Alexandra skrifaði:
Nu har jeg lavet dette sjal 2 gange og det kommer ikke i nærheden af en længde på 91 cm. Jeg bruger original garnet og pind 5.5 og strikke ikke fast.
08.12.2022 - 22:18
Marie skrifaði:
Bonjour, j'ai l'impression que les diagrammes avec les cœurs sont inversé, ke cœurs à la tête en bas, ou je me trompe ? Merci
23.08.2022 - 07:55DROPS Design svaraði:
Bonjour Marie, les coeurs des diagrammes sont représentés effectivement la "tête en bas" car on tricote le châle de haut en bas, ainsi, lorsqu'il sera porté, les coeurs seront dans le bon sens. Bon tricot!
23.08.2022 - 08:01
Quillec skrifaði:
J'ai terminé le châle 202 24 avec la laine drops air comme le modèle avec des aiguilles no5 et j'ai à peine 70 cm le long du milieu châle au lieu des 91 cm. J'ai suivi scrupuleusement le nombre de mailles prévues et les motifs. je suis très déçue car le châle n'est pas assez grand.
10.06.2022 - 13:32DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Quillec, aviez-vous bien vérifier votre tension et avez-vous bien conservé la même tension tout du long? Autrement dit, vous devez avoir 20 rangs jersey en hauteur = 10 cm - les 26 rangs de A.15-A.17 à titre d'exemple doivent mesurer 13 cm. En espérant que ceci puisse vous aider. Bon tricot!
10.06.2022 - 17:38
Hege skrifaði:
Jeg lurer på på om det er feil i A13 rad 7? Jeg har nå forsøkt 5 ganger, men mønsteret forskyver seg. Er det en feil der?
27.12.2021 - 22:04
Marleen skrifaði:
Kan ik de omslagdoek verlengen door bv nog een keer de patronen 18, 19 en 20 te breien als ik maar elke keer de meerdering van 4 steken bij de naalden aan de goede kant maak?
05.11.2021 - 09:24DROPS Design svaraði:
Dag Marleen,
Je kunt inderdaad het patroon voortzetten op die manier. Er komen dan automatisch meer herhalingen van A.19 in de breedte bij.
11.11.2021 - 08:55
Marleen skrifaði:
Goedendag, waarom is de 7e naald in patroon A14 anders dan in patroon A 12 en A 13?
30.10.2021 - 14:23DROPS Design svaraði:
Dag Marleen,
Hmm ja, goede vraag. Volgens mij klopt het niet en moet de middelste mindering met omslag net als in A.12 en A.13 zijn. Ik zal het doorgeven aan de ontwerpafdeling ter controle, zodat er eventueel een correctie gemaakt kan worden.
02.11.2021 - 15:54
Beth Schoenbrun skrifaði:
Is there any way to download the pattern as a pdf so that I can import it into Knitcompanion?
21.09.2021 - 16:28DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Schoenbrun, our patterns can only be printed, but using a virtual printer may allow you to save them as a .PDF. Happy knitting!
21.09.2021 - 16:30
Lyly skrifaði:
Que veut dire monter des mailles en air?
18.08.2021 - 23:59DROPS Design svaraði:
Bonjour Lyly, tu dois monter ces mailles en utilisant la laine DROPS Air. Bon tricot!
19.08.2021 - 00:14
Linda skrifaði:
Goede morgen, ik heb deze omslagdoek (Heart by me) gebreid met Drops Air. Kan ik de sjaal bevochtigen en opspannen of is Drops Air daar niet geschikt voor. ALvast dank voor het antwoord. Groet, Linda
08.10.2020 - 09:59DROPS Design svaraði:
Dag Linda,
Ja hoor, dat kan wel. Altijd wel voorzichtig te werk gaan, want de structuur kan snel beschadigen.
11.10.2020 - 14:32
Nadege Brochard skrifaði:
Bonjour au début du tricot c'est noté que la maille centrale sera toujours tricotée en jersey mais quand on commence a9, on dit que la maille centrale est tricotée en point mousse. Comment doit-on faire ? Merci
30.03.2020 - 13:17DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Brochard, il faut bien la tricoter en jersey, la correction va être faite, merci, bon tricot!
