Johanna skrifaði:
Heii, jeg er kommet i gang med at lave en firkant - men synes der kommer ret store huller. Nogle tips til hvordan jeg kan lave firkanterne tættere, så der ikke er så meget mellemrum?
02.05.2022 - 17:21DROPS Design svaraði:
Hej Johanna, firkanterne skal måle 7½ x 7½ cm med DROPS Safran. Hvis du vælger et lidt tykkere garn som DROPS Muskat så bliver hullerne mindre. Firkanterne skal dog stadigvæk have samme mål for at få målene i måleskitsen. God fornøjelse!
03.05.2022 - 08:53
Claudia skrifaði:
Hello, when will this pattern be available? I can't wait!
15.03.2022 - 14:49
Carole Vicet skrifaði:
Bonjour 👋 j adore ce top. J ai hâte de le faire. Merci pour ce beau modèle.
13.02.2022 - 16:04
Natalie skrifaði:
Woodstock
04.02.2022 - 14:51
Jo skrifaði:
I absolutely love this!
01.02.2022 - 12:22
Ater skrifaði:
Favorite Granny's
17.01.2022 - 19:54
Anna Wilks skrifaði:
Boho chic
15.01.2022 - 13:30
Melissa skrifaði:
Desert Dreamer
15.01.2022 - 09:24
Henna skrifaði:
Hippie top
14.01.2022 - 15:19
Isabella Aino skrifaði:
Mio piacerebbe che ci fosse anche il vestito..... nome proposto: è primavera
14.01.2022 - 14:13
Woodstock Weekend#woodstockweekendtop |
||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||
Heklaður toppur með ömmuferningum úr DROPS Safran. Stærð XS/S - XXXL.
DROPS 231-31 |
||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- LITASAMSETNING: FERNINGUR 1: UMFERÐ 1 litur mynta, UMFERÐ 2 litur kaffi, UMFERÐ 3 litur sægrænn, UMFERÐ 4 litur natur. FERNINGUR 2: UMFERÐ 1 litur sægrænn, UMFERÐ 2 litur natur, UMFERÐ 3 litur rauður leir, UMFERÐ 4 litur natur. FERNINGUR 3: UMFERÐ 1 litur kaffi, UMFERÐ 2 litur rauður leir, UMFERÐ 3 litur mynta, UMFERÐ 4 litur natur. FERNINGUR 4: UMFERÐ 1 litur daufbleikur, UMFERÐ 2 litur mynta, UMFERÐ 3 litur kaffi, UMFERÐ 4 litur natur. FERNINGUR 5: UMFERÐ 1 litur rauður leir, UMFERÐ 2 litur daufbleikur, UMFERÐ 3 litur natur, UMFERÐ 4 litur natur. FERNINGUR 6: UMFERÐ 1 litur natur, UMFERÐ 2 litur sægrænn, UMFERÐ 3 litur daufbleikur, UMFERÐ 4 litur natur. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1. LITASKIPTI: Til að fá fallega litaskiptingu þegar skipt er um lit í byrjun á umferð, heklið keðjulykkju í lok umferðar með nýja litnum. LOFTLYKKJA: Ef þú heklar yst á heklunálinni þá kemur loftlykkjan oft til með að verða of stíf. 1 loftlykkja á að vera álíka löng og breiddin á 1 stuðli. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- TOPPUR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið samanstendur af nokkrum ömmuferningum sem heklaðir eru saman í lokin. ÖMMUFERNINGUR: Ferningar eru heklaðir í mismundandi litum – sjá LITASAMSETNING. Festið þræðina jafnóðum (heklið eða saumið þá inn). Ferningarnir eru heklaðir eftir mynsturteikningu A.1 á heklunál 3,5 – sjá LITASKIPTI í útskýringu að ofan. Heklið 5-6-9-10-12 ferninga í hverri litasamsetningu, í stærð L eru heklaðir 2 ferningar til viðbótar (eins og ferningur 1 og 2), í stærð XL/XXL eru heklaðir 4 ferningar til viðbótar (eins og ferningur 1, 2, 3 og 4) = 30-36-56-64-72 ferningar fyrir framstykki og bakstykki. Síðan eru heklaðir minni ferningar sem eiga að vera bönd á öxlum / hlýrar. Heklið síðan 3 fyrstu umferðir í A.1, 4. umferð er ekki hekluð. Heklið 1-1-1-1-2 ferninga í hverri litasamsetningu, en