-------------------------------------------------------
UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:
-------------------------------------------------------
MYNSTUR:
Sjá mynsturteikningu A.1.
LOFTLYKKJA:
Ef þú heklar yst á heklunálinni þá kemur loftlykkjan oft til með að verða of stíf. 1 loftlykkja á að vera álíka löng og breiddin á 1 fastalykkju/stuðull/tvíbrugðinn stuðull.
HEKLLEIÐBEININGAR (á við um sjálfa töskuna, ekki ferningana):
Í byrjun á hverri umferð með fastalykkjum er hekluð 1 loftlykkja og umferðin endar með 1 keðjulykkju í þessa loftlykkju. Þessi loftlykkja kemur EKKI í stað fyrstu fastalykkju, heldur kemur sem viðbót. Snúið stykkinu á eftir keðjulykkjuna og heklið næstu umferð frá réttu.
Í byrjun á hverri umferð með stuðlum eru heklaðar 3 loftlykkjur og umferðin endar með 1 keðjulykkju í 3. Loftlykkju í byrjun á umferð. Þessar 3 loftlykkjur koma EKKI í stað fyrsta stuðul, heldur koma sem viðbót. Snúið stykkinu eftir keðjulykkjuna og alla næstu umferð frá röngu.
Þegar heklað er fram og til baka á hliðarstykkjum og axlarólinni, er fyrsta stuðli skipt út í umferð með 3 loftlykkjum og fyrstu fastalykkju í umferð með 1 loftlykkju.
ÚRTAKA-1:
Fækkið um 2 stuðla með því að hekla 3 stuðla saman þannig:
Byrjið 1 lykkju á undan lykkju með prjónamerki, heklið 1 stuðul í lykkjuna á undan lykkju með prjónamerki, en bíðið með að bregða þræðinum um heklunálina og að draga þráðinn í gegn í lokin, heklið 1 stuðul í lykkjuna með prjónamerki, en bíðið með að bregða þræðinum um heklunálina og að draga þráðinn í gegn í lokin, heklið 1 stuðul í næsta stuðul, en nú er síðasti uppslátturinn dreginn í gegnum allar 4 lykkjurnar á heklunálinni (= 2 stuðlar færri). Færið prjónamerkið efst á þessa lykkju.
ÚRTAKA-2:
Fækkið um 2 stuðla með því að hekla 3 stuðla saman þannig:
Í BYRJUN UMFERÐAR:
Heklið 1 stuðul í fyrsta stuðul, síðan eru heklaðir 3 stuðlar saman þannig: Heklið 1 stuðul í næsta stuðul, en bíðið með að bregða þræðinum um heklunálina og að draga þráðinn í gegn í lokin, heklið 1 stuðul í næsta stuðul, en bíðið með að bregða þræðinum um heklunálina og að draga þráðinn í gegn í lokin, heklið 1 stuðul í næsta stuðul, en nú er síðasti uppslátturinn dreginn í gegnum allar 4 lykkjurnar á heklunálinni.
Í LOK UMFERÐAR:
Heklið þar til 4 stuðlar eru eftir í umferð, heklið 1 stuðul í fyrsta stuðul, en bíðið með að bregða þræðinum um heklunálina og að draga þráðinn í gegn í lokin, heklið 1 stuðul í næsta stuðul, en bíðið með að bregða þræðinum um heklunálina og að draga þráðinn í gegn í lokin, heklið 1 stuðul í næsta stuðul, en nú er síðasti uppslátturinn dreginn í gegnum allar 4 lykkjurnar á heklunálinni, heklið 1 stuðul í síðasta stuðul.
ÚRTAKA-3:
Fækkið um 1 stuðul með því að hekla 2 stuðla saman þannig:
Í BYRJUN UMFERÐAR:
Heklið 1 stuðul í fyrsta stuðul, síðan eru heklaðir 2 stuðlar saman þannig:
Heklið 1 stuðul í næsta stuðul, en bíðið með að bregða þræðinum um heklunálina og að draga þráðinn í gegn í lokin, heklið 1 stuðul í næsta stuðul, en nú er síðasti uppslátturinn dreginn í gegnum allar 3 lykkjurnar á heklunálinni.