30.03.2020 - 13:46
Heart Me#heartmeshawl |
|||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||
Prjónað sjal úr DROPS Air. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með gatamynstri og sléttprjóni.
DROPS 202-24 |
|||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.20. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- SJAL - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjón til að fá pláss fyrir allar lykkjur. SJAL: Fitjið upp 7 lykkjur á hringprjón 5,5 með Air. Prjónið 1 umferð slétt frá röngu. Prjónið 2 lykkjur slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn og 2 lykkjur slétt = 4 lykkjur fleiri, nú eru 11 lykkjur í umferð. Prjónið 1 umferð slétt frá röngu. Setjið 1 prjónamerki í miðju lykkjuna, þetta er miðjulykkjan og það á að prjóna hana allan tímann í sléttprjóni (= slétt frá réttu og brugðið frá röngu). Prjónið eftir mynsturteikningu A.1-A.2 frá réttu þannig: Prjónið 2 kantlykkjur í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, prjónið A.1 yfir 3 lykkjur, 1 miðjulykkja í sléttprjóni, A.2 yfir 3 lykkjur og 2 kantlykkjur í garðaprjóni. Þegar mynsturteikning A.1 og A.2 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina eru 39 lykkjur í umferð. Prjónið eftir mynsturteikningu A.3-A.8 frá réttu þannig: Prjónið 2 kantlykkjur í garðaprjóni, prjónið A.3 yfir 1 lykkju, A.4 yfir 10 lykkjur (1 sinni á breidd), A.5 yfir 6 lykkjur, 1 miðjulykkja í sléttprjóni, A.6 yfir 6 lykkjur, A.7 yfir 10 lykkjur (1 sinni á breidd) og A.8 yfir 1 lykkju og 2 kantlykkjur í garðaprjóni. Þegar mynsturteikning hefur verið prjónuð 1 sinni á hæðina eru 99 lykkjur í umferð. Prjónið eftir mynsturteikningu A.9-A.11 frá réttu þannig: Prjónið 2 kantlykkjur í garðaprjóni, A.9 yfir 3 lykkjur, A.10 er prjónað þar til 2 lykkjur eru eftir á undan miðjulykkju, prjónið A.11 yfir 2 lykkjur, prjónið 1 miðjulykkju í sléttprjóni, prjónið A.9 yfir 3 lykkjur, A.10 er prjónað þar til 4 lykkjur eru á prjóni, prjónið A.11 yfir 2 lykkjur og 2 kantlykkjur í garðaprjóni. Þegar mynsturteikning hefur verið prjónuð 1 sinni á hæðina eru 115 lykkjur í umferð. Prjónið næstu umferð frá réttu þannig: Prjónið 2 kantlykkjur í garðaprjóni, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið sléttar lykkjur og aukið út um 4 lykkjur jafnt yfir næstu 55 lykkjur (= fram að miðjulykkju), sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 miðjulykkja í sléttprjóni, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið sléttar lykkjur og aukið út um 4 lykkjur jafnt yfir næstu 55 lykkjur, sláið 1 sinni uppá prjóninn og 2 lykkjur í garðaprjóni (= 12 lykkjur fleiri alls). Nú eru 127 lykkjur í umferð. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu (miðju lykkjan er prjónuð í sléttprjóni og kantlykkjur eru prjónaðar í garðaprjóni). Prjónið eftir mynsturteikningu A.12-A.14 frá réttu þannig: Prjónið 2 kantlykkjur í garðaprjóni, A.12 yfir 15 lykkjur, A.13 er prjónað þar til 14 lykkjur eru eftir á undan miðjulykkju (2 sinnum á breidd), A.14 yfir 14 lykkjur, 1 miðjulykkja í sléttprjóni, A.12 yfir 15 lykkjur, A.13 er endurtekið þar til 16 lykkjur eru eftir í umferð (2 sinnum á breidd), prjónið A.14 yfir 14 lykkjur og prjónið 2 kantlykkjur í garðaprjóni. Þegar mynsturteikning hefur verið prjónuð 1 sinni á hæðina