Chloe skrifaði:
What size is the model wearing? I'm struggling to find a size to make. The XS measurements fit me but want it to look oversized and cozy!
18.09.2024 - 13:33DROPS Design svaraði:
Dear Chloe, most of the time our models are wearing a size S or a size M; to find the appropriate size, measure a similar garment you have and like the shape and compare these measurements to the chart; read more here. Happy crocheting!
18.09.2024 - 15:39
Iz skrifaði:
What is the star symbol in diagram a9 and a8 it doesn't connect to lower trebles
14.09.2024 - 07:28DROPS Design svaraði:
Dear Iz, those stitches (symbolized with a star) are quadruple treble crochet done so they lie behind the quadruple treble crochet with a black circle (either right before, or right after the stitches symbolized with the stars.) Happy Crafting!
15.09.2024 - 02:42
Jacqueline skrifaði:
Muss man mit vorderen oder hinteren Reliefstäbchen häkeln? Ich hab das nirgendswo in der Anleitung gesehen
02.03.2024 - 08:27DROPS Design svaraði:
Liebe Jacqueline, die Reliefstäbchen werden immer bei einer Hinreihe und beim vorne gehäkelt. Viel Spaß beim Häkeln!
04.03.2024 - 07:33
Jacqueline skrifaði:
Ich bin gerade beim Vorderteil und verstehe nicht, wie man die rechte und linke Schulter hinlegen soll um sie mit den Luftmaschen zu verbinden. Die Seite wo zugenommen wird, durch A8/9, liegt dann an der Seite wo nicht zugenommen wird.Ich verstehe es nicht, muss ich das Stück drehen? Denn wenn ich der Anleitung folge muss ich dann A8 häkeln, was nicht passt, weil ich so wie ich es gedreht habe eigentlich zuerst A1 häkeln müsste. Vielen Dank für die Hilfe im Voraus.
19.02.2024 - 21:07DROPS Design svaraði:
Liebe Jacqueline, von der Vorderseite gesehen, haben Sie beim rechten Schulter mit A.8 an der linken Seite zugenommen und bis 3. Reihe gehäkelt, und beim linken Schulter haben Sie mit A.9 an der rechten Seite zugenommen; Linke Schulter häkelt man bei der 4. Reihe = Rückreihe so: A.1, A.5 und A.9 wie zuvor, dann häkeln Sie Luftmaschen für den Halsausschnitt, dann häkeln Sie die rechte Schulter wie zuvor: A.8, A.2 und A.1; Viel Spaß beim stricken!
20.02.2024 - 08:15
Jutta Klaus skrifaði:
Im Diagramm 218-32 gibt es in A 3 ein Quadrat auf der Spitze stehend und schwarz ausgefüllt. Ich wüßte gerne um welche Masche es sich hier handelt. Leider kann ich in der Anleitung keine Erklärung hierfür g Du finden,
24.08.2023 - 16:39DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Klaus, es handelt sich um das 6. Symbol, dh 1 Relief-Fünffachstäbchen. Viel Spaß beim häkeln!
25.08.2023 - 08:09
Gaël skrifaði:
Bonjour, Je trouve 2 vidéos contradictoires concernant la double bride une "Comment crocheter des torsades avec des mailles en relief en suivant un diagramme" et oula DB est représentée par un cercle vide et l'autre vidéo illustrant la double bride. Dois-je réaliser ce modèle en double brides et donc en commençant par 2 jetés ou bien un seul Je vous remercie de votre retour et vous remercie pour ce partage de beaux modèles
21.10.2022 - 12:50DROPS Design svaraði:
Bonjour Gaël, dans la vidéo, on crochète des brides et des mailles serrées et non des double-brides et des mailles serrées (correction faite, merci pour votre retour) comme dans le diagramme, autrement dit, crochetez bien des double-brides comme indiqué dans le diagramme. Bon crochet!