Í LOK UMFERÐAR:
Heklið þar til 3 stuðlar eru eftir, heklið 1 stuðul í fyrsta stuðul, en bíðið með að bregða þræðinum um heklunálina og að draga þráðinn í gegn í lokin, heklið 1 stuðul í næsta stuðul, en nú er síðasti uppslátturinn dreginn í gegnum allar 3 lykkjurnar á heklunálinni, heklið 1 stuðul í síðasta stuðul.
-------------------------------------------------------
BYRJIÐ Á STYKKI HÉR:
-------------------------------------------------------
TASKA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI:
Í byrjun eru heklaðir 6 ferningar. Þessir ferningar eru saumaðir saman í eina lengju. Síðan er heklað hringinn meðfram öðrum kantinum á lengjunni, niður að botni á töskunni samtímis sem lykkjum er fækkað til að gera botn. Taskan er saumuð saman fyrir miðju að neðan.
Síðan er heklað hringinn meðfram hinum kantinum á lengjunni, uppá við að axlarólinni. Hliðarstykkin eru formuð á töskuna. Í annarri hliðinni heldur hliðarstykkið áfram og verður að axlaról. Axlarólin er saumuð niður í gagnstæða hlið á töskunni.
FERNINGUR:
Heklið 4 loftlykkjur með heklunál 4 með litnum natur í DROPS Bomull-Lin eða litnum natur í DROPS Paris og tengið saman í hring með 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju.
Heklið MYNSTUR hringinn – sjá útskýringu að ofan (umferð 1 og 3 er heklað með litnum natur DROPS Bomull-Lin eða litnum natur DROPS Paris, umferð 2, 4 og 5 er heklað með litnum sandur DROPS Bomull-Lin eða litnum hveiti DROPS Paris).
Klippið þræðina og festið þegar A.1 hefur verið heklað til loka. Heklið alls 6 alveg eins ferninga.
Síðan eru ferningarnir saumaðir saman tveir og tveir í langa lengju – saumið með litnum sandur/hveiti og passið uppá að byrjun umferðar á hverjum ferningi snúi í sömu átt og sé falin í saum. Að lokum er fyrsti og síðasti ferningurinn saumaður saman þannig að það myndast hringur.
NEÐRI HLUTI:
Nú er heklað í kringum kantinn meðfram annarri hlið á lengjunni með heklunál 4 með litnum sandur í Bomull-Lin eða litnum hveiti í DROPS Paris.
Byrjið frá réttu með 1 keðjulykkju um loftlykkjuboga í horni á einum ferningi í hlið á töskunni, heklið 3 loftlykkjur, heklið síðan 1 stuðul í hverja fastalykkju frá síðustu umferð á ferningum og 1 stuðul um hvern loftlykkjuboga í horni á ferningum = 22 stuðlar meðfram hverjum ferningi = 132 stuðlar + 3 loftlykkjur, endið umferð með 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju í byrjun umferðar.
Lesið HEKLLEIÐBEININGAR og heklið til skiptis 1 umferð fastalykkjur frá röngu og 1 umferð stuðla frá réttu með 1 lykkjur í hverja lykkju frá fyrri umferð.
Þegar heklaðir hafa verið 7 cm með stuðlum og fastalykkjum eftir lengjunni og síðasta umferð er umferð með fastalykkjum, heklið botninn eins og útskýrt er að neðan.
BOTN:
Leggið töskuna flata, þannig að það eru 3 ferningar að framan og 3 ferningar að aftan á töskunni – setjið 1 prjónamerki í hvora hlið = 66 lykkjur á milli prjónamerkja.
Nú eru sett 4 prjónamerki í stykki eins og útskýrt er að neðan – hvert og eitt af þessum prjónamerkjum er sett í 1 lykkju og prjónamerkin eru notuð þegar fækka á lykkjum fyrir botn.
