Petit Lutin by DROPS Design

Sett með prjónuðum galla, sokkum og húfu úr DROPS Cotton Merino. Stærð börn 1-18 mánaða

Leitarorð: buxur, galli, hattar, jól, sett, stuttbuxur,

DROPS Design: Mynstur nr cm-006-bn
Garnflokkur B
-----------------------------------------------------------
DRESS:
Stærð: 1/3 - 6/9 - 12/18 mán
Stærð í cm: 56/62 - 68/74 - 80/86
Efni:
DROPS COTTON MERINO frá Garnstudio
100-150-150 gr litur nr 06, rauður

DROPS HRINGPRJÓNAR (40 cm) NR 3,5 – eða þá stærð sem þarf til að 22 l og 30 umf með sléttprjóni verði 10 x 10 cm.
DROPS HRINGPRJÓNAR (40 cm) NR 3 – fyrir stroff.
DROPS TALA: Bogalaga (hvít) NR 521: 2 stk í allar stærðir

HÚFA:
Stærð: 1/3 - 6/9 - 12/18 mán (2 - 3/4) ára.
Höfuðmál:
Ca: 40/42 - 42/44 - 44/46 (48/50 - 50/52) cm.
Efni:
DROPS COTTON MERINO frá Garnstudio
50-50-50 (100-100) gr litur nr 6, rauður

DROPS HRINGPRJÓNAR (40 cm) NR 3,5 – eða sú stærð sem þarf til að 22 l og 30 umf með sléttprjóni verði 10 x 10 cm.
DROPS HRINGPRJÓNAR (40 cm) NR 3 – fyrir stroff.

SOKKAR:
Stærð: 15/17 - 18/19 - 20/21 (22/23 - 24/25 - 26/28)
Lengd fótar: 10-11-12 (13-15-17) cm
Efni:
DROPS COTTON MERINO frá Garnstudio
50-50-50 (100-100-100) gr litur nr 06, rauður

DROPS SOKKAPRJÓNAR NR 3 – eða sú stærð sem þarf til að 23 l og 32 umf með sléttprjóni verði 10 x 10 cm.
----------------------------------------------------------

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!

Athugasemdir (7)

50% Ull, 50% Bómull
frá 814.00 kr /50g
DROPS Cotton Merino uni colour DROPS Cotton Merino uni colour 814.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 2442kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

GALLI:
ÚRTAKA-1:
Prjónið þar til 3 l eru eftir á undan prjónamerki og fellið af þannig: 2 l slétt saman, 2 l sl (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa 2 l), takið 1 l óprjónaða eins og prjóna eigi hana sl, 1 l sl, steypið óprjónuðu l yfir.

ÚRTAKA-2:
Öll úrtaka er gerð frá réttu!
Fellið af á eftir 3 kantlykkjum með garðaprjóni: Takið 1 l óprjónaða eins og prjóna eigi hana sl, 1 l sl, steypið óprjónuðu l yfir.
Fellið af á undan 3 kantlykkjum með garðaprjóni: Byrjið 2 l á undan 3 kantlykkjum og prjónið 2 l slétt saman.

GARÐAPRJÓN (prjónið fram og til baka):
Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf.

MYNSTUR:
Sjá teikningu A.1. Teikning sýnir allar umf í mynstri séð frá réttu.
----------------------------------------------------------

DRESS:
Stykkið er prjónað fram og til baka í 2 hlutum neðan frá og upp eftir opi fyrir fætur. Síðan er stykkið prjónað í hring áður en það skiptist aftur upp við mitti og framstykki er prjónað til loka fram og til baka.

BAKSTYKKI:
Fitjið upp 14-16-18 l á hringprjóna nr 3,5 með Cotton Merino og prjónið sléttprjón fram og til baka. JAFNFRAMT eru fitjaðar upp 2 nýjar l í lok hverrar umf alls 9 sinnum á hvorri hlið = 50-52-54 l í umf og stykkið mælist ca 6 cm. Geymið stykkið og prjónið framstykki.

FRAMSTYKKI:
Fitjið upp 14-16-18 l á hringprjóna nr 3,5 með Cotton Merino og prjónið sléttprjón fram og til baka í 5 cm. Fitjið nú upp 6 nýjar l í lok hverrar umf alls 3 sinnum á hvorri hlið = 50-52-54 l í umf og stykkið mælist ca 7 cm.