eru 167 lykkjur í umferð. Prjónið eftir mynsturteikningu A.9-A.11 frá réttu þannig: Prjónið 2 kantlykkjur í garðaprjóni, A.9 yfir 3 lykkjur, A.10 er prjónað þar til 2 lykkjur eru eftir á undan miðjulykkju, prjónið A.11 yfir 2 lykkjur, prjónið 1 miðjulykkju í sléttprjóni, prjónið A.9 yfir 3 lykkjur, A.10 er prjónað þar til 4 lykkjur eru eftir á prjóni, prjónið A.11 yfir 2 lykkjur og 2 kantlykkjur í garðaprjóni. Þegar mynsturteikning hefur verið prjónuð 1 sinni á hæðina eru 183 lykkjur í umferð. Prjónið næstu umferð frá réttu þannig: Prjónið 2 kantlykkjur í garðaprjóni, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið sléttar lykkjur og aukið út um 10 lykkjur jafnt yfir næstu 89 lykkjur (= fram að miðjulykkju), sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 miðjulykkja í sléttprjóni, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið sléttar lykkjur og aukið út um 10 lykkjur jafnt yfir næstu 89 lykkjur, sláið 1 sinni uppá prjóninn og 2 kantlykkjur í garðaprjóni (= 24 lykkjur fleiri alls). Nú eru 207 lykkjur í umferð. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu (miðju lykkjan er prjónuð í sléttprjóni og kantlykkjur eru prjónaðar í garðaprjóni). Prjónið eftir mynsturteikningu A.15-A.17 frá réttu þannig: Prjónið 2 kantlykkjur í garðaprjóni, A.15 yfir 14 lykkjur, A.16 er endurtekið þar til 15 lykkjur eru eftir á undan miðjulykkju (4 sinnum á breidd), A.17 yfir 15 lykkjur, 1 miðjulykkja í sléttprjóni, A.15 yfir 14 lykkjur, A.16 er endurtekið þar til 17 lykkjur eru eftir á prjóni (4 sinnum á breidd), prjónið A.17 yfir 15 lykkjur og 2 kantlykkjur í garðaprjóni. Þegar mynsturteikningin hefur verið prjónuð 1 sinni á hæðina eru 259 lykkjur í umferð. Prjónið næstu umferð frá réttu þannig: Prjónið 2 kantlykkjur í garðaprjóni, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið sléttar lykkjur og aukið út um 6 lykkjur jafnt yfir næstu 127 lykkjur (= fram að miðjulykkju), sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 miðju lykkja í sléttprjóni, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið sléttar lykkjur og aukið út um 6 lykkjur jafnt yfir næstu 127 lykkjur, sláið 1 sinni uppá prjóninn og 2 kantlykkjur í garðaprjóni (= 16 lykkjur fleiri alls). Það eru 275 lykkjur í umferð. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu (miðjulykkjan er prjónuð í sléttprjóni og kantlykkjur eru prjónaðar í garðaprjóni). Prjónið eftir A.18-A.20 frá réttu þannig: Prjónið 2 kantlykkjur í garðaprjóni, A.18 yfir 5 lykkjur, A.19 er endurtekið þar til 4 lykkjur eru eftir á undan miðjulykkju (21 sinnum á breidd), A.20 yfir 4 lykkjur, 1 miðjulykkja í sléttprjóni, A.18 yfir 5 lykkjur, A.19 er endurtekið þar til 6 lykkjur eru eftir á prjóni (21 sinnum á breidd), prjónið A.20 yfir 4 lykkjur og 2 kantlykkjur í garðaprjóni. Þegar mynsturteikning hefur verið prjónuð 1 sinni á hæðina eru 307 lykkjur í umferð. Fellið af með sléttum lykkjum í næstu umferð frá réttu, passið uppá að kanturinn verði ekki stífur, notið e.t.v. grófari prjón til að fella af með. |
|||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #heartmeshawl eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 17 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 202-24
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.