Heike Koenig skrifaði:
Hoffentlich eine fernsehgeeignete Anleitung zum Nachstricken
12.06.2016 - 22:08
Tina B skrifaði:
Beautiful shawl! Wish it was in crochet as well as knit. I'd stop my project I'm doing now and get started on this right away!
12.06.2016 - 17:28
Johanna skrifaði:
Amazing shawl! I love the colours, the subtle but still striking pattern and how cozy it looks. I want to make one just like that!
10.06.2016 - 13:13
Monika skrifaði:
Das wird ein wunderbares Kuscheltuch!
04.06.2016 - 22:20
Aurora Borealis#auroraborealisscarf |
||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||
Prjónað sjal úr DROPS Alpaca með öldumynstri, gatamynstri og röndum.
DROPS 171-13 |
||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf. MÁL: Öll mál sem gefin eru upp í uppskrift eru mæld þar sem sjalið er lengst. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.6. Mynsturteikning sýnir allar umf í mynstri séð frá réttu. Þegar mynsturteikning A.6 og A.1b er endurtekin verða fleiri og fleiri l á milli uppslátta og úrtöku (úrtaka = lyftið 2 lykkjum saman af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir) eins og útskýrt er í mynstri, athugið vel að úrtaka heldur áfram yfir sig sjálfa á hæðina til loka. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- SJAL - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað ofan frá og niður, fram og til baka á hringprjóna til að fá pláss fyrir allar lykkjur. SJAL: Fitjið upp 5 lykkjur á hringprjóna nr 3,5 með litnum tunglskinsblár. RÖND 1 (sléttprjón): UMFERÐ 1 (= ranga): Prjónið * 1 l sl, sláið 1 sinni uppá prjóninn *, endurtakið frá *-* þar til 1 l er eftir, 1 l sl = 9 l. UMFERÐ 2 (= rétta): Prjónið slétt. UMFERÐ 3 (= ranga): Prjónið 2 l sl, * sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 l sl *, endurtakið frá *-* alls 6 sinnum, endið með 1 l sl = 15 l. Prjónið síðan mynstur þannig (með byrjun frá réttu): Prjónið 2 kantlykkjur í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, endurtakið A.1a alls 6 sinnum, en í síðustu endurtekningu er ekki prjónað yfir síðustu l í mynstri (þ.e.a.s. síðasta endurtekning = 1 l), endið með 2 kantlykkjur í garðaprjóni. Haldið svona áfram með mynstur. Kantlykkjur eru prjónaðar í garðaprjóni til loka. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar A.1a hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina eru 117 l á prjóni (= 19 l í hverja af 5 fyrstu endurtekningum af A.1a og 18 l í síðustu endurtekningunni). Stykkið mælist ca 12 cm – LESIÐ MÁL. RÖND 2 (gatamynstur): Skiptið yfir í litinn bensín. Prjónið A.1b yfir A.1a. Prjónið síðan gatamynstur þannig: Prjónið 2 kantlykkjur í garðaprjóni, * A.2 yfir næstu 2 l, endurtakið A.3 (= 7 l) yfir næstu 14 l (= alls 2 sinnum á breiddina), A.4 yfir næstu 3 l *, endurtakið frá *-* alls 5 sinnum, síðan er prjónað A.2 yfir næstu 2 l, endurtakið A.3 (= 7 l) yfir næstu 14 l (= alls 2 sinnum á breiddina), A.4 yfir næstu 2 l (þ.e.a.s. síðasta l í A.4 er ekki prjónuð), endið með 2 kantlykkjum í garðaprjóni. Haldið svona áfram með mynstur. Þegar A.2 til A.4 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina eru 201 l á prjóni (= 33 l í hverja af 5 fyrstu endurtekningum í A.2 til A.4 og 32 l í síðustu endurtekningu af A.2 til A.4). Næsta umf er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið 2 kantlykkjur í garðaprjóni, endurtakið A.5a (= 33 l) alls 6 sinnum á breiddina, en í síðustu endurtekningu á breiddina er ekki prjónuð síðasta l í mynstri, endið með 2 kantlykkjur í garðaprjóni. Þegar A.5a hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina eru 207 l á prjóni (= 34 l í hverja af fyrstu 5 endurtekningum og 33 l í síðustu endurtekningu). RÖND 3 (sléttprjón): Skiptið yfir í litinn skógargrænn. Prjónið A.5b yfir A.5a. Þegar A.5b hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina eru 255 l í umf (= 42 l í hverja af 5 fyrstu endurtekningum og 41 l í síðustu endurtekningu). Stykkið mælist ca 26 cm. Prjónið 2 kantlykkjur í garðaprjóni, prjónið og aukið út eins og A.6a alls 6 sinnum, en í síðustu endurtekningu á breiddina er ekki prjónuð síðasta