FRAM- OG BAKSTYKKI:
Setjið l frá fram- og bakstykki á sama hringprjón = 100-104-108 l á prjóni. Setjið 1 prjónamerki í hvora hlið (= 50-52-54 l á milli prjónamerkja) – HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Prjónið sléttprjón hringinn – byrjun umf = hlið. Þegar stykkið mælist 2-3-5 cm er fækkað um 1 l hvoru megin við bæði prjónamerkin – LESIÐ ÚRTAKA-1 (= 4 l færri). Endurtakið úrtöku með 2 cm millibili alls 4 sinnum = 84-88-92 l á prjóni. Þegar stykkið mælist 10-11-14 cm frá prjónamerki (stykkið mælist ca 17-18-21 cm frá uppfitjunarkanti) prjónið upphækkun að aftan þannig: Prjónið sl eins og áður yfir fyrstu 42-44-46 l þ.e.a.s. fram að 2. Prjónamerki (= framstykki – ATH: Ekki er prjónuð upphækkun yfir þessar l), prjónið sl þar til 5 l eru eftir á undan prjónamerki í byrjun umf, snúið við og prjónið br til baka þar til 5 l eru eftir á undan prjónamerki á hinni hliðinni, snúið við. Prjónið sl þar til 10 l eru eftir á undan prjónamerki, snúið við og prjónið br til baka þar til 10 l eru eftir á undan prjónamerki á hinni hliðinni, snúið við. Prjónið sl þar til 15 l eru eftir á undan prjónamerki, snúið við og prjónið br til baka þar til 15 l eru eftir á undan prjónamerki á hinni hliðinni. Snúið við og prjónið sl til baka í byrjun umf (= hlið). Skiptið yfir á hringprjóna nr 3 og prjónið 1 umf slétt yfir allar l JAFNFRAMT er lykkjufjöldinn jafnaður til 80-88-96 l – ATH: Til þess að koma í veg fyrir göt þegar snúið er við er lykkjan sótt á milli 2 l upp og prjónað er áfram slétt með næstu l á prjóni. Prjónið síðan stroff í hring þannig: 1 l sl, * 2 l br, 2 l sl *, endurtakið frá *-* þar til 3 l eru eftir í umf, endið á 2 l br og 1 l sl. Þegar stroffið mælist 1½ cm prjónið kant með gatamynstri þannig: 1 l sl, * 2 l br saman, sláið uppá prjóninn, 2 l sl *, endurtakið frá *-* þar til 3 l eru eftir í umf, endið á 2 l br saman, sláið uppá prjóninn og 1 l sl. Prjónið síðan áfram þar til 1 umf er eftir áður en stroffið mælist 3 cm. Næsta umf er prjónuð þannig: Prjónið stroff eins og áður yfir fyrstu 40-44-48 l (= framstykki), fellið LAUST af næstu 40-44-48 l með sl yfir sl og br yfir br (= bakstykki).

FRAMSTYKKI:
Setjið 1 prjónamerki – HÉÐAN ER NÚ MÆLT!
Skiptið yfir á hringprjóna nr 3,5 og prjónið fyrstu umf frá réttu þannig: 3 kantlykkjur með GARÐAPRJÓN – sjá skýringu að ofan, 9-11-13 l sléttprjón, prjónið mynstur eftir teikningu A.1 (= 16 l) 9-11-13 l sléttprjón og 3 kantlykkjur með GARÐAPRJÓN. Haldið áfram með mynstur svona fram og til baka. JAFNFRAMT eftir 1-1-0 cm er fækkað um 1 l á hvorri hlið – LESIÐ ÚRTAKA-2. Endurtakið úrtöku í 2.- 4.- 6. Hverri umf alls 7-7-6 sinnum = 26-30-36 l eftir á prjóni. Þegar stykkið mælist 7-9-11 cm frá prjónamerki – stillið af þannig að næsta umf er prjónuð frá réttu, prjónið 6 umf garðaprjón fram og til baka yfir allar l. Næsta umf er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið 8 l sl og setjið þessar l á 1 band fyrir axlaband, fellið af næstu 10-14-20 l og prjónið sl yfir síðustu 8 l (= axlaband).

