DROPS / 194 / 19

Casual Diamond by DROPS Design

Prjónuð poncho peysa með laskalínu úr DROPS Sky. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með köðlum. Stærð S - XXXL.

DROPS Design: Mynstur sk-012
Garnflokkur B
-------------------------------------------------------

Stærð: S - M - L - XL - XXL - XXXL
Efni:
DROPS SKY frá Garnstudio (tilheyrir garnflokkur B)
400-450-500-550-600-650 g litur 13, ljós gallabuxnablár

-------------------------------------------------------
FYLGIHLUTIR FYRIR STYKKIÐ:

PRJÓNFESTA:
20 lykkjur á breidd og 26 umferðir á hæð með sléttprjóni = 10 x 10 cm.

PRJÓNAR:
DROPS SOKKAPRJÓNAR OG HRINGPRJÓNAR NR 4,5: lengd 40 cm og 80 cm fyrir stykkið.
DROPS SOKKAPRJÓNAR OG HRINGPRJÓNAR NR 3,5: lengd 40 cm og 80 cm fyrir kanta.
Prjónastærð er einungis til leiðbeiningar. Ef þú ert með of margar lykkjur á 10 cm, skiptu yfir á grófari prjóna. Ef þú ert með of fáar lykkjur á 10 cm, skiptið yfir á fínni prjóna.

DROPS KAÐLAPRJÓNN – fyrir kaðla.

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!

Ertu ekki viss hvaða stærð þú þarft? Þá hjálpar það kannski að fyrirsætan á myndinni er ca 170 cm á hæð og notar stærð S eða M. Ef þú gerir peysu, jakkapeysu, kjól eða álíka þá getur þú fundið teikningu með máli neðst í mynstri.
Athugasemdir (8) FAQ

74% Alpakka, 18% Polyamide, 8% Ull
frá 1298.00 kr /50g
DROPS Sky uni colour DROPS Sky uni colour 1298.00 kr /50g
Panta
DROPS Sky mix DROPS Sky mix 1298.00 kr /50g
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 10384kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

-------------------------------------------------------

UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:

-------------------------------------------------------

GARÐAPRJÓN (prjónað í hring):
*1 umferð slétt og 1 umferð brugðin*, endurtakið frá *-*.

GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka):
Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum.

MYNSTUR:
Sjá mynsturteikningu A.1 til A.4.
Þar sem lykkjum fækkar og fjölgar í mynsturteikningu A.2b og A.3b, getur lykkjufjöldinn breyst miðað við þetta með 4 lykkjur, sérstaklega þar sem lykkjum hefur fækkað.

ÚTAUKNING (jafnt yfir):
Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 122 lykkjur) og deilið með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 20) = 6,1.
Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 6. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo að ekki myndist gat.

ÚRTAKA (á við um ermar):
Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa lykkja), takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= alls 2 lykkjur færri).

-------------------------------------------------------

BYRJIÐ Á STYKKI HÉR:

-------------------------------------------------------

PONCHO PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI:
Stykkið er prjónað í hring á hringprjóna ofan frá og niður í vinkil niður að handveg. Berustykki skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar.
Fram- og bakstykki er síðan prjónað í hring, áður en það skiptist yfir í framstykki og bakstykki og það verður klauf í hliðum, stykkið er síðan prjónað áfram fram og til baka. Ermarnar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna.

BERUSTYKKI:
Fitjið upp 122-126-130-146-146-154 lykkjur á hringprjón 3,5 með Sky. Prjónið 4 umferðir GARÐAPRJÓN hringinn – sjá útskýringu að ofan. Prjónið 1 umferð slétt og aukið út um 20-20-20-24-24-24 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING = 142-146-150-170-170-178 lykkjur. Prjónið 1 umferð brugðna.
Skiptið yfir á hringprjón 4,5.
Prjónið nú og aukið út lykkjur þannig:
Vinstri ermi: Prjónið 1 lykkju sléttprjón og setjið 1. prjónamerki í þessa lykkju, sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 1 lykkja fleiri), 6-6-6-8-6-6 lykkjur sléttprjón, sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 1 lykkja fleiri), 1 lykkja sléttprjón og setjið 2. prjónamerki í þessa lykkju.
Bakstykki: Prjónið A.1a (= 11 lykkjur), A.2a (= 13 lykkjur), 1 lykkja sléttprjón og setjið 3. prjónamerki í þessa lykkju, sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 1 lykkja fleiri), 6-7-8-12-13-15 lykkjur sléttprjón, sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 1 lykkja fleiri), 1 lykkja sléttprjón og setjið 4. prjónamerki í þessa lykkju (= miðju lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 1 lykkja fleiri), 6-7-8-12-13-15 lykkjur sléttprjón, sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 1 lykkja fleiri), 1 lykkja sléttprjón og setjið 5. prjónamerki í þessa lykkju, A.3a (= 13 lykkjur), A.4a (= 11 lykkjur).
Hægri ermi: Prjónið 1 lykkju með sléttprjóni og setjið 6. prjónamerki í þessa lykkju, sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 1 lykkja fleiri), 6-6-6-8-6-6 lykkjur með sléttprjóni, sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 1 lykkja fleiri), 1 lykkja sléttprjón og setjið 7. prjónamerki í þessa lykkju.
Framstykki: Prjónið A.1a yfir 11 lykkjur, A.2a yfir 13 lykkjur, 1 lykkja sléttprjón og setjið 8. prjónamerki í þessa lykkju, sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 1 lykkja fleiri), 6-7-8-12-13-15 lykkjur sléttprjón, sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 1 lykkja fleiri), 1 lykkja sléttprjón og setjið 9. prjónamerki í þessa lykkju (= miðju lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 1 lykkja fleiri), 6-7-8-12-13-15 lykkjur sléttprjón, sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 1 lykkja fleiri), 1 lykkja sléttprjón og setjið 10. prjónamerkið í þessa lykkju, A.3a yfir 13 lykkjur, A.4a yfir 11 lykkjur.