21.10.2022 - 16:39
Ariel skrifaði:
Hej, vad menas med "Virka 1 fyrdubbelstolpe på samma sätt som förklarat ovan, men virka så att dessa fyrdubbelstolparna blir liggande bakom fyrdubbelstolparna med svart cirkel."? Hur gör man så att de hamnar liggande bakom fyrdubbelstolparna med svart cirkel?
17.09.2022 - 18:54DROPS Design svaraði:
Hei Ariel. Ta en titt på denne hjelpevideoen til diagrammet. Husk å les teksten til videoen: Hur man virkar flätor med relieffmaskor enligt diagram mvh DROPS Design
19.09.2022 - 12:58
Katherine Whyte skrifaði:
I’m confused by the instruction to add 6 chain stitches at the end of the next two rows. Doesn’t that mean that they will be at different rows thus making the arm holes uneven. Or are they mean to be worked only on one side?
30.03.2022 - 04:38DROPS Design svaraði:
Dear Katherine, yes, they will be on different rows, but that is only a slight difference, will not distort the final piece. Happy Knitting!
30.03.2022 - 06:21
Gabriela skrifaði:
Bonjour, Je suis en train faire ce pull taille L. Je suis au niveau du DOS. Il y a des différences entre ce qui est indiqué dqns le patron et ce qui est écrit au début du texte. Dans le patron il y a 17 motifs sur un rang ( A1 A2 A3) et dans les instructions vous dites faire A1 dans les trois premières mailles ce qui veut dire que je ne peux pas terminer A3. Je dois suivre le patron ou bien les instructions ? Ou bien je n'ai rien compris ? Merci d'avance
30.10.2021 - 23:52DROPS Design svaraði:
Bonjour Gabriela, en L (= 4ème taille = 19 mailles) crochetez ainsi: 1 fois A.1 (= 1 mailles serrée/double-bride), puis crochetez A.2 au-dessus des 4 mailles suivantes = 1 fois A.2 (= 4 m), puis A.3 au-dessus des 12 mailles suivantes = les 12 mailles du diagramme A.3, autrement dit vous avez bien: 1+4+12=17 mailles. (En M, vous aurez: 3 mailles en A.1, 4 mailles de A.2 et 10 de A.3 = 3+4+10=17 mailles). Bon crochet!
03.11.2021 - 07:17
Chantal Duverbecq skrifaði:
Combien fait -il de pelotes pour ce modèle, laine drops air mix 28 taille XL
16.08.2021 - 16:57DROPS Design svaraði:
Bonjour Chantal, pour la taille XL vous avez besoin de 11 pelotes de DROPS Air. Bon crochet!
17.08.2021 - 00:28
Enchanted Underwood#enchantedunderwoodsweater |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||
Hekluð peysa úr DROPS Air. Stykkið er heklað ofan frá og niður með köðlum og stuðlakrókum. Stærð XS - XXL.
