Amanda skrifaði:
Hvor er A1 henne?
17.10.2024 - 21:11DROPS Design svaraði:
Hej Amanda, du finder diagrammerne nederst i opskriften, lige ovenfor måleskitsen :)
18.10.2024 - 07:34
Andrea skrifaði:
Bij mij loopt de naad heel erg scheef. Ik volg het patroon, eindig met een halve vaste en maak 3 losse als eerste stokje. Is er een manier om dit te voorkomen?
15.09.2024 - 01:08DROPS Design svaraði:
Dag Andrea,
Wanneer je in de rondte (stokjes) haakt gaat het werk vaak een beetje scheef lopen. Daar is eigenlijk niet zoveel aan te doen. Op de derde foto zie je ook dat de naad scheef loopt.
18.09.2024 - 09:46
Amanda Malmkvist skrifaði:
Hejsan, har nyligen börjat virka och undrar vad dom sneda stolparna i diagrammet visar? Är det en ökning trots att stolparna i diagrammet inte sitter ihop eller betyder sneda stolpar ngt annat?
03.08.2024 - 22:10DROPS Design svaraði:
Hej Amanda, alle stolpar er lika, de sneda viser bare selve retningen :)
06.08.2024 - 14:17
Ginie De Jong skrifaði:
Lieve mensen, ik heb telpatroon DROPS Children 37-13 alles begrijp ik , alleen de tel patroon A 1 de scheve stokjes weet niet wat dat betekent , kan het niet vinden in de beschrijving , weet denk lk dat dubbelle stokjes 2 haken. Groet Ginie Hopelijk ben ik duidelijk.
14.05.2024 - 14:36DROPS Design svaraði:
Dag Ginie,
De stokjes die scheef staan in het patroon zijn ook gewoon stokjes, net als de anderen. Ze staan zo om aan te geven in welke steek van de vorige toer ze gehaakt moeten worden.
15.05.2024 - 19:03
Louise skrifaði:
Så fin! Ønsker mig så meget, at I laver flere opskrifter med hæklet tøj til børn (og voksne, for den sags skyld), i stedet for så mange huer og sutsko. Vi mangler dem :-)
18.10.2022 - 14:09
Anneliese skrifaði:
Guten Abend, wie werden de Bündchen an den Ärmeln gehäkelt?
16.07.2021 - 23:49DROPS Design svaraði:
Liebe Anneliese, die werden wie im Diagram A.2 gehäkelt, dh *1 Stäbchen in je die nächsten 2 Stäbchen, 1 Stäbchen um das nächste Stäbchen*, von *bis* wiederholen. Viel Spaß beim häkeln!
19.07.2021 - 08:21
Veronica Kristiansen skrifaði:
Hei! Jeg er relativt nybegynner men vil så gjerne lage denne. Kan dere lage en pdf eller skrevet instruksjon på denne? Jeg skjønner ikke diagram og videoer er ikke til hjelp når man må spole frem og tilbake. Jeg savner også bilder fra hvordan det ser ut underveis i heklingen.
26.04.2021 - 21:17DROPS Design svaraði:
Hei Veronica. Vi har dessverre ikke mulighet til å skrive denne gensren mer detaljert enn hva du allerede ser. Men lag deg en prøvelapp der du øver deg på diagrammet og velg hastighet (tannhjulet og Playback speed) på videoen, slik at du kan hekle på prøvelappen samtidig som du ser på hjelpevideoen. Kanskje det vil hjelpe deg. Lykke til. mvh DROPS design
03.05.2021 - 12:09
Mette Riishøj Jakobsen skrifaði:
Har i ikke denne som PDF, med en beskrivende opskrift? Jeg kan ikke finde ud af at læse diagrammer😒
16.03.2021 - 16:40DROPS Design svaraði:
Hej Mette, Se videoen nederst i opskriften :)
17.03.2021 - 14:58
Nina skrifaði:
Virkar strlk 2 Efter att jag har fäst luftmaskringarna och ska börja dela fram och bakstycke, har virkat 27 stolpar, ska nu hoppa över de nästa 40 maskorna men förstår inte vad som menas med "virka 4 luftmaskor". Ska jag virka 4 lm i de 40 maskorna eller bara i den sista maskan av de 40?
