DROPS / 201 / 8

Poetry in Motion by DROPS Design

Prjónuð peysa úr DROPS Nord og DROPS Kid-Silk. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með tilfærslum á lykkjum, stroffi og klauf í hliðum. Stærð S - XXXL.

DROPS Design: Mynstur no-025
Garnflokkur A + A eða C
-------------------------------------------------------

STÆRÐ:
S - M - L - XL - XXL – XXXL

EFNI:
DROPS NORD frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki A)
250-300-300-350-350-400 g litur 12, púðurbleikur
Og notið:
DROPS KID-SILK frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki A)
100-125-125-150-150-175 g litur 03, ljós bleikur

PRJÓNFESTA:
17 lykkjur á breidd og 22 umferðir á hæð með sléttprjóni og 1 þræði af hvorri tegund = 10 x 10 cm.

PRJÓNAR:
DROPS SOKKAPRJÓNAR NR 5.
DROPS HRINGPRJÓNAR NR 5: lengd 40 cm og 60 cm eða 80 cm fyrir sléttprjón.
DROPS SOKKAPRJÓNAR NR 4.
DROPS HRINGPRJÓNAR NR 4: lengd 60 cm eða 80 cm fyrir stroff.
Prjónastærð er einungis til leiðbeiningar. Ef þú ert með of margar lykkjur á 10 cm, skiptu yfir á grófari prjóna. Ef þú ert með of fáar lykkjur á 10 cm, skiptu yfir á fínni prjóna.

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!

Ertu ekki viss hvaða stærð þú þarft? Þá hjálpar það kannski að fyrirsætan á myndinni er ca 170 cm á hæð og notar stærð S eða M. Ef þú gerir peysu, jakkapeysu, kjól eða álíka þá getur þú fundið teikningu með máli neðst í mynstri.

45% Alpakka, 30% Polyamide, 25% Ull
frá 682.00 kr /50g
DROPS Nord uni colour DROPS Nord uni colour 682.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
DROPS Nord mix DROPS Nord mix 704.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta

75% Mohair, 25% Silki
frá 1122.00 kr /25g
DROPS Kid-Silk uni colour DROPS Kid-Silk uni colour 1122.00 kr /25g
Gallery Spuni
Panta
DROPS Kid-Silk long print DROPS Kid-Silk long print 1122.00 kr /25g
Gallery Spuni
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 7898kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

-------------------------------------------------------

UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:

-------------------------------------------------------

GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka):
Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum.

MYNSTUR:
Sjá mynsturteikningu A.1. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu.

ÚTAUKNING (jafnt yfir):
Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 17 lykkjur) og deilið með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 5) = 3,4.
Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn til skiptis á eftir ca 3. og 4. hverja lykkju.

ÚRTAKA (á við um ermi):
Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa lykkja), takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri).

-------------------------------------------------------

BYRJIÐ Á STYKKI HÉR:

-------------------------------------------------------

PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI:
Stykkið er prjónað fram og til baka í stykkjum ofan frá og niður. Ermarnar eru prjónaðar ofan frá og niður. Fyrst fram og til baka, síðan er prjónað í hring á stuttan hringprjón/sokkaprjóna.

