Margje skrifaði:
Ik heb een vraag,hoe brei je deze vest zonder een rondbreinaald,maar dan met gewone breinaalden
26.11.2013 - 23:05DROPS Design svaraði:
Hoi Margje. Dit vest wordt heen en weer gebreid op de rondbreinld, dus je kan vervangen door een rechte naald, maar zorg ervoor dat je ruimte kan hebben voor alle steken.
28.11.2013 - 14:53
Christine skrifaði:
Qu'il est beau, beau, beau. Superbe modèle, j'adore!!!
07.09.2013 - 21:42
Lisa Lebrija skrifaði:
Der er endnu en fejl i denne opskrift, på forstykket. Når man skal tage ud i vrangborterne står der man skal tage ud i 2 af borterne. Dette er ikke nok for str. XL og de størrer str. I XL er man nød til at tage ud i 3 af vrangborterne for at opnå slutmaske resultatet på 105 masker.
27.07.2013 - 12:39
Lisa Lebrija skrifaði:
OBS!!! Det er selvfølgelig i de vrangstrikket borter, fra retsiden der tages ud i, og ikke som jeg skrev i RETborterne. UNDSKYLD!!!
27.07.2013 - 12:36
Lisa Lebrija skrifaði:
Der er endnu en fejl i denne opskrift, på forstykket. Når man skal tage ud i retborterne står der man skal tage i i 2 af borterne. Dette er ikke nok for str. XL og de størrer str. I XL er man nød til at tage ud i 3 af retborterne for at opnå slutmaske resultatet på 105 masker.
27.07.2013 - 12:32
Lisa Lebrija skrifaði:
Der er endnu en fejl i denne opskrift, på forstykket. Når man skal tage ud i retborterne står der man skal tage i i 2 af borterne. Dette er ikke nok for str. XL og de størrer str. I XL er man nød til at tage ud i 3 af retborterne for at opnå slutmaske resultatet på 105 masker.
27.07.2013 - 12:32
Lisa Lebrija skrifaði:
Der er fejl i denne opskrift!!! På ryggen, der hvor man skal flytte mærke A og B, er der fejl. Man skal flytte mærket helt ud til det glatstrikkede på højre side når man beg. indtagningerne, samtidig med at der tages ud i vrangborterne i mønstret.
14.07.2013 - 22:09DROPS Design svaraði:
Tak for info! Nu er der lagt en rettelse ud til denne opskrift!
04.10.2013 - 10:16
Verena skrifaði:
Habe diese Jacke angestrickt,ist schön zu stricken ,sehr schönes Material
01.07.2013 - 15:48
Aase Rytter skrifaði:
Rigtig flot model, den vil jeg virkelig gerne eje. Meget klædelig
30.06.2013 - 04:11
Zenland skrifaði:
J'aime beaucoup ce modéle et j'essaierais de le faire !!!!
27.06.2013 - 22:33
Morning Fog#morningfogcardigan |
||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS BabyAlpaca Silk með áferðamynstri og stuttum ermum. Stærð S - XXXL
DROPS 149-20 |
||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka á hringprjóna): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1. Mynsturteikning sýnir allar umf í mynstri séð frá réttu. ÚRTAKA-1 (á við um úrtöku í stroffi fyrir miðju að aftan og á hvoru framstykki): Öll úrtaka er gerð frá réttu! Fækkið lykkjum á eftir prjónamerki A þannig: Prjónið 2 l snúnar br saman. Fækkið lykkjum á undan prjónamerki B þannig: Prjónið 2 l br saman. ÚRTAKA-2 (á við um úrtöku í hliðum á fram- og bakstykki): Öll úrtaka er gerð frá réttu! Fækkið lykkjum á eftir 1 kantlykkju í hlið: Takið 1 l óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, 1 l sl, steypið óprjónuðu l yfir. Fækkið lykkjum á undan 1 kantlykkju í hlið þannig: Prjónið 2 l slétt saman. ÚRTAKA-3 (á við um úrtöku utan við áferðamynstur að framan og að aftan): Öll úrtaka er gerð frá réttu! Fækkið lykkjum á