Teljið 5 lykkjur út hvoru megin við bæði prjónamerkin og setjið 1 prjónamerki í 6. lykkju hvoru megin við bæði prjónamerkin (nú eru 4 prjónamerki í stykkinu með 10 lykkjur á milli lykkja með prjónamerki í meðfram skammhliðum og 54 lykkjur á milli lykkja með prjónamerki í meðfram langhliðum).
Heklið hringinn fram og til baka eins og áður, til skiptis með 1 umferð með stuðlum og 1 umferð með fastalykkjum, en í hverri umferð með stuðlum er fækkað um 2 stuðla við hvert prjónamerki – sjá ÚRTAKA-1 (8 stuðlar færri í umferð). Fækkið lykkjum svona í hverri umferð með stuðlum alls 4 sinnum = 100 lykkjur. Klippið þráðinn og dragið í gegnum lykkjuna.
Leggið töskuna flata og saumið botninn saman fyrir miðju að neðan með 1 spori í hverja og eina af 50 lykkjunum – saumið í gegnum bæði lögin.
EFRI HLUTI:
Heklið í hringum hinn kantinn á lengjunni með heklunál 4 með litnum sandur í DROPS Bomull-Lin eða litnum hveiti í DROPS Paris.
Byrjið frá réttu með 1 keðjulykkju í sauminn á milli 2 ferninga í hlið á töskunni, heklið 3 loftlykkjur, síðan er heklaður 1stuðull í hverja fastalykkju frá síðustu umferð á ferningunum og 1 stuðull um hvern loftlykkjuboga í horni á ferningunum = 22 stuðlar meðfram hverjum ferningi = 132 stuðlar + 3 loftlykkjur, endið umferð með 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju í byrjun á umferð.
Munið eftir HEKLLEIÐBEININGAR og heklið til skiptis 1 umferð fastalykkjur frá röngu og 1 umferð stuðla frá réttu með 1 lykkju í hverja lykkju frá fyrri umferð.
Þegar það hafa verið heklaðir 5 cm með stuðlum og fastalykkjum eftir lengjunni með ferningum og síðasta umferð er umferð með fastalykkjum, heklið hliðarstykkin eins og útskýrt er að neðan.
Geymið töskuna og merkið hliðar á töskunni með 1 prjónamerki í hvorri hlið = 66 lykkjur á milli prjónamerkja.
Það á ekki að hekla yfir miðju 32 lykkjurnar framan og aftan á töskunni, þ.e.a.s. það á að hekla miðju 34 lykkjurnar í hvorri hlið á töskunni (prjónamerkin sem voru sett mitt í þessar 34 lykkjur). Klippið þráðinn.
HLUTI 1:
Byrjið 17 lykkjur á undan prjónamerki í annarri hliðinni á töskunni með litnum sandur / hveiti og heklið 1 stuðul í hverja og eina af næstu 34 lykkjum frá fyrri umferð – JAFNFRAMT er fækkað um 2 stuðla í hvorri hlið – sjá ÚRTAKA-2.
Lesið HEKLLEIÐBEININGAR og haldið áfram fram og til baka til skiptis með 1 umferð fastalykkjur frá röngu og 1 umferð stuðlar frá réttu og fækkið um 2 stuðla í hvorri hlið í hverri umferð með stuðlum alls 5 sinnum í hvorri hlið (meðtaldar úrtökur í fyrstu umferð).
Fækkið síðan um 1 stuðul í hverri hlið í hverri umferð með stuðlum alls 3 sinnum í hvorri hlið - sjá ÚRTAKA-3 = 8 lykkjur eftir. Klippið þráðinn og festið.
HLUTI 2:
Heklið alveg eins í hinni hliðinni á töskunni þar til 8 lykkjur eru eftir. Ekki klippa þráðinn frá, setjið 1 prjónamerki í umferð og haldið áfram fram og til baka til skiptis með 1 umferð stuðlar og 1 umferð fastalykkjur þar til axlarólin mælist ca 50 cm frá prjónamerki, eða að óskaðri lengd. Saumið axlarólina í gagnstæða hlið á töskunni með 1 spori í hverja og eina af 8 lykkjum frá hluta 1.