FRAMSTYKKI:
Fitjið upp 108-116-124-124-132-140 lykkjur á hringprjón 4 með 1 þræði Nord og 1 þræði Kid-Silk (= 2 þræðir). Prjónið 1 umferð brugðna frá röngu, prjónið síðan stroff frá réttu þannig:1 kantlykkja GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðnar) þar til 3 lykkjur eru eftir á prjóni, 2 lykkjur slétt, 1 kantlykkja garðaprjón. Haldið svona áfram fram og til baka þar til stykkið mælist 7-8-8-8-9-9 cm – stillið af að næsta umferð sé prjónuð frá réttu. Prjónið þannig:
UMFERÐ 1: 1 kantlykkja garðaprjón, stroff eins og áður yfir næstu 14-18-22-22-26-30 lykkjurnar, snúið, herðið á bandi svo að ekki myndist stórt gat.
UMFERÐ 2: Prjónið storff til baka þar til 1 lykkja er eftir á prjóni, endið með 1 kantlykkju garðaprjón. Klippið frá.
Prjónið nú alveg eins á gagnstæðri hlið á stykki, þ.e.a.s. yfir síðustu 15-19-23-23-27-31 lykkjurnar í umferð (séð frá réttu). Byrjið frá röngu og prjónið þannig:
UMFERÐ 1: 1 kantlykkja garðaprjón, stroff yfir næstu 14-18-22-22-26-30 lykkjurnar, snúið, herðið á bandi svo að ekki myndist stórt gat.
UMFERÐ 2: Prjónið stroff til baka þar til 1 lykkja er eftir á prjóni, endið með 1 kantlykkju garðaprjón. Klippið frá.
Skiptið yfir á hringprjón 5. Nú er prjónað yfir allar lykkjurnar í umferð með byrjun frá réttu þannig: Prjónið 1 kantlykkju garðaprjón, sléttprjón yfir næstu 14-18-22-22-26-30 lykkjurnar, prjónið (2 lykkjur brugðnar saman, 2 lykkjur slétt) yfir næstu 78 lykkjurnar (= 20 lykkjur færri), sléttprjón yfir næstu 14-18-22-22-26-30 lykkjurnar, 1 kantlykkja garðaprjón. Prjónið 1 umferð brugðna með 1 kantlykkju í hvorri hlið til baka frá röngu = 88-96-104-104-112-120 lykkjur.
Prjónið nú mynstur þannig: 1 kantlykkja garðaprjón, sléttprjón yfir næstu 14-18-22-22-26-30 lykkjurnar, A.1 (= 58 lykkjur – mynstur á að ganga jafnt upp þannig að prjónaðar eru sléttar lykkjur yfir 2 lykkjur slétt og garðaprjón yfir brugðnu lykkju í stroffi), sléttprjón yfir næstu 14-18-22-22-26-30 lykkjurnar, 1 kantlykkja garðaprjón. Haldið svona áfram fram og til baka. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA!
Þegar stykkið mælist 16-17-18-19-20-21 cm fitjið upp 5-5-5-9-10-11 nýjar lykkjur í lok næstu 2 umferða = 98-106-114-122-132-142 lykkjur. Haldið síðan áfram með mynstur A.1, sléttprjón og 1 kantlykkju garðaprjón í hvorri hlið.

Þegar stykkið mælist 23-24-25-26-27-28 cm frá þar sem lykkjur voru fitjaðar upp fyrir handveg, fellið af 1 lykkju í byrjun á næstu 2 umferðum (merkir klauf) = 96-104-112-120-130-140 lykkjur. Prjónið nú mynstur eins og áður, en prjónið 2 lykkjur garðaprjóni í hvorri hlið (= kantur meðfram klauf í hvorri hlið). Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka á hæðina alls 5 sinnum mælist stykkið ca 32-32-31-30-30-29 cm frá handvegi. Haldið síðan áfram með sléttar lykkjur yfir sléttar lykkjur og garðaprjón yfir garðaprjón yfir lykkjur í A.1 (aðrar lykkjur eru prjónaðar eins og áður) þar til stykkið mælist 33-33-33-34-34-35 cm frá handveg og niður – passið uppá að næsta umferð sé prjónuð frá réttu: 2 kantlykkjur garðaprjón, sléttar lykkjur yfir næstu 17-21-25-29-34-39 lykkjurnar þar sem aukið er út um 5-5-5-5-4-7 lykkjur jafnt yfir (= 22-26-30-34-38-46 lykkjur sléttprjón) – sjá ÚTAUKNING, prjónið sléttar lykkjur yfir sléttar lykkjur og garðaprjón yfir garðaprjón yfir næstu 58 lykkjurnar og aukið jafnframt út um 1 lykkju brugðna á eftir hverri lykkju með garðaprjóni (= 20 lykkjur fleiri = 78 lykkjur), prjónið sléttar lykkjur yfir næstu 17-21-25-29-34-39 lykkjurnar þar sem aukið er út um 5-5-5-5-4-7 lykkjur jafnt yfir (= 22-26-30-34-38-46 lykkjur), 2 kantlykkjur garðaprjón = 126-134-142-150-158-174 lykkjur. Prjónið 1 umferð til baka – lykkjurnar sem auknar voru út á eftir lykkjum með garðaprjóni í A.1 eru prjónaðar áfram slétt frá röngu og lykkjurnar sem auknar voru út í sléttprjóni í hvorri hlið eru prjónaðar snúnar brugðnar frá röngu, svo að ekki myndist gat. Skiptið yfir á hringprjón 4 og prjónið stroff þannig: 2 kantlykkjur garðaprjón, (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) þar til 4 lykkjur eru eftir á prjóni, 2 lykkjur slétt, 2 kantlykkjur garðaprjón. Haldið áfram fram og til baka svona þar til stroffið mælist 7-8-9-9-10-10 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur, en til að affellingarkanturinn verði ekki stífur, sláið 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 4. hverja. Uppslátturinn er felldur af eins og eigin lykkja. Stykkið mælist ca 56-58-60-62-64-66 cm frá öxl og niður.