undan prjónamerki A þannig: Prjónið 2 l slétt saman. Fækkið lykkjum á eftir prjónamerki B þannig: Takið 1 l óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, 1 l sl, steypið óprjónuðu l yfir. ÚRTAKA-4 (á við um úrtöku við hálsmál að framan): Fækkið lykkjum fyrir hálsmáli innan við 25-25-27-27-29-29 l garðaprjón. Öll úrtaka er gerð frá réttu. Fækkið lykkjum á eftir l í garðaprjóni þannig: Takið 1 l óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, 1 l sl, steypið óprjónuðu l yfir. Fækkið lykkjum á undan l í garðaprjóni þannig: Prjónið 2 l slétt saman. ÚTAUKNING: Aukið út um 1 l með því að slá uppá prjóninn, í næstu umf er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. HNAPPAGAT: Fellt er af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan. 1 hnappgat = fellið af þriðju og fjórðu l frá miðju að framan og fitjið upp 2 nýjar l yfir þær sem felldar voru af í næstu umf. Fellið af fyrir hnappagötum þegar stykkið mælist: STÆRÐ S: 8, 13, 18, 23, 28 og 33 cm. STÆRÐ M: 9, 14, 19, 24, 29 og 34 cm. STÆRÐ L: 10, 15, 20, 25, 30 og 35 cm. STÆRÐ XL: 11, 16, 21, 26, 31 og 36 cm. STÆRÐ XXL: 12, 17, 22, 27, 32 og 37 cm. STÆRÐ XXXL: 13, 18, 23, 28, 33 og 38 cm. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna. BAKSTYKKI: LESIÐ ALLAN KAFLANN ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ PRJÓNA! Fitjið upp 143-151-159-171-187-195 l (meðtalin 1 kantlykkja í hvorri hlið) á hringprjóna nr 3 með Baby Alpaca Silk. Prjónið 1 umf br frá röngu. Næsta umf er prjónuð frá réttu þannig: STÆRÐ S + M + L: 1 kantlykkja í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, * 3 l br, 1 l sl *, endurtakið frá *-* 7-8-9 sinnum, 3 l br, 2 l sl, 3 l br, 2 l sl, 3 l br, 1 l sl, 3 l br, 2 l sl, 3 l br, 1 l sl, * 3 l br, 1 l sl *, endurtakið frá *-* alls 9-9-9 sinnum, 3 l br, 1 l sl, 3 l br, 2 l sl, 3 l br, 1 l sl, 3 l br, 2 l sl, 3 l br, 2 l sl, 3 l br, * 1 ls l, 3 l br *, endurtakið frá *-* alls 7-8-9 sinnum og endið á 1 kantlykkju í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff með sl yfir sl og br yfir br. STÆRÐ XL + XXL + XXXL: 1 kantlykkja í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, * 3 l br, 1 l sl *, endurtakið frá *-* alls 8-10-11 sinnum, 3 l br, 2 l sl, 3 l br, 2 l sl, 3 l br, 2 l sl, 3 l br, 2 l sl, 3 l br, 1 l sl, 3 l br, 2 l sl, 3 l br, 1 l sl, * 3 l br, 1 l sl *, endurtakið frá *-* alls 9-9-9 sinnum, 3 l br, 1 l sl, 3 l br, 2 l sl, 3 l br, 1 l sl, 3 l br, 2 l sl, 3 l br, 2 l sl, 3 l br, 2 l sl, 3 l br, 2 l sl, 3 l br, * 1 l sl, 3 l br *, endurtakið frá *-* alls 8-10-11 sinnum og endið á 1 kantlykkju með garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff með sl yfir sl og br yfir br. Þegar stykkið mælist 3 cm er næsta umf prjónuð frá réttu þannig: STÆRÐ S + M + L: 1 kantlykkja í garðaprjóni, 28-32-36 l í sléttprjóni, 3 l br, 2 l sl, 3 l br, A.1 (= 2 l), 3 l br, 1 l sl, 3 l br, A.1 (= 2 l), 3 l br, 1 l sl, setjið 1 prjónamerki (= A), * 3 l br, 1 l sl *, endurtakið frá *-* alls 9 sinnum, 3 l br, setjið 1 prjónamerki (= B), 1 l sl, 3 l br, A.1 (= 2 l), 3 l br, 1 l sl, 3 l br, A.1 (= 2 l), 3 l br, 2 l sl, 3 l br, 28-32-36 l sléttprjón og 1 kantlykkja í garðaprjóni. Haldið áfram í sléttprjóni og mynstur með áferð. STÆRÐ XL + XXL + XXXL: 1 kantlykkja í garðaprjón, 32-40-44 l sléttprjón, 3 l br, 2 l sl, 3 l br, A.1 (= 2 l), 3 l br, 2 l sl, 3 l br, A.1 (= 2 l), 3 l br, 1 l sl, 3 l br, A.1 (= 2 l), 3 l br, 1 l sl, setjið 1 prjónamerki (= A), * 3 l br, 1 l sl *, endurtakið frá *-* alls 9 sinnum, 3 l br, setjið 1 prjónamerki (= B), 1 l sl, 3 l br, A.1 (= 2 l), 3 l br, 1 l sl, 3 l br, A.1 (= 2 l), 3 l br, 2 l sl, 3 l br, A.1 (= 2 l), 3 l br, 2 l sl, 3 l br, 32-40-44 l sléttprjón og 1 kantlykkja í garðaprjóni. Haldið áfram í sléttprjóni og mynstur með áferð. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! ÚRTAKA Í STROFFI FYRIR MIÐJU AÐ AFTAN: Þegar prjónaðar hafa verið 4 umf eftir stroffi, er fækkað um 1 l frá réttu eftir prjónamerki A og á undan prjónamerki B – LESIÐ ÚRTAKA-1 (= 2 l færri). Endurtakið úrtöku til skiptis í 6. og 4. hverri umf (þ.e.a.s. til skiptis í 3. hverri og annarri hverri umf frá réttu), 17 sinnum til viðbótar (= alls 18 úrtökur í hvorri hlið í stroffi). ATH: Þær 3 l sem eru eftir á milli prjónamerki A og B fyrir miðju að aftan eftir úrtöku, prjónið slétt frá röngu. Í næstu umf frá réttu eru þessar 3 l prjónaðar br saman (= 2 l færri). Í næstu umf frá réttu þessi eina br l fyrir miðju prjónuð slétt saman með næstu l sl þannig að það koma 2 l sl fyrir miðju að aftan (= 1 l færri). ÚRTAKA Í HLIÐUM: JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 8-8-10-10-10-12 cm fækkið um 1 l í hvorri hlið – LESIÐ ÚRTAKA-2 (= 2 l færri). Endurtakið úrtöku í hvorri hlið með 6-6-8-8-8-12 cm millibili, 3-3-2-2-2-1 sinni til viðbótar = alls 4-4-3-3-3-2 úrtökur í hvorri hlið á bakstykki. ÚTAUKNING FYRIR ERMAR: JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 29-30-31-32-33-34 cm eru fitjaðar upp nýjar l fyrir ermar í lok hverrar umf í hvorri hlið þannig: Fitjið upp 1 l alls 5 sinnum, 2 l alls 4-4-4-3-3-3 sinnum og að lokum 15-14-12-12-10-10 l 1 sinni – héðan eru síðustu 6 l í hvorri hlið prjónaðar í garðaprjóni (= kantur á ermum). ÚTAUKNING OG ÚRTAKA Í MYNSTRI MEÐ ÁFERÐ: JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 34 cm í öllum stærðum er prjónamerki A og B flutt til þannig að prjónamerki A er staðsett á undan fyrstu 3 l br í mynstri með áferð fyrir miðju að aftan (séð frá réttu) og prjónamerki B er staðsett á eftir síðustu 3 l br í mynstri með áferð fyrir miðju að aftan. Fækkið nú utan við síðustu 3 l br í mynstri með áferð fyrir miðju að aftan, þ.e.a.s. á undan prjónamerki A og á eftir prjónamerki B – LESIÐ ÚRTAKA-3 (= 2 l færri). Endurtakið úrtöku í 4. hverri umf, (þ.e.a.s. í annarri hverri umf frá réttu), 14-14-14-19-19-19 sinnum til viðbótar (= alls 15-15-15-20-20-20 úrtökur í hvorri hlið). JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 34 cm í öllum stærðum er aukið út um 1 l í hverri og einni af miðju 6-6-6-8-8-8 brugðnu einingum fyrir miðju að aftan – LESIÐ ÚTAUKNING (= 6-6-6-8-8-8 l fleiri). Endurtakið útaukningu með 3-3-3-2½-2½-2½ cm millibili, 5 sinnum til viðbótar (= alls 6 útaukningar í hverri brugðnu einingu – ATH: Fyrsta sinni sem aukið er út, er það gert í byrjun á hverri br einingu, næsta skipti í lokin á hverri brugðnu einingu o.s.frv.) Eftir úrtöku og útaukningu eru 158-164-170-180-192-202 l á prjóni. Haldið áfram í sléttprjóni og mynstur með áferð eins og áður. Þegar stykkið mælist 56-58-60-62-64-66 cm fellið af miðju 16-16-20-20-24-24 l fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Fækkið nú um 1 l í byrjun á 2 næstu umf frá