Eva Linnea Jahr skrifaði:
Mönstret för ponchon stämmer inte. De måste fattas ett avmasknings- eller uppläggningsvarv för att få stycket att bli som på bilden. Enligt beskrivningen blir det bara ett enda långt rektangulärt stycke. Med vänlig hälsning Eva Linnea
24.10.2014 - 10:25
Birgit Reetz skrifaði:
Wenn ich mir die Anleitung ansehe, erhalte ich lediglich ein Rechteck, aber nicht den Poncho-Schnitt, der aufgezeichnet ist. Es müssten doch an einer Stelle eine ganze Menge Maschen neu aufgenommen werden, damit sich das 2. Rechteck ergibt, oder?
19.10.2014 - 14:32DROPS Design svaraði:
Es ist richtig, dass Sie lediglich ein einziges Rechteck stricken brauchen. Die Schnittzeichnung ist in dem Fall vielleicht etwas irritierend, aber sie soll in erster Linie verdeutlichen, wie die Enden des Rechtecks aneinandergenäht werden (gestrichelte Linie), die rechte und linke Schmalseite auf der Skizze sind eigentlich miteinander verbunden, es ist sozusagen nur die Vorderseite des Ponchos gezeichnet. Die gestrichelte Linie ist eigentlich das eine Ende des Rechtecks.
19.10.2014 - 21:53
Jannette skrifaði:
Simpel, maar erg mooi door de wol.
19.09.2014 - 07:07Noirin Coakley skrifaði:
I love that hat too, can't wait to get my hands on that pattern :)
02.07.2014 - 19:44
Inês skrifaði:
Gostaria de fazer este para um pessoa especial :)
08.06.2014 - 23:36Allinson Sherratt skrifaði:
Particularly love the hat-hope its easy to knit.
04.06.2014 - 00:35
Tender Moments#tendermomentsset |
|
![]() |
![]() |
Prjónuð húfa og poncho í klukkuprjóni úr 2 þráðum DROPS Brushed Alpaca Silk. Stærð S – XXXL.
DROPS 157-14 |
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf. KLUKKUPRJÓN prjónað í hring á hringprjóna: UMFERÐ 1: * Sláið 1 sinni uppá prjóninn, takið 1 l óprjónaða eins og prjóna eigi brugðið, 1 l sl *, endurtakið frá *-*. UMFERÐ 2: * Prjónið uppsláttinn og óprjónuðu l br saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn, takið 1 l óprjónaða eins og prjóna eigi brugðið *, endurtakið frá *-*. UMFERÐ 3: * Sláið 1 sinni uppá prjóninn, takið 1 l óprjónaða eins og prjóna eigi hana brugðið, prjónið uppsláttinn og óprjónuðu l slétt saman *, endurtakið frá *-*. Endurtakið umf 2 og 3. KLUKKUPRJÓN prjónað fram og til baka + 1 kantlykkja í hvorri hlið: UMFERÐ 1: 1 l garðaprjón, * 1 l sl, sláið 1 sinni uppá prjóninn, takið 1 l óprjónaða eins og prjóna eigi brugðið *, endurtakið frá *-* þar til 2 l eru eftir, endið á 1 l sl, 1 l garðaprjón, UMFERÐ 2: 1 l garðaprjón, * sláið 1 sinni uppá prjóninn, takið 1 l óprjónaða eins og prjóna eigi brugðið, prjónið uppsláttinn og óprjónuðu l slétt saman *, endurtakið frá *-* þar til 2 l eru eftir, endið á því að slá 1 sinni uppá prjóninn, takið 1 l óprjónaða eins og prjóna eigi brugðið, 1 l garðaprjón. UMFERÐ 3: 1 l garðaprjón, * prjónið uppsláttinn og óprjónuðu l slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn, takið 1 l óprjónaða eins og prjóna eigi brugðið *, endurtakið frá *-* þar til 3 l eru eftir, prjónnið uppsláttinn og óprjónuðu l slétt saman, 1 l garðaprjón. Endurtakið umf 2 og 3. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- HÚFA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á hringprjóna. HÚFA: Fitjið upp 60-62-64 l á hringprjóna nr 7 með 2 þráðum Brusched Alpaca Silk. Prjónið sléttprjón þar til stykkið mælist 8 cm. Skiptið yfir á hringprjóna nr 9 jafnframt því sem prjónað er KLUKKUPRJÓN prjónað í hring á hringprjóna – sjá útskýringu að ofan – ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 26-26-27 cm – stillið af eftir umf 3 í klukkuprjóni – prjónið næstu umf þannig: * prjónið uppsláttinn og óprjónuðu l br saman, 1 l sl *, endurtakið frá *-* út umf. Prjónið nú stroff (= 1 l br, 1 l sl). Þegar stykkið mælist 30½-30½-31½ cm prjónið 1 umf slétt JAFNFRAMT eru l prjónaðar 2 og 2 slétt saman. Klippið frá, þræðið þráðinn í gegnum þær l sem eftir eru, herðið að og festið vel. FRÁGANGUR: Brjótið saman kantinn í sléttprjóni tvöfaldan á móti röngu og saumið niður með smáu spori – passið uppá að saumurinn verði ekki of stífur. Húfan mælist ca 27-27-28 cm á hæðina. ------------------------------------------------------- PONCHO - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna. PONCHO: Fitjið LAUST upp 38-49-54 l á prjóna nr 9 með 2 þráðum Brushed Alpaca Silk. Prjónið 4 umf GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan – JAFNFRAMT í síðustu umf er fækkað um 3-4-5 l jafnt yfir = 35-45-49 l. Prjónið nú KLUKKUPRJÓN fram og til baka – sjá útskýringu að ofan. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 110-136-144 cm – stillið af eftir 2. umf í klukkuprjóni, prjónið næstu umf frá réttu þannig: 1 l garðaprjón, * prjónið uppsláttinn og óprjónuðu l slétt saman, 1 l sl *, endurtakið frá *-* þar til 1 l er eftir, prjónið 1 l garðaprjón. Prjónið 1 umf slétt JAFNFRAMT er aukið út um 3-4-5 l jafnt yfir = 38-49-54 l. Prjónið 2 umf slétt, fellið LAUST af. FRÁGANGUR: Saumið uppfitjunarkantinn kant í kant við aðra langhliðina, svo að saumurinn verði ekki of þykkur (gagnstæð langhlið og affellingarkantur myndar nú horn við miðju að framan). |
|
![]() |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #tendermomentsset eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 12 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 157-14
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.