19.02.2021 - 16:20DROPS Design svaraði:
Hei Nina. Når du har heklet 27 staver, hekler du 4 luftmasker, så hopper du over 40 masker, deretter hekler du 1 stav i den 41. maske (følg deretter oppskriften: Hekle 1 stav i hver av de neste 55 stavene (= forstykke), hopp..... ). De 40 maskene skal senere hekles til erm og de 4 luftmaskene blir "under"ermet og ved neste omgang skal det hekles 1 stav i hver av de 4 luftmaskene under ermene. mvh DROPS design
10.03.2021 - 09:08
Moa skrifaði:
Hej. När jag ska virka de 8 luftmaskringarna i en maska, ska jag först höra en fast maska / stolpe och där efter göra de 8 luftmaskorna? Virkar strlk 2 år
12.02.2021 - 08:24
Afternoon Dream#afternoondreamsweater |
|||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||
Hekluð peysa fyrir börn með hringlaga berustykki úr DROPS Sky. Stykkið er heklað ofan frá og niður með áferðamynstri. Stærð 2 – 12 ára.
DROPS Children 37-13 |
|||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- LOFTLYKKJA: Ef þú heklar yst á heklunálinni þá kemur loftlykkjan oft til með að verða of stíf. 1 loftlykkja á að vera álíka löng og breiddin á 1 fastalykkju/stuðull. UPPLÝSINGAR HEKL: Í byrjun á hverri umferð með fastalykkjum er hekluð 1 loftlykkja í byrjun á umferð (kemur ekki í stað fyrstu fastalykkju). Endið umferð með 1 keðjulykkju í fyrstu fastalykkju í umferð. Í byrjun á hverri umferð með stuðlum er fyrsta stuðli skipt út fyrir 3 loftlykkjur. Endið umferð með 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. LEIÐBEININGAR HEKL (á við um loftlykkjuhringi): Heklaðir eru 8 loftlykkjur í A.1, það er mikilvægt að halda heklfestunni, ef ekki þá kemur mynstrið ekki til með að passa á hæðina. Þessar 8 loftlykkjur eiga að mælast 4,5 cm á lengdina (án þess að strekkja á stykki). Ef þessar 8 loftlykkjur mælast ekki 4,5 cm, þá er hægt að hekla eins margar loftlykkjur og þarf til að fá 4,5 cm með loftlykkjum. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING (jafnt yfir): Til að reikna út hvernig auka eigi út jafnt yfir, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 189 lykkjur – hver loftlykkja er talin sem 1 lykkja) og deilið lykkjum með fjölda útaukningar sem á að gera (t.d. 9) = 21. Í þessu dæmi þá er aukið út með því að hekla 2 stuðla í 21. hvern stuðul, en heklið 2 fastalykkjur í 1 fastalykkju í loftlykkjuhringinn það þarf að auka út í loftlykkjuhring. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA (á við um ermar): Fækkið um 1 stuðul með því að hekla 2 stuðla saman þannig: * Bregðið þræðinum 1 sinni uppá heklunálina, stingið heklunálinni í gegnum næstu lykkju, sækið þráðinn, bregðið þræðinum 1 sinni uppá heklunálina og dragið þráðinn í gegnum 2 fyrstu lykkjurnar á heklunálinni *, heklið frá *-* 1 sinni til viðbótar, bregðið þræðinum 1 sinni um heklunálina og dragið þráðinn í gegnum allar 3 lykkjur á heklunálinni (= 1 stuðull færri). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er heklað í hring ofan frá og niður. Áferðin á berustykki er gerð með loftlykkjuhringjum sem eru heklaðir saman þegar næstum allt berustykkið hefur verið heklað til loka. BERUSTYKKI: Heklið 63-63-69-69-72-72 loftlykkjur með Sky með heklunál 4 og tengið þær saman í hring með 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju sem var hekluð – sjá LOFTLYKKJA! Heklið 1 loftlykkju – sjá UPPLÝSINGAR HEKL, heklið A.1 (= 3 lykkjur) yfir allar lykkjur (= 21-21-23-23-24-24 sinnum á breidd). ATHUGIÐ HEKLFESTUNA! Þegar allt A.1 hefur verið heklað til loka eru 189-189-207-207-216-216 lykkjur í umferð (loftlykkjuhringir eru taldir sem 