Nafula skrifaði:
This looks beautiful I would love ❤️ it in different lengths short ,as a top ,normal,length,midi and maxi but I only have 2 hands and 24hrs a day.🏃🏾♀️🏃🏿♀️🏃🏽♀️🤦🏾♀️🤪🤪🧐🙃
09.07.2023 - 16:59
E Vd Linden skrifaði:
Ik heb het patroon a2 klaar op de voorkant. Gaat a5 gelijk er achteraan of eerst tussen de 2 patronen de ribbels aan de zijkant en die pennen verder tricosteek? Ik zie het niet goed op de afbeelding
06.04.2023 - 10:28DROPS Design svaraði:
Dag E Vd Linden,
Op de voorkant brei je eerst A.2 en dan A.3 er gelijk achteraan, dus geen naalden ertussen.
12.04.2023 - 20:37
Lillian skrifaði:
Tænker at strikke denne, men jeg har 2 spørgsmål. Kan jeg strikke den nederste del rundt og dele arbejdet lige inden mønster?. Kan jeg sætte et lille ærme i fra anden opskrift, og evt hvilken? på forhånd tak
12.04.2021 - 12:18DROPS Design svaraði:
Hej Lillian, ja det kan du godt, bare du sørger for at indtagningerne ikke kommer til at trække arbejdet til den ene side. Under billedet finder du tunikaen med ærmer, den opskrift kan du med fordel bruge :)
12.04.2021 - 13:48
Nicole Preuss skrifaði:
Bytt til rundpinne 5 når A.1 er strikket ferdig. Strikk glattstrikk videre med 1 kantmaske i RILLE i hver side – les forklaring over. HUSK PÅ STRIKKEFASTHETEN! glattstrikk eller rille??? har strikket rille nå men ser ikke ut 😪
30.06.2019 - 21:10DROPS Design svaraði:
Hej. Du ska nu sticka vidare i glattstrikk, det är kun 1 kantmaske i hver sida som ska stickas i rille. Lycka till!
01.07.2019 - 10:41
Renate skrifaði:
Super.auf jeden Fall werde ich dieses nacharbeiten.Meine Nadel sind bereit
20.12.2018 - 15:40
Beti skrifaði:
Dieses Modell ist traumhaft, würde es gern nacharbeiten.
20.12.2018 - 13:25
Karen skrifaði:
I'm looking forward to making this one!
11.12.2018 - 18:38
White Pearl#whitepearltop |
|||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||
Prjónuð tunika úr DROPS Paris. Stykkið er prjónað með gatamynstri og opi í hálsmáli að framan. Stærð S - XXXL.
DROPS 199-20 |
|||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.5. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. ÚRTAKA-1 (á við um pils hluta á tuniku): Öll úrtaka er gerð frá réttu! Fækkið lykkjum hvoru megin við prjónamerki þannig: Byrjið 2 lykkjum á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónamerki, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri við prjónamerki og 4 lykkjur færri í umferð). ÚRTAKA-2 (á við um handveg): Fækkið lykkjum innan við 3 kantlykkjur í garðaprjóni. Öll úrtaka er gerð frá réttu! Fækkið lykkjum á eftir 3 kantlykkjum þannig: Takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 1 lykkja færri). Fækkið lykkjum á undan 3 kantlykkjum þannig: Byrjið 2 lykkjum á undan 3 kantlykkjum og prjónið 2 lykkjur slétt saman (= 1 lykkja færri). ÚTAUKNING (á við um hvora hlið á fram- og bakstykki): Öll útaukning er gerð frá réttu! Aukið út innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni að hlið með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð (ranga) er uppslátturinn prjónaður snúinn brugðið svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- TUNIKA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjón í stykkjum, neðan frá og upp. Stykkið er saumað saman í lokin. Prjónað er gatamynstur á bakstykki alveg eins og á framstykki, en án gataumferðar og opi að framan. Ef ekki er óskað eftir að hafa gatamynstur á bakstykki er prjónað sléttprjón yfir þessar lykkjur. FRAMSTYKKI: Fitjið upp 109-117-123-133-143-153 lykkjur á hringprjón 4 með Paris. Prjónið A.1 fram og til baka yfir allar lykkjur (1. umferð er prjónuð frá röngu og 5. umferð í A.1 á við um táknin 2 lykkjur slétt saman er einnig frá röngu. ATH: Síðasta lykkjan í 5. umferð er prjónuð slétt). Skiptið yfir á hringprjón 5 þegar A.1 hefur verið prjónað til loka. Prjónið síðan sléttprjón með 1 kantlykkju í GARÐAPRJÓN í hvorri hlið – sjá útskýringu að ofan. