Dianne Kollien skrifaði:
I love the soft colors. Reminds me of the 60s and 70s Everything old is new again 🤗💕
19.01.2023 - 05:51
MELB skrifaði:
J'aime Arlette aussi !
19.01.2023 - 03:04
Amber skrifaði:
Polly
18.01.2023 - 21:00
Huerne Françoise skrifaði:
Arlette
17.01.2023 - 18:11
Garden Squares Top#gardensquarestop |
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||
Heklaður toppur úr DROPS Paris. Stykkið er heklað í ferningum. Stærð S - XXXL.
DROPS 241-15 |
||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- LITIR: Ferningarnir eru heklaðir í mismunandi litasamsetningum þannig: FERNINGUR 1: UMFERÐ 1 + UPPFITJUN: 02, ljós turkos UMFERÐ 2: 39, wasabi UMFERÐ 3: 62, sægrænn UMFERÐ 4: 17, natur FERNINGUR 2: UMFERÐ 1 + UPPFITJUN: 11, ópalgrænn UMFERÐ 2: 17, natur UMFERÐ 3: 71, mandarína UMFERÐ 4: 17, natur FERNINGUR 3: UMFERÐ 1 + UPPFITJUN: 31, fjólublár UMFERÐ 2: 21, myntugrænn UMFERÐ 3: 09, kóngablár UMFERÐ 4: 17, natur FERNINGUR 4: UMFERÐ 1 + UPPFITJUN: 05, syren UMFERÐ 2: 17, natur UMFERÐ 3: 02, ljós turkos UMFERÐ 4: 17, natur UMFERÐ 5: UMFERÐ 1 + UPPFITJUN: 62, sægrænn UMFERÐ 2: 100, ljós þveginn UMFERÐ 3: 21, myntugrænn UMFERÐ 4: 17, natur FERNINGUR 6: UMFERÐ 1 + UPPFITJUN: 100, ljós þveginn UMFERÐ 2: 11, ópalgrænn UMFERÐ 3: 39, wasabi UMFERÐ 4: 17, natur FERNINGUR 7: UMFERÐ 1 + UPPFITJUN: 21, myntugrænn UMFERÐ 2: 17, natur UMFERÐ 3: 61, lime UMFERÐ 4: 17, natur FERNINGUR 8: UMFERÐ 1 + UPPFITJUN: 39, wasabi UMFERÐ 2: 05, syren UMFERÐ 3: 100, ljós þveginn UMFERÐ 4: 17, natur FERNINGUR 9: UMFERÐ 1 + UPPFITJUN: 100, ljós þveginn UMFERÐ 2: 71, mandarína UMFERÐ 3: 31, fjólublár UMFERÐ 4: 17, natur FERNINGUR 10: UMFERÐ 1 + UPPFITJUN: 71, mandarína UMFERÐ 2: 62, sægrænn UMFERÐ 3: 05, syren UMFERÐ 4: 17, natur FERNINGUR 11: UMFERÐ 1 + UPPFITJUN: 09, kóngablár UMFERÐ 2: 02, ljós turkos UMFERÐ 3: 11, ópalgrænn UMFERÐ 4: 17, natur FERNINGUR 12: UMFERÐ 1 + UPPFITJUN: 61, lime UMFERÐ 2: 31, fjólublár UMFERÐ 3: 05, syren UMFERÐ 4: 17, natur LITASKIPTI: Til að fá fallega litaskiptingu þegar skipt er um lit, heklið keðjulykkjuna í lok umferðar með nýja litnum. MYNSTYKKIUR: Sjá mynsturteikning A.1 til A.4. Mynsturteikning A.4 sýnir staðsetningu á ferningum. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- TOPPUR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Fyrst eru heklaðir 28-28-28-36-36-36 ferningar í mismunandi litasamsetningum. Við frágang eru ferningarnir heklaðir saman. Það eru heklaðir stuðlahópar í hvorri hlið. Að lokum er heklaður kantur í kringum allan toppinn. HEKLAÐIR FERNINGAR: Notið heklunál 5 og DROPS Paris. Sjá LITIR og LITASKIPTI og heklið ferningana eftir mynsturteikningu A.1 í mismunandi litasamsetningum. 