Sigrid skrifaði:
Hvordan får man økingen på vottene til å passe med mønsteret? (er helt nybegynner)
01.11.2021 - 22:07DROPS Design svaraði:
Hei Sigrid. Du starter økningen når du strikker 2. omgang av diagrammet. Du øker ved å lage et kast. På neste omgang strikker du kastet vridd slik at det ikke blir hull (dette er en omgang i diagrammet der alle maskene strikkes rett). På neste omgang blir det kun 1 vrangmaske (den nye masken), men det lages også et nytt kast, slik at det på neste omgang blir 2 vrangmasker slik diagrammet vises. Altså, du får ikke mønstret med 2 rett, 2 vrang til å gå opp før du har økt med 2 masker. Mvh DROPS Design
08.11.2021 - 11:37
María Fernández skrifaði:
Ok, leyendo con calma, ya entendí el patrón Gracias Además los felicito, he realizado muchos tejidos con sus instrucciones, y sin perfectos. Gracias por compartirlas.
22.09.2021 - 19:31
María Fernández skrifaði:
En la foto del gorro, no se ven las disminuciones inmediatamente termina el resorte. Después de los 14 cm de resorte Cuantas vueltas para empezar disminuciones? Gracias
22.09.2021 - 19:22
Birgit Christensen skrifaði:
Jeg har løst problemet med mærketrådene !!
19.09.2021 - 18:36
Birgit Christensen skrifaði:
Hej Jeg kan ikke få det til at passe med mærketrådene på huen!! Den første efter 10 m og derefter 3 med 20 m imellem og i retriller Jeg synes ikke, det passer med 10 m efter den første strikkede. Håber det er til at forstå Mvh Birgit
18.09.2021 - 21:00DROPS Design svaraði:
Hej Birgit. Så fint att det löste sig. Mvh DROPS Design
24.09.2021 - 09:19
Elin Bertelsen skrifaði:
Jeg kan ikke finde diagrammet A1 - hvor findes det i opskriften ?
15.03.2021 - 21:37DROPS Design svaraði:
Hej Elin. Du finner det längst ner i opskriften. Mvh DROPS Design
17.03.2021 - 07:29
Danielle Daoust skrifaði:
Wow le modèle est très beau bien ajusté et le haut de la tête est bien rond. C'est un modèle a refaire
08.01.2021 - 03:23
Maritha skrifaði:
See picture on facebook grupp.
29.11.2020 - 11:49
Maritha skrifaði:
Är det fel i beskrivningen för höger vante. Tycker tummen blir på fel ställe. Tacksam snabbt svar.
28.11.2020 - 23:59DROPS Design svaraði:
Hej Maritha, jeg så på DROPS Workshop på Facebook at du har løst det og det ser rigtig fint ud. Rigtig god fornøjelse!
02.12.2020 - 11:50
Winter Powder Set#winterpowderset |
|||||||
![]() |
![]() |
||||||
Prjónuð húfa og vettlingar úr DROPS Air og DROPS Kid-Silk. Stykkið er prjónað með áferðamynstri.
DROPS 214-30 |
|||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1. ÚRTAKA (á við um húfu): Fækkið lykkjum hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 4 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman (= 1 lykkja færri), prjónið næstu 4 lykkjur eins og áður (prjónamerki situr mitt á milli þessa lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir (= 1 lykkja færri). Endurtakið við hvert og eitt af þeim prjónamerkjum sem eftir eru (= 8 lykkjur færri í umferð). ÚTAUKNING (á við um vettlinga): Hægri vettlingur: Sláið 1 sinni uppá prjóninn á undan lykkju með prjónamerki í. Vinstri vettlingur: Sláið 1 sinni uppá prjóninn á eftir lykkju með prjónamerki í. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur inn í mynstur A.1. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- HÚFA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á stuttan hringprjón. Skiptið yfir á sokkaprjóna eftir þörf. HÚFA: Fitjið upp 80 lykkjur á stuttan hringprjón 4,5 með 1 þræði Air og 1 þræði Kid-Silk (= 2 þræðir). Prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) hringinn í 14 cm. Prjónið nú mynstur A.1 (= 4 lykkjur hringinn í umferð. Þær 2 lykkjur slétt í A.1 eiga að passa yfir sléttar lykkjur í stroffi. Haldið svona áfram þar til húfan mælist alls 28 cm. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Prjónið fyrstu lykkju í umferð og setjið eitt prjónamerki hér (= mitt á milli 2 lykkja slétt). Þetta er nú byrjun á umferð. Setjið nú 4 prjónamerki í stykkið þannig: Setjið fyrsta prjónamerkið eftir 10 lykkjur (= mitt á milli 2 lykkja garðaprjón), setjið síðan næstu 3 prjónamerkin með 20 lykkja millibili. Öll prjónamerkin eru á milli 2 lykkja garðaprjón. Í næstu umferð byrjar úrtaka – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona í 4. hverri umferð alls 2 sinnum, síðan í annarri hverri umferð 5 sinnum = 24 lykkjur. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan allar lykkjur 2 og 2 slétt saman = 12 lykkjur. Klippið þráðinn frá, þræðið þráðinn í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið að og festið vel. Húfan mælist alls 36 cm (= ca 28 cm með 8 cm uppábroti). ------------------------------------------------------- VETTLINGAR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna. HÆGRI VETTLINGUR: Fitjið upp 35 lykkjur á sokkaprjóna 3 með 1 þræði Air og 1 þræði Kid-Silk (= 2 þræðir). Prjónið 1 umferð slétt. Setjið eitt prjónamerki í byrjun á umferð = í hlið. Prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt, 3 lykkjur brugðið) hringinn í 3 cm. Næsta umferð er prjónuð þannig: * Prjónið 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið saman, 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-* umferðina hringinn = 28 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 4. Prjónið nú mynstur eftir mynsturteikningu A.1 umferðina hringinn. Þær 2 lykkjur slétt í A.1 eiga að passa yfir sléttar lykkjur í stroffi. JAFNFRAMT í fyrstu umferð er sett eitt prjónamerki í 5. lykkju í umferð (= fyrstu af 2 lykkjum slétt). Í næstu umferð byrjar útaukning – sjá ÚTAUKNING. Aukið svona út í annarri hverri umferð 12 sinnum = 40 lykkjur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið fyrstu 16 lykkjur í mynstri eins og áður, setjið næstu 10 lykkjur á þráð (= þumallykkjur), fitjið upp 2 nýjar lykkjur á prjóninn (= aftan við þumal), prjónið síðustu 14 lykkjur = 32 lykkjur. Haldið áfram hringinn með A.1. Þegar vettlingurinn mælist alls 20 cm (nú eru eftir ca 4 cm að loka máli), setjið eitt prjónamerki í hvora hlið á vettlingi. Setjið fyrra prjónamerkið eftir fyrstu lykkjuna í umferð (þ.e.a.s. mitt á milli 2 lykkja slétt), setjið seinna prjónamerkið eftir 16 lykkjur (þ.e.a.s. mitt á milli 2 lykkja slétt). Í næstu umferð er lykkjum fækkað í hvorri hlið þannig: Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, 2 lykkjur slétt saman, (prjónamerkið situr hér), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir (= 4 lykkjur færri). Endurtakið úrtöku í annarri hverri umferð 2 sinnum, síðan í hverri umferð 3 sinnum = 8 lykkjur. Í næstu umferð eru allar lykkjurnar prjónaðar 2 og 2 slétt saman = 4 lykkjur. Klippið þráðinn frá, þræðið þráðinn í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið að og festið vel. ÞUMALL: Setjið til baka 10 lykkjur af þræði á sokkaprjón 4 og prjónið að auki upp 1 lykkju í hvora af 2 lykkjum sem fitjaðar voru upp aftan við þumal = 12 lykkjur. Prjónið áferðamynstur hringinn þar til sjálfur þumallinn mælist ca 5½ cm (mátið e.t.v. vettlinginn, nú eru eftir ca ½ cm að loka máli). Prjónið 2 umferðir slétt, JAFNFRAMT þar sem allar lykkjurnar eru prjónaðar 2 og 2 slétt saman í báðum umferðum = 3 lykkju. Klippið þráðinn frá, þræðið þráðinn í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið að og festið vel. VINSTRI VETTLINGUR: Fitjið upp 35 lykkjur á sokkaprjóna 3 með 1 þræði Air og 1 þræði Kid-Silk (= 2 þræðir). Prjónið 1 umferð slétt. Setjið eitt prjónamerki í byrjun á umferð = í hlið. Prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt, 3 lykkjur brugðið) hringinn í 3 cm. Næsta umferð er prjónuð þannig: * Prjónið 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið saman, 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-* umferðina hringinn = 28 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 4. Prjónið nú mynstur eftir mynsturteikningu A.1 umferðina hringinn. Þær 2 lykkjur slétt í A.1 eiga að passa yfir sléttar lykkjur í stroffi, jafnframt í fyrstu umferð er sett eitt prjónamerki í 26. lykkju í umferð (= síðustu lykkju slétt í umferð). Í næstu umferð byrjar útaukning – sjá ÚTAUKNING. Aukið svona út í annarri hverri umferð 12 sinnum = 40 lykkjur. Næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið fyrstu 16 lykkjur í mynstri eins og áður, setjið næstu 10 lykkjur á þráð (= þumallykkjur), fitjið upp 2 nýjar lykkjur á prjóninn (= aftan við þumal), prjónið síðustu 14 lykkjurnar = 32 lykkjur. Haldið áfram hringinn með A.1. Þegar vettlingurinn mælist alls 20 cm (nú eru eftir ca 4 cm að loka máli), setjið eitt prjónamerki í hvora hlið á vettlingi. Setjið fyrra prjónamerkið eftir fyrstu lykkju í umferð (þ.e.a.s. mitt á milli 2 lykkja slétt), setjið seinna prjónamerkið eftir 16 lykkjur (þ.e.a.s. mitt á milli 2 lykkja slétt). Í næstu umferð er lykkjum fækkað í hvorri hlið þannig: Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, 2 lykkjur slétt saman, (prjónamerkið situr hér), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir (= 4 lykkjur færri). Endurtakið úrtöku í annarri hverri umferð 2 sinnum, síðan í hverri umferð 3 sinnum = 8 lykkjur. Í næstu umferð eru allar lykkjurnar prjónaðar 2 og 2 slétt saman = 4 lykkjur. Klippið þráðinn frá, þræðið þráðinn í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið að og festið vel. ÞUMALL: Prjónið á sama hátt og vinstri þumall. |
|||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||
|
|||||||
![]() |
|||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #winterpowderset eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 21 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 214-30
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.