hálsmáli = 69-72-73-78-82-87 l eftir á öxl. Fellið LAUST af þegar stykkið mælist 58-60-62-64-66 cm. Endurtakið á sama hátt á hinni öxlinni. HÆGRA FRAMSTYKKI: Fitjið upp 78-82-86-92-100-104 l (meðtalin 1 kantlykkja í hvorri hlið og 5 kantlykkjur að framan) á hringprjóna nr 3 með Baby Alpaca Silk. LESIÐ ALLAN KAFLANN ÁÐUR EN PRJÓNAÐ ER ÁFRAM! Prjónið 1 umf br frá röngu. Næsta umf er prjónuð frá réttu þannig: STÆRÐ S + M + L: 5 kantlykkjur í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, 1 l sl, 3 l br, 2 l sl, * 3 l br, 1 l sl *, endurtakið frá *-* 6 sinnum, 3 l br, 2 l sl, 3 l br, 2 l sl, 3 l br, * 1 l sl, 3 l br, *, endurtakið frá *-* alls 7-8-9 sinnum og endið á 1 l sl og 1 kantlykkju í garðaprjóni. Haldið svona áfram með sl yfir sl og br yfir br. STÆRÐ XL+ XXL + XXXL: 5 kantlykkjur í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, 1 l sl, 3 l br, 2 l sl, * 3 l br, 1 l sl *, endurtakið frá *-* 6 sinnum, 3 l br, 2 l sl, 3 l br, 2 l sl, 3 l br, 2 l sl, 3 l br, 2 l sl, 3 l br, * 1 l sl, 3 l br, *, endurtakið frá *-* alls 8-10-11 sinnum og endið á 1 l sl og 1 kantlykkju með garðaprjóni. Haldið svona áfram með sl yfir sl og br yfir br. Þegar stykkið mælist 3 cm er næsta umf prjónuð frá réttu þannig: STÆRÐ S + M + L: 5 kantlykkjur í garðaprjóni, 1 l sl, 3 l br, A.1 (= 2 l), 3 l br, 1 l sl, setjið 1 prjónamerki (= A), * 3 l br, 1 l sl *, endurtakið frá *-* alls 4 sinnum, 3 l br, setjið 1 prjónamerki (= B), 1 l sl, 3 l br, A.1 (= 2 l), 3 l br, 2 l sl, 3 l br, 27-31-35 l sléttprjón, 2 l slétt saman (= 28-32-36 l sléttprjón eins og á bakstykki) og 1 kantlykkja í garðaprjóni = 77-81-85 l. Haldið áfram í sléttprjón og mynstur með áferð. STÆRÐ XL + XXL + XXXL: 5 kantlykkjur í garðaprjóni, 1 l sl, 3 l br, A.1 (= 2 l), 3 l br, 1 l sl, setjið 1 prjónamerki (= A), * 3 l br, 1 l sl *, endurtakið frá *-* alls 4 sinnum, 3 l br, setjið 1 prjónamerki (= B), 1 l sl, 3 l br, A.1 (= 2 l), 3 l br, 2 l sl, 3 l br, A.1 (= 2 l), 3 l br, 2 l sl, 3 l br, 31-39-43 l sléttprjón, 2 l slétt saman (= 32-40-44 l sléttprjón eins og á bakstykki) og 1 kantlykkja í garðaprjóni = 91-99-103 l. Haldið áfram í sléttprjóni og mynstur með áferð. ÚRTAKA Í STROFFI VIÐ MIÐJU AÐ FRAMAN: Þegar prjónaðar hafa verið 4 umf eftir stroff, fækkið um 1 l frá réttu á eftir prjónamerki A og á undan prjónamerki B – LESIÐ ÚRTAKA-1 (= 2 l færri). Endurtakið úrtöku með 3½ cm millibili, 7 sinnum til viðbótar (= alls 8 úrtökur í hvorri hlið í stroffi). ATH: Þær 3 l sem eru eftir á milli prjónamerkis A og B eftir úrtöku, prjónið slétt frá röngu. Í næstu umf frá réttu eru þessar 3 l prjónaðar br saman (= 2 l færri). Í næstu umf frá réttu eru 3 miðju l prjónaðar slétt saman þannig að það verður 1 l staðsett fyrir miðju í stroffi (= 2 l færri). ÚRTAKA Á HLIÐUM: JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 8-8-10-10-10-12 cm er lykkjum fækkað í hliðum eins og á bakstykki. Munið eftir HNAPPAGAT í kanti að framan – sjá útskýringu að ofan. Eftir úrtöku eru 53-57-62-68-76-81 l eftir á prjóni. ÚTAUKNING FYRIR ERMAR: Þegar stykkið mælist 29-30-31-32-33-34 cm eru fitjaðar upp nýjar l fyrir ermi í lok hverrar umf í hlið eins og á bakstykki. Eftir síðustu útaukningu eru síðustu 6 l í hlið prjónaðar í garðaprjóni (= kantur fyrir ermar). ÚTAUKNING OG ÚRTAKA Í MYNSTRI MEÐ ÁFERÐ: JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 