1 ferningur mælist ca 11 x 11 cm. ATHUGIÐ HEKLFESTUNA! Heklið 28-28-28-36-36-36 ferninga þannig: Ferningur 1: 4-4-4-4-4-4 stykki Ferningur 2: 4-4-4-4-4-4 stykki Ferningur 3: 2-2-2-2-2-2 stykki Ferningur 4: 2-2-2-4-4-4 stykki Ferningur 5: 2-2-2-2-2-2 stykki Ferningur 6: 2-2-2-4-4-4 stykki Ferningur 7: 2-2-2-2-2-2 stykki Ferningur 8: 2-2-2-4-4-4 stykki Ferningur 9: 4-4-4-4-4-4 stykki Ferningur 10: 2-2-2-2-2-2 stykki Ferningur 11: 2-2-2-2-2-2 stykki Ferningur 12: 0-0-0-2-2-2 stykki FRÁGANGUR-1: Leggið ferningana út eins og útskýrt er í mynsturteikningu A.4 fyrir framstykki og bakstykki (sjá mynsturteikningu fyrir þína stærð), passið uppá að allir ferningarnir liggi með réttuna upp. Númer í mynsturteikningu vísa í númer útskýrt í LITIR. Ferningarnir eru heklaðir saman fyrst á breiddina og síðan á lengdina. Notið heklunál 5 og litinn natur til að hekla ferningana saman þannig: Leggið 2 ferninga kant í kant svo hægt sé að hekla þá saman. Byrjið í horni og heklið þannig: * Stingið heklunálinni inn frá réttu og niður í gegnum aftari lykkjubogann á öðrum ferningnum, síðan er heklunálinni stungið frá réttu og niður í gegnum aftari lykkjubogann á hinum ferningnum, sækið þráðinn og dragið í gegnum báðar lykkjurnar á heklunálinni *, heklið frá *-* þar til þessir 2 ferningar hafa verið heklaðir saman meðfram hlið á ferningunum, heklið 2 loftlykkjur og heklið síðan frá *-* meðfram næstu ferningum alveg eins. ATH! Ferningarnir eru heklaðir saman með 1 lykkju í hvert horn og 1 lykkju í hvern stuðul/loftlykkju. Heklið svona þar til allir ferningarnir í þessari röð hafa verið heklaðir saman á breiddina, heklið allar raðirnar saman á lengdina á sama hátt. Heklið ferningana saman þannig að þú sért með 2 alveg eins stykki. Stærð S er nú lokið. HÆGRA HLIÐARSTYKKI, BAKSTYKKI: STÆRÐ M, L, XL, XXL og XXXL: Síðan er hliðarstykki heklað hvoru megin við framstykki / bakstykki eins og útskýrt er að neðan. Það eru heklaðar rendur, heklið hverja umferð frá réttu með litnum natur og hverja umferð frá röngu í röndum, notið liti að eigin ósk (þá liti sem eftir eru frá hekluðu ferningunum) og heklið þannig: STÆRÐ M og L: Byrjið í miðju loftlykkju í 3. ferningi frá neðri kanti – sjá stjörnu í teikningu. Heklið meðfram hlið þannig: STÆRÐ XL, XXL og XXXL. Byrjið í efstu lykkju í horni á 3. ferningi frá neðri kanti – sjá stjörnu í teikningu. Heklið meðfram hlið þannig: STÆRÐ M: Heklið A.2a, heklið A.2b alveg fram að neðsta hornboga (neðst á toppi), heklið A.2c í hornboga, snúið. ATH! Í hornin á milli 2 ferninga eru heklaðir 3 stuðlar um loftlykkjur í horni frá fyrsta ferningi, 1 loftlykkja og 3 stuðlar í hornið frá næsta boga. Heklið til baka eins og útskýrt er í A.2. Það eru heklaðar 2 umferðir og hliðarstykkið mælist ca 2 cm. Klippið þráðinn og festið. STÆRÐ L, XL: Heklið A.2a, heklið A.2b alveg fram að neðsta hornboga (neðst á toppi), heklið A.2c í hornboga, snúið. ATH! Í hornin á milli 2 ferninga eru heklaðir 3 stuðlar um loftlykkjur í horni frá fyrsta ferningi, 1 loftlykkja og 3 stuðlar í hornið frá næsta boga. Heklið til baka eins og