Margie Harner skrifaði:
Is there a complete round by round written pattern instruction? I am really trying to follow the diagram pattern and struggling terribly. I cannot get past round 2. I am not very visually oriented for patterns. I am more of a written word pattern follower. Can you help? Is there a complete written pattern? I would love to make this pattern but cannot get past round 2. HELP please?
03.07.2020 - 03:56DROPS Design svaraði:
Hi Margie, Sadly there is no written pattern for the garment at this stage. Regards, Drops Team.
03.07.2020 - 07:12
Pamela L Victory skrifaði:
I made this jacket for my daughter and it is beautiful! Thanks for posting the pattern!
07.04.2020 - 18:24
Angelika skrifaði:
In der Anleitung sind 2 verschiedene Garne angegeben. Ich kann in der Anleitung nichts darüber lesen. Drops Nord und Drops Kid Silk. Vielen Dank im Vorab
29.03.2020 - 12:57DROPS Design svaraði:
Liebe Angelika, diese Jacke wird mit 1 Faden DROPS Nord + 1 Faden Kid-Silk (= mit 1 Faden von jeder Garnqualität bzw zweifädig) gehäkelt - siehe Material und Maschenprobe. Viel Spaß beim häkeln!
30.03.2020 - 10:31
Pamela Victory skrifaði:
I am making this pattern in size 3XL. I have just completed the 2nd round in A.2, creating the armholes. The directions state to then work the 3rd round in A.3 without increasing. ?? The directions that follow for all sizes state to work diagram A.3 along with the respective increases depending on garment size. Please help.
06.03.2020 - 19:31DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Victory, after you have worked the 2nd round in A.2, work the 3rd row in A.2 (not A.3 - there is a mistake in the EN pattern and it will be edited asap). Then work a.3 inc as explained for your size. Happy crocheting!
09.03.2020 - 09:35
Pamela Victory skrifaði:
I am nearing the completion of A.1 so the 49 chains before A.2 does not make sense. There are 49 chains in total after the 7th round in A.1 plus 21 chains more in each of the 7 sections. Please explain. Thanks.
04.03.2020 - 02:33DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Victory, when you crochet the armhole round you have: 7 ch-spaces, 35-ch-space (armhole over the 8 skipped ch-spaces), 19 ch-spaces, 35-ch-space (armhole over the 8 skipped ch-spaces) and 7 ch-spaces, Then work A.2: over the first 7-ch-spaces inc 2 ch-sp (= 9 ch-sp) + 10 ch-spaces around the 35-ch-space + 19-ch-spaces inc 7 ch-spaces (=26 ch-sp) + 10 ch-spaces around the 35-ch-space + 7 ch-spaces inc 2 ch-sp (= 9 ch-sp) = 9+10+26+10+9=64 chain spaces in total on first row in A.2. Happy crocheting!
04.03.2020 - 09:04
Karen Jones skrifaði:
Can you diagram or better explain the increase tip. Thank you.
21.02.2020 - 23:44DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Jones, wen you work the chain-spaces you work ch-spaces with 6 chain-stitches and 1 sc in the ch-space from previous round. To increase 1 ch-space you will crochet in the same ch-space: 1 sc, 6 ch-stitches, 1 sc, 6 ch-stitches and continue as before with 1 sc in next ch-space. Happy crocheting!
24.02.2020 - 08:00
Karen Jones skrifaði:
I've successfully gotten to round 4 from the start. Here it says chain until you get.to the.mide of the chain space. Is that chains in stitches?
15.02.2020 - 18:34DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Jones, CROCHET INFO-2 applies only when there is a chain space at the beg of the round, then you will have to start the round with 1 sl st in each of the chain stitches of first ch-space until you reach the middle of the ch-space, but this doesn't apply to A.1 (only to A.2 and A.3). Happy crocheting!
17.02.2020 - 08:45
Ani L skrifaði:
Hello, I am stuck at 3rd row of A.2. I understand the instruction is; single crochet, 3 chain stitch then single crochet, 3 ch stitch, etc again all around the circle including the long chain of armhole correct? my question is, how many of the 3 chain stitch do I make in the armhole chain? I tried making 9 - 3 chain stitches but because the armhole chain is loose, it left quite a big of the long chain hanging. Is this correct? I understand the total number of chain should be 64. Help!
