Huguette skrifaði:
Pouvez-vous m'expliquer la première partie du bonnet c'est-à-dire 2 mailles ens , 1 maille end 8 fois etc est-ce sur tout le rang ou continuer avec les côtés anglaises comment faire Merci je fais s/m
11.01.2024 - 16:14DROPS Design svaraði:
Bonjour Huguette, vous devez tricoter tout le rang ainsi (*2 mailles ensemble à l'envers, 1 maille endroit*, tricotez de *à* 4 fois au total, puis tricotez 2 mailles envers, 1 maille endroit) et répétez de (à) jusqu'à la fin du tour = encore 3 fois. Bon tricot!
12.01.2024 - 07:37
Huguette skrifaði:
Quelle numéro d'aiguille pour tricoter l'échantillon en jersey 3.5 ou 4 merci beaucoup
10.01.2024 - 21:07DROPS Design svaraði:
Bonjour Huguette, l'échantillon doit être tricoté en jersey avec les aiguilles 3,5 (les aiguilles 3 sont pour les côtes du bas du béret); mais adaptez la taille des aiguilles pour avoir l'échantillon. Bon tricot!
11.01.2024 - 07:55
Irene skrifaði:
Ik begrijp het deel over de patentsteek niet: deze moet over 13 steken worden gebreid, maar houdt dat in dat de patentsteek dan halverwege wordt afgekapt?
03.03.2020 - 12:40
JOAN WARREN skrifaði:
DO YOU SELL THE CIRCULAR NEEDLES FOR PATTERN 204-42 PLEASE?
28.01.2020 - 16:30DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Warren, sure we do, you will find all our needles here with link to the stores that have them. Happy knitting!
29.01.2020 - 08:05
December Dawn#decemberdawnset |
|||||||
![]() |
![]() |
||||||
Prjónuð húfa og hálsskjól úr DROPS Puna. Stykkið er prjónað í stroffprjóni, klukkuprjóni og með köðlum.
DROPS 204-42 |
|||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- KLUKKUPRJÓN : UMFERÐ 1: * Sláið 1 sinni uppá prjóninn, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi brugðið, prjónið 1 lykkju slétt *, endurtakið frá *-* umferðina hringinn. UMFERÐ 2: * Prjónið uppsláttinn og óprjónuðu lykkjuna brugðið saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi brugðið *, endurtakið frá *-* umferðina hringinn. UMFERÐ 3. * Sláið 1 sinni uppá prjóninn, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi brugðið, prjónið uppsláttinn og óprjónuðu lykkjuna slétt saman *, endurtakið frá *-* umferðina hringinn Endurtakið umferð 2 og 3. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- HÚFA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á stuttan hringprjón, skipt er yfir á sokkaprjóna eftir þörf. HÚFA: Fitjið upp 108-120 lykkjur á hringprjón 3,5 með Puna. Prjónið stroff með 2 lykkjur brugðið og 1 lykkja slétt þar til stykkið mælist 14 cm. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Skiptið yfir á hringprjón 4 og prjónið næstu umferð þannig: (* 2 lykkjur brugðið saman, 1 lykkja slétt *, prjónið frá *-* 8-9 sinnum, prjónið 2 lykkjur brugðið og 1 lykkja slétt), prjónið frá (-) alls 4 sinnum = 76-84 lykkjur. Prjónið síðan þannig: * yfir næstu 13-15 lykkjur er prjónað KLUKKUPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, prjónið A.1 yfir 6 lykkjur *, prjónið frá *-* umferðina hringinn. Haldið áfram með þetta mynstur þar til stykkið mælist 27 cm (stillið af að næsta umferð sé eins og umferð 3 í klukkuprjóni) og prjónið næstu umferð þannig: (* Prjónið 1 lykkja brugðið, prjónið uppsláttinn og óprjónuðu lykkjuna slétt saman *, prjónið frá *-* yfir fyrstu 13-15 lykkjurnar, prjónið 6 lykkjur í A.1 slétt saman 2 og 2), prjónið frá (-) umferðina hringinn = 64-72 lykkjur. Prjónið næstu umferð þannig: Prjónið næstu umferð þannig: * Prjónið 1 lykkja brugðið, prjónið 2 lykkjur slétt saman alls 6-7 sinnum, prjónið 1 lykkja slétt, prjónið 2 lykkjur slétt saman *, prjónið frá *-* umferðina hringinn = 36-40 lykkjur. Prjónið allar lykkjur slétt saman 2 og 2 umferðina hringinn = 18-20 lykkjur. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið allar lykkjur slétt saman 2 og 2 = 9-10 lykkjur. Klippið frá, dragið þráðinn í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið að og festið vel. Stroffið neðst á húfunni er brotið upp. ------------------------------------------------------- HÁLSSKJÓL - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á hringprjón. HÁLSSKJÓL: Stykkið er prjónað í hring á hringprjón. Fitjið upp 126-144 lykkjur á hringprjón 3,5 með Puna. Prjónið stroff 2 lykkjur slétt og 1 lykkja brugðið yfir allar lykkjur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 4 cm er skipt yfir á hringprjón 4 og prjónað þannig: Prjónið * 2 lykkjur slétt saman, 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-* út umferðina = 84-96 lykkjur. Prjónið síðan KLUKKUPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Haldið áfram í klukkuprjón þar til stykkið mælist 25 cm. Skiptið yfir á hringprjón 3,5 og prjónið allar lykkjur og uppsláttinn slétt hvort fyrir sig, nú eru 126-144 lykkjur í umferð. Prjónið 2 umferðir í sléttprjóni. Í næstu umferð er fellt laust af með sléttum lykkjum. Klippið frá og festið enda. |
|||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||
|
|||||||
![]() |
|||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #decemberdawnset eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 16 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 204-42
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.