AXLABAND:
Haldið áfram með garðaprjón fram og til baka þar til bandið mælist ca 18-20 cm (eða að óskaðri lengd). Fellið af og endurtakið á hinni hliðinni.

FRÁGANGUR:

STROFF:
Prjónið upp frá réttu ca 50 til 56 l meðfram öðru fótaropinu á hringprjóna nr 3 með Cotton Merino. Prjónið 1 umf br frá röngu JAFNFRAMT er aukið út jafnt yfir til 58-62-66 l. Prjónið síðan stroff (= 2 l sl, 2 l br) fram og til baka með 1 kantlykkju með garðaprjóni á hvorri hlið. Þegar kanturinn mælist 2 cm er fellt laust af með sl yfir sl og br yfir br.
Endurtakið meðfram hinu opinu.

Saumið saman op í klofbótinni innan við 1 kantlykkju – þ.e.a.s. saumið saman annan stroff kantinn, síðan er saumað saman í klofi og að lokum hitt stroffið.

Saumið tölu neðst í hvort axlaband. Tölurnar eru hnepptar í gegnum gat á gataumferð í stroffi.

SNÚRA:
Klippið 2 þræði Cotton Merino ca 3 metra. Tvinnið þá saman þar til þeir taka í, leggið snúruna saman tvöfalda og þá kemur hún til með að tvinna sig aftur saman. Hnýtið hnút á hvorn enda. Byrjið við miðju að framan og þræðið snúruna upp og niður í gegnum göt í gataumferð á stroffi í mitti.
----------------------------------------------------------

HÚFA:
Stykkið er prjónað fram og til baka. Fitjið upp 75-81-85 (91-91) l (meðtalin 1 kantlykkja á hvorri hlið) á hringprjóna nr 3 með Cotton Merino. Prjónið 1 umf br frá röngu, síðan er prjónað stroff (= 1 l sl, 1 l br) með 1 kantlykkju með GARÐAPRJÓN – sjá skýringu að ofan – og 1 l sl innan við kantlykkju á hvorri hlið (séð frá réttu). Þegar stykkið mælist 3 cm er prjónuð 1 umf sléttprjón JAFNFRAMT er fækkað um 10-10-10 (8-8) l jafnt yfir = 65-71-75 (83-83) l. Skiptið yfir á hringprjóna nr 3,5 og prjónið sléttprjón með 1 kantlykkju með garðaprjóni á hvorri hlið. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 11-12-13 (14-15) cm setjið 3 l í byrjun á hverri umf á band (prjónið l fyrst). Haldið áfram með sléttprjón, í hverri umf eru settar 3 nýjar l á bandið. Haldið svona áfram þar til 30-33-33-39-39 l eru á bandi á hvorri hlið (= 5-5-9-5-5 l á prjóni.) Klippið frá og setjið til baka allar l á prjóninn. Prjónið 1 umf slétt frá réttu yfir allar l, í næstu umf er fellt af. Stykkið mælist ca 19-20-21-24-25 cm.

FRÁGANGUR:
Saumið saman húfuna fyrir miðju að aftan með lykkjuspori.
Prjónið upp frá réttu ca 44-60 l meðfram kanti að neðan á húfunni á hringprjóna nr 3,5. Prjónið 1 umf br frá röngu þar sem aukið er jafnt út til 55-59-65-69-75 l. Prjónið 2 umf sléttprjón með 1 kantlykkju með garðaprjóni á hvorri hlið. Næsta umf er prjónuð þannig (frá réttu): 1 l sl, * 2 l slétt saman, sláið uppá prjóninn * endurtakið frá *-* þar til 2 l eru eftir, þær eru prjónaðar slétt. Prjónið nú 3 umf sléttprjón með 1 l garðaprjón á hvorri hlið, fellið síðan af.
Brjótið kantinn tvöfaldan að röngu við gataumferð og saumið niður.

SNÚRA:
Klippið 3 þræði af Cotton Merino ca 2 metra, tvinnið þá saman þar til þeir taka í, leggið snúruna saman tvöfalda og þá kemur hún til með að tvinna sig aftur saman, hnýtið hnút á hvorn enda. Þræðið snúruna í faldinn.
----------------------------------------------------------

SOCKOR:

MYNSTUR:
Sjá teikningu A.1.

