Beatrice Danguy skrifaði:
Bonjour, avant tout bravo et merci pour votre formidable site. Dans ce modèle Peanut Butter, je ne comprends pas bien les chiffres des diminutions : en partant de 100-104 mailles et en diminuant avec 22-20 mailles, je ne comprends pas comment on arrive à 82-80 mailles et ainsi de suite pour les prochains tours. Merci pour vos explications, Cordialement
01.12.2024 - 20:58DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Danguy, merci pour votre retour, votre question a été transférée à nos stylistes. merci d'avance pour votre patience.
02.12.2024 - 10:34
Laura Sartori skrifaði:
Vorrei sapere se si deve lavorare con 2 capi. Non è scritto chiaramente da nessuna parte. Grazie.
15.12.2023 - 12:51DROPS Design svaraði:
Buonasera Laura, se non diversamente indicato, il lavoro è a 1 capo. Buon lavoro!
15.12.2023 - 21:44
Bettina skrifaði:
Liebes Drops-Team, ich meine, in den Runden 8 und 9, Größe S, sind Fehler. Nach der Runde 8 sind 18 Maschen übrig und nach der Runde 9 sind 9 Maschen übrig
12.11.2022 - 05:33
Edyta skrifaði:
Coś tu nie gra zacząć od 32 oczek? Przecież to na głowę nie wejdzie.
21.10.2022 - 11:34DROPS Design svaraði:
Witaj Edyto, brzeg czapki jest przerabiany w tę i z powrotem w poprzek robótki. Następnie zszywamy 2 jego końce i dalej czapka jest już przerabiana na okrągło. Pozdrawiamy!
22.10.2022 - 08:55
Peanut Butter Cookie Hat#peanutbuttercookiehat |
|
![]() |
![]() |
Hekluð húfa úr DROPS Soft Tweed. Stykkið er heklað í hálfum stuðlum með tvöföldu uppábroti.
DROPS 234-29 |
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- LOFTLYKKJA: Ef þú heklar yst á heklunálinni þá kemur loftlykkjan oft til með að verða of stíf. 1 loftlykkja á að vera álíka löng og breiddin á 1 fastalykkju/hálfur stuðull. HEKLLEIÐBEININGAR: Í byrjun á hverri umferð er fyrsti hálfi stuðullinn skiptur út fyrir 2 loftlykkjur, í lok umferðar er síðasti hálfi stuðullinn heklaður í / um 2 loftlykkjur frá byrjun á fyrri umferð. Í byrjun á hverri umferð er fyrsta hálfa stuðlinum skipt út fyrir 2 loftlykkjur, endið umferð með því að hekla 1 keðjulykkju í 2. loftlykkju frá byrjun á umferð. ÚRTAKA: Fækkið lykkjum með því að hekla 2 hálfa stuðla saman þannig: * bregðið þræðinum 1 sinni um heklunálina, stingið heklunálinni í gegnum næstu lykkju, sækið þráðinn *, heklið frá *-* alls 2 sinnum, bregðið þræðinum 1 sinni um heklunálina og dragið uppsláttinn í gegnum allar 5 lykkjurnar á heklunálinni (= 1 lykkja færri). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- HÚFA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er fyrst heklað fram og til baka frá hlið að hlið, þar til kanturinn hefur verið heklaður til loka. Síðan er kanturinn saumaður saman í endum og húfan er síðan hekluð í hring frá kanti og upp. KANTUR: Notið heklunál 4 og DROPS Soft Tweed í litnum marsipan. Heklið 32 loftlykkjur – sjá LOFTLYKKJA og HEKLLEIÐBEININGAR. UMFERÐ 1: Heklið 1 hálfan stuðul í 3. loftlykkju frá heklunálinni, heklið 1 hálfan stuðul í hverja og eina af næstu 29 loftlykkjum = 31 hálfir stuðlar. Snúið stykkinu. UMFERÐ 2: Heklið 2 loftlykkjur, heklið 1 hálfan stuðul um hvern hálfan stuðul frá hlið