DROPS 218-32 |
|||||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- HEKLLEIÐBEININGAR UM LOFTLYKKJUR: Ef þú heklar yst á heklunálinni þá kemur loftlykkjan oft til með að verða of stíf. 1 loftlykkja á að vera álíka löng og breiddin á 1 fastalykkju/tvíbrugðinn stuðull. HEKLLEIÐBEININGAR: Í byrjun á hverri umferð með tvíbrugðnum stuðlum eru heklaðar 4 loftlykkjur, þessar 4 loftlykkjur koma ekki í stað 1. tvíbrugðna stuðul. Í byrjun á hverri umferð með fastalykkjum er hekluð 1 loftlykkja, þessi loftlykkja kemur ekki í stað 1. fastalykkju. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.9. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð (á við um A.3, A.4, A.6, A.8 og A.9). ÚTAUKNING (á við um handveg): Aukið út um 2 lykkjur með því að hekla 3 lykkjur í lykkju. ÚRTAKA (á við um ermar): Fækkið um 1 lykkju í hvorri hlið á stykki með því að hekla 2 fyrstu lykkjurnar í umferð og 2 síðustu lykkjurnar í umferð saman þannig: Heklið 1 fastalykkju, en bíði með að síðasta uppsláttinn og að draga þráðinn í gegn (= 2 lykkjur á heklunálinni), heklið 1 fastalykkju í næstu lykkju, en eftir síðasta uppsláttinn, dragið þráðinn í gegnum allar 3 lykkjurnar á heklunálinni (= 1 lykkja færri). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er heklað ofan frá og niður og heklað er fram og til baka í stykkjum sem eru hekluð eða saumuð saman í lokin. BAKSTYKKI: Vinstri öxl: Heklið 15-15-17-17-19-21 loftlykkjur – sjá HEKLLEIÐBEININGAR UM LOFTLYKKJUR, með heklunál 5 með Air. Snúið og heklið fyrstu umferð frá réttu þannig: Heklið 1 tvíbrugðinn stuðul í hverja loftlykkju – sjá HEKLLEIÐBEININGAR = 15-15-17-17-19-21 tvíbrugðnir stuðlar. Heklið síðan 1 umferð með 1 fastalykkju í hvern tvíbrugðinn stuðul. Heklið nú mynstur (byrjið á umferð með ör í þinni stærð í mynsturteikningu) frá réttu þannig: Heklið A.1 yfir fyrstu 1-1-3-1-3-5 lykkjur, A.2 yfir næstu 4 lykkjur, A.3 yfir næstu 10-10-10-12-12-12 lykkjur. Þegar umferð með ör hefur verið hekluð til loka, klippið frá og geymið stykkið. Heklið hægri öxl. Hægri öxl: Heklið 15-15-17-17-19-21 loftlykkjur – munið eftir HEKLLEIÐBEININGAR UM LOFTLYKKJUR, með heklunál 5 og Air. Snúið og heklið fyrstu umferð frá réttu þannig: Heklið 1 tvíbrugðinn stuðul í hverja loftlykkju – munið eftir HEKLLEIÐBEININGAR = 15-15-17-17-19-21 tvíbrugðnir stuðlar. Heklið 1 umferð með 1 fastalykkju í hvern tvíbrugðinn stuðul. Heklið nú mynstur (byrjið á umferð með ör í þinni stærði í mynsturteikningu) frá réttu þannig: Heklið A.4 yfir fyrstu 10-10-10-12-12-12 lykkjur, A.5 yfir næstu 4 lykkjur, A.1 yfir síðustu 1-1-3-1-3-5 lykkjur. Þegar umferð með ör hefur verið hekluð til loka, heklið næstu umferð í mynsturteikningu (= 1 lykkja fleiri við hálsmál), síðan eru heklaðar 20-20-20-24-24-24 lausar loftlykkjur (= hálsmál) og heklið síðan umferð eftir það með ör yfir vinstri öxl þannig: Heklið A.3 yfir fyrstu 10-10-10-12-12-12 lykkjur (= 1 lykkja fleiri við hálsmál), A.2 yfir næstu 4 lykkjur, A.1 yfir síðustu 1-1-3-1-3-5 lykkjur = 52-52-56-60-64-68 lykkjur. ATHUGIÐ HEKLFESTUNA! Haldið áfram með næstu 2 umferðir í mynstri og yfir nýjar loftlykkjur fyrir hálsmáli er heklaður 1 tvíbrugðinn stuðull í hverja lykkju frá réttu og 1 fastalykkju í hverja lykkju frá röngu. Heklið nú mynstur þannig: Heklið mynstur eins og áður yfir fyrstu 22-22-24-26-28-30 lykkjur, heklið A.2 yfir næstu 4 lykkjur og A.5 yfir næstu 4 lykkjur (stillið af að A.2 og A.5 byrji í sömu umferð eins og í mynsturteikningu í hvorri hlið á bakstykki), heklið mynstur eins og áður yfir síðustu 22-22-24-26-28-30 lykkjur. Þegar A.3 og A.4 hefur verið heklað til loka á hæðina, heklið mynstur þannig: Heklið mynstur eins og áður yfir fyrstu 5-5-7-5-7-9 lykkjur, A.6 yfir næstu 17-17-17-21-21-21 lykkjur, heklið A.2 og A.5 eins og áður, A.6 yfir næstu 17-17-17-21-21-21 lykkjur, heklið eins og áður yfir síðustu 5-5-7-5-7-9 lykkjur. Haldið svona áfram með mynstur fram og til baka. Mynsturteikningin er endurtekin frá umferð með ör. Þegar stykkið mælist 17-16-17-18-19-19 cm, aukið út 2 lykkjur í hvorri hlið á stykki fyrir handveg – sjá ÚTAUKNING. Aukið svona út í hverri umferð alls 2-3-3-3-3-4 sinnum í hvorri hlið = 60-64-68-72-76-84 lykkjur. Í lok næstu 2 umferða eru heklaðar 3-4-5-6-7-7 lausar loftlykkjur fyrir handveg í hvorri hlið = 66-72-78-84-90-98 lykkjur. Nýjar lykkjur í hvorri hlið eru heklaðar í mynstri A.1. Haldið áfram fram og til baka þar til stykkið mælist 47-49-51-53-55-57 cm mælt frá öxl og niður – stillið af að endað sé eftir umferð með ör í A.6 eða eftir næst síðustu umferð í mynsturteikningu. Heklið nú kant þannig: Heklið 1 umferð með 1 fastalykkju í hverja lykkju og aukið út 1 lykkju í umferð með því að hekla 2 fastalykkjur í eina af lykkjum = 67-73-79-85-91-99 lykkjur. Heklið frá umferð með ör í A.7 þar til 1 lykkja er eftir, heklið fyrstu lykkju í A.7. Endurtakið síðustu 2 umferðir í mynsturteikningu þar til kanturinn mælist 6 cm – stillið af að endað sé eftir umferð með stuðlum/stuðlakrókum-þríbrugðnum stuðlum. Klippið frá og festið enda. Bakstykki mælist ca 53-55-57-59-61-63 cm frá öxl og niður. FRAMSTYKKI: Hægri öxl: Heklið 15-15-17-17-19-21 loftlykkjur – munið eftir HEKLLEIÐBEININGAR FYRIR LOFTLYKKJUR, með heklunál 5 með Air. Snúið og heklið fyrstu umferð frá réttu þannig: Heklið 1 tvíbrugðinn stuðul í hverja loftlykkju – munið eftir HEKLLEIÐBEININGAR = 15-15-17-17-19-21 tvíbrugðnir stuðlar. Heklið síðan 1 umferð með 1 fastalykkju í hvern tvíbrugðinn stuðul. Heklið nú mynstur (byrjið á umferð með ör og í þinni stærð í mynsturteikningu) frá réttu þannig: Heklið A.1 yfir fyrstu 1-1-3-1-3-5 lykkjur, A.2 yfir næstu 4 lykkjur, A.8 yfir næstu 10-10-10-12-12-12 lykkjur. Þegar 3. umferð (talið frá umferð með ör) hefur verið hekluð til loka, klippið frá og geymið stykkið, Heklið vinstri öxl. Vinstri öxl: Heklið 15-15-17-17-19-21 loftlykkjur – munið eftir HEKLLEIÐBEININGAR FYRIR LOFTLYKKJUR, með heklunál 5 með Air. Snúið og heklið fyrstu umferð frá réttu þannig: Heklið 1 tvíbrugðinn stuðul