Lena Fink Rasmussen skrifaði:
Lake view vest Hvordan gør jeg det her? billede nr. 1 Ring gerne til mig på 21 47 58 54 fredag formiddag eller lidt over frokost i morgen hvis i kan På forhånd tak Lena Fink Rasmussen
14.11.2024 - 18:04DROPS Design svaraði:
Hej Lena, skriv hvilken størrelse du hækler. Hvor du er i opskriften, hvor mange masker du har og den sætning i opskriften du ikke forstår, så hjælper vi dig :)
19.11.2024 - 10:55
Kaisa skrifaði:
Hei, Onko takakappaleen oikean olan aloitus työn oikealta vai nurjalta puolelta kiinteillä silmukoilla. Viimeinen virkattu kerros on kiinteillä silmukoilla.
28.10.2024 - 15:31DROPS Design svaraði:
Hei, ensimmäinen kerros virkataan työn oikealta puolelta, eli virkkaa kaksoispylväitä.
29.10.2024 - 16:22
Edith skrifaði:
En nog een vraag: er staat “minder aan het eind van de laatste rij vasten 1 steek”, ik neem aan dat dit aan het BEGIN en EIND moet zijn. U komt dan voor maat L uit op 98 steken, maar 103 - 2 is toch 101 steken?
13.07.2024 - 18:09DROPS Design svaraði:
Dag Edith,
Je mindert inderdaad alleen aan het eind van de laatste rij 1 steek en niet aan het begin. Je begint voor maat L inderdaad met 103 lossen, maar na de eerste rij haken zit je op 99 steken voor maat L, dus na die ene steek minderen aan het eind zit je op 98steken voor maat L.
14.07.2024 - 12:33
Edith skrifaði:
Ik raak wat in de war van het volgende: (achterpand) “haak A1 op de GOEDE kant”, “haak A1 heen en weer gehaakt totdat A1 3 x is gehaakt” dus ook aan de VERKEERDE kant? wel met iedere keer de rij vasten? ik heb dit overigens geprobeerd, maar mijn boord lijkt helemaal niet op uw foto: er zitten gaten tussen graag uw advies, waarvoor bij voorbaat dank
13.07.2024 - 14:36DROPS Design svaraði:
Dag Edith,
Ja, dat klopt. Je haakt A.1 heen en weer, maar je begint aan de goede kant. De rij vasten hoort wel bij A.1, maar de rij van dubbele stokjes, die eronder staat hoort niet bij A.1. Deze staat er alleen bij, zodat je kunt zien hoe je de steken van A.1 in de vorige toer moet haken. Dus A.1 bestaat uit 2 rijen. (Hetzelfde geldt overigens voor A.2)
14.07.2024 - 12:15
Bianka skrifaði:
Hallo meine vorherige Frage hat sich erledigt :). Danke und liebe Grüße
12.05.2024 - 01:23
Bianka skrifaði:
Hallo, ich stecke beim Beginn der Abnahmen fest. Ich habe 106 Maschen, dann mache ich aus 12= 6 Maschen? Dann bleiben ja nur 94 übrig und ich kann keine 6 Maschen am Ende übrig lassen? Oder mache ich aus 6= 3 Maschen, häkel 94 Maschen, dann bleiben 6 übrig. Dann habe ich aber in der nächsten Runde 97 und soll 12 Maschen abnehmen und komme so nicht auf 82 Maschen? Wo liegt mein Denkfehler? Liebe Grüße und danke
11.05.2024 - 15:31DROPS Design svaraði:
Liebe, Bianka, es sind 106 M und man soll 6 M beidseitig abnehmen (siehe ABNAHMETIPP-2 , es sind so 94 M übrig (106-6 am Anfang der Reihe - 6 am Ende der Reihe); dann wird man 1 Masche beidseitig (jeweils 2 Maschen / Reihe - siehe ABNAHMETIPP-1) 6 Mal abnehmen = insgesamt 2 x 6 = 12 M; es waren 94 Maschen - 12=82 Maschen übrig. Viel Spaß beim Häkeln!
13.05.2024 - 07:47
Lorenza skrifaði:
Buon pomeriggio. Ho riscontrato un errore: "Lavorare il davanti e il dietro in piano e dall’alto in basso." In realtà si lavora dal basso in alto. Grazie e buon lavoro a tutti!
09.05.2024 - 17:00DROPS Design svaraði:
Buonasera Lorenza, grazie per la segnalazione: abbiamo corretto il lavoro. Buon lavoro!
