Fagel skrifaði:
I found the problem, I think. It is in your instructions for row 9: the beginning of the row has 2 dc in the first chain space but the end of the row tells us to do 3 dc until we get to the last shell. That is where my increase of one stitch took place on one side of row 9 and threw the next rows off. It would be helpful if you would give the dc count at the end of each row, instead of after every several. And it would help if I would actually force myself to stop and count! ;)
07.04.2018 - 13:51
Fagel skrifaði:
Sorry. But I am having trouble. All went well until row 14 as I approached the tip: after the last ch 3, sc I have 5 dc before the tip, not two. Maybe my problem was earlier as I seem to have 64 not 61 dc in row 13. Ugh.
07.04.2018 - 02:36DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Fagel, make sure the previous rows are correct, if your number of sts is not right at the end of row 13, row 14 and next ones will not be right. You can check the previous rows from diagram as well as from written pattern. Happy crocheting!
09.04.2018 - 09:28
Anna skrifaði:
Oeps zie het nu eindelijk zelf. Heb ten onrechte aangenomen dat het nummer van het TELpatroon gelijk is aan het nummer van de toeren. Probleem opgelost 😃
15.03.2018 - 16:10DROPS Design svaraði:
Hallo Anna, Fijn dat je eruit gekomen bent en dankjewel voor de terugkoppeling.
19.03.2018 - 08:11
Anna skrifaði:
Beste, ik heb het patroon gemaakt tot en met de 1e herhaling van toer 9 en heb nu aan beide kanten 104 stokjes. Het is een beetje dom misschien maar ik heb geen idee hoe ik verder moet. Ik moet in de laatste toer (toer 13?) minderen over de patroonbeschrijvingen van A11 en A13. Toer 11 zijn lussen die telkens tussen stekengroepjes van 3 ingestoken worden, dus daar is het lastig stokjes te minderen. Veel dank vast voor het antwoord!
15.03.2018 - 11:58
Hannelot skrifaði:
Hallo, ik zit een beetje in de problemen bij toer 9. Ik heb de indruk dat het telpatroon niet overeenkomt met de omschrijving. In de omschrijving staat dat je in elke l-lus 3stk moet haken, maar als ik kijk naar het telpatroon zijn er dat precies maar 2. Wat moet ik nu volgen? De omschrijving of het telpatroon?
03.11.2017 - 07:42DROPS Design svaraði:
Hallo Hannelot, Als je goed kijkt zie je ook in het telpatroon 3 stokjes staan aan het begin van toer 9 (in het telpatroon de 2e toer van A.6 t/m A.9). Je haakt 3 stokjes in dezelfde steek.
03.11.2017 - 09:53
Diane skrifaði:
Bij rij 50 staat: "Herhaal 10e-13e toer – minder TEGELIJKERTIJD op de laatste toer 2 stk gelijkmatig over patroonherhalingen van A.11 en minder 4 stk gelijkmatig over patroonherhalingen van A.13 = 237 stk aan elke kant van de punt op de laatste toer. Hecht af en wissel naar heidekruid." Als je goed telt dan moet er aan elke kant 4 steken geminderd worden, anders kom je niet aan 237 stk per kant. Toch een fijn patroon met heel wat uitdagingen.
05.07.2017 - 11:04DROPS Design svaraði:
Hoi Diane, Dat klopt inderdaad; het moeten 4 steken zijn aan beide zijden. Er is inmiddels een correctie op het patroon gekomen, dus het staat er nu wel goed in.
07.07.2017 - 14:09
Marion skrifaði:
Merci beaucoup!!! Votre aide est vraiment précieuse! ^_^ J'ai mis des marqueurs à chaque groupe de B pour bien visualiser et c'est nickel! Merci encore!