í hverja loftlykkju – munið eftir HEKLLEIÐBEININGAR = 15-15-17-17-19-21 tvíbrugðnir stuðlar. Heklið síðan 1 umferð með 1 fastalykkju í hvern tvíbrugðinn stuðul. Heklið nú mynstur (byrjið á umferð með ör og í þinni stærð í mynsturteikningu) frá réttu þannig: Heklið A.9 yfir fyrstu 10-10-10-12-12-12 lykkjur, A.5 yfir næstu 4 lykkjur, A. yfir síðustu 1-1-3-1-3-5 lykkjur. Haldið áfram fram og til baka svona þar til 4. umferð hefur verið hekluð til loka, heklið síðan 16-16-16-20-20-20 lausar loftlykkjur í lok umferðar (= hálsmál) og heklið áfram frá 4. umferð (talið frá umferð með ör) yfir hægri öxl þannig: Heklið A.8 yfir fyrstu 12-12-12-14-14-14 lykkjur, A.2 yfir næstu 4 lykkjur, A.1 yfir síðustu 1-1-3-1-3-5 lykkjur = 52-52-56-60-64-68 lykkjur. Haldið áfram með næstu 2 umferðir í mynstri og yfir nýjar loftlykkjur fyrir hálsmáli er heklaður 1 tvíbrugðinn stuðull í hverja lykkju frá réttu og 1 fastalykkja í hverja lykkju frá röngu. Heklið nú mynstur þannig: Heklið mynstur eins og áður yfir fyrstu 22-22-24-26-28-30 lykkjurnar, heklið A.2 yfir næstu 4 lykkjur og A.5 yfir næstu 4 lykkjur (stillið af að A.2 og A.5 byrji alveg eins og í mynsturteikningu í hvorri hlið á framstykki), heklið mynstur eins og áður yfir síðustu 22-22-24-26-28-30 lykkjur. Þegar A.8 og A.9 hefur verið heklað til loka á hæðina, heklið mynstur þannig: Heklið eins og áður yfir fyrstu 5-5-7-5-7-9 lykkjur, A.6 yfir næstu 17-17-17-21-21-21 lykkjur, heklið A.2 yfir A.5 eins og áður, A.6 yfir næstu 17-17-17-21-21-21 lykkjur, heklið eins og áður yfir síðustu 5-5-7-5-7-9 lykkjur. Haldið áfram með mynstur svona fram og til baka. Mynsturteikning er endurtekin frá umferð með ör. Þegar stykkið mælist 17-16-17-18-19-19 cm, aukið út 2 lykkjur í hlið á stykki fyrir handveg – munið eftir ÚTAUKNING. Aukið svona út í hverri umferð alls 2-3-3-3-3-4 sinnum í hvorri hlið = 60-64-68-72-76-84 lykkjur. Í lok næstu 2 umferða eru heklaðar 3-4-5-6-7-7 lausar loftlykkjur fyrir handveg í hvorri hlið = 66-72-78-84-90-98 lykkjur. Nýjar lykkjur í hvorri hlið eru prjónaðar í mynstri A.1. Haldið svona áfram fram og til baka þar til stykkið mælist alls 47-49-51-53-55-57 cm mælt frá öxl og niður – stillið af að endað sé eftir umferð með ör í A.6 eða á eftir næst síðustu umferð í mynsturteikningu. Heklið nú kant þannig: Heklið 1 umferð með 1 fastalykkju í hverja lykkju og aukið út 1 lykkju í umferð með því að hekla 2 fastalykkjur í eina af lykkjum = 67-73-79-85-91-99 lykkjur. Heklið frá umferð með ör í A.7 þar til 1 lykkja er eftir, heklið fyrstu lykkjuna í A.7. Endurtakið síðustu 2 umferðir í mynsturteikningu þar til kanturinn mælist 6 cm – stillið af að endað sé eftir umferð með stuðlum/stuðlakrókum-þríbrugðnum stuðlum. Klippið frá og festið enda. Hægra framstykki mælist ca 53-55-57-59-61-63 cm frá öxl og niður. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma í lykkjurnar eina og eina, en passið uppá að saumurinn verði ekki stífur. Heklið hliðarsaumana saman í gegnum bæði lögin frá röngu þannig: Festið þráðinn með 1 fastalykkju í hlið undir ermi, * heklið 2 loftlykkjur, hoppið yfir 1 cm, 1 fastalykkja *, heklið frá *-* meðfram öllum hliðarsaumnum, endið með 1 fastalykkju. Endurtakið í hinni hliðinni. ERMI: Ermar eru heklaðar fram og til baka, ofan frá og niður. Heklið 24-24-24-25-25-27 loftlykkjur – munið eftir HEKLLEIÐBEININGAR UM LOFTLYKKJUR, með heklunál 5 með Air. Snúið og heklið frá umferð með ör í A.1 – munið eftir HEKLLEIÐBEININGAR, JAFNFRAMT er aukið út fyrir ermakúpu í hvorri hlið á ermi þannig: Aukið út 2 lykkjur 3-1-2-1-0-0 sinnum og 1 lykkju 3-7-6-8-10-11 sinnum = 42-42-44-45-45-49 lykkjur. Í lok næstu 2 umferða eru heklaðar 3-4-5-6-7-7 nýjar loftlykkjur fyrir handveg = 48-50-54-57-59-63 lykkjur. Nýjar lykkjur í hvorri hlið eru heklaðar í mynstri A.1. Setjið 1 prjónamerki hér. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Haldið áfram fram og til baka með A.1. Þegar stykkið mælist 2 cm – stillið af að næsta umferð sé umferð með fastalykkjum, fækkið lykkjum í hvorri hlið á stykki – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona í hverri umferð með fastalykkjum alls 6-6-8-8-9-10 sinnum = 36-38-38-41-41-43 lykkjur. Haldið áfram þar til ermin mælist 39-38-38-37-35-34 cm – stillið af að næsta umferð sé umferð með fastalykkjum. Heklið nú kant þannig: Heklið 1 umferð með 1 fastalykkju í hverja lykkju og aukið út 1-1-1-0-0-0 lykkjur í umferð = 37-39-39-41-41-43 lykkjur. Heklið frá umferð með ör í A.7 þar til 1 lykkja er eftir, heklið fyrstu lykkjuna í A.7. Endurtakið síðustu 2 umferðirnar í mynsturteikningu þar til kanturinn mælist 6 cm – stillið af að endað sé eftir umferð með stuðlum/stuðlakrókum- þríbrugðnum stuðlum. Heklið nú ermasauma undir ermi í gegnum bæði lögin frá röngu þannig: * Heklið 1 fastalykkju, 2 loftlykkjur, hoppið yfir ca 1 cm *, heklið frá *-* upp þar sem lykkjur voru fitjaðar upp 3-4-5-6-7-7 loftlykkjur undir ermi í hvorri hlið, endið með 1 fastalykkju. Heklið hina ermina alveg eins. Saumið ermar í við fram- og bakstykki. KANTUR Í HÁLSMÁLI: UMFERÐ 1: Byrjið mitt ofan á öxl í annarri hlið og festið þráðinn með 1 fastalykkju, * heklið 2 loftlykkjur, hoppið yfir ca 1½ cm, 1 fastalykkja *, heklið frá *-* hringinn allan kant í hálsi og endið með 1 keðjulykkju í fyrstu fastalykkju í umferð = ca 31 til 35 loftlykkjubogar. UMFERÐ 2: Heklið 1 keðjulykkju um loftlykkjuboga, 3 loftlykkjur, heklið 1 stuðul í sama loftlykkjuboga, síðan eru heklaðir 2 stuðlar um hvern og einn af loftlykkjubogum sem eftir eru í umferð, endið með 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju í umferð. UMFERÐ 3: Heklið 1 loftlykkju, heklið 1 fastalykkju í hverja lykkju, endið með 1 keðjulykkju í 1. loftlykkju í umferð. Klippið frá og festið enda. |
|||||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #enchantedunderwoodsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 15 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 218-32
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.