1 lykkja). Stykkið mælist ca 13 cm. Endurtakið síðustu umferð í A.1 þar til stykkið mælist 13-13-14-14-15-15 cm. Heklið nú loftlykkjuhringi á berustykki lóðrétta saman þannig: Stingið heklunálinni niður í fyrsta loftlykkjuhring efst við hálsmál frá réttu, dragið 2. loftlykkjuhring í gegnum fyrsta loftlykkjuhringinn, stingið heklunálinni niður í 2. loftlykkjuhring og dragið 3. loftlykkjuhringinn í gegnum annan loftlykkjuhring. Haldið svona áfram þar til allir loftlykkjuhringirnir hafa verið heklaðir saman. Heklið 1 umferð með stuðlum og aukið út 0-9-0-11-12-24 loftlykkjur jafnt yfir – sjá LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING, um síðustu loftlykkjubogana er hekluð 1 keðjulykkja = 189-198-207-218-228-240 lykkjur. Nú eru allir loftlykkjuhringir fastir þannig að þeir rakni ekki upp. Haldið áfram með 1 stuðul í hverja lykkju þar til berustykkið mælist 15-15-16-17-18-19 cm. Nú skiptist stykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar þannig: Heklið 1 stuðul í hvern af fyrstu 27-29-30-32-34-36 stuðlum (= hálft bakstykki), hoppið yfir næstu 40-41-43-45-46-48 stuðla fyrir ermi, heklið 4 loftlykkjur (= í hlið undir ermi), heklið 1 stuðul í hvern af næstu 55-58-61-64-68-72 stuðlana (= framstykki), hoppið yfir næstu 40-41-43-45-46-48 stuðla fyrir ermi, heklið 4 loftlykkjur (= í hlið undir ermi), heklið 1 stuðul í hvern af þeim 27-29-30-32-34-36 stuðlum sem eftir eru (= hálft bakstykki). Heklið síðan fram- og bakstykki og ermar áfram hvert fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ MÆLT. FRAM- OG BAKSTYKKI: Heklið 1 stuðul í hvern stuðul og 1 stuðul í hverja af 4 loftlykkjum undir ermi = 117-124-129-136-144-152 stuðlar í umferð. Haldið áfram með 1 stuðul í hvern stuðul þar til stykkið mælist 16-20-23-26-29-32 cm frá skiptingu. Heklið 1 umferð þar sem aukið er út um 3-2-3-2-3-1 stuðla = 120-126-132-138-147-153 stuðlar. Heklið A.2 hringinn í umferð (= 40-42-44-46-49-51 sinnum á breidd). Þegar A.2 hefur verið heklað í 3 cm, klippið þráðinn frá og festið enda. Peysan mælist ca 36-40-44-48-52-56 cm frá öxl og niður. ERMI: Byrjið mitt undir ermi og festið þráðinn með 1 keðjulykkju í 2. loftlykkju undir ermi, heklið 3 loftlykkjur, haldið síðan áfram með 1 stuðul í hverja loftlykkju og 1 stuðul í hvern stuðul og 1 stuðul í hverja af síðustu loftlykkjum undir ermi = 44-45-47-49-50-52 stuðlar. Setjið eitt prjónamerki í byrjun á umferð (= mitt undir ermi). Látið prjónamerkið fylgja með í stykkinu, það á að nota það síðar þegar lykkjum er fækkað hvoru megin við það. Þegar ermin mælist 3 cm, fækkið um 1 stuðul hvoru megin við prjónamerki mitt undir ermi – sjá LEIÐBEININGAR ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 2-3-3-5-6-6 cm millibili alls 5 sinnum = 34-35-37-39-40-42 lykkjur. Haldið áfram með stuðla þar til stykkið mælist 15-21-24-28-32-36 cm frá skiptingu. Heklið 1 umferð þar sem fækkað er um 1-2-1-0-1-0 stuðla jafnt yfir = 33-33-36-39-39-42 stuðlar. Heklið A.2 hringinn (= 11-11-12-13-13-14 sinnum á breidd). Þegar A.2 hefur verið heklað í 3 cm, klippið frá og festið enda. Ermin mælist ca 18-24-27-31-35-39 cm frá skiptingu. Heklið hina ermina á sama hátt. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Heklið 1 fastalykkju í hverja loftlykkju sem var hekluð í byrjun á stykki. Klippið frá og festið enda. |
|||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #afternoondreamsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 11 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Children 37-13
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.