30.06.2017 - 16:50
Marion skrifaði:
Bonjour, tout colle à la perfection jusqu'au rang 7. par contre j'ai de gros soucis au rang 8 et avec les diagrammes A6 à A9 : si je suis les explications seulement, j'ai 9 répétitions de A7 ; si je suis les diagrammes et que je fais 8 répétitions de A7 comme demandé, il me reste 4B avant la pointe et non trois comme dessiné. Merci pour votre aide, Marion
30.06.2017 - 15:44DROPS Design svaraði:
Bonjour Marion, vous répétez A.7 sur les 24 brides (entre le groupe de B du début/de la fin du rang et celui du milieu), soit 8 x A.7, avec A.8 dans le groupe de B du milieu du rang (= sur 2B, 4 ml, 2B). Bon crochet!
30.06.2017 - 15:59
Kiruna skrifaði:
Er staat bij toer 50 (herhaling toer 13) dat je moet minderen. Alleen over A11 2 steken en over A13 4 steken. Volgens mij moet dit hetzelfde aantal zijn ? Alleen is het nou 2 of 4 aan elke kant ?
18.05.2017 - 08:53DROPS Design svaraði:
Hoi Kiruna, Excuses voor het lange wachten op een antwoord. Het patroon is nagekeken en het moet inderdaad hetzelfde aantal zijn, namelijk 4 steken. Inmiddels is dit aangepast in het patroon.
07.07.2017 - 14:07
Karina skrifaði:
Tm toer 4 snap ik het. Dan wordt er verwezen naar telpatroon A2,A3 (=4keer) dan A4 en weer A3. En dan staat er a5 als volgt: toer 5 (....) Moet ik nu die telpatroon volgen en dan in Totaal 8 keer haken en verder op toer 5? Daarbij snap ik die twee telpatronem ook niet. Haak normaal amigurumi dus dit is wel wat anders.
08.05.2017 - 22:31DROPS Design svaraði:
Hoi Karina, In wezen kun je gewoon de beschrijving blijven volgen. De telpatronen zijn in dit geval als aanvulling van de beschrijving. Dus als je zeg maar gewoon leest wat er bij toer 5 staat (net zoals de voorgaande toeren) moet je eruit komen.
09.05.2017 - 22:43
Addiena#addienashawl |
||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||
Heklað sjal úr DROPS Cotton Viscose með sólfjöðrum og gatamynstri.
DROPS 167-27 |
||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.19. HEKLLEIÐBEININGAR: Í byrjun á hverri umf með st, heklið 5 ll, ll kemur ekki í stað fyrsta st. ÚRTAKA: Fækkið um 1 st með því að hekla næstu 2 st saman þannig: Heklið 1 st, en bíðið með að draga þráðinn í gegn í lokin (= 2 l á heklunálinni), heklið síðan næsta st, en þegar draga á þráðinn í gegn í lokin er þráðurinn dreginn í gegnum allar 3 l á heklunálinni. ÚTAUKNING: Aukið út um 1 st með því að hekla 2 st í sömu l. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- SJAL - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er heklað fram og til baka ofan frá og niður með heklunál nr 3,5 með Cotton Viscose – LESIÐ HEKLLEIÐBEININGAR! SJAL: Heklið mynsturteikningu A.1 þannig: UMFERÐ 1 (= frá röngu): Heklið með litnum natur. Heklið 4 ll, 4 st í 4. ll frá heklunálinni, 4 ll (= horn), endið á 4 st í sömu ll = 8 st með 4 ll á milli. UMFERÐ 2 (= frá réttu): Heklið 3 st í fyrsta st, 1 st í hvern af næstu 3 st, (2 st, 4 ll, 2 st) um hornið, 1 st í hvern af næstu 3 st, 3 st í síðasta st = 16 st og 4 ll (= horn). UMFERÐ 3: Heklið 3 st í fyrsta st, 1 st í næsta st, * 1 ll, hoppið yfir 1 st, 1 st í næsta st *, endurtakið frá *-* 2 sinnum til viðbótar, (2 st, 4 ll, 2 st) um hornið, 1 st í næsta st, * 1 ll, hoppið yfir 1 st, 1 st í næsta st *, endurtakið frá *-* 2 sinnum til viðbótar, 3 st í síðasta st = 18 st, 6 ll og 4 ll (= horn). UMFERÐ 4: Heklið 3 st í fyrsta st, 1 st í hvern af næstu 3 st, * 1 st um næstu ll, 1 st í næsta st *, endurtakið frá *-* 2 sinnum til viðbótar, 1 st í næsta st, 2 st í næsta st, (2 st, 4 ll, 2 st) um hornið, 2 st í næsta st, 1 st í hvern af næstu 2 st, * 1 st um næstu ll, 1 st í næsta st *, endurtakið frá *-* 2 sinnum til viðbótar, 1 st í hvern af næstu 2 st, 3 st í síðasta st = 34 st og 4 ll (= horn). ATHUGIÐ HEKLFESTUNA! Heklið mynsturteikningu A.2, A.3 (= 4 sinnum), A.4, A.3 (= 4 sinnum), A.5 þannig: UMFERÐ 5 (= frá röngu): Heklið 3 st í fyrsta st, 1 st í hvern st fram að horni, (2 st, 4 ll, 2 st) umf hornið, 1 st í hvern st þar til 1 st er eftir, heklið 3 st í síðasta st. UMFERÐ 6 (= frá réttu): Heklið 3 st í fyrsta st, 1 ll, hoppið yfir 2 st, (1 st, 1 ll, 1 st) í næsta st, * hoppið yfir 2 st, (1 st, 1 ll, 1 st) í næsta st *, endurtakið frá *-* fram þar til 2 st eru eftir á undan horninu, 1 ll, hoppið yfir 2 st, (2 st, 4 ll, 2 st) um hornið, 1 ll, hoppið yfir 2 st, * (1 st, 1 ll, 1 st) í næsta st, hoppið yfir 2 st *, endurtakið frá *-* þar til 1 st er eftir, 1 ll, 3 st í síðasta st. UMFERÐ 7 (= frá röngu): Heklið 3 st í fyrsta st, 1 st í hvorn af næstu 2 st, 1 st um næsta ll-boga, 3 st um hverja ll þar til eftir eru (1 ll, 2 st) á undan horni, 1 st um ll, 1 st í hvorn af næstu 2 st, (2 st, 4 ll, 2 st) um hornið, 1 st í hvorn af næstu 2 st, 1 st um næstu ll, 3 st um hverja ll fram þar til eftir er (1 ll, 3 st), 1 st um ll, 1 st í hvorn af næstu 2 st, 3 st í síðasta st = 29 st hvoru megin við horn (fyrsta skipti sem mynstureiningin er hekluð). Heklið mynsturteikningu A.6, A.7 (= 8 sinnum), A.8, A.7 (= 8 sinnum), A.9 þannig: UMFERÐ 8 (= frá réttu): Heklið 3 st í fyrsta st, 1 st í næsta st, 2 ll, hoppið yfir 2 st, * 1 st í næsta st, 2 ll, hoppið yfir 2 st *, endurtakið frá *-* þar til 1 st er eftir á undan horni, 2 ll, 1 st í næsta st, 1 ll, (2 st, 4 ll, 2 st) um horn, 1 ll, 1 st í næsta st, * 2 ll, hoppið yfir 2 st, 1 st í næsta st *, endurtakið frá *-* fram þar til 1 st er eftir, 3 st í síðasta st. UMFERÐ 9 (= frá röngu): Heklið 3 st í fyrsta st, 1 st í hvern af næstu 3 st, 2 st um næsta ll-boga, 3 st um hvern ll-boga fram þar til 1 ll er eftir og 2 st á undan horni, 2 st um ll, 1 st í hvern af næstu 2 st, (2 st, 4 ll, 2 st) um hornið, 1 st í hvern af næstu 2 st, 2 st um næstu