Emmanuelle skrifaði:
Bonjour, auriez-vous un modèle miss fox d'écharpe ou tour de cou? j'ai une petite fille qui adore les renards et qui rêverait d'une telle écharpe...
24.01.2026 - 09:28DROPS Design svaraði:
Bonjour Emmanuelle, nous avons juste des bonnets sur ce thème Renard (cliquez ici), mais peut être que l'un d'eux pourra vous inspirer. Bon tricot!
26.01.2026 - 07:59
Anne skrifaði:
Angående strumpan: var ska de 8 maskar minskas så att det inte hamnar synligt på ovansidan foten? (Innan man börjar på hälen)Bara på kanterna?
12.01.2026 - 19:12
Helena skrifaði:
Ik heb de wanten voor mijn kleindochter gemaakt..... Ze was er heel blij mee en vond ze erg leuk
28.11.2025 - 16:07
Danielle Tessier skrifaði:
Je ne comprends pas comment faire la finition du bonnet pour qu’il y ait des formes pour l’oreille
27.11.2025 - 14:49DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Tessier, dans ce bonnet, on assemble seulement les mailles en haut du bonnet (devant contre dos = couture plate tout en haut de la tête), les oreilles que l'on voit sur la photo sont formées en le portant seulement; si vous voulez les "créer", vous pouvez faire une couture en diagonale de chaque côté, faufilez ou épinglez peut-être les coins auparavant pour vérifier la position souhaitée. Bonnes finitions!
27.11.2025 - 17:05
Lena Fasth skrifaði:
Hur kan det gå åt lika mycket garn i alla storlekar på Miss Fox barnmönster?
25.09.2025 - 18:41DROPS Design svaraði:
Hei Lena. I votter og lue er det nok med 1 nøste i hver farge, men strikkes det sokker må man ha 1 nøste mer i de største str. mvh DROPS Design
06.10.2025 - 14:07
Jaana skrifaði:
En fråga om det bildas ett hål vid var sida om hälen som jag får montera/sy ihop senare då jag lägger upp? /stickar upp?nya maskor:"Efter hälminskn stickas det upp (8-9-10) 10-11-12 (13-13-13) m på varje sida av hälen och de (18-22-22) 22-24-24 (24-28-28) m från tråden sätts tillbaka på st = (44-50-52) 52-56-58 (64-68-68) m" Alltså vad betyder stickas upp?
26.11.2024 - 19:19DROPS Design svaraði:
Hej Jaana. I denna video ser du hur du kan plocka upp/sticka upp maskor på en socka. Hoppas den är till hjälp! Mvh DROPS Design
27.11.2024 - 13:15
Sónia Santos skrifaði:
Olá, estou a fazer as meias Miss Foxy. Já tricotei o canelado e estou a começar o calcanhar. A minha dúvida é aqui: Work next round as follows: K the first 38 sts and dec 10 sts evenly over these sts = 28 sts K, slip these sts on 1 stitch holder (= mid on top of foot). Entao, tenho de diminuir 10 malhas (estou a trabalhar com o tamanho maior). Essas diminuições são depois de tricotar as 38 malhas em meias ou é logo quando começo esta carreira? Obrigada
18.10.2024 - 15:11DROPS Design svaraði:
Bom dia, Deverá fazer as diminuições incorporadas nas primeiras 38 malhas. Daí ficarem 28 malhas, tal como é indicado. Bons tricôs!
22.10.2024 - 13:14
Annie JAVOY skrifaði:
Bonjour, pour la réalisation des moufles peux t on utiliser une aiguille circulaire plutôt que des aiguilles double pointe .?merci
06.07.2024 - 10:56DROPS Design svaraði:
Bonjour Annie, c'est bien possible avec magic loop. Bon travail!
12.07.2024 - 14:35
Nathalie Poulin skrifaði:
Bonjour, Je suis propriétaire d’une boutique de tricot qui vend vos très belles laines Drops. Je me questionne, car vous faites un patron de bas avec la laine Drops Alpaca qui contient 100% alpaca. Normalement, il faut du nylon pour la résistance…Est-ce que je dois conseiller cette laine quand même? Nathalie Poulin de Créations L’artis-Anna
07.12.2023 - 17:19DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Poulin, ce modèle a été créé en DROPS Alpaca, mais naturellement, si vous voulez plus de résistance, vous pourrez le tricoter en DROPS Fabel (Superwash) ou DROPS Nord (mélange alpaga, laine et polyamide). Bon tricot!
08.12.2023 - 08:49
Lara skrifaði:
Buonasera, cosa si intende per "mettere il segnapunti con 21 maglie sopra e sotto la muffola"? Ai lati? Grazie
20.10.2023 - 18:36DROPS Design svaraði:
Buonasera Lara, esatto, ci devono essere 21 maglie per il sopra e 21 maglie per il sotto della muffola. Buon lavoro!
