Miss Fox |
|||||||
![]() |
![]() |
||||||
Settið samanstendur af: Prjónuðum vettlingum, húfu og sokkum úr DROPS Alpaca með refamynstri. Stærð 0 mán - 14 ára.
DROPS Extra 0-1217 |
|||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- ÚTAUKNING: Aukið út um 1 l með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umf er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. Allt mynstrið er prjónað í sléttprjóni. ÚRTAKA: Prjónið þar til 3 l eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 l slétt saman, 2 l sl (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa 2 l), takið 1 l óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, 1 ls l, steypið óprjónuðu l yfir HÆLÚRTAKA: UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið sl þar til (5-5-7) 7-7-7 (7-7-7) l eru eftir, takið 1 l óprjónaða eins og prjóna eigi hana sl, 1 l sl, steypið óprjónuðu l yfir, snúið við. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið br þar til (5-5-7) 7-7-7 (7-7-7) l eru eftir, takið 1 l óprjónaða eins og prjóna eigi hana br, 1 l br, steypið óprjónuðu l yfir, snúið við. UMFERÐ 3 (= rétta): Prjónið sl þar til (4-4-6) 6-6-6 (6-6-6) l eru eftir, takið 1 l óprjónaða eina og prjóna eigi hana sl, 1 l sl, steypið óprjónuðu l yfir, snúið við. UMFERÐ 4 (= ranga): Prjónið br þar til (4-4-6) 6-6-6 (6-6-6) l eru eftir, takið 1 l óprjónaða eins og prjóna eigi hana br, 1 l br, steypið óprjónuðu l yfir, snúið við. Haldið áfram á sama hátt með því það fækki um 1 l áður en 1 l er steypt yfir þar til (10-10-10) 10-10-10 (14-14-14) l eru eftir á prjóni. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- VETTLINGAR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna. VETTLINGUR: Fitjið upp 36-40 (44-52-56) l á sokkaprjóna nr 2,5 með litnum appelsínugulur. Prjónið stroff = 2 l sl, 2 l br í 5-6 (7-8-9) cm. Prjónið 1 umf slétt og fækkið um 12-10 (8-10-8) l jafnt yfir = 24-30 (36-42-48) l. Prjónið sléttprjón í 1 cm. Í næstu umf byrjar útaukning fyrir þumal og aukið er út um 1 l hvoru megin við 2. l í umf – LESIÐ ÚTAUKNING (= 2 l fleiri). Endurtakið útaukningu í 3. hverri umf alls 3-4 (5-6-7) sinnum = 7-9 (11-13-15) þumal-l. Þegar stykkið mælist alls 8½-10 (11½-13-14½) cm setjið 7-9 (11-13-15) þumal-l á þráð. Fitjið upp 1 nýja l yfir l á þræði = 24-30 (36-42-48) l á prjóni. Haldið áfram í sléttprjóni hringinn. Þegar stykkið mælist alls 10-13 (14-15-17) cm prjónið mynstur hringinn eftir mynsturteikningu A.1 – ATH: l með ör í mynstri á að passa mitt ofan á vettlingi. Eftir A.1 er haldið áfram með natur til loka. Þegar stykkið mælist 13-16 (17-19-21) cm setjið 1 prjónamerki í hvora hlið þannig að það verða 12-15 (18-21-24) l bæði ofan á hendi og undir. Í næstu umf er fækkað um 1 l hvoru megin við bæði prjónamerkin – LESIÐ ÚRTAKA (= 4 l færri). Endurtakið úrtöku í annarri hverri umf alls 2-2 (1-3-2) sinnum og í hverri umf alls 2-2 (4-4-6) sinnum = 8-14 (16-14-16) l eftir á prjóni. Í næstu umf eru allar l prjónaðar slétt saman 2 og 2. Klippið frá, þræðið þráðinn í gegnum þær l sem eftir eru og festið vel. Allur vettlingurinn mælist ca 15-18 (19-22-24) cm. ÞUMALL: Setjið til baka 7-9 (11-13-15) l af þræði yfir þumal á sokkaprjóna 2,5, prjónið að auki upp 5 l í kanti á bakhlið á þumal-l = 12-14 (16-18-20) l. Prjónið sléttprjón hringinn þar til þumallinn mælist 2½-3 (3½-4-5) cm. Prjónið síðan allar l slétt saman 2 = 6-7 (8-9-10) l eftir. Klippið frá, þræðið þráðinn í gegnum þær l sem eftir eru og festið vel. Saumið út augu og munn í vettlinginn – sjá mynd. Prjónið annan vettling á sama hátt, nema spegilmynd, þ.e.a.s. aukið er út fyrir þumli hvoru megin við næst síðustu l í umf (í stað hvoru megin við