ll, 2 st um næsta ll-boga, 3 st um hvern ll-boga fram þar til 4 st eru eftir, 1 st í hvern af næstu 3 st, 3 st í síðasta st = 38 st hvoru megin við horn (fyrsta skipti sem mynstureining er hekluð). Heklið mynsturteikningu A.10, A.11 (= 11 sinnum), A.12, A.13 (= 11 sinnum), A.14 þannig: UMFERÐ 10 (= frá réttu): Heklið 3 st í fyrsta st, 1 st í hvorn af næstu 2 st, hoppið yfir 1 st, * 3 st í næsta st, hoppið yfir 2 st *, endurtakið frá *-* fram þar til 1 st er eftir á undan horni, 1 st í næsta st, (2 st, 4 ll, 2 st) um hornið, 1 st í næsta st, * hoppið yfir 2 st, 3 st í næsta st *, endurtakið frá *-* þar til 4 st eru eftir, hoppið yfir 1 st, 1 st í hvorn af næstu 2 st, 3 st í síðasta st. UMFERÐ 11 (= frá röngu): Heklið 3 st í fyrsta st, 1 st í næsta st, 4 ll, 1 st á undan fyrsta st-hóp (þ.e.a.s. á milli 2 l), * 4 ll, 1 st á undan næsta st-hóp *, endurtakið frá *-* þar til 3 st eru eftir á undan horni, 4 ll, 1 st á undan næsta st, 4 ll, (2 st, 4 ll, 2 st) um hornið, 4 ll, hoppið yfir 3 st, * 1 st á undan næsta st-hóp, 4 ll *, endurtakið frá *-* þar til eftir eru (1 st-hópur, 5 st), heklið 1 st á milli st-hóps og næsta st, 4 ll, hoppið yfir 3 st, 1 st í næsta st, 3 st í síðasta st. UMFERÐ 12: Heklið 3 st í fyrsta st, 1 ll, hoppið yfir 1 st, 1 st í næsta st, * 2 ll, 1 st um næsta ll-boga *, endurtakið frá *-* fram þar til 2 st eru eftir á undan horni, 2 ll, 1 st í næsta st, 1 ll, hoppið yfir 1 st, (2 st, 4 ll, 2 st) um hornið, 1 ll, hoppið yfir 1 st, 1 st í næsta st, 2 ll, * 1 st um næsta ll-boga, 2 ll *, endurtakið frá *-* fram þar til 4 st eru eftir, hoppið yfir 1 st, 1 st í næsta st, 1 ll, hoppið yfir 1 st, 3 st í næsta st. UMFERÐ 13: 3 st í fyrsta st, 1 st í hvorn af næstu 2 st, 3 st um næstu ll, 3 st um næsta ll-boga, 4 st um næsta ll-boga, 3 st um hvern ll-boga þar til eftir eru (1 ll-bogi, 1 st, 1 ll-bogi, 1 st, 1 ll, 2 st) á undan horni, heklið 4 st um hvorn af næstu 2 ll-bogum, 3 st um ll, 1 st í næsta st, 2 st í næsta st, (2 st, 4 ll, 2 st) um hornið, 2 st í næsta st, 1 st í næsta st, 3 st um næstu ll, 4 st um hvorn af næstu 2 ll-bogum, 3 st um hvern ll-boga þar til eftir eru (2 ll-bogar, 1 ll, 4 st), heklið 4 st um næsta ll-boga, 3 st um næsta ll-boga, 3 st um næstu ll, 1 st í hvorn af næstu 2 st, 3 st í síðasta st= 61 st hvoru megin við hornið (fyrsta skipti sem mynstureiningin er hekluð). Klippið frá og festið enda. Heklið mynsturteikningu A.15, A.16 (= 7 sinnum), A.17, A.18 (= 7 sinnum), A.19 þannig: UMFERÐ 14 (= frá réttu): Heklið með litnum ljós beige. Heklið 3 st í fyrsta st, 3 ll, hoppið yfir 1 st, 1 fl í næsta st, * 3 ll, hoppið yfir 3 st, 1 st í næsta st, 3 ll, hoppið yfir 3 st, 1 fl í næsta st *, endurtakið frá *-* fram þar til eftir eru 2 st á undan horni, 3 ll, hoppið yfir 2 st, (2 st, 4 ll, 2 st) um hornið, 3 ll, hoppið yfir 2 st, * 1 fl í næsta st, 3 ll, hoppið