Mynstur
|
= byrjið hér – þessi loftlykkjuhringur er útskýrður í uppskrift. Haldið áfram frá tákni yfir punkti á hring og heklið til vinstri |
|
= heklið 3 loftlykkjur í byrjun á umferð, endið umferð með 1 keðjulykkju í 3. Loftlykkju í byrjun á umferð |
|
= heklið 1 loftlykkju í byrjun á umferð, endið umferð með 1 keðjulykkju í þessa loftlykkju |
|
= heklið 2 loftlykkjur í byrjun á umferð, endið umferð með 1 keðjulykkju í 2. loftlykkju í byrjun á umferð |
|
= heklið 4 tvíbrugðna stuðla saman í byrjun á umferð þannig: Heklið 4 loftlykkjur, heklið 2 tvíbrugðna stuðla í fyrstu fastalykkju, en bíðið með að bregða þræðinum um heklunálina og að draga þráðinn í gegn í lokin á báðum þessum tvíbrugðnu stuðlum, heklið 1 tvíbrugðinn stuðul í sömu fastalykkju, en nú er síðasti uppslátturinn dreginn í gegnum allar 4 lykkjurnar á heklunálinni, endið umferð með 1 keðjulykkju í 4. loftlykkju í byrjun á umferð |
|
= 1 loftlykkja - ef þú heklar yst á heklunálinni þá kemur loftlykkjan oft til með að verða of stíf. 1 loftlykkja á að vera álíka löng og breiddin á 1 fastalykkju/stuðull/tvíbrugðinn stuðull |
|
= 1 fastalykkja á milli 2 stuðla |
|
= 1 fastalykkja í lykkjuna fyrir neðan eða 1 fastalykkja um loftlykkju |
|
= 1 hálfur stuðull um loftlykkjuboga |
|
= 1 stuðull um loftlykkjuhringinn eða 1 stuðull um loftlykkjuboga |
|
= 1 tvíbrugðinn stuðull um loftlykkjuboga |
|
= heklið 4 tvíbrugðna stuðla saman þannig: Heklið 3 tvíbrugðna stuðla í fastalykkju fyrir neðan, en bíðið með að bregða þræðinum um heklunálina og að draga þráðinn í gegn í lokin á hverjum og einum af þessum tvíbrugðnu stuðlum, heklið 1 tvíbrugðinn stuðul í sömu fastalykkju, en nú er síðasti uppslátturinn dreginn í gegnum allar 5 lykkjurnar |
|
= 4 loftlykkjur |
Bonjour, pour le bas du sac, si un rang est fait à l'endroit et un sur l'envers, il va donc falloir faire une couture ou est-ce que je peux crocheter le long de la bande en rond ? Merci de votre réponse
11.03.2023 - 19:18DROPS Design answered:
Bonjour Angélique, vous pouvez, mais on crochète ici en allers et retours en joignant à la fin de chaque tour pour crocheter alternativement sur l'endroit (brides) et sur l'envers (mailles serrées), si vous restez toujours sur l'endroit, le visuel sera automatiquement différent - vous n'aurez pas de couture car vous terminez chaque rang/tour par 1 maille coulée - cf INFO CROCHET. Bon crochet!
13.03.2023 kl. 09:39Kan jag beställa detta möstret för jag har ingen möjlighet att skriva ut det? Mönster heter 238-12
25.02.2023 - 18:42DROPS Design answered:
Hei Marie. Beklager, men en slik tjeneste har vi ikke. Men noe nettbutikker (muligens vanlige butikker) kan du få bestilt / skrevet ut oppskriften når du kjøper garn. mvh DROPS Design
27.02.2023 kl. 13:36Sacochique
20.01.2023 - 09:05Summer feeling
18.01.2023 - 18:38Margritli
18.01.2023 - 13:25Vintage
18.01.2023 - 08:48Edelweiß
17.01.2023 - 21:48Name Suggestion: Daisies
17.01.2023 - 16:52