Sana skrifaði:
When it says to make 9 squares does that mean 9 squares per color combination or just 9 squares. Also it says for size large to make 2 extra squares. Does that mean make 11 squares in total or is that included in the 9 squares.
17.08.2023 - 03:10DROPS Design svaraði:
Hi Sana, For size L you work 9 squares in each colour combination, apart from squares 1 and 2 where you work 10 squares (an extra square in each colour combination). Happy crocheting!
17.08.2023 - 09:03
Tina Hamlet skrifaði:
Please can you tell me if this is in UK terms or US terms
22.07.2023 - 17:59DROPS Design svaraði:
Hi Tina, this information can be found in the pink box just above the pattern instructions (you write from Brittish web-page, so probably you see the Brittish (UK) terms). Happy crocheting!
23.07.2023 - 07:13
Jayde skrifaði:
How many squares are needing for a xxxl? :)
11.07.2023 - 01:45DROPS Design svaraði:
Hi Jade, For size xxxl you always use the last number in each series. Happy crocheting!
11.07.2023 - 07:03
Sana skrifaði:
Hi I’m very confused what the 5-6-9-10-12 squares mean? Is that the number of squares or the measurement in cm or pertaining to the square category?
09.07.2023 - 04:57DROPS Design svaraði:
Hi Sana, The different numbers refer to the different sizes. So if you are working size XS/S you work 5 squares, size M you work 6 squares, etc. Happy crocheting!
10.07.2023 - 07:45
Dana Valdez skrifaði:
Acabo de terminar mi prenda. Es una perfecta pieza en talla M. El patrón es simplemente increíble. ¡Muchas gracias!
06.07.2023 - 09:46
Sandrine skrifaði:
Pouvez vous afficher le schéma des granny assemblés du top ?
23.06.2023 - 11:53DROPS Design svaraði:
Bonjour Sandrine, nous n'avons pas de diagramme pour l'assemblage des carrés, mais cette vidéo peut vous aider à comprendre comment faire, attention, suivez bien les indications de ce modèle, car on utilise des carrés différents dans la vidéo. Bon crochet!
23.06.2023 - 15:47
Khushi skrifaði:
How many inches is a single granny square? Both for the larger one and the smaller one
05.06.2023 - 23:26DROPS Design svaraði:
Hi Khushi, 1 square measures approx. 7½ cm x 7½ cm = 2 7/8" x 2 7/8". Happy crocheting!
06.06.2023 - 06:43
Yannick skrifaði:
Bonjour, Si je veux faire ce modèle en crochet 2.5, combien de mailles dois faire pour les carrés grands et petits ? Merci pour votre réponse. Bonne journée.
05.06.2023 - 11:01DROPS Design svaraði:
Bonjour Yannick, votre tension sera alors complètement différente, il va vous falloir recalculer en fonction de votre propre tension combien de carrés il vous faudra ou bien combien de tours ajouter à A.1 pour avoir les bonnes mesures. Si vous avez besoin d'aide pour ce faire, n'hésitez pas à contacter votre magasin, même par mail ou téléphone. Notez que la quantité totale en sera également affectée. Bon crochet!
05.06.2023 - 13:16
Daniela skrifaði:
How many granny square do I need in total for a size M?
30.05.2023 - 22:26DROPS Design svaraði:
Dear Daniela, you need a total of 6 squares in each of the 6 colours - 36 squares in total. See under GRANNY SQUARE. Happy crocheting!
31.05.2023 - 08:19
Evi Desair skrifaði:
Hallo , Zou het kunnen dat er een foutje in het patroon zit ? => als je voor de maat L : 1 klein vierkant in elke kleurcombinatie haakt + 2 extra (vierkant 1+2) , kom je maar aan 8 vierkantjes en je zou er 5 moeten hebben per bandje (samen 10) Groetjes Evi
20.05.2023 - 16:17DROPS Design svaraði:
Dag Evi,
Vermoedelijk zit er een foutje in het patroon en ik denk dat het of 8 of 10 vierkantjes moeten zijn. Ik heb het aan de ontwerpafdeling doorgegeven om te checken. Om verder te kunnen zou je voor jezelf kunnen kijken welk aantal het beste in jouw geval past door het kledingstuk te passen.
23.05.2023 - 10:23
Woodstock Weekend#woodstockweekendtop |
||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||
Heklaður toppur með ömmuferningum úr DROPS Safran. Stærð XS/S - XXXL.