26.12.2019 - 17:00DROPS Design svaraði:
Dear Ani L, make sure there were 64 ch-spaces at the end of row 1 in A.2 , then on row 3, just crochet as before (with 9 ch-spaces in the armholes, ie as if there wouldn't any chains). Happy crocheting!
02.01.2020 - 11:08
Judi M skrifaði:
I live this look! I find it a little challenging to follow and wonder is there a possibility of creating a tutorial from start to finish., either you or allowing someone else to post it.
28.11.2019 - 16:24DROPS Design svaraði:
Dear Judi M, to help you reading diagram, please read this point in our FAQ. For any individual assistance you are welcome to contact your DROPS store, even per mail. Happy crocheting!
29.11.2019 - 08:47
Asti Ward skrifaði:
Hi, I'm asking same question as Lorraine from Canada 4/9/2019, I didn't understand your explanation on what to do when you get to the chain on the sleeve hole. Do you connect a new yarn here and do it seperate or put the 2 together? If continuing in the round does that mean it continues on the back. Just very confused but loving the look so far and would love to finish it. Thanks and looking forward to your answer, from a relatively new crocheter.
17.10.2019 - 10:43DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Ward, to make the armhole on the circle and continue then working the circle in the round as before, you will have to skip some stitches (7 or 9 ch-spaces) and replace them with chains (= 35-38 or 41 ch-sts depending on your size), just skip the next ch-spaces and continue as before to create first armhole then repeat for the 2nd armhole and join at the end of the round as before. On next round, you will continue in pattern as explained working both in last round (between armholes/chains) and in the both chains cast on over the skipped ch-spaces. Happy crocheting!
17.10.2019 - 11:41
Blue Helix#bluehelixjacket |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Hekluð hringpeysa úr 1 þræði DROPS Nord + 1 þræði DROPS Kid-Silk. Stykkið er heklað með gatamynstri. Stærð S - XXXL.
DROPS 194-36 |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.3. HEKLLEIÐBEININGAR-1: Fyrsta fastalykkja í byrjun á umferð er skipt út fyrir 1 loftlykkju, umferðin endar með 1 keðjulykkju í 1. loftlykkju í byrjun á umferð. Fyrsti stuðull í byrjun á umferð er skipt út fyrir 3 loftlykkjur, umferðin endar með 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju í byrjun á umferð. Fyrsti tvíbrugðni stuðull í byrjun á umferð er skipt út fyrir 4 loftlykkjur, umferðin endaði með 1 keðjulykkju í 4. loftlykkju í byrjun á umferð. HEKLLEIÐBEININGAR-2 (skipting í næstu umferð): Heklið keðjulykkjur að fyrstu lykkju í næstu umferð. Ef það er loftlykkjubogi í síðustu umferð eru heklaðar keðjulykkjur að miðju á fyrsta loftlykkjuboga í umferð. ATH: Á við um frá og með lok á 3. umferð í A.1 og síðan til loka. ÚTAUKNING: Aukið út um 1 loftlykkjuboga þannig: Heklið * 1 fastalykkju + 1 loftlykkjuboga *, heklið frá *-* alls 2 sinnum um sama loftlykkjuboga. ÚRTAKA (á við um ermar): ATH: Mynstrið gerir það að verkum að byrjun á umferð færist til, passið því uppá að úrtökurnar 2 komi mitt undir ermi. Fækkið um 1 loftlykkjuboga þannig: Heklið 1 fastalykkju um loftlykkjuboga, 1 fastalykkja um næsta loftlykkjuboga, 6 loftlykkjur. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er heklað í hring frá miðju aftan á baki og út og handvegur er heklaður á hringnum. Framstykkin eru hekluð fram og til baka, síðan er heklaður kantur í lokin í kringum alla peysuna. Ermar eru heklaðar í hring, ofan frá og niður. HRINGUR: Heklið 4 loftlykkjur með heklunál 5 með 1 þræði Nord + 1 þræði Kid-Silk (= 2 þræðir) og tengið saman í hring með 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju sem var hekluð. Heklið síðan mynstur í hring eftir mynsturteikningu A.1 alls 7 sinnum í umferð – sjá HEKLLEIÐBEININGAR-1 og HEKLLEIÐBEININGAR-2. ATHUGIÐ HEKLFESTUNA! Þegar A.1 er lokið á hæðina eru 49 loftlykkjubogar í síðustu umferð. Hringurinn mælist ca 34 cm að þvermáli. Klippið frá og byrjið á næstu umferð í 4. loftlykkjuboga = miðja að aftan/hnakki. Haldið síðan áfram eftir mismunandi stærðum þannig: STÆRÐ S/M: = 49 loftlykkjubogar. Hekli fyrstu umferð í A.2 – JAFNFRAMT er heklaður handvegur þannig: Heklið um hverja og eina af fyrstu 7 loftlykkjubogum, heklið 35 lausa loftlykkjuboga (= handvegur), hoppið yfir 8 loftlykkjuboga, heklið um hvern og einn af næstu 19 loftlykkjubogum, heklið 35 lausar loftlykkjur (= handvegur), hoppið yfir 8 loftlykkjuboga, heklið um hvern af síðustu 7 loftlykkjubogum. Heklið 2. umferð í A.2 – JAFNFRAMT er aukið út – sjá ÚTAUKNING, þannig: Heklið um hvern og einn af fyrstu 7 loftlykkjubogum – aukið út um 2 loftlykkjuboga yfir þessa loftlykkjuboga, heklið 10 loftlykkjuboga/fastalykkjur um handveg (= 2 útaukningar), heklið um hvern af næstu 19 loftlykkjubogum – aukið út um 7 loftlykkjuboga yfir þessa loftlykkjuboga, heklið 10 loftlykkjuboga/fastalykkjur um handveg (= 2 útaukningar), heklið um hvern og einn af síðustu 7 loftlykkjubogum – aukið út um 2 loftlykkjuboga yfir þessa loftlykkjuboga (= alls 15 útaukningar í umferð) = 64 loftlykkjubogar. Heklið síðan 3. umferð í A.2 án útaukningar. Hringurinn mælist ca 45 cm að þvermáli. STÆRÐ L/XL - XXL/XXXL: = 49 loftlykkjubogar. Heklið fyrstu umferð í A.2 – JAFNFRAMT er aukið út um 15 loftlykkjuboga jafnt yfir (þ.e.a.s. aukið út um 1 loftlykkjuboga yfir ca 3. Hvern loftlykkjuboga) – sjá ÚTAUKNING = 64 loftlykkjubogar. Heklið aðra umferð í A.2 – JAFNFRAMT er heklaður handvegur þannig: Heklið um hvern af fyrstu 8 loftlykkjubogum, heklið 38-41 laustar loftlykkjur (= handvegur), hoppið yfir 9 loftlykkjuboga, heklið um hvern af næstu 30 loftlykkjubogum, heklið 38-41 lausa loftlykkjur (= handvegur), hoppið yfir 9 loftlykkjuboga, heklið um hvern af síðustu 8 loftlykkjubogum. Heklið síðan 3. umferð í A.2 án útaukningar. Hringurinn mælist ca 45 að þvermáli. ALLAR STÆRÐIR: = 64 loftlykkjubogar í öllum stærðum. Heklið síðan mynsturteikningu A.3 hringinn, A.3 er heklað alls 5-6-7 sinnum á hæðina – JAFNFRAMT er aukið út í umferð merktri með ör í mynsturteikningu – munið eftir ÚTAUKNING, þannig: Aukið út um 16 loftlykkjuboga í hverri umferð með útaukningu, þ.e.a.s: 1. SKIPTI: Aukið út 1 loftlykkjuboga um 4. hvern loftlykkjuboga = 80 loftlykkjubogar. 