á stykki sem er að þér – síðasti hálfi stuðullinn er heklaður um 2 loftlykkjur frá byrjun á fyrri umferð. Snúið stykkinu. Endurtakið umferð 2 þar til stykkið mælist ca 50-52 cm (mátið og stillið lengdina eftir eigin ósk, kanturinn er brotinn saman tvöfaldur á lengdina og það er mikilvægt að hann sé ekki of stuttur og að húfan verði of stíf). ATHUGIÐ HEKLFESTUNA! Klippið þráðinn og dragið í gegnum síðustu lykkjuna. Brjótið stykkið saman þannig að fyrsta umferð liggi að síðustu umferð og saumið skammhliðarnar saman kant í kant þannig að það myndast hringur. Kanturinn er tilbúinn og húfan er síðan hekluð frá annarri hlið á hringnum. HÚFA: Notið litinn marsipan og heklið fastalykkjur jafnt yfir um ystu lykkju meðfram kanti 100-104 fastalykkjur (hægt er að stilla af fjölda lykkja jafnóðum ef hekla þarf upp fleiri eða færri lykkjur en gefið er upp – sjá ÚRTAKA). Héðan er nú stykkið mælt. Skiptið yfir í litinn kökudeig og heklið 1 hálfan stuðul í hverja fastalykkju umferðina hringinn, jafnið e.t.v. út lykkjufjöldann til 100-104 lykkjur. Heklið áfram hringinn í hálfum stuðlum þar til stykkið mælist 9-10 cm, nú eru eftir ca 6-7 cm að loka máli. Heklið og fækkið lykkjum þannig: UMFERÐ 1: Heklið hálfa stuðla og fækkið um 22-20 hálfa stuðla jafnt yfir í umferð = 72-80 lykkjur. UMFERÐ 2: Heklið 1 hálfan stuðul í hvern hálfan stuðul. UMFERÐ 3: Heklið hálfa stuðla og fækkið um 22-20 hálfa stuðla jafnt yfir í umferð = 56-64 lykkjur. UMFERÐ 4: * Heklið 1 hálfan stuðul í hvern af næstu 5-6 hálfum stuðlum, heklið 2 hálfa stuðla saman *, heklið frá *-* umferðina hringinn = 48-56 lykkjur. UMFERÐ 5: * Heklið 1 hálfan stuðul í hvern af næstu 4-5 hálfum stuðlum, heklið 2 hálfa stuðla saman *, heklið frá *-* umferðina hringinn = 40-48 lykkjur. UMFERÐ 6: * Heklið 1 hálfan stuðul í hvern af næstu 3-4 hálfum stuðlum, heklið 2 hálfa stuðla saman *, heklið frá *-* umferðina hringinn = 32-40 lykkjur. UMFERÐ 7: * Heklið 1 hálfan stuðul í hvern af næstu 2-3 hálfum stuðlum, heklið 2 hálfa stuðla saman *, heklið frá *-* umferðina hringinn = 24-32 lykkjur. UMFERÐ 8: * Heklið 1 hálfan stuðul í hvern af næstu 1-2 hálfum stuðlum, heklið 2 hálfa stuðla saman *, heklið frá *-* umferðina hringinn = 16-24 lykkjur. STÆRÐ S/M: UMFERÐ 9: Heklið 2 hálfa stuðla saman umferðina hringinn = 8 lykkjur. Klippið þráðinn þannig að það sé nægilega langur endi til að sauma lykkjurnar saman á toppi á húfunni. STÆRÐ M/L: UMFERÐ 9: * Heklið 1 hálfan stuðul í hvorn af næstu 2 hálfu stuðlum, heklið 2 hálfa stuðla saman *, heklið frá *-* umferðina hringinn = 6 lykkjur. UMFERÐ 10: Heklið 2 hálfa stuðla saman umferðina hringinn = 8 lykkjur. Klippið þráðinn þannig að það sé nægilega langur endi til að sauma lykkjurnar saman á toppi á húfunni. ALLAR STÆRÐIR: Húfan mælist ca 15-17 cm frá prjónamerki og ca frá 31-33 cm frá neðst í kanti. Brjótið upp kantinn að réttu á húfu, húfan mælist 23-25 cm með uppábroti. |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #peanutbuttercookiehat eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 8 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 234-29
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.