ÚRTAKA:
Fellið afá eftir prjónamerki þannig: Byrjið 2 l á undan prjónamerki og prjónið 2 l slétt saman.
Fellið af á eftir prjónamerki þannig: Takið 1 l óprjónaða eins og prjóna eigi hana sl, 1 l sl, steypið óprjónuðu l yfir.

HÆLÚRTAKA:
UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið þar til 5-5-5 (5-5-5) l eru eftir, takið 1 l óprjónaða, 1 l sl, steypið óprjónuðu l yfir, snúið við.
UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið þar til 5-5-5 (5-5-5) l eru eftir, takið 1 l óprjónaða, 1 l br, steypið óprjónuðu l yfir, snúið við.
UMFERÐ 3 (= rétta): Prjónið þar til 4-4-4 (4-4-4) l eru eftir, takið 1 l óprjónaða, 1 l sl, steypið óprjónuðu l yfir, snúið við.
UMFERÐ 4 (= ranga): Prjónið þar til 4-4-4 (4-4-4) l eru eftir, takið 1 l óprjónaða, 1 l br, steypið óprjónuðu l yfir, snúið við.
Haldið áfram á sama hátt með því það fækki um 1 l áður en 1 l er steypt yfir þar til 8-8-10 (10-12-12) l eru eftir á prjóni.
----------------------------------------------------------

SOKKUR:

Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna. Fitjið upp 36-36-40 (40-44-44) l á sokkaprjóna nr 3 með Cotton Merino og prjónið stroff = 2 l sl, 2 l br í 2-2-2 (3-3-3) cm. Setjið 1 prjónamerki í byrjun umf (= miðja að aftan). Næsta umf er prjónuðu þannig: 10-10-12 (12-14-14 ) l sléttprjón, prjónið mynstur eftir teikningu A.1 (= 16 l) og 10-10-12 (12-14-14) l sléttprjón. Haldið svona áfram með mynstur. Jafnframt þegar stykkið mælist 3-3-4 (4-5-6) cm fellið af 2 l fyrir miðju að aftan – LESIÐ ÚRTAKA. Endurtakið úrtöku með 4-4-3 (3-3-3) cm millibili alls 2-2-3 (3-4-4) sinnum = 32-32-34 (34-36-36) l. Þegar stykkið mælist 9-10-12 (13-16-19) cm haldið eftir miðju 16-16-18 (18-20-20) l fyrir miðju að aftan fyrir hæl og miðju 16 l eru settar á 1 band (= ofan á rist). Prjónið sléttprjón fram og til baka yfir hæl-l í 3-3½-4 (4½-5-5) cm. Setjið 1 prjónamerki mitt í stykkið. Prjónið síðan HÆLÚRTAKA – sjá skýringu að ofan. Prjónið síðan upp 7-8-9 (10-11-11) l hvoru megin við hæl og l af bandi ofan á rist eru settar til baka á prjóninn = 38-40-44 (46-50-50) l á prjóni. Haldið áfram hringinn með sléttprjóni og A.1 yfir miðju-l ofan á rist eins og áður – JAFNFRAMT er fellt af hvoru megin við 16 l ofan á rist þannig: Þær 2 síðustu l á undan 16 l eru prjónaðar slétt saman og 2 fyrstu l á eftir 16 l eru prjónaðar snúnar slétt saman. Fellið af í annarri hverri umf alls 6-6-7 (7-7-7) sinnum = 26-28-30 (32-36-36) l.
Prjónið síðan áfram þar til stykkið mælist ca 8-9-9½ (10½-11½-13) cm frá prjónamerki á hæl (nú eru eftir ca 2-2-2½ (2½-3½-4) cm).
Setjið 1 prjónamerki í hvora hlið þannig að það verða 13-14-15 (16-18-18) l bæði ofan á rist og undir il. Fellið síðan af fyrir tá hvoru megin við bæði prjónamerkin – LESIÐ ÚRTAKA. Fellið af í annarri hverri umf: 2-2-3 (3-5-6) sinnum og síðan í hverri umf: 3-3-3 (3-2-1) sinnum = 6-8-6 (8-8-8) l eftir á prjóni. Klippið frá og dragið bandið í gegnum þær l sem eftir eru, herðið að og festið vel. Sokkurinn mælist ca 10-11-12 (13-15-18) cm. Prjónið annan sokk alveg eins.