11.05.2024 - 21:13
Xinyi skrifaði:
Hi I'm a newbie and have a question about the pattern; After I finish the first double crochet row in the back piece, what do I do next? Diagram A.1 tells me to start the double-treble & relief row, but it also says that the previous row should've been a double-treble crochet row. Thank you
09.06.2023 - 05:40DROPS Design svaraði:
Dear Xinyi, after the foundation chain you have worked 1 row with double treble crochets + 1 row with double crochet, then starting A.1 you will crochet the relief stitches around the very first row worked. Happy crocheting!
09.06.2023 - 09:30
MARTA skrifaði:
Hola. No entiendo cómo hacer los hombros. Una vez que he hecho 48 cm de la espalda (para la talla S en este caso), ¿giro y hago 24 puntos altos dobles y luego vuelvo a girar con fila de punto bajo? ¿hay que cortar el hilo? ¿hago el hombro derecho o el izquierdo visto por el revés? No sé cómo seguir…necesito ayuda! Gracias!
09.02.2023 - 16:56DROPS Design svaraði:
Hola Marta, los hombros se trabajan sobre los 24 pts más externos desde cada lado de la espalda. Para simplificar la labor, recomendamos colocar marcapuntos para los hombros: Contar 24 pts desde el inicio de la fila y colocamos el marcapuntos en el punto 24 (hombro derecho de la labor con la prenda puesta). Contamos los siguientes 24 pts y colocamos el siguiente marcapuntos (escote de la espalda, no se trabaja sobre estos pts. Los pts restantes en la fila son del hombro izquierdo. Primero trabajas el hombro derecho entero, cortas el hilo y después trabajas el hombro izquierdo.
16.02.2023 - 22:41
Francesca skrifaði:
Salve lo schema A1 prevede che la riga precedente sia di maglie alte doppie invece, sia la prima volta che le ripetizioni, hanno come riga precedente una riga di maglie basse. Devo girare attorno alle maglie alte doppie della riga due volte sotto? Grazie Francesca
24.01.2023 - 22:31DROPS Design svaraði:
Buonasera Francesca, può lavorare il motivo nelle maglie basse. Buon lavoro!
13.02.2023 - 22:43
Lake View Vest#lakeviewvest |
|||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||
Heklað vesti úr DROPS Sky. Stykkið er heklað neðan frá og upp með áferðamynstri, V-hálsmáli og klauf í hliðum. Stærð S - XXXL.
DROPS 236-32 |
|||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- HEKLLEIÐBEININGAR: Allar umferðir með tvíbrugðnum stuðlum byrja með 4 loftlykkjum, þessar 4 loftlykkjur koma sem viðbót við tvíbrugðna stuðla sem eru heklaðir og teljast ekki með í lykkjufjölda. Allar umferðir með fastalykkjum byrja með 1 loftlykkju, þessi loftlykkja kemur sem viðbót við fastalykkjur sem eru heklaðar og teljast ekki með í lykkjufjölda Í kanti í kringum handveg og V-hálsmál (2. umferð) er fyrsta stuðli skipt út fyrir 3 loftlykkjur, umferðin endar með 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju í byrjun á umferð. LOFTLYKKJA: Ef þú heklar yst á heklunálinni þá kemur loftlykkjan oft til með að verða of stíf. 1 loftlykkja á að vera álíka löng og breiddin á 1 fastalykkju/tvíbrugðnum stuðli. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. ÚRTAKA-1: Stingið heklunálinni í gegnum fyrstu lykkju og sækið þráðinn, stingið heklunálinni í gegnum næstu lykkju og sækið þráðinn (3 lykkjur um heklunálina), bregðið þræðinum 1 sinni um heklunálina og dragið uppsláttinn í gegnum allar 3 lykkjurnar á heklunálinni (1 fastalykkja færri). ÚRTAKA-2 (á við um handveg og hálsmál aftan í hnakka): Fækkið alltaf lykkjum í umferð með tvíbrugðnum stuðlum! Í byrjun á umferð: Skiptið út þeim fjölda lykkja sem fækka á um með 1 keðjulykkju. Í lok umferðar: Ekki er heklað yfir fjölda