BAKSTYKKI:
Fitjið upp og prjónið alveg eins og framstykki.

ERMI:
Ermarnar eru fyrst prjónaðar fram og til baka á hringprjón, síðan er prjónað í hring á stuttan hringprjón/sokkaprjóna. Fyrst er prjónað fram og til baka á hringprjón til að hægt sé að sauma ermina við handveg á fram- og bakstykki.
Fitjið upp 54-58-61-65-68-71 lykkjur á hringprjón 5 með 1 þræði Nord + 1 þræði Kid-Silk (= 2 þræðir). Prjónið sléttprjón fram og til baka með 1 kantlykkju garðaprjón í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 2-2-2-5-5-6 cm haldið áfram með sléttprjóni hringinn á stuttan hringprjón/sokkaprjóna. Setjið eitt prjónamerki í byrjun á umferð. Prjónamerkið fylgir með í stykkinu. Þegar stykkið mælist 4-4-4-2-2-2 cm frá þar sem byrjað var að prjóna í hring, fækkið um 2 lykkjur undir ermum – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona í 7.-6.-5.-4.-4.-3. hverri umferð alls 7-8-9-10-10-11 sinnum = 40-42-43-45-48-49 lykkjur. Haldið síðan áfram þar til ermin mælist alls 28-27-26-26-25-24 cm (styttra mál í stærri stærðum vegna breiðari axla og lengri ermakúpu). Nú er aukið út um 8-6-9-7-8-7 lykkjur jafnt yfir = 48-48-52-52-56-56 lykkjur. Skiptið yfir á prjón 4 og prjónið stroff (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 6 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur, en til að affellingarkanturinn verði ekki stífur, sláið 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 4. hverja lykkju. Uppslátturinn er felldur af eins og eigin lykkja. Ermin mælist alls 34-33-32-32-31-30 cm frá öxl og niður. Prjónið aðra ermi alveg eins.

FRÁGANGUR:
Saumið axlasauma í lykkjurnar eina og eina, skiljið eftir ca 27-28-29-29-30-31 cm fyrir opið í hálsi. Saumið hliðarsauma innan við 1 kantlykkju garðaprjón í hvorri hlið, frá þar sem lykkjur voru fitjaðar upp fyrir handveg og niður að klauf í hvorri hlið (= 17 cm klauf). Saumið ermar í innan við 1 kantlykkju garðaprjón á fram- og bakstykki og innan við uppfitjunarkant á ermum og saumið saman op undir ermi niður að þar sem ermin er prjónuð í hring.

Þetta mynstur hefur verið leiðrétt. .

Yfirfarið á vefsvæði: 12.03.2019
Leiðrétting. ERMI: Skiptið yfir á prjón 4, prjónið stroff (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 6 cm.