DROPS 231-31 |
||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- LITASAMSETNING: FERNINGUR 1: UMFERÐ 1 litur mynta, UMFERÐ 2 litur kaffi, UMFERÐ 3 litur sægrænn, UMFERÐ 4 litur natur. FERNINGUR 2: UMFERÐ 1 litur sægrænn, UMFERÐ 2 litur natur, UMFERÐ 3 litur rauður leir, UMFERÐ 4 litur natur. FERNINGUR 3: UMFERÐ 1 litur kaffi, UMFERÐ 2 litur rauður leir, UMFERÐ 3 litur mynta, UMFERÐ 4 litur natur. FERNINGUR 4: UMFERÐ 1 litur daufbleikur, UMFERÐ 2 litur mynta, UMFERÐ 3 litur kaffi, UMFERÐ 4 litur natur. FERNINGUR 5: UMFERÐ 1 litur rauður leir, UMFERÐ 2 litur daufbleikur, UMFERÐ 3 litur natur, UMFERÐ 4 litur natur. FERNINGUR 6: UMFERÐ 1 litur natur, UMFERÐ 2 litur sægrænn, UMFERÐ 3 litur daufbleikur, UMFERÐ 4 litur natur. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1. LITASKIPTI: Til að fá fallega litaskiptingu þegar skipt er um lit í byrjun á umferð, heklið keðjulykkju í lok umferðar með nýja litnum. LOFTLYKKJA: Ef þú heklar yst á heklunálinni þá kemur loftlykkjan oft til með að verða of stíf. 1 loftlykkja á að vera álíka löng og breiddin á 1 stuðli. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- TOPPUR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið samanstendur af nokkrum ömmuferningum sem heklaðir eru saman í lokin. ÖMMUFERNINGUR: Ferningar eru heklaðir í mismundandi litum – sjá LITASAMSETNING. Festið þræðina jafnóðum (heklið eða saumið þá inn). Ferningarnir eru heklaðir eftir mynsturteikningu A.1 á heklunál 3,5 – sjá LITASKIPTI í útskýringu að ofan. Heklið 5-6-9-10-12 ferninga í hverri litasamsetningu, í stærð L eru heklaðir 2 ferningar til viðbótar (eins og ferningur 1 og 2), í stærð XL/XXL eru heklaðir 4 ferningar til viðbótar (eins og ferningur 1, 2, 3 og 4) = 30-36-56-64-72 ferningar fyrir framstykki og bakstykki. Síðan eru heklaðir minni ferningar sem eiga að vera bönd á öxlum / hlýrar. Heklið síðan 3 fyrstu umferðir í A.1, 4. umferð er ekki hekluð. Heklið 1-1-1-1-2 ferninga í hverri litasamsetningu, en heklið einungis fyrstu 2 umferðir með litum, heklið síðan 3. umferð með litnum natur. Stærð XS/S - M : Heklið 2 ferninga til viðbótar alveg eins (heklið eins og ferningur 1 og ferningur 2). Stærð L-XL/XXL: Heklið 4 ferninga til viðbótar alveg eins (heklið eins og ferningur 1, 2, 3 og 4) = 8-8-10-10-12 litlir ferningar. FRÁGANGUR: Nú á að hekla stóru ferningana saman í einn rétthyrning sem verður framstykki og bakstykki á toppnum. Skipu ferningunum niður út á við eins og þig langar til að hafa þá, það eiga að vera 3-3-4-4-4 ferninga á hæðina og 10-12-14-16-18 ferninga á breiddina – sjá mynd fyrir innblástur. Ferningarnir eru heklaðir saman, fyrst á lengdina síðan á hæðina. Byrjið í hægri hlið, með fyrsta ferning á efstu og miðju röð. Leggið ferningana að hvorum öðrum með röngu á móti röngu. Heklað er í gegnum báða ferningana með litnum natur þannig, frá réttu: Heklið 1 fastalykkju um 3 loftlykkju í hornið, * 3 loftlykkjur, hoppið yfir 1 stuðlahóp, heklið 1 fastalykkju á milli 2 næstu stuðlahópa *, heklið frá *-* 3 sinnum, endið með 3 loftlykkjur, hoppið yfir stuðlahóp, heklið 1 fastalykkju um hornið og 3 loftlykkjur. Leggið næstu 2 ferninga í efstu og annarri röð að hvorum öðrum með röngu á móti röngu. Haldið áfram að hekla saman alveg eins og fyrstu 2 ferningana. Haldið svona áfram alveg eins þar til allir ferningarnir í 2 efstu röðunum hafa verið heklaðir saman á lengdina. Stærð XS/S - M: Heklið neðstu röðina með ferningum saman við 2 efstu alveg eins. Stærð L - XL/XXL og XXXL: Heklið 2 neðstu raðirnar með ferningum saman við 2 efstu alveg eins. Nú eru ferningarnir heklaðir saman á hæðina, heklið alveg eins og útskýrt er að ofan. Þegar allir ferningarnir hafa verið heklaðir saman á hæðina og á breiddina, heklið skammhliðar saman. Klippið þræðina og festið. Heklið 4-4-5-5-6 ferninga fyrir bönd á öxlum / hlýra saman 2 og 2 alveg eins og útskýrt er að ofan. Endurtakið á hinu bandinu á öxl / hlýra. Leggið toppin flatan, þannig að það verður annað hvort heill eða hálfur ferningur í hvorri hlið, samskeyti þar sem rétthyrningurinn er heklaður saman er mitt að aftan. Staðsetjið böndin tvö fyrir öxl / hlýra í efri kanti á toppnum, ca 5½-8½-12-15-19 cm inn frá hvorri hlið, það eru ca 15-16-17-18-19 cm á milli banda á öxl mitt á toppnum. Saumið böndin á framhlið og á bakhlið á toppnum. Mátið e.t.v. toppinn og stillið fjölda á ferningum til á böndum / hlýra. HEKLAÐUR KANTUR: Það á að hekla kant í kringum neðri kant á toppnum með litnum natur þannig: Heklið fastalykkju um 3 loftlykkjur í einu horni á ferningi, * 3 loftlykkjur, hoppið yfir 1 stuðlahóp, heklið 1 fastalykkju á milli 2 næstu stuðlahópa *, heklið frá *-* 3 sinnum, endið með 3 loftlykkjur, hoppið yfir stuðlahóp og heklið 1 fastalykkju um hornið, heklið 2 loftlykkjur, heklið 1 fastalykkju um 3 loftlykkjur í hornið á næsta ferningi. Haldið svona áfram í kringum allan neðri kantinn á toppnum. Heklið kant í kringum handveg og opi við hálsmál á toppnum á sama hátt. |
||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||
|
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #woodstockweekendtop eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 11 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 231-31
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.