lykkja sem fækka á um. ÚRTAKA-3 (á við um V-hálsmál á framstykki): Fækkið lykkjum innan við ystu lykkju við hálsmál, þ.e.a.s. þegar lykkjum er fækkað í lok umferðar, heklið þar til 3 lykkjur eru eftir í umferð, fækkið um 1 fastalykkju eða 1 tvíbrugðinn stuðul eins og útskýrt er að neðan, heklið síðustu lykkju eins og áður. Þegar fækka á lykkjum í byrjun á umferð, herklið fyrstu lykkju eins og áður, fækkið síðan um 1 fastalykkju/tvíbrugðinn stuðul eins og útskýrt er að neðan. FÆKKIÐ UM 1 FASTALYKKJU: Stingið heklunálinni í gegnum næstu lykkju og sækið þráðinn, stingið heklunálinni í gegnum næstu lykkju og sækið þráðinn, bregðið þræðinum 1 sinni um heklunálina og dragið uppsláttinn í gegnum allar 3 lykkjurnar á heklunálinni (1 fastalykkja færri). FÆKKIÐ UM 1 TVÍBRUGÐINN STUÐUL ÞANNIG: Heklið 1 tvíbrugðinn stuðul, en bíðið með að bregða þræðinum um heklunálina og að draga þráðinn í gegn í lokin, heklið 1 tvíbrugðinn stuðul í næstu lykkju og dragið síðan síðasta uppsláttinn í gegnum allar 3 lykkjurnar á heklunálinni (1 tvíbrugðinn stuðull færri). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- VESTI - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Bakstykkið og framstykkið er heklað fram og til baka hvort fyrir sig, neðan frá og upp. Stykkið er saumað saman eins og útskýrt er í uppskrift. Að lokum er heklaður kantur í kringum báða handvegi og í kringum hálsmál. BAKSTYKKI: Sjá LOFTLYKKJA og HEKLLEIÐBEININGAR og heklið 87-95-103-111-123-133 loftlykkjur (meðtaldar 4 loftlykkjur til að snúa við) með heklunál 4 með DROPS Sky. Heklið 1 tvíbrugðinn stuðul í 5. loftlykkju frá heklunálinni, heklið síðan 1 tvíbrugðinn stuðul í hverja loftlykkju = 83-91-99-107-119-129 tvíbrugðnir stuðlar. Snúið stykkinu og heklið 1 fastalykkju í hvern tvöfaldan stuðul frá fyrri umferð. Næsta umferð er hekluð frá réttu þannig: Byrjið með 4 loftlykkjur eins og áður. Heklið A.1 þar til 1 lykkja er eftir, heklið fyrstu lykkju í A.1 þannig að mynstrið byrjar og endar alveg eins. Heklið A.1 fram og til baka þar til A.1 hefur verið heklað alls 3 sinnum á hæðina – JAFNFRAMT í lok síðustu umferðar með fastalykkjum er fækkað um 1 lykkju með því að hekla 2 fastalykkjur saman – sjá ÚRTAKA-1 = 82-90-98-106-118-128 lykkjur. Heklið síðan A.2 með til skiptis 1 umferð tvíbrugðnum stuðlum og 1 umferð með fastalykkjum. ATHUGIÐ HEKLFESTUNA! Þegar stykkið mælist ca 25-26-27-28-29-30 cm, byrjar úrtaka fyrir handveg – stillið af að næsta umferð sé umferð með tvíbrugðnum stuðlum. Fækkið um 3-4-5-6-8-10 lykkjur fyrir handveg - sjá ÚRTAKA-2, heklið 1 tvíbrugðinn stuðul í hverja af næstu 76-82-88-94-102-108 fastalykkjum, snúið stykkinu (ekki er heklað yfir síðustu 3-4-5-6-8-10 lykkjurnar). Fækkið nú lykkjum fyrir handveg í hvorri hlið í hverri umferð með tvíbrugðnum stuðlum þannig: Fækkið um 1 tvíbrugðinn stuðul 2-3-4-6-8-9 sinnum í hvorri hlið = 72-76-80-82-86-90 lykkjur. Haldið áfram með mynstur þar til stykkið mælist 48-50-52-54-56-58 cm og næsta umferð er umferð með tvíbrugðnum stuðlum. Hvor öxl er hekluð til loka fyrir sig eins og útskýrt er að neðan. HÆGRI ÖXL: Heklið öxl yfir fyrstu 24-26-27-28-29-31 lykkjur, snúið stykkinu og heklið fastalykkjur til baka. Í næstu umferð er fækkað um 1 lykkju við hálsmál – sjá ÚRTAKA-2 = 23-25-26-27-28-30 lykkjur eftir á öxl. Heklið þar til stykkið mælist 52-54-56-58-60-62 cm. Klippið þráðinn og festið. VINSTRI ÖXL: Byrjið frá réttu, þ.e.a.s. í umferð með tvíbrugðnum stuðlum, hoppið yfir fyrstu 24-24-26-26-28-28 lykkjur á eftir hægri öxl og heklið tvíbrugðna stuðla yfir síðustu 24-24-26-26-28-28 lykkjur. Snúið stykkinu og heklið fastalykkjur til baka. Í