Claire skrifaði:
Bonjour, Pour réaliser une lavette unie, a-t-on besoin dans A1 de faire une mc en début de rang....? Ou peut-on faire seulement 3 ml.... Merci d'avance...
04.11.2019 - 15:58DROPS Design svaraði:
Bonjour Claire, effectivement la maille coulée sert à joindre le fil des rayures, pour une lavette unie, crochetez simplement les 3 mailles en l'air pour remplacer la 1ère bride. Bon crochet!
05.11.2019 - 08:32
Bath Time Fun |
||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||
Heklað handklæði og tuskur úr DROPS Cotton Light með röndum.
DROPS Extra 0-1304 |
||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- RENDUR: * 1 umf gulur, 1 umf ljós beige, 1 umf mynta, 1 umf ljós beige, 1 umf ljós bleikfjólublár, 1 umf ljós beige, 1 umf vínber, 1 umf ljós beige, 1 umf grænn, 1 umf ljós beige *, endurtakið frá *-* til loka. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1. ATH: Til að sleppa við að klippa frá þráðinn í litnum ljós beige er heklað til skiptis 2 umf frá réttu, 2 umf frá röngu o.s.frv. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- HANDKLÆÐI + TUSKUR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er heklað fram og til baka. HANDKLÆÐI MEÐ RÖNDUM: Heklið 91 lausar ll með heklunál nr 4 með litnum ljós beige DROPS Cotton Light. Fyrsta umf er hekluð þannig (= frá réttu): 1 st í 4. ll frá heklunálinni, 1 st í næstu ll, * 1 ll, hoppið yfir 1 ll, 1 st í hverja og eina af 2 næstu ll *, endurtakið frá *-* alls 28 sinnum, 1 ll, hoppið yfir 1 ll og endið með 1 st í síðustu ll, snúið stykkinu. Heklið síðan RENDUR – sjá útskýringu að ofan JAFNFRAMT er heklað MYNSTUR eftir mynsturteikningu A.1 – sjá útskýringu að ofan, þ.e.a.s. heklið þannig: UMFERÐ 1 (= ranga): 1 kl í fyrstu l, 3 ll (jafngilda 1 st), * 2 st um fyrstu/næstu ll, 1 ll *, endurtakið frá *-* þar til 1 l er eftir, endið með 1 st í 3.ll frá byrjun fyrri umf, klippið frá. ATHUGIÐ HEKLFESTUNA! UMFERÐ 2 (= frá röngu): 1 kl í 3. ll frá byrjun fyrri umf, 4 ll (jafngilda 1 st + 1 ll), * 2 st um fyrstu/næstu ll, 1 ll *, endurtakið frá *-* fram að síðustu ll og endið með 1 st í 3. ll frá byrjun fyrri umf, snúið við. UMFERÐ 3 (= frá réttu): 1 kl í fyrstu l, 4 ll (jafngilda 1 st + 1 ll), * 2 st um fyrstu/næstu ll, 1 ll *, endurtakið frá *-* fram að og með síðustu ll og endið með 1 st í 3. ll frá byrjun fyrri umf, klippið frá UMFERÐ 4 (= frá réttu): 1 kl í 3. ll frá byrjun fyrri umf, 3 ll (jafngilda 1 st), * 2 st um fyrstu/næstu ll, 1 ll *, endurtakið frá *-* til og með síðustu ll, hoppið yfir 2 st og endið með 1 st í síðasta st, snúið stykkinu. Haldið áfram með st-hópa og rendur þar til stykkið mælist ca 70 cm – endið eftir rönd með ljós beige. Festið enda. KANTUR: Byrjið frá réttu í einu horni á handklæði og heklið með litnum ljós beige þannig: Heklið 1 kl í síðustu l, 3 ll (jafngilda 1 st), 1 st í sömu l, heklið síðan st-hópa hringinn um allt handklæðið með 2 st um hvern