Forest Friends Bookmark#forestfriendsbookmark |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Heklað bókamerki úr DROPS Safran. Stykkið er heklað í hring frá miðju og út eins og hreindýr og bangsi. Þema: Jól.
DROPS Extra 0-1626 |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.8. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- BÓKAMERKI - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er fyrst heklað í hring frá miðju og út í tveimur hlutum. Síðan er heklað laust nef sem er saumað niður fyrir miðju á öðrum hlutanum. Einnig eru hekluð 2 laus eyru á bangsann. Tveir hringlaga aðalhlutarnir eru heklaðir saman, jafnframt því sem horn hreindýrsins eru hekluð / eyru bangsans. Höfuðið er fyllt með vatti áður en síðasta opið er heklað saman. Í lok umferðar er hekluð löng tvöföld snúra sem endar með litlum dindil / rófu. HREINDÝR HÖFUÐ – HLUTI-1: Notið heklunál 3 og litinn ljós brúnn í DROPS Safran. Heklið mynsturteikningu A.1 hringinn, en klippið og festið þráðinn þegar síðasta umferðin er eftir (heklaðar hafa verið 5 umferðir og það eru 30 fastalykkjur + 1 loftlykkja í umferð. 6. umferð = frágangur). HREINDÝR HÖFUÐ – HLUTI-2: Heklið á sama hátt og hluti-1. Geymið stykkið. HREINDÝR NEF: Notið litinn rauður og hekluð mynsturteikningu A.2. Klippið þráðinn (nógu langan til að sauma með) og dragið þráðinn í gegnum lykkjuna. Togið aðeins í lykkjurnar þannig að það myndist hringlaga og falleg kúla fyrir nef á heklunálinni. Saumið nefið fyrir miðju annan hluta á höfðinu. HREINDÝR AUGU: Notið litinn svartur og saumið út 2 augu með flatsaum yfir nefið á höfðinu – sjá mynd. HREINDÝR FRÁGANGUR OG HORN: Notið litinn kaffi, leggið saman bæði höfuðstykkin (með nefið upp) og heklið síðustu umferð A.1 í gegnum bæði lögin. Ekki klippa þráðinn þegar umferðin hefur verið hekluð, nú er hekluð snúra eins og útskýrt er að neðan. HREINDÝR SNÚRA: Notið 2 þræði í litnum kaffi (sækið þráðar-endann innan í dokkuna og notið endann saman með þræðinum sem nú þegar er heklað með). Leggið þræðina saman, en notið vinstri vísifingur til að halda þráðunum frá hvorum öðrum (látið annan þráðinn liggja ofan á vísifingri og látið hinn þráðinn liggja undir vísifingri) og passið uppá að þræðirnir sem hekla á með liggi í sömu röð allan tímann. Heklið snúru eftir mynsturteikningu A.4 þar til snúran mælist 25 cm – eða heklið að óskaðri lengd. Haldið lykkjunni á heklunálinni, klippið annan þráðinn frá snúrunni, heklið síðan lítinn dindil eftir mynsturteikningu A.5 með öðrum þræðinum. Klippið og festið þræðina. BANGSI HÖFUÐ – HLUTI-1: Notið heklunál 3 og litinn ljós beige í DROPS Safran. Heklið mynsturteikningu A.6 hringinn. Þegar heklaðar hafa verið 2 umferðir, skiptið yfir í litinn ljós brúnn. Heklið áfram með litnum ljós brúnn, en klippið og festið þræðina þegar síðasta umferðin er eftir (heklaðar hafa verið 5 umferðir og það eru 30 fastalykkjur + 1 loftlykkja í umferð. 6. umferð = frágangur). BANGSI HÖFUÐ – HLUTI-2: Notið litinn ljós brúnn og heklið á sama hátt og bangsi höfuð – hluti-1, en án þess að skipta um lit. BANGSI NEF: Notið litinn kaffi og heklið mynsturteikningu 2. Klippið þráðinn (nógu langan til að sauma með) og dragið þráðinn í gegnum lykkjuna. Togið aðeins í lykkjurnar þannig að það myndist hringlaga og falleg kúla fyrir nef á heklunálinni. Saumið nefið fyrir miðju höfuðið á bangsanum hluti-1. BANGSI AUGU: Notið litinn svartur og saumið út 2 augu með flatsaum yfir nefið á höfðinu – sjá mynd. BANGSI EYRU: Notið litinn ljós beige, heklið mynsturteikningu A.7. Þegar A.7 hefur verið hekluð til loka eru 18 fastalykkjur + 1 loftlykkja í umferð. Klippið og festið þráðinn. Heklið 2 eyru. BANGSI FRÁGANGUR: Notið litinn ljós brúnn, leggið saman bæði höfuðstykkin (með nefið upp) og heklið síðustu umferð A.6 í gegnum bæði lögin. Ekki klippa þráðinn þegar umferðin hefur verið hekluð, nú er hekluð snúra eins og útskýrt er að neðan. BANGSI SNÚRA: Notið 2 þræði í litnum ljós brúnn (sækið þráðar-endann innan í dokkuna og notið endann saman með þræðinum sem nú þegar er heklað með). Leggið þræðina saman, en notið vinstri vísifingur til að halda þráðunum frá hvorum öðrum (látið annan þráðinn liggja ofan á vísifingri og látið hinn þráðinn liggja undir vísifingri) og passið uppá að þræðirnir sem hekla á með liggi í sömu röð allan tímann. Heklið snúru eftir mynsturteikningu A.4 þar til snúran mælist 25 cm – eða heklið að óskaðri lengd. Haldið lykkjunni á heklunálinni, klippið annan þráðinn frá snúrunni, heklið síðan litla rófu eftir mynsturteikningu A.8 með öðrum þræðinum. Klippið og festið þræðina. |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #forestfriendsbookmark eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 12 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Extra 0-1626
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.