Diana skrifaði:
Hallo, graag wil ik in de alpaca bouclé deze maken maat xl, De Bouclé is iets dikker, hoe verhouden de steken zich dan tot elkaar? Zet ik meer steken extra op of houd ik dezelfde steken aan met nld 5?
05.11.2021 - 12:15DROPS Design svaraði:
Dag Diana,
Je maakt eerst een proeflapje met de aanbevolen naalddikte van Alpaca Bouclé, daarna kun je op basis van het proeflapje de steken uitrekenen. Lees ook dit artikel over hoe je de stekenverhouding meet.
11.11.2021 - 08:50
Marja skrifaði:
Wil graag maatje xl xxl maken moet ik dan 16 of 32 steken erbij doen . Want het verschil van de steken zijn 16 . In afwachting op uw antwoord. m sas
18.11.2019 - 16:46
Tine Friis Jensen skrifaði:
Jeg kan ikke regne brystmålet ud på denne fine jakke
12.04.2018 - 15:42DROPS Design svaraði:
Hej Tine, Brystmålet er 2x49=98 cm i den mindste størrelse og 2x54= 108 cm i den største. God fornøjelse!
13.04.2018 - 10:31
DROPS 63-15 |
|
|
|
Prjónuð peysa úr DROPS Ull-Bouclé eða DROPS Alpaca Bouclé
DROPS 63-15 |
|
UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. GARÐAPRJÓN (prjónað í hring): *1 umferð slétt og 1 umferð brugðin*, endurtakið frá *-*. LEIÐBEININGAR-1: HÆGRA FRAMSTYKKI: Fækkið lykkjum frá réttu þannig: Takið 1 lykkju óprjónaða, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir. Fækkið lykkjum frá röngu þannig: Prjónið 2 lykkjur brugðnar saman. VINSTRA FRAMSTYKKI: Fækkið lykkjum frá réttu þannig: Prjónið 2 lykkjur slétt saman. Fækkið lykkjum frá röngu þannig: Prjónið 2 lykkjur brugðnar saman. HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagati á hægra framstykki þannig: Fellið af 3. og 4. lykkju, fitjið upp 2 nýjar lykkjur yfir þær lykkjur sem felldar voru af í næstu umferð. Fellið af fyrir hnappagötum þegar stykkið mælist: 9-8 cm 17-17 cm 25-26 cm 33-35 cm 41-44 cm 49-53 cm 57-62 cm. ATH: Fellt er af fyrir síðasta hnappagatinu innan við 3. og 4. lykkju + útauknu lykkjum fyrir kraga. ---------------------------------------------------------- PEYSA: Peysan er prjónuð fram og til baka á hringprjóna. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp 242-258 lykkjur (meðtaldar 5 kantlykkjur á hvorri hlið (= kantur að framan) sem prjónaður er upp úr) á hringprjón 4,5 með ljós gráum Ull-Bouclé eða Alpaca Bouclé og prjónið 6 umferðir GARÐAPRJÓN prjónað í hring – sjá útskýringu að ofan. Munið eftir HNAPPAGAT – sjá útskýringu að ofan – yfir hægri kant að framan. Setjið 1 prjónamerki í hvora hlið þannig: Framstykki = 63-67 lykkjur, bakstykki = 116-124 lykkjur. Prjónið sléttprjón upp úr JAFNFRAMT því sem felld er af 1 lykkja hvoru megin við hvort prjónamerki (= 4 lykkjur færri í hverri umferð): 16-16 sinnum í öðrum hverjum cm = 178-194 lykkjur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 55-60 cm er næsta umferð prjónuð þannig: 45-49 lykkjur framstykki, fellið af 4 lykkjur fyrir handveg, 80-88 lykkjur bakstykki, fellið af 4 lykkjur fyrir handveg, 45-49 lykkjur framstykki. Hvort stykki er nú prjónað til loka fyrir sig. FRAMSTYKKI: = 45-49 lykkjur. Fellið nú af fyrir handveg í annarri hverri umferð: 3 lykkjur 1-1 sinni, 2 lykkjur 1-2 sinnum, 1 lykkja 3-3 sinnum = 37-39 lykkjur. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 56-61 cm er aukið út um 2 lykkjur fyrir kraga við miðju að framan innan við 1 kantlykkju með garðaprjóni. Í næstu umferð eru prjónaðar 2 umferðir GARÐAPRJÓN prjónað fram og til baka – sjá útskýringu að ofan – einungis yfir fyrstu 7 lykkjur í kanti. Aukið síðan út um 1 lykkju innan við kantlykkju í hverri umferð: 4 sinnum, í annarri hverri umferð: 5 sinnum, síðan í 4. hverri umferð: 2 sinnum, síðan í 6. hverri umferð: 2 sinnum. Útauknu lykkjurnar eru prjónaðar með garðaprjóni (= 20-20 lykkjur fyrir kraga). JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 65-71 cm er lykkjum fækkað fyrir hálsmáli jafnframt því sem haldið er áfram að auka út fyrir kraga þannig: Fækkið lykkjum innan við 5 kantlykkjur + þær lykkjur sem nú hafa verið auknar út fyrir kraga með garðaprjóni – LESIÐ LEIÐBEININGAR-1, nú er lykkjum fækkað í annarri hverri umferð: 1 lykkja 6-6 sinnum, síðan í 4. Hverri umferð: 1 lykkja 8-8 sinnum = 38-40 lykkjur. Þegar stykkið mælist 78-84 cm er fellt af fyrir öxl = 18-20 lykkjur og einungis eru eftir lykkjur með garðaprjóni fyrir kraga. Haldið áfram með garðaprjón þannig: * 2 umferðir garðaprjón yfir allar lykkjur, 2 umferðir garðaprjón yfir ystu 16-16 lykkjurnar að hálsi *, endurtakið frá *-* þar til kraginn mælist 8-8 cm frá úrtöku fyrir öxl. Setjið lykkjur á band. BAKSTYKKI: = 80-88 lykkjur. Fellið af fyrir handveg eins og á framstykki = 64-68 lykkjur. Þegar stykkið mælist 76-82 cm eru felldar af miðju 24-24 lykkjur fyrir hálsmáli. Fellið síðan af 2 lykkjur í næstu umferð við háls. Fellið af þegar stykkið mælist 78-84 cm. ERMI: Fitjið upp 54-54 lykkjur á sokkaprjón 4 með ljós gráum Ull-Bouclé eða Alpaca Bouclé og prjónið garðaprjón í 11,5-13 cm. Skiptið yfir á sokkaprjón 4,5 og prjónið sléttprjón. JAFNFRAMT eftir kant með garðaprjóni er aukið út um 2 lykkjur mitt undir erm 10-11 sinnum í 3,5. -3,5. hverjum cm = 74-76 lykkjur. Þegar stykkið mælist 49,5-49 cm fellið af 6 lykkjur mitt undir ermi og stykkið er prjónað til loka fram og til baka. Fellið síðan af á hvorri hlið fyrir öxl í annarri hverri umferð: 3 lykkjur 1 sinni, 2 lykkjur 2 sinnum, 1 lykkja 5 sinnum og fellið síðan af 2 lykkjur á hvorri hlið til loka. Fellið af þegar stykkið mælist 59-60 cm. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma. Saumið kragalykkjur saman við miðju að aftan með lykkjuspori. Saumið kraga við op á hálsi á bakstykki með sauminn út að réttu. ATH: Saumið í kant í ysta lykkjuboga. Saumið ermar í og tölur. |
|
![]() |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 22 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 63-15
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.