næstu umferð er fækkað um 1 lykkju við hálsmál – munið eftir ÚRTAKA-2 = 23-25-26-27-28-30 lykkjur eftir á öxl. Heklið þar til stykkið mælist 52-54-56-58-60-62 cm. Klippið þráðinn og festið. FRAMSTYKKI: Heklið alveg eins og bakstykki þar til stykkið mælist 31-32-33-34-35-36 cm (í stærð L, XL, XXL og XXXL vegna áframhaldandi úrtöku fyrir handveg). Setjið eitt prjónamerki í stykkið (á milli 2 lykkja). Nú skiptist framstykkið við prjónamerki eins og útskýrt er að neðan og hvor öxl er hekluð til loka hvor fyrir sig. VINSTRI ÖXL (þegar flíkin er mátuð): Haldið áfram með úrtöku fyrir handveg ef hún heldur áfram og heklið eins og áður fram að prjónamerki mitt að framan. Heklið fram og til baka yfir vinstri öxl með til skiptis 1 umferð tvíbrugðnum stuðlum og 1 umferð fastalykkjum eins og áður. JAFNFRAMT er fækkað um 1 lykkju við hálsmál þannig – sjá ÚRTAKA-3: Fækkið um 1 lykkju í hverri umferð (þ.e.a.s. bæði frá réttu og frá röngu) alls 9-9-9-9-10-10 sinnum og síðan í annarri hverri umferð alls 4-4-5-5-5-5 sinnum = 23-25-26-27-28-30 lykkjur eftir á öxl. Heklið áfram þar til stykkið mælist 52-54-56-58-60-62 cm. Klippið þráðinn og festið. HÆGRI ÖXL: Byrjið mitt að framan við prjónamerki og heklið fram og til baka yfir hægri öxl með til skiptis 1 umferð tvíbrugðnum stuðlum og 1 umferð fastalykkjum eins og áður. Haldið áfram með úrtöku fyrir handveg ef hún heldur áfram. JAFNFRAMT er fækkað um 1 lykkju við hálsmál þannig – sjá ÚRTAKA-3: Fækkið um 1 lykkju í hverri umferð (þ.e.a.s. bæði frá réttu og frá röngu) alls 9-9-9-9-10-10 sinnum og síðan í annarri hverri umferð alls 4-4-5-5-5-5 sinnum = 23-25-26-27-28-30 lykkjur eftir á öxl. Heklið áfram þar til stykkið mælist 52-54-56-58-60-62 cm. Klippið þráðinn og festið. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma kant í kant. Saumið hliðarsauma kant í kant með smáu spori, en skiljið eftir ca 10 cm klauf neðst í hvorri hlið. KANTUR Í KRINGUM HANDVEG: Heklið kant í kringum báða handvegi. Byrjið neðst í botni á handvegi og heklið með heklunál 3,5 þannig: UMFERÐ 1: * Heklið 1 fastalykkju umferð, 3 loftlykkjur, hoppið yfir tvíbrugðna stuðlaumferð *, heklið frá *-* í kringum allan handveginn, endið með 1 keðjulykkju í fyrstu fastalykkju. UMFERÐ 2: Munið eftir HEKLLEIÐBEININGAR, heklið 1 keðjulykkju um fyrsta loftlykkjuboga, heklið síðan 3 stuðla um hvern af fyrstu 3 loftlykkjubogum, heklið 4 stuðla um hvern loftlykkjuboga fram að 6 miðju loftlykkjubogum yfir öxl, heklið 3 stuðla um hvern af næstu 6 loftlykkjubogum, heklið 4 stuðla um hvern loftlykkjuboga þar til 3 loftlykkjubogar eru eftir neðst við handveg, heklið 3 stuðla um hvern af síðustu 3 loftlykkjubogum. Heklið alveg eins í kringum hinn handveginn. KANTUR Í KRINGUM V-HÁLSMÁL: Byrjið mitt að framan, neðst í V-hálsmáli og heklið með heklunál 3,5 þannig: UMFERÐ 1: * Heklið 1 fastalykkju í fastalykkju umferð, 3 loftlykkjur, hoppið yfir 1 tvíbrugðna stuðlaumferð *, heklið frá *-* í kringum allt hálsmálið neðst í V-hálsmáli, en meðfram hálsmáli aftan í hnakka er stillt af þannig að það séu álíka jafn langt bil á milli fastalykkja (ca 2 cm) eins og þegar heklað er í hverja fastalykkju umferð meðfram V-hálsmáli, endið með 1 keðjulykkju í fyrstu fastalykkju. UMFERÐ 2: Heklið 1 keðjulykkju um fyrsta loftlykkjuboga, heklið síðan 4 stuðla um hvern loftlykkjuboga. |
|||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||
|
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #lakeviewvest eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 15 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 236-32
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.