Coralie skrifaði:
Bonjour, Est ce que pour la taille XL il faut mettre en attente 20m en attente pour le devant et non 18? Car sinon à la fin pour l'épaule, on se retrouve avec 39 m et non 38m. Merci
27.03.2024 - 13:22DROPS Design svaraði:
Bonjour Coralie, le décompte en taille XL a été indiqué dans la réponse précédente, ainsi, vous aurez le bon nombre de mailles. Bon tricot!
02.04.2024 - 12:24
Coralie skrifaði:
Bonjour Quand je monte le devant en taille xl. J'obtiens 39 mailles et non 38 à la fin. Est ce normale?
26.03.2024 - 20:02DROPS Design svaraði:
Bonjour Coralie, en XL vous avez 106 mailles après les emmanchures, vous glissez les 18 m centrales en attente = il reste 44 mailles pour chaque épaule; vous rabattez ensuite pour l'encolure 2 x 2 m + 2 x 1 m = 6 m au total, il reste: 44-6=38 mailles. Bon tricot!
02.04.2024 - 10:32
Manon skrifaði:
Bonjour, Ce superbe modèle peut il être tricoter en rond? Si oui comment. Merci
24.06.2020 - 12:36DROPS Design svaraði:
Bonjour Manon, oui mais il faudra quand même diviser pour les emmanchures pour terminer le dos et le devant séparément. Si vous voulez tricoter en rond, montez 2 m en moins pour le devant et 2 m en moins pour le dos (= mailles lisières) et n'oubliez pas ensuite de bien adapter les mailles et les diagrammes. Bon tricot!
24.06.2020 - 13:54
WEIS skrifaði:
Le modèle est magnifique terminé avec une mise en œuvre très agréable et simple. Merci pour vos explications très facile à suivre
07.04.2017 - 10:21
Marlies Van Dijk skrifaði:
De lange streep staat wel in de legenda en betekent 3 recht samenbreien.
11.02.2017 - 15:50
Betty Wouda skrifaði:
In het patroon A.2 staat op pen 25 en 27 een lange streep van 3 blokjes. Dit staat niet bij de legenda van de steken. Het moet zijn een driehoek met de omschrijving 1 R afh., 2 R samen, afgeh. st. overh. Het weerhield mij niet om dit patroon te breien.
18.07.2016 - 15:57
Татьяна skrifaði:
Nyam
30.01.2015 - 18:02
Claudia Dill skrifaði:
Super Pulli und Muster. Würde ich gerne stricken.
17.12.2014 - 17:01
Susanne skrifaði:
Sehr ansprechendes Muster ... wo bleibt die Anleitung ;o))
14.12.2014 - 13:09
Rita Verbanck skrifaði:
Mooie pull
13.12.2014 - 10:50
Sophie#sophiesweater |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Paris með gatamynstri og kúlum. Stærð S - XXXL
DROPS 159-13 |
|||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf. GARÐAPRJÓN (prjónað í hring): *1 umf sl og 1 umf br *, endurtakið frá *-*. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1-A.5. Mynsturteikning sýnir allar umf í mynstri séð frá réttu. ÚTAUKNING: Aukið út um 1 l með því að slá 1 sinni uppá prjóninn innan við 1 kantlykkju, í næstu umf er uppslátturinn prjónaður snúinn br (þ.e.a.s prjónið aftan í lykkjubogann í stað framan) til að koma í veg fyrir göt. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna. BAKSTYKKI: Fitjið upp 88-94-100-110-120-130 l (meðtalin 1 kantlykkja í hvorri hlið á stykki) á hringprjóna nr 4,5 með Paris. Prjónið 4 umf GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Skiptið yfir á hringprjóna nr 5. Næsta umf frá réttu er prjónuð þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, 13-16-19-24-29-34 l sléttprjón, A.1 (= 12 l), A.3 (= 6 l), A.2 (= 24 l), A.3, A.4 (= 12 l), 13-16-19-24-29-34 l sléttprjón, endið á 1 kantlykkju í garðaprjóni. Kantlykkja er prjónuð í garðaprjóni til loka. Endurtakið A.1-A.4 á hæðina til loka. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 40-41-42-43-44-45 cm fellið af fyrstu 2 l í 2 næstu umf fyrir handveg = 84-90-96-106-116-126 l. Mynstrið heldur síðan áfram eins og áður innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 56-58-60-62-64-66 cm setjið miðju 26-26-26-28-28-28 l á þráð fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. ATH: Stillið mynstur af eftir hálsmáli (þ.e.a.s. l sem ekki ganga upp í mynstri eru prjónaðar í sléttprjóni til loka). Fellið síðan af 1 l í næstu umf frá hálsi = 28-31-34-38-43-48 l eftir fyrir öxl. Þegar stykkið mælist 57-59-61-63-65-67 cm prjónið 2 umf garðaprjón yfir allar l. Fellið af. Prjónið hina öxlina á sama hátt. FRAMSTYKKI: Fitjið upp og prjónið á sama hátt og bakstykki. Þegar stykkið mælist 50-52-54-56-58-60 cm setjið miðju 16-16-16-18-18-18 l á þráð fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. ATH: Stillið mynstur af eftir hálsmáli (þ.e.a.s. l sem ekki ganga upp i mynstri eru prjónaðar í sléttprjóni til loka). Fellið síðan af í hverri umf frá hálsi þannig: 2 l 2 sinnum og 1 l 2 sinnum = 28-31-34-38-43-48 eftir fyrir öxl. Þegar stykkið mælist 57-59-61-63-65-67 cm prjónið 2 umf garðaprjón yfir allar l. Fellið af. Prjónið hina öxlina á sama hátt. ERMI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna. Fitjið upp 43-43-45-45-47-49 l (meðtalin 1 kantlykkja í hvorri hlið á stykki) á hringprjóna nr 4,5 með Paris. Prjónið 4 umf garðaprjón. Skiptið yfir á hringprjóna nr 5. Prjónið nú frá réttu þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, 11-11-12-12-13-14 l sléttprjón, A.5 (= 19 l), 11-11-12-12-13-14 l sléttprjón, endið á 1 kantlykkju í garðaprjóni. Kantlykkjan er prjónuð í garðaprjóni til loka. Endurtakið A.5 til loka. Þegar stykkið mælist 8 cm er aukið út um1 l innan við 1 kantlykkju í hvorri hlið á stykki – LESIÐ ÚTAUKNING, endurtakið útaukningu með 3½-3-3-2½-2-2 cm millibili 10-11-12-14-14-15 sinnum til viðbótar = 65-67-71-75-77-81 l, útauknu l eru prjónaðar í sléttprjóni. Fellið af þegar stykkið mælist 49-48-47-46-44-42 cm (styttra mál í stærri stærðum vegna breiðari axla). FRÁGANGUR: Saumið axlasauma. Saumið l eina og eina með lykkjuspori. Saumið ermar í við fram- og bakstykki innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni. Saumið sauma undir ermum og hliðarsauma í eitt innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni. HÁLSMÁL: Byrjið við miðju að aftan og takið upp 70-80 l meðtaldar l af þræði í kringum hálsmál á hringprjóna nr 4,5 með Paris. Prjónið 6 umf GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Fellið af. |
|||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #sophiesweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 26 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 159-13
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.