-cord + 11-12-12-13-13-14 lykkjur í garðaprjóni). Saumið saman í hliðum frá þar sem lykkjur voru fitjaðar upp undir handvegi beint niður, látið vera e.t.v. nokkra cm fyrir klauf neðst í hvorri hlið. SNÚRA: Nú eru lykkjur prjónaðar upp efst í klauf að aftan og prjónuð er i-cord snúra sem síðar er notuðu til að hnýta saman bakstykkin fyrir miðju að aftan. Notið sokkaprjóna 4 og prjónið upp 3 lykkjur í i-cord kantinn efst í annarri hliðinni á klaufinni við miðju að aftan. Prjónið 1 umferð slétt. Nú er prjónuð hringlaga snúra þannig: * Færið allar lykkjur yfir á hægri hlið á prjóni án þess að snúa stykkinu, herðið á þræði og prjónið slétt yfir allar 3 lykkjurnar *, prjónið frá *-* þar til snúran mælist ca 30 cm. Klippið og festið þráðinn. Prjónið aðra snúru á sama hátt efst í hinni hliðinni á klaufinni við miðju að aftan. |
|
![]() |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #mintserenitytop eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 18 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 258-27
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.