st meðfram langhliðum og 2 st um hverja ll meðfram skammhliðum. Í hvert horn er heklað 2 st + 3 ll + 2 st. Í lok umf eru heklaðir 2 st í hornið, 3 ll og 1 kl í 3. ll frá byrjun umf. Klippið ekki frá, heldur haldið áfram og gerið lykkju þannig: Heklið 12 ll, snúið stykkinu, hoppið yfir 3 ll í hornið á handklæðinu og festið með 1 kl í fyrsta st. Snúið stykkinu, heklið 1 ll, heklið síðan 12 fl um ll-hringinn, endið með 1 kl í fyrsta st. Klippið frá og festið enda. ATH: Ef kanturinn í kringum handklæðið verður aðeins og stífur þá er hægt að hekla 1 ll á milli ca annars hvers st-hóps. TUSKA MEÐ RÖNDUM: Heklið 43 lausar ll með heklunál nr 4 með litnum ljós beige DROPS Cotton Light. Fyrsta umf er hekluð þannig (= frá réttu): 1 st í 4. ll frá heklunálinni, 1 st í næstu ll, * 1 ll, hoppið yfir 1 ll, 1 st í hverja og eina af 2 næstu ll *, endurtakið frá *-* alls 12 sinnum, 1 ll, hoppið yfir 1 ll og endið með 1 kl í síðustu ll, snúið stykkinu. Heklið síðan RENDUR – sjá útskýringu að ofan JAFNFRAMT er heklað MYNSTUR eftir A.1 – sjá skýringu að ofan, þ.e.a.s. heklað er þannig: UMFERÐ 1 (= ranga): 1 kl í fyrstu l, 3 ll (jafngilda 1 st), * 2 st um fyrstu/næstu ll, 1 ll *, endurtakið frá *-* þar til 1 l er eftir, endið með 1 st í 3. ll frá byrjun fyrri umf, klippið frá. UMFERÐ 2 (= frá röngu): 1 kl í 3. ll frá byrjun fyrri umf, 4 ll (jafngilda 1 st + 1 ll), * 2 st um fyrstu/næstu ll, 1 ll *, endurtakið frá *-* fram til og með síðustu ll og endið með 1 st í 3. ll frá byrjun fyrri umf, snúið stykkinu. UMFERÐ 3 (= frá réttu): 1 kl í fyrstu l, 4 ll (jafngilda 1 st + 1 ll), * 2 st um fyrstu/næstu ll, 1 ll *, endurtakið frá *-* fram til og með síðustu ll og endið með 1 st í 3. ll frá byrjun fyrri umf, klippið frá. UMFERÐ 4 (= frá réttu): 1 kl í 3. ll frá byrjun fyrri umf, 3 ll (jafngilda 1 st), * 2 st um fyrstu/næstu ll, 1 ll *, endurtakið frá *-* til og með síðustu ll, hoppið yfir 2 st og endið með 1 st í síðasta st, snúið stykkinu. Haldið svona áfram með st-hópa í röndum þar til stykkið mælist ca 21 cm – stillið af að tuskan verði ferhyrnd. Festið enda. KANTUR: Byrjið frá réttu í einu horni á tuskunni og heklið með litnum ljós beige þannig: Heklið 1 kl í síðustu l, 3 ll (jafngilda 1 st), 1 st í sömu l, heklið síðan st-hópa hringinn í kringum alla tuskuna með 2 st um hvern st (meðfram 2 hliðum) / 2 st um hverja ll (meðfram 2 hliðum). Í hvert horn er heklað 2 st + 3 ll + 2 st. Í lok umf eru heklaðir 2 st í hornið, 3 ll og 1 kl í 3. ll frá byrjun umf. Klippið frá og festið enda. TUSKA Í EINUM LIT: Heklið á sama hátt og tuska með röndum nema með einum lit – ATH: Öll tuskan er hekluð fram og til baka, til skiptis frá réttu og frá röngu. |
||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||
|
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 6 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Extra 0-1304
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.