34 cm í öllum stærðum er prjónamerki A flutt að hinni brugðnu einingunni við miðju að framan. Prjónamerki B er flutt þannig að prjónamerkið er staðsett á eftir 3 síðustu br l í mynstri með áferð. Aukið nú út um 1 l í hverri og einni af þeim 2-2-2-3-3-3 brugðnu einingunum á eftir prjónamerki A – LESIÐ ÚTAUKNING (= 2-2-2-3-3-3 l fleiri). Endurtakið útaukningu með 3 cm millibili, 5 sinnum til viðbótar (= alls 6 útaukningar í hverri brugðnu einingu – ATH: Aukið út til skiptis í byrjun og í lokin á brugðnu einingum eins og á bakstykki). JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 34 cm í öllum stærðum er fækka utan við 3 síðustu br l í hlið, þ.e.a.s. á eftir prjónamerki B – LESIÐ ÚRTAKA-3 (= 1 l færri). Endurtakið úrtöku í 4. hverri umf, (þ.e.a.s. í annarri hverri umf frá réttu), 14-14-14-19-19-19 sinnum til viðbótar (= alls 15-15-15-20-20-20 úrtökur). KRAGI OG HÁLSMÁL: JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 34-35-36-37-38-39 cm eru fitjaðar upp 20-20-22-22-24-24 nýjar l í lok umf frá röngu (þ.e.a.s. við miðju að framan) fyrir kraga – þessar l eru prjónaðar í garðaprjóni. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 35-36-37-38-39-40 cm er fækkað fyrir hálsmáli innan við þær 25-25-27-27-29-29 l í garðaprjóni – LESIÐ ÚRTAKA-4. Endurtakið úrtöku með 6-5-4-4-3-3 cm millibili, 3-3-5-5-7-7 sinnum til viðbótar (= alls 4-4-6-6-8-8 úrtökur fyrir hálsmáli). Eftir alla úrtöku og útaukningu eru 94-97-100-105-111-116 l á prjóni. Haldið áfram í sléttprjóni og mynstur með áferð eins og áður. Þegar stykkið mælist ca 58-60-62-64-66-68 cm – stillið af að næsta umf sé prjónuð frá röngu, fellið LAUST af fyrstu 69-72-73-78-82-87 l fyrir öxl = 25-25-27-27-29-29 l eftir á prjóni fyrir kraga, prjónið út umf. KRAGI: Haldið áfram í garðaprjóni fram og til baka yfir kraga JAFNFRAMT eru prjónaðar stuttar umferðir þannig: * 2 umf garðaprjón yfir síðustu 15-15-17-17-19-19 l, 2 umf garðaprjón yfir allar 25-25-27-27-29-29 l *, endurtakið frá *-* þar til kraginn mælist ca 6-6-7-7-8-8 cm lengst inn þar sem er minnstur (kraginn kemur til með að mælast ca 12-12-14-14-16-16 cm lengst út þar sem hann er breiðastur). VINSTRA FRAMSTYKKI: Fitjið upp og prjónið á sama hátt og hægra framstykki, nema spegilmynd (ekki er fellt af fyrir hnappagötum í vinstri kanti að framan). ATH: Þegar fækkað er í síðustu br l á milli prjónamerkis A og B í stroffi, prjónið 3 l br snúnar saman (í stað br saman). Þegar síðan er fækkað í sl er það gert þannig: Takið 1 l óprjónaða, 2 l slétt saman, steypið óprjónuðu l yfir. Fitjið upp nýjar l fyrir kraga í lok umf frá réttu og þegar fækkað er fyrir öxl er það gert í síðustu umf frá réttu (í stað frá röngu). FRÁGANGUR: Saumið axlasauma – passið uppá að saumurinn verði ekki of stífur. Saumið saman kraga við miðju að aftan (passið uppá að saumurinn sjáist ekki þegar kraginn er brotinn niður) og saumið kraga við hálsmál aftan í hnakka. Saumið sauma undir ermum og hliðarsauma í eitt innan við 1 kantlykkju. Saumið tölur í. |
||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||
|
||||||||||
![]() |
||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #morningfogcardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 22 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 149-20
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.