Maiken Opheim skrifaði:
Der er fejl i mønsteret i den danske oversættelse, 2 symboler har samme tekst: slå om mellem 2 masker Det nederste symbols tekst skal være = 2 vrang sammen Vh Maiken
18.12.2015 - 08:33DROPS Design svaraði:
Hej Maiken, Så er den danske tekst rettet - tak for info :)
18.12.2015 - 09:04
Gabi skrifaði:
Betr.: Legende zum Diagramm 7. Position = 1 M auf eine Hilfsnadel vor die Arb legen, 2 M re zusstr, 1 M auf eine Hilfsnadel hinter die Arb legen. Liebes Drops Team, was passiert mit der Masche die auf der Hilfsnadel hinter der Arbeit liegt??? fehlt dort noch ein Halbsatz?? Ich verstehe das nicht ganz. Bitte antwortet so bald als möglich, ich möchte die Handschuhe verschenken. liebe Grüße Gabi
15.07.2015 - 10:09DROPS Design svaraði:
Hier lag leider ein Übersetzungsfehler vor, der gerade behoben wurde, die Diagrammlegende ist nun korrekt.
20.07.2015 - 12:28
José skrifaði:
Handschoenen! Lang geleden dat ik die gemaakt heb, maar zou het graag nog eens doen aan de hand van dit mooie patroon. De kleur spreekt mij niet aan, maar ik kan me voorstellen dat ik dat in veel andere kleuren kan maken. Zeker een favoriet.
13.06.2015 - 16:46
Donna skrifaði:
Ik vind de kleur fantastisch.
11.06.2015 - 10:09
Cris skrifaði:
Parece un patrón sencillo con un toque elegante. El color, un acierto también :)
05.06.2015 - 15:12
Severine skrifaði:
Jamais fait et j aimerai savoir le faire
28.05.2015 - 19:09
Lena Svendsen skrifaði:
Stilige hansker med flott mansjett.
28.05.2015 - 08:21
Alpine Rose#alpinerosegloves |
|||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||
Prjónaðir fingravettlingar úr DROPS Fabel með áferðamynstri í stroffi.
DROPS 165-30 |
|||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað í hring): *1 umf sl og 1 umf br*, endurtakið frá *-*. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1. ÚTAUKNING: Aukið út um 1 l með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Ti að koma í veg fyrir göt þá er uppslátturinn prjónaður slétt í næstu umf. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- FINGRAVETTLINGAR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna. VINSTRI FINGRAVETTLINGUR: Fitjið upp 64 l í báðum stærðum á sokkaprjóna nr 3 með Fabel. Prjónið 4 umf GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Prjónið síðan mynstur í hring á eftir A.1 (= 4 mynstureiningar ca 16 l). Þegar A.1 er lokið eru 48 l eftir í umf í báðum stærðum og 2 l sl, 2 l br alla leið hringinn. Haldið áfram með stroff þar til stykkið mælist 6-7 cm. Eftir stroff er prjónuð 1 umf sl þar sem aukið er út 0-6 l jafnt yfir – LESIÐ ÚTAUKNING = 48-54 l á prjóni. Setjið 1 prjónamerki – HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Prjónið sléttprjón. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 2 cm byrjar útaukning fyrir þumalfingur. Aukið út um 1 l hvoru megin við næst síðustu l í umf (þ.e.a.s. innan í hönd) (= 2 l fleiri). Endurtakið útaukningu hvoru megin við útauknar lykkjur í 3. hverri umf alls 5-6 sinnum = 11-13 þumallykkjur og 58-66 l alls. Þegar stykkið mælist 6-7 cm eru þumallykkjur + 1 l í hvorri hlið (= 13-15 l) settar á þráð. Fitjið upp 3 nýjar l fyrir aftan þumalfingur = 48-54 l á prjóni. Haldið áfram hringinn í sléttprjóni þar til stykkið mælist 10-11 cm. Setjið fyrstu 19-21 l ofan á hönd á þráð, haldið eftir næstu 11-12 l á prjóni og setjið síðustu 18-21 l innan í hönd á annan þráð. LITLIFINGUR: = 11-12 l, fitjið upp 1 nýja l við l á þræði = 12-13 l. Prjónið sléttprjón hringinn ca 5½-6½ cm, prjónið síðan allar l slétt saman 2 og 2. Klippið frá og þræðið þráðinn í gegnum þær l sem eftir eru, herðið að og festið vel. HÖND: Setjið til baka l af þræði á prjóninn, prjónið að auki upp 2 l við litlafingur = 39-44 l. Prjónið 2 umf hringinn í sléttprjóni. Haldið eftir 2 l sem teknar voru upp við litlafingur + 6-6 l ofan á hönd og 5-6 l í lófa á prjóni. Setjið til baka þær l sem eftir eru á þræði (= 13-15 l ofan á hönd og 13-15 l innan í lófa). BAUGFINGUR: = 13-14 l, fitjið upp 1 nýja l við l á þræði = 14-15 l. Prjónið sléttprjón hringinn í ca 7-8 cm, prjónið síðan allar l slétt saman 2 og 2. Klippið frá og þræðið þráðinn í gegnum þær l sem eftir eru, herðið að og festið vel. LANGATÖNG: Setjið til baka næstu 6-7 l af hvorum þræði á prjóninn, prjónið að auki upp 2 l við baugfingur og fitjið upp 1 nýja l við l á þræði = 15-17 l. Prjónið sléttprjón hringinn í ca 7½-8½ cm, prjónið síðan allar l slétt saman 2 og 2. Klippið frá og þræðið þráðinn í gegnum þær l sem eftir eru, herðið að og festið vel. VÍSIFINGUR: Setjið til baka þær 14-16 l sem eftir eru á þræði á prjóninn, prjónið að auki upp 2 l við löngutöng = 16-18 l. Prjónið sléttprjón hringinn í ca 6½-7½ cm, prjónið síðan allar l slétt saman 2 og 2. Klippið frá og þræðið þráðinn í gegnum þær l sem eftir eru, herðið að og festið vel. ÞUMALFINGUR: Setjið þumallykkjur á prjóninn og prjónið að auki upp 3 l í kanti í bakhlið á þumlfingri = 16-18 l. Prjónið sléttprjón hringinn í ca 5½-6 cm, prjónið síðan allar l slétt saman 2 og 2. Klippið frá og þræðið þráðinn í gegnum þær l sem eftir eru, herðið að og festið vel. HÆGRI FINGRAVETTLINGUR: Prjónið á sama hátt og vinstri fingravettlingur, nema spegilmynd, þ.e.a.s. aukið út fyrir opi fyrir þumalfingur hvoru megin við hinar l í umf í stað í hvorri hlið við næst síðustu l í umf. |
|||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #alpinerosegloves eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 21 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 165-30
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.