útskýrt er í A.2. Nú byrjar úrtaka í annarri hlið á hliðarstykki. Næsta umferð er hekluð frá réttu þannig: Heklið A.3 (byrjið í umferð með ör), haldið áfram með A.2b og A.2c eins og áður. Heklið 1-3 fyrstu umferðir í A.3. Það hafa verið heklaðar 3-5 umferðir og hliðarstykkið mælist ca 4-6 cm. Klippið þráðinn og festið. STÆRÐ XXL: Heklið A.2a, heklið A.2b alveg fram að neðsta hornboga (neðst á toppi), heklið A.2c í hornboga, snúið. ATH! Í hornin á milli 2 ferninga eru heklaðir 3 stuðlar um loftlykkjur í horni frá fyrsta ferningi, 1 loftlykkja og 3 stuðlar í hornið frá næsta boga. Heklið til baka eins og útskýrt er í A.2. Nú byrjar úrtaka í annarri hlið á hliðarstykki. Næsta umferð er hekluð frá réttu þannig: Heklið A.3 (byrjið í umferð með ör), haldið áfram með A.2b og A.2c eins og áður, heklið A.3 til loka. Nú hafa verið heklaðar 8 umferðir og hliðarstykkið mælist ca 9 cm. Klippið þráðinn og festið. STÆRÐ XXXL: Heklið A.2a, heklið A.2b alveg fram að neðsta hornboga (neðst á toppi), heklið A.2c í hornboga, snúið. ATH! Í hornin á milli 2 ferninga eru heklaðir 3 stuðlar um loftlykkjur í horni frá fyrsta ferningi, 1 loftlykkja og 3 stuðlar í hornið frá næsta boga. Heklið til baka eins og útskýrt er í A.2. Nú byrjar úrtaka í annarri hlið á hliðarstykki. Næsta umferð er hekluð frá réttu þannig: Heklið A.3 (byrjið í umferð með ör), haldið áfram með A.2b og A.2c eins og áður. Þegar A.3 hefur verið heklað til loka, heklið áfram eftir A.2a, A.2b og A.2c, úrtaka í hliðum er nú lokið. Heklið 2 umferðir eins og A.2. Nú hafa verið heklaðar 10 umferðir og hliðarstykkið mælist ca 12 cm. Klippið þráðinn og festið. VINSTRA HLIÐARSTYKKI, BAKSTYKKI: Heklið vinstra hliðarstykki alveg eins meðfram gagnstæðri hlið á ferningi, en byrjið frá röngu, þannig að úrtakan komi á sama stað og á hinu hliðarstykkinu. Umferð frá röngu er hekluð í litnum natur, umferð frá réttu er hekluð í röndum (notið liti að eigin ósk). HLIÐARSTYKKI FRAMSTYKKI: Heklið á sama hátt og á bakstykki. FRÁGANGUR-2: Leggið bakstykkið og framstykkið að hvoru öðru, kant í kant með réttuna upp og heklið hliðarnar saman alveg eins og ferningarnir voru heklaðir saman. Skiljið e.t.v. eftir ca 8-10 cm neðst fyrir klauf. HEKLAÐUR KANTUR: Byrjið mitt undir ermi og heklið kant í kringum handveg með heklunál 5 með litnum natur þannig: 1 fastalykkja um loftlykkjuboga undir ermi, * 3 loftlykkjur, 1 fastalykkja um næstu loftlykkju *, heklið frá *-* í kringum allan handveginn og endið með 3 loftlykkjur og 1 keðjulykkju í fyrstu fastalykkju í umferð. Heklið alveg eins í kringum hinn handveginn og síðan í kringum hálsmál. Klippið þræðina og festið. |
||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #gardensquarestop eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 10 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 241-15
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.