aðra l í umf). ------------------------------------------------------ HÚFA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna/hringprjóna. HÚFA: Fitjið upp 84-96 (104-108-112) l á sokkaprjóna/hringprjóna nr 3 með litnum natur. Prjónið 6 umf sléttprjón. Prjónið síðan 6 umf stroff (= 2 l sl, 2 l br). Eftir stroff er mynstur prjónað í hring eftir mynsturteikningu A.2. Í fyrstu umferð í A.2 er lykkjufjöldinn jafnaður út til 84-96 (102-108-114) lykkjur. Þegar A.2 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina er haldið áfram í sléttprjóni og litnum appelsínugulur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 17-19 (21-22-23) cm fellið laust af. FRÁGANGUR: Saumið sauminn efst á húfunni innan við affellingarkantinn – saumið með lykkjuspori. Saumið augun út, nef og munn með lykkjuspori – sjá mynd fyrir staðsetningu. -------------------------------------------------------- SOKKAR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna, ofan frá og niður að tá. SOKKUR: Fitjið upp (44-48-52) 52-56-56 (60-64-64) l á sokkaprjóna nr 2,5 með litnum appelsínugulur. Prjónið stroff = 2 l sl, 2 l br í (8-10-10) 12-14-14 (16-18-18) cm. Næsta umf er prjónuð þannig: Prjónið fyrstu (26-30-30) 30-34-34 (34-38-38) l slétt og fækkið um (8-8-8) 8-10-10 (10-10-10) l jafnt yfir þessar l = (18-22-22) 22-24-24 (24-28-28) l sl, setjið þessar l á þráð (= ofan á fæti). Nú eru (18-18-22) 22-22-22 (26-26-26) l eftir á prjóni fyrir hæl. Haldið áfram með stroff eins og áður fram og til baka í (3-3½-4) 4-4½-4½ (5-5-5) cm. Setjið 1 prjónamerki í stykkið. Prjónið síðan HÆLÚRTAKA – sjá útskýringu að ofan! Eftir hælúrtöku eru prjónaðar upp (8-9-10) 10-11-12 (13-13-13) l hvoru megin við hæl og (18-22-22) 22-24-24 (24-28-28) l af þræði eru settar til baka á prjóninn = (44-50-52) 52-56-58 (64-68-68) l. Setjið 1 prjónamerki hvoru megin við (18-22-22) 22-24-24 (24-28-28) l ofan á fæti. Haldið áfram í sléttprjón hringinn yfir allar l og fækkið lykkjum í hvorri hlið þannig: Prjónið 2 síðustu l á undan (18-22-22) 22-24-24 (24-28-28) l ofan á fæti snúnar slétt saman og prjónið 2 fyrstu l á eftir (18-22-22) 22-24-24 (24-28-28) l ofan á fæti slétt saman. Endurtakið úrtöku í annarri hverri umf alls (4-4-5) 5-7-5 (8-7-7) sinnum = (36-42-42) 42-42-48 (48-54-54) l. Prjónið síðan áfram þar til stykkið mælist (4-5-5) 6-8-9 (10-12-13) cm (nú eru eftir ca (6-6-7) 7-7-8 (8-8-9) cm til loka). Nú er mynstur prjónað í hring eftir mynsturteikningu A.1 – ATH: l með ör í mynstri á að passa mitt ofan á fæti. Þegar A.1 hefur verið prjónað er haldið áfram með litnum natur til loka. Prjónið síðan áfram þar til stykkið mælist (7-8-9) 9-11-13 (14-16-18) cm frá prjónamerki á hæl (nú eru eftir ca (3-3-3) 4-4-4 (4-4-4) cm að loka máli). Nú er sett 1 prjónamerki í hvora hlið, þannig að það verða (18-21-21) 21-21-24 (24-27-27) l bæði ofan fæti og undir fæti. Í næstu umf er fækkað um 1 l hvoru megin við bæði prjónamerkin fyrir tá – LESIÐ ÚRTAKA (= 4 l færri). Endurtakið úrtöku í annarri hverri umf alls (5-4-4) 7-6-5 (5-5-5) sinnum og síðan í hverri umf alls (1-3-3) 0-1-4 (4-5-5) sinnum = (12-14-14) 14-14-12 (12-14-14) l eftir á prjóni. Í næstu umf eru allar l prjónaðar saman 2 og 2. Klippið frá og þræðið þráðinn í gegnum þær l sem eftir eru, herðið að og festið vel. Saumið út augu og nef á tá á sokknum með litnum svartur – sjá mynd. Prjónið annan sokk á sama hátt. |
|||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||
|
|||||||
![]() |
|||||||
![]() |
|||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 22 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Extra 0-1217
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.