l í mynstri, endið með 2 kantlykkjur í garðaprjóni. Þegar A.6a hefur verið endurtekið alls 3 sinnum á hæðina – LESIÐ MYNSTUR, eru 327 l á prjóni (= 54 l í hverja af fyrstu 5 endurtekningum af A.6a og 53 l í síðustu endurtekningu). Prjónið síðan A.6b yfir A.6a (athugið vel að úrtakan heldur áfram yfir sig sjálfa á hæðina til loka) JAFNFRAMT í fyrstu umf í A.6b er fækkað um 4 l jafnt yfir hvoru megin við úrtöku í hverri A.6b (= 8 l færri í hverri A.6b = alls 48 l færri á öllu sjalinu) = 285 l á prjóni (= 47 l í hverja af 5 endurtekningum af A.6b og 46 l í síðustu endurtekningu). Stykkið mælist ca 37 cm. RÖND 4 (gatamynstur): Skiptið umf lit yfir í litinn fjólublár. Prjónið A.1b yfir A.6b. Prjónið síðan gatamynstur þannig: Prjónið 2 kantlykkjur í garðaprjóni, * A.2 yfir næstu 2 l, endurtakið A.3 (= 7 l) yfir næstu 42 l (= alls 6 sinnum á breiddina), A.4 yfir næstu 3 l *, endurtakið frá *-* alls 5 sinnum, síðan er prjónað A.2 yfir næstu 2 l, endurtakið A.3 (= 7 l) yfir næstu 42 l (= alls 6 sinnum á breiddina), A.4 yfir næstu 2 l (þ.e.a.s. síðasta l í A.4 er ekki prjónuð), endið með 2 kantlykkjum í garðaprjóni. Haldið svona áfram með mynstur. Þegar A.2 til A.4 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina eru 369 l á prjóni (= 61 l í hverja af fyrstu 5 endurtekningum af A.2 til A.4 og 60 l í síðustu endurtekningunni af A.2 til A.4). Næsta umf er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið 2 kantlykkjur í garðaprjóni, endurtakið A.6b alls 6 sinnum á breiddina, en í síðustu endurtekningunni á breiddina er ekki prjónuð síðasta l í mynstri, endið með 2 kantlykkjur í garðaprjóni = 375 l (= 62 l í hverja af fyrstu 5 endurtekningum af A.6b og 61 l í síðustu endurtekningu). Stykkið mælist ca 50 cm. RÖND 5 (sléttprjón): Skiptið yfir í litinn tunglskinsblár. Prjónið A.1b JAFNFRAMT í fyrstu umf er aukið út um 4 l jafnt yfir hvoru megin við úrtöku í hverja A.1b (= 8 l fleiri í hverja A.1b = alls 48 l fleiri á öllu sjalinu) = 423 l (= 70 l í hverja af fyrstu 5 endurtekningum af A.1b og 69 l í síðustu endurtekningu). Prjónið 2 kantlykkjur í garðaprjóni, prjónið og aukið út eins og A.6a alls 6 sinnum, en í síðustu endurtekningu er ekki prjónað yfir síðustu l í mynstri, endið með 2 kantlykkjur í garðaprjóni. Þegar A.6a hefur verið endurtekið alls 3 sinnum á hæðina eru 495 l á prjóni (= 82 l í hverja af fyrstu 5 endurtekningum á A.6a og 81 l í síðustu endurtekningu). Prjónið síðan A.6b yfir A.6a JAFNFRAMT í fyrstu umf í A.6b er fækkað um 4 l jafnt yfir hvoru megin við úrtöku í hverri A.6b (= 8 l færri í hverri A.6b = alls 48 l færri í öllu sjalinu) = 453 l á prjóni (= 75 l í hverja af fyrstu 5 endurtekningum af A.6b og 74 l í síðustu endurtekningu). Stykkið mælist ca 61 cm. RÖND 6 (gatamynstur): Skiptið yfir í bensín. Prjónið A.1b yfir A.6b. Prjónið síðan gatamynstur þannig: Prjónið 2 kantlykkjur í garðaprjóni, * A.2 yfir næstu 2 l, endurtakið A.3 (= 7 l) yfir næstu 70 l (= alls 10 sinnum á breiddina), A.4 yfir næstu 3 l *, endurtakið frá *-* alls 5 sinnum, síðan er prjónað A.2 yfir næstu 2 l, endurtakið A.3 (= 7 l) yfir næstu 70 l (= alls 10 sinnum á breiddina), A.4 yfir næstu 2 l (þ.e.a.s. síðasta l í A.4 er ekki prjónuð), endið með 2 kantlykkjum í garðaprjóni. Haldið svona áfram með mynstur. Þegar A.2 til A.4 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina eru 537 l á prjóni (= 89 l í hverja af fyrstu 5 endurtekningum af A.2 til A.4 og 88 l í síðustu endurtekningu af A.2 til A.4). Næsta umf er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið 2 kantlykkjur í garðaprjóni, endurtakið A.6b alls 6 sinnum á breiddina, en í síðustu endurtekningu er ekki prjónuð síðasta l í mynstri, endið með 2 kantlykkjur í garðaprjóni = 543 l (= 90 l í hverja af fyrstu 5 endurtekningum af A.6a og 89 l í síðustu endurtekningu). Fellið laust af. Stykkið mælist ca 74 cm. |
||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #auroraborealisscarf eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 14 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 171-13
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.