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 5-5-5-5-6-6 cm setjið 2 prjónamerki í stykkið þannig: Teljið 26-29-31-35-39-43 lykkjur, setjið 1 prjónamerki, teljið 57-59-61-63-65-67 lykkjur, setjið 1 prjónamerki (nú eru 26-29-31-35-39-43 lykkjur eftir í umferð á eftir síðasta prjónamerki). LESIÐ ALLAN KAFLANN ÁÐUR EN PRJÓNAÐ ER ÁFRAM! ÚRTAKA VIÐ PRJÓNAMERKI: Í næstu umferð frá réttu er fækkað um 1 lykkju hvoru megin við bæði prjónamerkin – sjá ÚRTAKA-1 (= 4 lykkjur færri). Fækkið lykkjum svona með 4 cm millibili alls 12 sinnum = 61-69-75-85-95-105 lykkjur. GATAMYNSTUR: Jafnframt þegar stykkið mælist 46-47-48-46-47-49 cm byrjar gatamynstur við miðju að framan. Síðasta úrtaka við prjónamerki er eftir í öllum stærðum þegar A.2 byrjar og umferðin er prjónuð þannig: Prjónið 13-17-20-25-30-35 lykkjur í garðaprjóni og sléttprjóni eins og áður, prjónið A.2 (= 39 lykkjur), prjónið síðan þær 13-17-20-25-30-35 lykkjur sem eftir eru í sléttprjóni og garðaprjóni eins og áður. Haldið svona áfram með mynstur (munið eftir síðustu úrtöku við prjónamerkin). ÚTAUKNING Í HLIÐUM: Jafnframt þegar stykkið mælist 55-55-55-55-56-56 cm, aukið út um 1 lykkju í hvorri hlið – sjá ÚTAUKKNING. Aukið svona út með 3-3-3-4-4-4 cm millibili alls 3 sinnum í hvorri hlið = 67-75-81-91-101-111 lykkjur. HANDVEGUR: Jafnframt þegar stykkið mælist 62-63-64-65-66-67 cm, prjónið 4 umferðir garðaprjón á hæðina yfir ystu 6-6-7-9-11-13 lykkjurnar í hvorri hlið (aðrar lykkjur eru prjónaðar í sléttprjóni og gatamynstri eins og áður). Eftir 4 umferðir garðaprjón í hvorri hlið er fækkað um 3-3-4-6-8-10 lykkjur í byrjun á 2 næstu umferðum fyrir handveg. Í næstu umferð frá réttu er fækkað um 1 lykkju í hvorri hlið fyrir handveg – sjá ÚRTAKA-2. Fækkið lykkjum svona í annarri hverri umferð (þ.e.a.s. í hverri umferð frá réttu) alls 1-4-5-7-9-11 sinnum. GATAMYNSTUR HELDUR ÁFRAM: Jafnframt þegar A.2 hefur verið prjónað til loka, prjónið A.3 alls 1-1-1-2-2-2 sinnum á hæðina yfir sömu 39 lykkjurnar, en í síðustu umferð í síðustu endurtekningu með A.3 (ranga) er felld af miðju lykkjan í umferð fyrir opi mitt að framan og hvor hluti er prjónaður fyrir sig. VINSTRA FRAMSTYKKI: Byrjið frá réttu og prjónið nú eins og áður með 3 kantlykkjur í garðaprjóni að handveg, haldið áfram með úrtöku fyrir handveg ef úrtöku er ekki lokið, prjónið sléttprjón og síðan A.4A yfir ystu 19 lykkjur við miðju að framan. Þegar stykkið mælist 77-78-79-81-82-84 cm (stillið af að næsta umferð sé prjónuð frá röngu), setjið ystu 7-7-8-8-9-9 lykkjur við miðju að framan á þráð fyrir hálsmáli, en til að sleppa við að klippa þráðinn frá eru lykkjurnar prjónaðar áður en þær eru settar á þráðinn. Prjónið áfram og fellið af fyrir hálsmáli í byrjun á hverri umferð frá röngu þannig: Fellið af 2 lykkjur 2 sinnum og síðan 1 lykkju 3 sinnum = 15-16-16-17-17-18 lykkjur eftir á öxl. Prjónið síðan áfram þar til 1 umferð er eftir þar til stykkið mælist 82-84-86-88-90-92 cm. Prjónið 1 umferð slétt frá röngu og fellið af með sléttum lykkjum frá réttu. Tunikan mælist ca 82-84-86-88-90-92 cm frá öxl og niður. HÆGRA FRAMSTYKKI: Byrjið frá réttu og prjónið þannig: Prjónið A.4B yfir fyrstu 19 lykkjur við miðju að framan, prjónið sléttprjón eins og áður, haldið áfram með úrtöku fyrir handveg ef úrtöku er ekki lokið og haldið áfram með 3 kantlykkjur í garðaprjóni við handveg. Þegar stykkið mælist 77-78-79-81-82-84 cm (stillið af að næsta umferð sé frá réttu), setjið ystu 7-7-8-8-9-9 lykkjur við miðju að framan á þráð fyrir hálsmáli, en til að þurfa ekki að klippa þráðinn frá eru lykkjurnar prjónaðar áður en þær eru settar á þráð. Prjónið áfram og fellið af fyrir hálsmáli í byrjun á hverri umferð frá réttu þannig: Fellið af 2 lykkjur 2 sinnum og síðan 1 lykkju 3 sinnum = 15-16-16-17-17-18 lykkjur eftir á öxl. Prjónið síðan áfram þar til 1 