Eleni skrifaði:
How many half-double crochets around the chain-stitch ring????
22.12.2024 - 20:54DROPS Design svaraði:
Dear Eleni, after working the ring work according to the charts: start of A.2 - A.1 9 times - end of A.2. So you should start with: 2 chain stitches, then [ 1 half-double crochet around the chain-stitch ring] 9 times (so 9 half-double crochets), finish with 1 slip stitch in the 2nd chain stitch. Happy crochetting!
22.12.2024 - 22:54
Eleni skrifaði:
Good morning, from Greece. Would you like to tell me in the first round how many half double crochet are???
22.12.2024 - 19:42DROPS Design svaraði:
Dear Eleni, you should start with: 2 chain stitches, then [ 1 half-double crochet around the chain-stitch ring] 9 times (so 9 half-double crochets in total), finish with 1 slip stitch in the 2nd chain stitch. Happy crochetting!
22.12.2024 - 23:16
MARIE MADELEINE skrifaði:
BONSOIR ?ES CE QUE LE DIAGRAMME SE FAIT 10FOIS AU TOTAL? MERCI DE VOTRE REPONSE .
02.12.2024 - 21:45DROPS Design svaraði:
Bonjour Marie-Madeleine, on répète 9 fois le diagramme A.1+ A.2 au début du tour, autrement dit, au 1er tour on crochète: 3 mailles en l'air (A.2), puis 9 fois 1 bride (1er tour de A.1) = 9 brides + 3 mailles en l'air. Bon crochet!
03.12.2024 - 09:04
Monika Wilberding skrifaði:
Es ist mir ein Bedürfnis mich für den Adventskalender zu bedanken. So viele Anleitungen die mir gefallen, und eine ganze Reihe die ich schon nachgearbeitet habe. Jeder Versuch ein Erfolg! Herzlichen Dank! Zu Weihnachten und fürs Neue Jahr die besten Wünsche für alle Mitarbeiter M Wilberding
22.12.2019 - 14:47
Christmas Candy Coaster#christmascandycoaster |
||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||
Hekluð glasamotta úr DROPS Muskat. Þema: Jól
DROPS Extra 0-1473 |
||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- HEKLLEIÐBEININGAR-1: Ef þú heklar yst á heklunálinni þá kemur loftlykkjan oft til með að verða of stíf. 1 loftlykkja á að vera álíka löng og breiddin á 1 hálfum stuðli. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. A.2 sýnir hvernig umferðin byrjar og endar. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- GLASAMOTTA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er heklað í hring frá miðju og út. Að lokum er heklaður rauður og hvítur kantur hringinn. GLASAMOTTA: Heklið 4 loftlykkjur með rauður og heklunál 3, tengið saman í hring með 1 keðjulykkju í 1. loftlykkju – sjá HEKLLEIÐBEININGAR-1. Heklið síðan eftir mynsturteikningu A.1 og A.2. Mynsturteikning A.2 sýnir hvernig umferðin byrjar og endar. Mynsturteikning A.1 er endurtekin alls 9 sinnum í umferð. Heklið mynsturteikningu 1 sinni á hæðina = 5 umferðir. KANTUR: Þegar mynsturteikning hefur verið hekluð til loka, heklið kant með loftlykkjubogum (annar hver bogi í rauðu og hvítu) þannig: Heklið 5 loftlykkjur með rauður, hoppið yfir 1 hálfan stuðul, heklið keðjulykkju í næsta hálfa stuðul og heklið 5 loftlykkjur. Takið heklunálina úr og látið 5 rauðu loftlykkjurnar bíða. Í hálfa stuðulinn sem þú hoppaðir yfir (mitt í rauða loftlykkjuboganum) er hvíti þráðurinn sóttur. Heklið loftlykkjur með hvítur, heklið 1 keðjulykkju í næsta lausa hálfa stuðul og passaðu uppá að þú heklir á bakhlið á rauða loftlykkjuboganum sem bíður (þannig að rauði loftlykkjuboginn er nú framan við þann hvíta). Heklið 5 nýjar loftlykkjur, takið heklunálina úr og látið hvíta loftlykkjubogann bíða. Setjið til baka rauða loftlykkjubogann á heklunálina, heklið keðjulykkju í næsta lausa hálfa stuðul og passaðu uppá að þú heklir á bakhlið á hvíta loftlykkjuboganum sem bíður (þannig að hvít loftlykkjuboginn er nú framan við þann rauða). Sjá e.t.v. mynd af því hvernig loftlykkjubogarnir liggja utan um hvern annan. Haldið áfram alveg eins þar til þú hefur heklað allan hringinn. Þræðið þráðinn í gegnum síðustu keðjulykkjuna og festið enda vel. |
||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||
|
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #christmascandycoaster eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 7 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Extra 0-1473
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.