Nú hafa verið auknar út 2 lykkjur á hvorri ermi og 14 lykkjur á hvoru framstykki/bakstykki (þ.e.a.s. 2 lykkjur fyrir laskalínu, 2 lykkjur við miðju lykkju og 10 lykkjur fleiri í mynstri A.1a til A.4a) = 174-178-182-202-202-210 lykkjur.
Uppslátturinn á ermum og hvoru megin við miðju lykkju eru EKKI prjónaðar snúnar (= gat), á meðan uppslættirnir á eftir A.2 og á undan A.3 eru prjónaðir snúnir (= ekki gat).
ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA!
Þegar A.1a til A.4a hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina er prjónað A.1b til A.4b yfir A.1a til A.4a.
Útaukning heldur áfram þannig (fyrsta útaukningin hefur nú þegar verið útskýrð):
Sláið 1 sinni uppá prjóninná eftir 1.,4., 6. og 9. prjónamerki og á undan 2., 4., 7. og 9. prjónamerki í annarri hverri umferð alls 26-29-31-33-36-39 sinum (þ.e.a.s. 25-28-30-32-35-38 sinnum til viðbótar). Þessir uppslættir eru ekki prjónaðir snúnir = gat.
Aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir 3. og 8. prjónamerki og á undan 5. og 10. prjónamerki í 4. hverri umferð alls 9-11-14-12-16-19 sinnum (þ.e.a.s. 8-10-13-11-15-18 sinnum til viðbótar. Þessir uppslættir eru prjónaðir snúnir = ekki gat.

Þegar allar útaukningar hafa verið gerðar eru 60-66-70-76-80-86 lykkjur á hvorri ermi og 143-155-167-175-191-207 lykkjur á hvoru framstykki/bakstykki = alls 406-442-474-502-542-586 lykkjur.
Stykkið mælist ca 22-24-26-27-30-32 cm frá uppfitjunarkanti, mælt mitt ofan á ermi.
Í næstu umferð skiptist stykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar þannig: (síðasta umferð sem er prjónuð er 1 umferð þar sem lykkjum er fjölgað).
Vinstri ermi: Setjið fyrstu 60-66-70-76-80-86 lykkjurnar á band fyrir ermi og fitjið upp 8-8-8-12-12-12 lykkjur undir ermi. Setjið 1 prjónamerki mitt á milli þessa lykkja.
Bakstykki: Prjónið mynstur og sléttprjón eins og áður (= 143-155-167-175-191-207 lykkjur).
Hægri ermi: Setjið lykkjurnar á band og fitjið upp lykkjur undir ermi eins og á vinstri ermi.
Framstykki: Prjónið mynstur og sléttprjón eins og áður (= 143-155-167-175-191-207 lykkjur).