umferð er eftir þar til stykkið mælist 82-84-86-88-90-92 cm. Prjónið 1 umferð slétt frá röngu og fellið af með sléttum lykkjum frá réttu. BAKSTYKKI: Fitjið upp 109-117-123-133-143-153 lykkjur á hringprjón 4 með Paris. Prjónið A.1 fram og til baka yfir allar lykkjur alveg eins og á framstykki. Skiptið yfir á hringprjón 5 þegar A.1 hefur verið prjónað til loka. Prjónið síðan sléttprjón með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 5-5-5-5-6-6 cm setjið 2 prjónamerki í stykkið þannig: Teljið 26-29-31-35-39-43 lykkjur, setjið 1 prjónamerki, teljið 57-59-61-63-65-67 lykkjur, setjið 1 prjónamerki (nú eru 26-29-31-35-39-43 lykkjur eftir í umferð á eftir síðasta prjónamerki). LESIÐ ALLAN KAFLANN ÁÐUR EN PRJÓNAÐ ER ÁFRAM! ÚRTAKA VIÐ PRJÓNAMERKIN: Í næstu umferð frá réttu er fækkað um 1 lykkju hvoru megin við bæði prjónamerkin – sjá ÚRTAKA-1 (= 4 lykkjur færri). Fækkið lykkjum svona með 4 cm millibili alls 12 sinnum = 61-69-75-85-95-105 lykkjur. GATAMYNSTUR: Jafnframt þegar stykkið mælist 46-47-48-46-47-49 cm byrjar gatamynstur mitt að aftan. Síðasta úrtaka við prjónamerkin er eftir í öllum stærðum þegar A.5A byrjar og umferðin er prjónuð þannig: Prjónið 13-17-20-25-30-35 lykkjur í garðaprjóni og sléttprjóni eins og áður, prjónið A.5A (= 39 lykkjur), prjónið síðan þær 13-17-20-25-30-35 lykkjur sem eftir eru í sléttprjóni og garðaprjóni eins og áður. Haldið svona áfram með mynstur (munið eftir síðustu úrtöku við prjónamerkin). ÚTAUKNING Í HLIÐUM: Jafnframt þegar stykkið mælist 55-55-55-55-56-56 cm er aukið út um 1 lykkju í hvorri hlið – sjá ÚTAUKNING. Aukið svona út með 3-3-3-4-4-4 cm millibili alls 3 sinnum í hvorri hlið = 67-75-81-91-101-111 lykkjur. HANDVEGUR: Jafnframt þegar stykkið mælist 62-63-64-65-66-67 cm prjónið 4 umferðir garðaprjón á hæðina yfir ystu 6-6-7-9-11-13 lykkjur í hvorri hlið (aðrar lykkjur eru prjónaðar í sléttprjóni og gatamynstri eins og áður). Eftir 4 umferðir garðaprjón í hvorri hlið eru felldar af 3-3-4-6-8-10 lykkjur í byrjun á 2 næstu umferðum fyrir handveg. Í næstu umferð frá réttu er fækkað um 1 lykkju í hvorri hlið fyrir handveg – sjá ÚRTAKA-2. Fækkið lykkjum svona í annarri hverri umferð (þ.e.a.s. í hverri umferð frá réttu) alls 1-4-5-7-9-11 sinnum. GATAMYNSTUR HELDUR ÁFRAM: Jafnframt þegar A.5A hefur verið prjónað til loka, endurtakið A.5B á hæðina yfir sömu 39 lykkjur til loka. HÁLSMÁL: Jafnframt þegar stykkið mælist 80-82-84-86-88-90 cm fellið af miðju 27-27-29-29-31-31 lykkjur fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Haldið áfram með mynstur eins og áður, en þær lykkjur sem ekki ganga jafnt upp í gatamynstri þegar fellt er af fyrir hálsmáli eru prjónaðar í sléttprjóni. Fellið af 1 lykkju fyrir hálsmáli í byrjun á næstu umferð frá hálsi = 15-16-16-17-17-18 lykkjur eftir á öxl. Prjónið síðan áfram þar til 1 umferð er eftir þar til stykkið mælist 82-84-86-88-90-92 cm. Prjónið 1 umferð slétt frá röngu og fellið af með sléttum lykkjum frá réttu. Prjónið hina öxlina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma innan við affellingarkantinn þannig að það verða 2 umferðir brugðið á móti hvor annarri á öxlum. Saumið hliðarsauma frá handveg og niður – saumið kant í kant í ystu lykkjubogana svo að saumurinn verði flatur. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Byrjið frá réttu mitt að framan og prjónið upp ca 74 til 88 lykkjur í kringum hálsmál (meðtaldar lykkjur af þræði að framan), á hringprjón 4 með Paris. Prjónið 1 umferð slétt frá röngu, 1 umferð slétt frá réttu og 1 umferð slétt frá röngu. Fellið síðan laust af með sléttum lykkjum frá réttu. Klippið frá og festið enda. |
|||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #whitepearltop eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 22 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 199-20
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.