24.10.2023 - 22:36
Miss Fox |
|||||||
![]() |
![]() |
||||||
Settið samanstendur af: Prjónuðum vettlingum, húfu og sokkum úr DROPS Alpaca með refamynstri. Stærð 0 mán - 14 ára.
DROPS Extra 0-1217 |
|||||||
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING: Aukið út um 1 l með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umf er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. Allt mynstrið er prjónað í sléttprjóni. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA: Prjónið þar til 3 l eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 l slétt saman, 2 l sl (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa 2 l), takið 1 l óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, 1 ls l, steypið óprjónuðu l yfir HÆLÚRTAKA: UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið sléttar lykkjur þar til (5-5-7) 7-7-7 (7-7-7) lykkjur eru eftir, lyftið næstu lykkju eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, snúið stykkinu. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið brugðnar lykkjur þar til (5-5-7) 7-7-7 (7-7-7) lykkjur eru eftir, lyftið næstu lykkju eins og prjóna eigi brugðið, prjónið 1 lykkju brugðið, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, snúið stykkinu. UMFERÐ 3 (= rétta): Prjónið sléttar lykkjur þar til (4-4-6) 6-6-6 (6-6-6) lykkjur eru eftir, lyftið næstu lykkju eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, snúið stykkinu. UMFERÐ 4 (ranga): Prjónið brugðnar lykkjur þar til (4-4-6) 6-6-6 (6-6-6) lykkjur eru eftir, lyftið næstu lykkju eins og prjóna eigi brugðið, prjónið 1 lykkju brugðið, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, snúið stykkinu. Haldið áfram með úrtöku á sama hátt með því að prjóna þar til eftir er 1 lykkja færri áður en 1 lykkju er lyft af prjóni, þar til (10-10-10) 10-10-10 (14-14-14) lykkjur eru eftir á prjóni. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- VETTLINGAR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna, frá úlnlið að fingurtoppi. VETTLINGUR: Fitjið upp 36-40 (44-52-56) l á sokkaprjóna nr 2,5 með litnum appelsínugulur DROPS Alpaca. Prjónið stroff = 2 l sl, 2 l br í 5-6 (7-8-9) cm. Prjónið 1 umf slétt og fækkið um 12-10 (8-10-8) l jafnt yfir = 24-30 (36-42-48) l. Prjónið sléttprjón í 1 cm. Í næstu umf byrjar útaukning fyrir þumalfingur og aukið er út um 1 l hvoru megin við 2. l í umf – lesið LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING (= 2 l fleiri). Endurtakið útaukningu í 3. hverri umf alls 3-4 (5-6-7) sinnum = 7-9 (11-13-15) þumallykkjur. Þegar stykkið mælist alls 8½-10 (11½-13-14½) cm setjið 7-9 (11-13-15) þumallykkjur á þráð. Fitjið upp 1 nýja l yfir l á þræði = 24-30 (36-42-48) l á prjóni. Haldið áfram í sléttprjóni hringinn. Þegar stykkið mælist alls 10-13 (14-15-17) cm prjónið mynstur hringinn eftir mynsturteikningu A.1 – ATH: l með ör í mynstri á að passa mitt ofan á vettlingi. Eftir A.1 er haldið áfram með natur til loka. Þegar stykkið mælist 13-16 (17-19-21) cm setjið 1 merki í hvora hlið þannig að það verða 12-15 (18-21-24) l bæði ofan á hendi og undir. Í næstu umf er fækkað um 1 l hvoru megin við bæði merkin – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA (= 4 l færri). Endurtakið úrtöku í annarri hverri umf alls 2-2 (1-3-2) sinnum og í hverri umf alls 2-2 (4-4-6) sinnum = 8-14 (16-14-16) l eftir á prjóni. Í næstu umf eru allar l prjónaðar slétt saman 2 og 2. Klippið frá, þræðið þráðinn í gegnum þær l sem eftir eru og festið vel. Allur vettlingurinn mælist ca 15-18 (19-22-24) cm. ÞUMALL: Setjið til baka 7-9 (11-13-15) l af þræði með þumallykkjum á sokkaprjóna 2,5, prjónið að auki upp 5 l í kanti á bakhlið á þumallykkjur = 12-14 (16-18-20) l. Prjónið sléttprjón hringinn þar til þumalfingurinn mælist 2½-3 (3½-4-5) cm. Prjónið síðan allar l slétt saman 2 = 6-7 (8-9-10) l eftir. Klippið frá, þræðið þráðinn í gegnum þær l sem eftir eru og festið vel. Saumið út augu og munn í vettlinginn – sjá mynd. Prjónið annan vettling