yfir 3 st, 1 st í næsta st, 3 ll, hoppið yfir 3 st *, endurtakið frá *-* þar til 3 st eru eftir, 1 fl í næsta st, 3 ll, hoppið yfir 1 st, 3 st í síðasta st. UMFERÐ 15 (= frá röngu): Heklið 3 st í fyrsta st, 2 ll, hoppið yfir 1 st, (1 fl, 2 ll, 1 fl) í næsta st, 2 ll, 1 st í næstu fl, * 2 ll, (1 fl, 2 ll, 1 fl) í næsta st, 2 ll, 1 st í næstu fl *, endurtakið frá *-* fram þar til 2 st eru eftir á undan horni, 2 ll, (2 fl, 2 ll, 1 fl) í næsta st, 2 ll, hoppið yfir 1 st, (2 st, 4 ll, 2 st) um hornið, 2 ll, hoppið yfir 1 st, (1 fl, 2 ll, 1 fl) í næsta st, 2 ll, * 1 st í næstu fl, 2 ll, (1 fl, 2 ll, 1 fl) í næsta st, 2 ll *, endurtakið frá *-* fram þar til eftir eru (1 fl, 1 ll-bogi, 3 st), 1 st í næstu fl, 2 ll, (1 fl, 2 ll, 1 fl) í næsta st, 2 ll, hoppið yfir 1 st, 3 st í síðasta st. UMFERÐ 16: Heklið 3 st í fyrsta st, 3 ll, hoppið yfir 1 st, 1 fl í næsta st, hoppið yfir 1 ll-boga, (3 st, 2 ll, 3 st) um næsta ll-boga, hoppið yfir 1 ll-boga, 1 fl í næsta st, * hoppið yfir 1 ll-boga, (3 st, 2 ll, 3 st) um næsta ll-boga, hoppið yfir 1 ll-boga, 1 fl í næsta st *, endurtakið frá *-* þar til 1 st er eftir á undan horni, 3 ll, hoppið yfir 1 st, (2 st, 4 ll, 2 st) um hornið, 3 ll, hoppið yfir 1 st,, * 1 fl í næsta st, hoppið yfir 1 ll-boga, (3 st, 2 ll, 3 st) um næsta ll-boga, hoppið yfir 1 ll-boga *, endurtakið frá *-* fram þar til eftir eru 3 st, 1 fl í næsta st, 3 ll, hoppið yfir 1 st, 3 st í síðasta st. UMFERÐ 17: Heklið 3 st í fyrsta st, hoppið yfir 1 st, 1 st í næsta st, 3 ll, 1 st í næstu fl, 3 ll, 1 st um næsta ll-boga, 3 ll, 1 st í næstu fl, * 3 ll, 1 st um næsta ll-boga, 3 ll, 1 st í næstu fl *, endurtakið frá *-* fram þar til eftir eru (1 ll-bogi, 2 st) á undan horni, 3 ll, 1 st í næsta st, hoppið yfir 1 st, (2 st, 4 ll, 2 st) um hornið, hoppið yfir 1 st, 1 st í næsta st, 3 ll, * 1 st í næstu fl, 3 ll, 1 st um næsta ll-boga, 3 ll *, endurtakið frá *-* fram þar til eftir eru (1 fl, 1 ll-bogi, 3 st), 1 st í næstu fl, 3 ll, 1 st í næsta st, hoppið yfir 1 st, 3 st í síðasta st. UMFERÐ 18: Heklið 3 st í fyrsta st, hoppið yfir 2 st, 1 st í næsta st, * 2 st um næsta ll-boga, 1 st í næsta st *, endurtakið frá *-* 2 sinnum til viðbótar, * 3 st um næsta ll-boga, 1 st í næsta st, 3 st um næsta ll-boga, 1 st í næsta st *, endurtakið frá *-* fram þar til eftir eru (3 ll-bogar, 5 st) á undan horni, * 2 st um næsta ll-boga, 1 st í næsta st *, endurtakið frá *-* 1 sinni til viðbótar, 3 st um næsta ll-boga, 1 st í hvern og einn af næstu 3 st, (2 st, 4 ll, 2 st um hornið), 1 st í hvern og einn af næstu 3 st, 3 st um næsta ll-boga, * 1 st í næsta st, 2 st um næsta ll-boga *, endurtakið frá *-* 1 sinni til viðbótar, * 1 st í næsta st, 3 st um næsta ll-boga, 1 st í næsta st, 3 st um næsta ll-boga *, endurtakið frá *-* fram þar til eftir eru (3 ll-bogar, 7 st, * 1 st í næsta st, 2 st um næsta ll-boga *, endurtakið frá *-* 2 sinnum til viðbótar, 1 st í næsta st, hoppið yfir 2 st, 3 st í síðasta st = 83 st hvoru megin við hornið (fyrsta skipti sem mynstureiningin er hekluð). Klippið frá og festið enda. Stykkið mælist ca 16 cm í heklstefnu. Heklið síðan með litnum vínauður: Endurtakið umf 5-7 = 95 st hvoru megin við horn í síðustu umf. Endurtakið umf 8-9 = 104 st hvoru megin við horn í síðustu umf. Endurtakið umf 10-13 – JAFNFRAMT í síðustu umf er fækkað um 2 st jafnt yfir mynstureiningu með A.11 – LESIÐ ÚRTAKA – og fækkið um 2 st jafnt yfir mynstureiningu með A.13 = 125 st hvoru megin við hornið í síðustu umf. Klippið frá og festið enda, skiptið yfir í litinn ljós beige. Endurtakið umf 14-18 JAFNFRAMT í síðustu umf er aukið út um 2 st jafnt yfir á undan horni – LESIÐ ÚTAUKNING – og aukið út um 2 st jafnt yfir á eftir horni = 149 st hvoru megin við horn. Stykkið mælist ca 28 cm í heklstefnu. Heklið síðan þannig: Endurtakið umf 14-18 (ATH: fyrsta umf byrjar frá röngu) – JAFNFRAMT í síðustu umf er aukið út um 2 st jafnt yfir á undan horni og aukið út um 2 st jafnt yfir á eftir horni = 173 st hvoru megin við horn. Klippið frá og festið enda, skiptið yfir í litinn natur. Endurtakið umf 14-18 – JAFNFRAMT í síðustu umf er aukið út um 2 st jafnt yfir á undan horni og aukið út um 2 st jafnt yfir á eftir horni = 197 st hvoru megin við horn. Klippið frá og festið enda, skiptið yfir í litinn ljós bleikur. Heklið síðan þannig: Endurtakið umf 5-7 = 209 st hvoru megin við horn í síðustu umf. Endurtakið umf 8-9 = 218 st hvoru megin við horn í síðustu umf. Endurtakið umf 10-13 – JAFNFRAMT í síðustu umf er fækkað um 4 st jafnt yfir mynstureiningu með A.11 og fækkið um 4 st jafnt yfir mynstureiningu með A.13 = 237 st hvoru megin við horn í síðustu umf. Klippið frá og festið enda, skiptið yfir í litinn vínrauður. Endurtakið umf 14-18 JAFNFRAMT í síðustu umf er aukið út um 2 st jafnt yfir á undan horni og aukið út um 2 st jafnt yfir á eftir horni = 261 st hvoru megin við horn. Klippið frá og festið enda, skiptið yfir í ljós beige. Stykkið mælist ca 48 cm í heklstefnu. Heklið síðan þannig: Endurtakið umf 14-18 JAFNFRAMT í síðustu umf er aukið út um 2 st jafnt yfir á undan horni og aukið út 2 st jafnt yfir á eftir horni = 285 st hvoru megin við horn í síðustu umf. Endurtakið umf 14-18 (ATH: fyrsta umf byrjar frá röngu) – JAFNFRAMT í síðustu umf er aukið út um 2 st jafnt yfir á undan horni og aukið út um 2 st jafnt yfir á eftir horni = 309 st hvoru megin við horn í síðustu umf. Klippið frá og festið enda. Stykkið mælist ca 56 cm í heklstefnu og ca 88 cm meðfram horni. |
||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #addienashawl eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 6 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 167-27
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.