Mynstur

= slétt frá réttu, brugðið frá röngu
= brugðið frá réttu
= á milli 2 lykkja er slegið 2 sinnum uppá prjóninn. Í næstu umferð er fyrri uppslátturinn prjónaður brugðinn, hinn uppslátturinn er prjónaður snúinn brugðinn (= 2 lykkjur fleiri). Prjónið síðan nýjar lykkjur inn í mynstur
= prjónið 3 lykkjur slétt saman (= 2 lykkjur færri)
= takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, prjónið 2 lykkjur slétt saman, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjurnar sem prjónaðar voru saman


Janie Ross 03.08.2019 - 18:48:

The Diagram for DROPS 201-8 is hard to follow. Either I go to a printer and have it enlarged, or I do what I normally do, go to WORD and then write out the instructions in English, starting with ROW 1. I just finished doing this, I'll need to recheck my work to make sure I didn't make a mistake. I'd love to email or maybe just snail make this to you for you to go over with me. This is a complicated pattern.

Detlev 27.03.2019 - 13:43:

Wie immer, prompte und schnelle Antwort. Danke

Detlev 26.03.2019 - 22:02:

Hallo, ich versuche bei Algawo zu bestellen, komm aber leider nicht auf die Seite. Arbeiten Sie nicht mehr mir Algawo zusammen oder was ist passiert? Gruß Detlev

DROPS Design 27.03.2019 kl. 08:04:

Lieber Detlev, hier finden Sie die Seite für Algawo, so können Sie auch von dieser Seite ihr Onlinestore besuchen und bestellen. Viel Spaß beim stricken!

Detlev 14.03.2019 - 15:37:

Danke für die schnelle Antwort.

Detlev 14.03.2019 - 13:30:

Hallo, mit welcher Wolle kann ich dieses Modell noch nachstricken?

DROPS Design 14.03.2019 kl. 13:45:

Lieber Detleve, Nord und Kid-Silk gehören beide zur Garngruppe A - Sie können dann eine Alternative aus derselben Garngruppe benutzen. Sie können auch 1 Faden Garngruppe C stricken - mehr lesen Sie hier. Benutzen Sie unseren Garnumrechner. Viel Spaß beim stricken!

Susanne Karup 09.03.2019 - 09:55:

Er der ikke en fejl i ærmet ? Skal man ikke skifte til mindre pind når man strikker rib ?

DROPS Design 12.03.2019 kl. 09:22:

Hej Susanne, ja det stemmer, vi skal få skrevet det ind i opskriften. Tak for info :)

Diana 07.03.2019 - 23:19:

Thank you for replying. When you announced the selected spring/ summer patterns the bolero version was included. I can’t attach any pictures, but it was lilac and reference was z-841...

DROPS Design 08.03.2019 kl. 08:12:

Dear Diana, my mistake sorry. All patterns from spring summer collection will be published in the next weeks until summer. Register to our newsletter or follow us on social medias to be informed about the new patterns. Happy knitting!

Diana 06.03.2019 - 23:03:

Is the bolero version going to be available soon? Thank you.

DROPS Design 07.03.2019 kl. 09:26:

Dear Diana, there is only a jumper with that pattern. Happy knitting!

Tanja Schwabe 10.02.2019 - 20:09:

Das Schema ist korrekt, ich hatte einen Strickfehler. ;-)

Tanja Schwabe 09.02.2019 - 21:38:

Huhu, ich stricke gerade diesen tollen Pulli, stolpere aber über ein paar Dinge: - Muss es nicht bei dem X-Kästchen heißen "1 Masche links in HIN-Reihen"? - Ist im Diagramm ab Reihe 7 wirklich eine Verschiebung des Musters vorgesehen? Wenn ich das Strickmuster mit dem Ausschnittsbild vergleiche, sieht es für mich so aus, als ob die linken Maschen immer übereinander stehen, A1 zeigt diese aber versetzt? Vielen Dank und liebe Grüße.

Skrifaðu athugasemd um DROPS 201-8

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.