Mynstur

= sl frá réttu, br frá röngu
= br frá réttu, sl frá röngu
= sláið uppá prjóninn á milli 2 l
= 2 l slétt saman
= takið 1 l óprjónaða eins og prjóna eigi hana sl, 1 l sl, steypið óprjónuðu l yfir


Athugasemdir (7)

Skrifa athugasemd!

Paulina Fernández 16.04.2018 - 19:58:

Muchas gracias equipo Drops por responder tan pronto. Terminé la labor y quedó estupendo!! Buena semana!!

Paulina Fernández 16.04.2018 - 02:46:

Hola equipo Drops. Estoy tejiendo el gorro y no entiendo como es la parte de ir juntando los tres (3) puntos en aguja auxiliar al inicio de cada vuelta: ¿Son en todas las vueltas (derecho y revés),? Cómo se le da la forma en punta, no se hacen disminuciones? Y al finalizar el tejido, cuando tengo que cortar el hilo, si también tejo los puntos centrales junto a los del gancho auxiliar, cuál es la finalidad de separarlos antes? Estaré atenta a su respuesta. Gracias.

DROPS Design 17.04.2018 kl. 08:11:

Ver la respuesta abajo

Paulina Fernández 15.04.2018 - 13:59:

Hola equipo Drops. Estoy tejiendo el gorro y no entiendo como es la parte de ir juntando los tres (3) puntos en aguja auxiliar al inicio de cada vuelta: ¿Son en todas las vueltas (derecho y revés),? Cómo se le da la forma en punta, no se hacen disminuciones? Y al finalizar el tejido, cuando tengo que cortar el hilo, si también tejo los puntos centrales junto a los del gancho auxiliar, cuál es la finalidad de separarlos antes? Estaré atenta a su respuesta. Gracias.

DROPS Design 15.04.2018 kl. 20:20:

Hola Paulina, el método de deslizar los puntos a una aguja auxiliar en vez de cerrarlos para disminuir es un método para dar forma curvada a una labor, al igual que las filas acortadas y las disminuciones. Se trabaja por el lado derecho en un extremo y por el lado revés en el otro extremo.

Sara Tome 26.02.2018 - 20:57:

I'm sorry but I'm not understanding how to start the jumpsuit... Can you please let me know what part of the text comes first? Thank you very much

DROPS Design 27.02.2018 kl. 08:44:

Dear Mrs Tome, start reading with PLAYSUIT, working first BACK PIECE, then FRONT PIECE, then BODY slipping all sts from back and front piece together on the same circular needle, then finish front piece separately. Happy knitting!

Narda Van Leeuwen 26.10.2016 - 11:34:

Beste Drops design, ik heb een vraag over de laatste zin van de ronding in het achterpand: 'Keer het werk en brei recht terug tot het begin van de nld (= de zijkant).' Moet je hier ook rekening houden met gaatjes bij de keerpunten? En je eindigt dan bij de linker zijkant van het achterpand, toch?

DROPS Design 26.10.2016 kl. 12:31:

Hoi Narda. Als je vindt dat je gaatjes te groot zijn bij de keerpunten, dan kan je eventueel een st opnemen van de overgang en deze samenbreien met de eerstvolgende st om de gaatjes kleiner te maken. En je breit aan het eind terug naar het begin van de nld (markeerder linker zijkant).

Ida 18.02.2016 - 09:33:

Hei! ER det mulig å strikke denne i et reint babyullgarn i stedet for blandinggsgarnet Merino Cotton? Jeg skal strikke den største størrelsen. Mvh Ida

DROPS Design 19.02.2016 kl. 13:50:

Hej. Denna är stickad i ett garn ur garngrupp B så du kan byta ut garnet mot ett annat i samma garngrupp, läs mer om detta här. Lycka till!

Rehan 18.01.2016 - 11:55:

The diagram has problem with symbols. Please recheck the diagram

DROPS Design 18.01.2016 kl. 15:22:

Dear Mrs Rehan, can you please explain more so that we can check? Thank you!

Skrifaðu athugasemd um DROPS Children 26-17

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst.

Netfangið þitt verður ekki birt. Það verður að merkja við svæði merktri með *.