FRAM- OG BAKSTYKKI:
= 302-326-350-374-406-438 lykkjur. Færið umferðina til þannig að hún byrjið við prjónamerki undir ermi. Lykkjurnar undir ermi eru prjónaðar með sléttprjóni. Prjónið síðan þannig:
UMFERÐ 1 (= frá réttu):
Bakstykki: Prjónið 2 lykkjur sléttprjón, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 1 lykkja færri), A.1b, A.2b og sléttprjón fram að miðju lykkju, sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 1 lykkja fleiri), 1 lykkja sléttprjón (= miðju lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 1 lykkja fleiri), prjónið sléttprjón, A.3b og A.4b þar til 4 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman (= 1 lykkja færri), 2 lykkjur sléttprjón.
Framstykki: Prjónið eins og bakstykki.
Þ.e.a.s. það fækkar um 4 lykkjur og aukið út um alls 4 lykkjur, þannig að lykkjufjöldinn verðu sá sami.
UMFERÐ 2 (= frá röngu):
Prjónið mynstur og sléttprjón eins og áður (uppslátturinn er ekki prjónaður snúinn = gat).
UMFERÐ 3:
Bakstykki: prjónið mynstur og sléttprjón eins og áður fram að miðju lykkju, sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 1 lykkja fleiri), 1 lykkja sléttprjón (= miðju lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 1 lykkja fleiri), prjónið sléttprjón og mynstur að prjónamerki (= 2 lykkjur fleiri).
Framstykki: Prjónið eins og bakstykki.
Þ.e.a.s. það er aukið út um alls 4 lykkjur.
UMFERÐ 4:
Prjónið mynstur og sléttprjón eins og áður (uppslátturinn er ekki prjónaður snúinn = gat).
Endurtakið umferð 1 til 4. Þ.e.a.s. lykkjur í A.1b til A.4b fækkar og sléttar lykkjur aukast við miðju framan/aftan. Þegar það eru ekki nægilega margar lykkjur fyrir kaðal, prjónið sléttar lykkjur yfir sléttar lykkjur og brugðnar lykkjur yfir brugðnar lykkjur yfir mynstur.
Haldið svona áfram þar til stykkið mælist 18-18-18-19-19-19 cm frá þar sem fram- og bakstykki skiptist frá ermum, stillið af að síðasta umferðin sé 2. eða 4. umferð. Nú skiptist framstykkið og bakstykkið við prjónamerkin og hvort stykki er prjónað til loka fyrir sig (= ca 12 cm klauf í hliðum).

BAKSTYKKI:
Haldið áfram með umferð 1 til 4 (fyrsta umferðin er prjónuð frá réttu) fram og til baka, en nú eru 2 ystu lykkjurnar á hvorri hlið prjónaðar með GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan.
Haldið svona áfram þar til stykkið mælist 26-26-26-27-27-27 cm frá þar sem fram- og bakstykki skiptist frá ermum = ca 183-195-207-221-237-253 lykkjur. Prjónið 1 umferð frá röngu eins og áður, en jafnið lykkjufjöldann út þannig að það séu 92-100-104-112-120-128 lykkjur hvoru megin við miðju lykkju, þ.e.a.s. aukið út ca 1-3-1-2-2-2 lykkjur jafnt yfir hvoru megin við miðju lykkju (= alls 2-6-2-4-4-4 lykkjur fleiri) = 185-201-209-225-241-257 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 3,5.
Prjónið nú stroffkant yfir allar lykkjur þannig:
UMFERÐ 1 (= frá réttu): Prjónið 2 lykkjur garðaprjón, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir (= 1 lykkja færri), prjónið * 2 lykkjur sléttprjón, 2 lykkjur garðaprjón *, prjónið frá *-* fram að miðju lykkju, sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 1 lykkja fleiri), 1 lykkja sléttprjón (= miðju lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 1 lykkja fleiri), prjónið * 2 lykkjur garðaprjón, 2 lykkjur sléttprjón *, prjónið frá *-* þar til 4 lykkjur eru eftir á prjóni, prjónið 2 lykkjur slétt saman (= 1 lykkja færri) og endið með 2 lykkjur garðaprjón.
UMFERÐ 2 (= frá röngu): Prjónið brugðið yfir sléttprjón og garðaprjón yfir garðaprjón, útaukni uppslátturinn er prjónaður inn í stroffi (það eiga að myndast göt).
Endurtakið umferð 1 og 2. Þ.e.a.s. í hverri umferð frá réttu er aukið út um 2 lykkjur og fækkað um 2 lykkjur, þannig að lykkjufjöldinn verði sá sami. Þegar stykkið mælist 30-30-30-31-31-31 cm, frá þar sem fram- og bakstykki skiptist við ermar, fellið af með sléttum lykkjum frá réttu. Stykkið mælist ca 54-56-58-60-63-65 cm frá öxl og niður þar sem stykkið er styst.

FRAMSTYKKI:
Prjónið eins og bakstykki

ERMI:
Ermarnar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna.
Setjið 60-66-70-76-80-86 lykkjur af bandi á annarri hlið á stykki á sokkaprjón 4,5 og takið upp 1 lykkju í hverja og eina af 8-8-8-12-12-12 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 68-74-78-88-92-98 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt á milli 8-8-8-12-12-12 lykkja (= mitt undir ermi). Prjónið sléttprjón hringinn. Þegar stykkið mælist 1 cm frá þar sem ermarnar skiptust frá fram- og bakstykki, fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki sjá ÚRTAKA.
Fækkið lykkjum svona með 2½-2½-2-1½-1½-1 cm millibili alls 12-13-15-18-20-21 sinnum = 44-48-48-52-52-56 lykkjur.
Þegar stykkið mælist 37-36-34-33-31-29 cm frá þar sem ermarnar skiptust frá fram- og bakstykki, skiptið yfir á sokkaprjón 3,5 og prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðnar). Fellið af með sléttum lykkjum þegar stykkið mælist 41-40-38-37-35-33 cm frá þar sem ermin skiptist frá fram- og bakstykki. Prjónið hina ermina alveg eins.