á sama hátt, nema spegilmynd, þ.e.a.s. aukið er út fyrir þumalfingur hvoru megin við næst síðustu l í umf (í stað hvoru megin við aðra l í umf). ------------------------------------------------------ HÚFA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna/hringprjóna. HÚFA: Fitjið upp 84-96 (104-108-112) l á sokkaprjóna/hringprjóna nr 3 með litnum natur DROPS Alpaca. Prjónið 6 umf sléttprjón. Prjónið síðan 6 umf stroff (= 2 l sl, 2 l br). Eftir stroff er mynstur prjónað í hring eftir mynsturteikningu A.2. Í fyrstu umferð í A.2 er lykkjufjöldinn jafnaður út til 84-96 (102-108-114) lykkjur. Þegar A.2 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina er haldið áfram í sléttprjóni og litnum appelsínugulur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 17-19 (21-22-23) cm fellið laust af. FRÁGANGUR: Saumið sauminn efst á húfunni innan við affellingarkantinn – saumið með lykkjuspori. Saumið augun út, nef og munn með lykkjuspori – sjá mynd fyrir staðsetningu. -------------------------------------------------------- SOKKAR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna, ofan frá og niður að tá. SOKKUR: Fitjið upp (44-48-52) 52-56-56 (60-64-64) l á sokkaprjóna nr 2,5 með litnum appelsínugulur DROPS Alpaca. Prjónið stroff = 2 l sl, 2 l br í (8-10-10) 12-14-14 (16-18-18) cm. Næsta umf er prjónuð þannig: Prjónið fyrstu (26-30-30) 30-34-34 (34-38-38) l slétt og fækkið um (8-8-8) 8-10-10 (10-10-10) l jafnt yfir þessar l = (18-22-22) 22-24-24 (24-28-28) l sl, setjið þessar l á þráð (= ofan á fæti). Nú eru (18-18-22) 22-22-22 (26-26-26) l eftir á prjóni fyrir hæl. Haldið áfram með stroff eins og áður fram og til baka í (3-3½-4) 4-4½-4½ (5-5-5) cm. Setjið 1 merki í stykkið. Prjónið síðan HÆLÚRTAKA – sjá útskýringu að ofan! Eftir hælúrtöku eru prjónaðar upp (8-9-10) 10-11-12 (13-13-13) l hvoru megin við hæl og (18-22-22) 22-24-24 (24-28-28) l af þræði eru settar til baka á prjóninn = (44-50-52) 52-56-58 (64-68-68) l. Setjið 1 merki hvoru megin við (18-22-22) 22-24-24 (24-28-28) l ofan á fæti. Haldið áfram í sléttprjón hringinn yfir allar l og fækkið lykkjum í hvorri hlið þannig: Prjónið síðustu 2 lykkjur á undan (18-22-22) 22-24-24 (24-28-28) l ofan á fæti snúnar slétt saman og prjónið fyrstu 2 lykkjur á eftir (18-22-22) 22-24-24 (24-28-28) l ofan á fæti slétt saman. Endurtakið úrtöku í annarri hverri umf alls (4-4-5) 5-7-5 (8-7-7) sinnum = (36-42-42) 42-42-48 (48-54-54) l. Prjónið síðan áfram þar til stykkið mælist (4-5-5) 6-8-9 (10-12-13) cm (nú eru eftir ca (6-6-7) 7-7-8 (8-8-9) cm að loka máli). Nú er mynstur prjónað í hring eftir mynsturteikningu A.1 – ATH: l með ör í mynstri á að passa fyrir miðju ofan á fæti. Þegar A.1 hefur verið prjónað er haldið áfram með litnum natur til loka. Prjónið síðan áfram þar til stykkið mælist (7-8-9) 9-11-13 (14-16-18) cm frá merki á hæl (nú eru eftir ca (3-3-3) 4-4-4 (4-4-4) cm að loka máli). Nú er sett 1 merki í hvora hlið, þannig að það verða (18-21-21) 21-21-24 (24-27-27) l bæði ofan fæti og undir fæti. Í næstu umf er fækkað um 1 l hvoru megin við bæði merkin fyrir tá – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA (= 4 l færri). Endurtakið úrtöku í annarri hverri umf alls (5-4-4) 7-6-5 (5-5-5) sinnum og síðan í hverri umf alls (1-3-3) 0-1-4 (4-5-5) sinnum = (12-14-14) 14-14-12 (12-14-14) l eftir á prjóni. Í næstu umf eru allar l prjónaðar saman 2 og 2. Klippið frá og þræðið þráðinn í gegnum þær l sem eftir eru, herðið að og festið vel. Saumið út augu og nef á tá á sokknum með litnum svartur – sjá mynd. Prjónið annan sokk á sama hátt. |
|||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||
|
|||||||
![]() |
|||||||
![]() |
|||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 22 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2026 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
|||||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS Extra 0-1217
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.