Ertu komin með garnið og allt sem þú þarft til að geta byrjað? Lestu þá áfram og byrjaðu að prjóna peysuna með okkur.
Vantar þig enn eitthvað af því sem þarf til að byrja? Hér er listi yfir hvað þú þarft til að prjóna peysuna.
Eitt áður en við byrjum – Ertu búin að velja stærðina sem þú ætlar að gera? Í myndunum okkar skref – fyrir – skref þá sérðu að við erum að prjóna peysu í barnastærð 3/4 ára (merkt með breiðu letri í texta), vertu því viss um að þú fylgir leiðbeiningum sem á við um þína stærð.
Aldur: 2 - 3/4 - 5/6 - 7/8 - 9/10 - 11/12 - 13/14 ára
Stærðin jafngildir ca hæð á barni í cm: 92 - 98/104 - 110/116 - 122/128 - 134/140 - 146/152 - 158/164
S - M - L - XL - XXL - XXXL
PEYSA – STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI:
Kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað í hring á hringprjóna frá miðju að aftan, ofan frá og niður. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjóna. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna / stuttan hringprjón.
ÚTAUKNING (jafnt yfir):
Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn, svo ekki myndist gat.
KANTUR Í HÁLSMÁLI:
Fitjið upp 76-80-84-84-88-88-92 lykkjur á stuttan hringprjón 3 með litnum skógargrænn í DROPS Karisma. Prjónið 1 umferð slétt.
Fitjið upp 104-108-112-120-124-128 lykkjur á stuttan hringprjón 3 með litnum skógargrænn í DROPS Karisma. Prjónið 1 umferð slétt.
Prjónið síðan stroff (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) jafnframt því sem prjónaðar eru rendur þannig: Prjónið 2 umferðir með litnum skógargrænn, 2 umferðir með litnum ljós grár, 4 umferðir með litnum skógargrænn, haldið síðan áfram með stroff með litnum ljós grár þar til kanturinn í hálsmáli mælist 3 cm.
Prjónið síðan stroff (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) og rendur þannig: Prjónið 2 umferðir með litnum skógargrænn, 2 umferðir með litnum ljós grár, 4 umferðir með litnum skógargrænn, haldið síðan áfram með stroff með litnum ljós grár þar til kanturinn í hálsmáli mælist 4 cm. Klippið frá litinn skógargrænn.
Þegar stroffið hefur verið prjónað til loka, prjónið 1 umferð með litnum ljós grár þar sem aukið er út um 24-26--28-28-28-28-30 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING = 100-106-112-112-116-116-122 lykkjur.
Setjið 1 prjónamerki í stykkið við miðju að framan – berustykkið er mælt frá þessu prjónamerki!
Þegar stroffið hefur verið prjónað til loka, prjónið 1 umferð með litnum ljós grár þar sem aukið er út um 26-27-28-34-40-42 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING = 130-135-140-154-164-170 lykkjur.
Setjið 1 prjónamerki í stykkið við miðju að framan – berustykkið er mælt frá þessu prjónamerki!
Núna þegar kantur í hálsmáli hefur verið prjónaður til loka, þá hefur vísbending #1 í þessu KAL verið leyst. Ertu tilbúin til að halda áfram? Smelltu þá að neðan á Næsta > til að fara í næsta skref til að prjóna peysuna.
Mundu að senda inn myndir af verkefninu þínu á DROPS gallery . Smelltu hér til að senda inn tengil/link!
Hér að neðan finnur þú lista yfir úrræði til að aðstoða þig með hálsmálið á jólapeysunni þinni.
Ertu enn í vafa? Þú getur sent inn spurningar með því að skrifa þær í dákinn hér að neðan og þá mun einn af prjónasérfræðingunum okkar reyna að aðstoða þig!
Er staan heel wat fouten in de Nederlandstalige vertaling, lichgrijs in plaats van lichtgrijs, woorden die niet vertaald zijn. Dit is gewoon ter info want dit kan voor mij de pret niet drukken :D
24.10.2022 - 11:11