heklið einungis fyrstu 2 umferðir með litum, heklið síðan 3. umferð með litnum natur. Stærð XS/S - M : Heklið 2 ferninga til viðbótar alveg eins (heklið eins og ferningur 1 og ferningur 2). Stærð L-XL/XXL: Heklið 4 ferninga til viðbótar alveg eins (heklið eins og ferningur 1, 2, 3 og 4) = 8-8-10-10-12 litlir ferningar. FRÁGANGUR: Nú á að hekla stóru ferningana saman í einn rétthyrning sem verður framstykki og bakstykki á toppnum. Skipu ferningunum niður út á við eins og þig langar til að hafa þá, það eiga að vera 3-3-4-4-4 ferninga á hæðina og 10-12-14-16-18 ferninga á breiddina – sjá mynd fyrir innblástur. Ferningarnir eru heklaðir saman, fyrst á lengdina síðan á hæðina. Byrjið í hægri hlið, með fyrsta ferning á efstu og miðju röð. Leggið ferningana að hvorum öðrum með röngu á móti röngu. Heklað er í gegnum báða ferningana með litnum natur þannig, frá réttu: Heklið 1 fastalykkju um 3 loftlykkju í hornið, * 3 loftlykkjur, hoppið yfir 1 stuðlahóp, heklið 1 fastalykkju á milli 2 næstu stuðlahópa *, heklið frá *-* 3 sinnum, endið með 3 loftlykkjur, hoppið yfir stuðlahóp, heklið 1 fastalykkju um hornið og 3 loftlykkjur. Leggið næstu 2 ferninga í efstu og annarri röð að hvorum öðrum með röngu á móti röngu. Haldið áfram að hekla saman alveg eins og fyrstu 2 ferningana. Haldið svona áfram alveg eins þar til allir ferningarnir í 2 efstu röðunum hafa verið heklaðir saman á lengdina. Stærð XS/S - M: Heklið neðstu röðina með ferningum saman við 2 efstu alveg eins. Stærð L - XL/XXL og XXXL: Heklið 2 neðstu raðirnar með ferningum saman við 2 efstu alveg eins. Nú eru ferningarnir heklaðir saman á hæðina, heklið alveg eins og útskýrt er að ofan. Þegar allir ferningarnir hafa verið heklaðir saman á hæðina og á breiddina, heklið skammhliðar saman. Klippið þræðina og festið. Heklið 4-4-5-5-6 ferninga fyrir bönd á öxlum / hlýra saman 2 og 2 alveg eins og útskýrt er að ofan. Endurtakið á hinu bandinu á öxl / hlýra. Leggið toppin flatan, þannig að það verður annað hvort heill eða hálfur ferningur í hvorri hlið, samskeyti þar sem rétthyrningurinn er heklaður saman er mitt að aftan. Staðsetjið böndin tvö fyrir öxl / hlýra í efri kanti á toppnum, ca 5½-8½-12-15-19 cm inn frá hvorri hlið, það eru ca 15-16-17-18-19 cm á milli banda á öxl mitt á toppnum. Saumið böndin á framhlið og á bakhlið á toppnum. Mátið e.t.v. toppinn og stillið fjölda á ferningum til á böndum / hlýra. HEKLAÐUR KANTUR: Það á að hekla kant í kringum neðri kant á toppnum með litnum natur þannig: Heklið fastalykkju um 3 loftlykkjur í einu horni á ferningi, * 3 loftlykkjur, hoppið yfir 1 stuðlahóp, heklið 1 fastalykkju á milli 2 næstu stuðlahópa *, heklið frá *-* 3 sinnum, endið með 3 loftlykkjur, hoppið yfir stuðlahóp og heklið 1 fastalykkju um hornið, heklið 2 loftlykkjur, heklið 1 fastalykkju um 3 loftlykkjur í hornið á næsta ferningi. Haldið svona áfram í kringum allan neðri kantinn á toppnum. Heklið kant í kringum handveg og opi við hálsmál á toppnum á sama hátt. |
||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||
|
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #woodstockweekendtop eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 11 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 231-31
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.