2. SKIPTI: Aukið út 1 loftlykkjuboga um 5. hvern loftlykkjuboga = 96 loftlykkjubogar. 3. SKIPTI: Aukið út 1 loftlykkjuboga um 6. hvern loftlykkjuboga = 112 loftlykkjubogar. 4. SKIPTI: Aukið út 1 loftlykkjuboga um 7. hvern loftlykkjuboga = 128 loftlykkjubogar. 5. SKIPTI: Aukið út 1 loftlykkjuboga um 8. hvern loftlykkjuboga = 144 loftlykkjubogar. Haldið síðan áfram eftir mismunandi stærðum þannig: STÆRÐ S/M: Klippið frá og festið enda. Hringurinn mælist ca 100 cm að þvermáli. STÆRÐ L/XL: 6. SKIIPTI: Aukið út um 1 loftlykkjuboga um 9. hvern loftlykkjuboga = 160 loftlykkjubogar. Klippið frá og festið enda. Hringurinn mælist ca 111 cm að þvermáli. STÆRÐ XXL/XXXL: 6. SKIPTI: Aukið út um 1 loftlykkjuboga um 9. hvern loftlykkjuboga = 160 loftlykkjubogar. 7. SKIIPTI: Aukið út um 1 loftlykkjuboga um 10. hvern loftlykkjuboga = 176 loftlykkjubogar. Klippið frá og festið enda. Hringurinn mælist ca 122 cm að þvermáli. ALLAR STÆRÐIR: = 144-160-176 loftlykkjubogar. Heklið síðan einungis yfir 40-44-47 loftlykkjuboga í hvorri hlið – þ.e.a.s. ekki er lengur heklað yfir 32-36-40 loftlykkjuboga efst í hnakka og 32-36-42 loftlykkjubogar neðst á baki. Haldið áfram eftir útskýringu undir vinstra framstykki. VINSTRA FRAMSTYKKI: = 40-44-47 loftlykkjubogar. Haldið áfram fram og til baka þannig: UMFERÐ 1: Heklið keðjulykkjur að miðju á fyrsta loftlykkjuboga, 1 fastalykkja, * heklið 6 loftlykkjur, 1 fastalykkja um næsta loftlykkjuboga *, endurtakið frá *-* og endið með 1 fastalykkju um síðasta loftlykkjuboga = 39-43-46 loftlykkjubogar. Endurtakið 1. umferð 3-3-7 sinnum til viðbótar. Nú eru 36-40-39 loftlykkjubogar yst á framstykki. Klippið frá. HÆGRA FRAMSTYKKI: Heklið alveg eins og vinstra framstykki, yfir 40-44-47 loftlykkjubogar í hægri hlið. Klippið frá og festið enda. KANTUR Í LOKIN: Heklið kant í kringum allan hringinn, þannig: Heklið síðustu umferð í A.3, þ.e.a.s. yfir hvern loftlykkjuboga er hekluð 1 fastalykkja og 3 loftlykkjur. Heklið síðan 1. umferð í A.3, þ.e.a.s. heklið 3 tvíbrugðna stuðla um hvern loftlykkjuboga. Klippið frá og festið enda. Stykkið mælist ca 104-115-126 cm að þvermáli á hæðina og ca 114-126-146 cm að þvermáli á breidd. ERMI: Ermin er hekluð í hring frá handveg. Byrjið mitt undir ermi og heklið 57-63-66 tvíbrugðna stuðla jafnt yfir í kringum handveg (= ca 3 tvíbrugðnir stuðlar um hvern loftlykkjuboga) = 1. umferð í A.3. Haldið áfram hringinn í A.3 til og með síðustu umferð. Endurtakið síðan A.3 á hæðina – JAFNFRAMT er fækkað um 2 loftlykkjuboga mitt undir ermi, fækkið í umferð merktri með ör í mynsturteikningu – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona í hverri umferð merktri með ör alls 4-5-5 sinnum = 11-11-12 loftlykkjubogar. Haldið síðan áfram án úrtöku þar til ermin mælist ca 42-44-46 cm – passið uppá að enda eftir eina umferð með tvíbrugðnum stuðlum. Klippið frá og festið enda. Heklið hina ermina á sama hátt. |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #bluehelixjacket eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 8 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 194-36
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.