Mynstur

= slétt frá réttu, brugðið frá röngu
= brugðið frá réttu, slétt frá röngu
= þessi rúða sýnir enga lykkju þar sem lykkjan var felld af áður, farðu beint áfram í næsta tákn í mynsturteikningu
= á milli 2 lykkja er slegið 1 sinni uppá prjóninn
= á milli 2 lykkja er slegið 1 sinni uppá prjóninn, uppslátturinn er prjónaður snúinn í næstu umferð, það eiga ekki að myndast göt
= prjónið 3 lykkjur, takið fyrstu lykkju sem var prjónuð yfir 2 síðustu lykkjurnar þannig að þessi lykkja liggi utan um hinar tvær lykkjurnar (= 1 lykkja færri)
= 2 lykkjur slétt saman
= takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð
= setjið 2 lykkjur á kaðlaprjón framan við stykkið, prjónið 2 lykkjur slétt, prjónið 2 lykkjur slétt af kaðlaprjóni
= setjið 2 lykkjur á kaðlaprjón aftan við stykkið, prjónið 2 lykkjur slétt, prjónið 2 lykkjur slétt af kaðlaprjóni
= setjið 4 lykkjur á kaðlaprjón framan við stykkið, prjónið 4 lykkjur slétt, prjónið 4 lykkjur slétt af kaðlaprjóni
= setjið 4 lykkjur á kaðlaprjón aftan við stykkið, prjónið 4 lykkjur slétt, prjónið 4 lykkjur slétt af kaðlaprjóni
= prjónstefnaMme PALIS 24.05.2019 - 19:02:

Bonjour. Est-il possible de faire ce modèle pour une taille 6 ans ? Je le trouve très joli et j'aimerais bien pouvoir le réaliser pour ma fille. Merci d'avance.

DROPS Design 27.05.2019 kl. 08:24:

Bonjour Mme Palis, ce modèle est uniquement disponible en taille adulte actuellement. Nous ne sommes malheureusement pas en mesure de pouvoir adapter chacun de nos modèles à chaque demande, pour toute assistance complémentaire, merci de bien vouloir contacter votre magasin DROPS et/ou un forum tricot. Bon tricot!

Tutti Kompletti 01.05.2019 - 11:29:

Sind im Diagramm nur die Hinreihen beschrieben?

DROPS Design 02.05.2019 kl. 09:36:

Liebe Frau Kompletti, alle Reihen sind in den Diagrammen gezeigt - hier lesen Sie mehr über Diagram. Viel Spaß beim stricken!

DUCHENE 03.03.2019 - 18:10:

Bonjour, je ne vois pas très bien comment se terminent les torsades sur les côtés de ce pull... Sont-elles arrêtées peu à peu au fil des diminutions sur les 4 mailles jersey en début et fin de rang ? J'ai arrêté mon travail quelques sous les bras.......en attendant votre réponse. Merci d'avance

DROPS Design 04.03.2019 kl. 10:59:

Bonjour Mme Duchene, tout à fait, quand on diminue sur les côtés (sous les manches), on a de moins en moins de mailles pour les torsades, on tricote alors ces mailles en jersey (on ne les croise plus car on n'en a plus suffisamment). Bon tricot!

Anne Blundell 08.02.2019 - 08:53:

I really love this pattern but do not like the v shaped hem would it be easy to finish the jumper with a straight hem?

DROPS Design 08.02.2019 kl. 09:56:

Dear Mrs Blundell, we are unfortunately not able to adapt every pattern to every single request, but you can take inspiration from this pattern (please note that the tension is different on this one). For any individual assistance you are welcome to request help from your DROPS store - even per mail or telephone. Happy knitting!

Henriette Welten 13.01.2019 - 16:34:

Skal man begynne å øke samtidig som man starter å strikke A2a-A2d?

DROPS Design 16.01.2019 kl. 14:40:

Hei Henriette. Første omgang med mønster strikker du etter diagram A.1a-A.4a, dette er også første omgang med økinger. Etter at A.1a-A.4a er strikket (2 omganger) strikker du A.1b-A.4b samtidig som du fortsetter å øke som forklart. God fornøyelse

Karin Jensen 07.08.2018 - 08:46:

Venter på opskrift.

Monique 13.07.2018 - 08:41:

Ein schöner Pullover mit aussergewöhnlicher Form!

SARDA 06.07.2018 - 09:35:

Très joli et original

Skrifaðu athugasemd um DROPS 194-19

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.