Hanna skrifaði:
Fina tofflor. Dom ska jag sticka.
15.01.2013 - 12:27Louise skrifaði:
Canada (Québec) Super modèle très féminin et délicat
09.01.2013 - 19:01
Pia Smidt skrifaði:
Kunne I ikke lave denne i en version med garn der filtes ved vask
05.01.2013 - 18:46
Katrin skrifaði:
Kjempefine og samtidig up to date
29.12.2012 - 23:15
Marie-christine Michon skrifaði:
Très joli modèle
29.12.2012 - 00:01
Karin skrifaði:
Tolle Idee!!!
26.12.2012 - 14:45
Gerlinde Liebl skrifaði:
Sehr hübsch
25.12.2012 - 14:35Rosemary skrifaði:
"Neat Slippers With Button Strap"
21.12.2012 - 04:51
Lilly Svenne skrifaði:
Nette tøfler
20.12.2012 - 19:15
Alisa skrifaði:
Bello il colore ed il modello.
17.12.2012 - 14:45
Nelle#nelleslippers |
|
|
|
|
Heklaðar tátiljur með spæl og tölu úr DROPS Nepal. Stærð 35-43.
DROPS 148-29 |
|
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- HEKLLEIÐBEININGAR: Í byrjun á hverri umf með fl, er fyrstu fl skipt út fyrir 1 ll. Umferðin endar með 1 kl í ll í byrjun umf. ÚRTAKA: Heklið 1 fl, bíðið með að draga þráðinn í gegn alla leið (= 2 l á heklunálinni), heklið næstu fl og þegar þráðurinn er dreginn í gegn í lokin er þráðurinn dreginn í gegnum allar l á heklunálinni – nú hefur fækkað um 1 fl. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- TÁTILJUR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er heklað í hring frá tá, undir fót og ofan á fæti, síðan er heklað fram og til baka við miðju aftan á hæl. TÁTILJA: Heklið 4 ll með heklunál nr 3,5 með Nepal og tengið í hring með 1 kl í 1. ll. UMFERÐ 1: Heklið 6-6-5 fl um hringinn – LESIÐ HEKLLEIÐBEININGAR! UMFERÐ 2: Heklið 2 fl í hverja fl = 12-12-10 fl. UMFERÐ 3 (og síðan í aðra hverja umf): Heklið 1 fl í hverja fl. UMFERÐ 4: * Heklið 1 fl í fyrstu fl, 2 fl í næstu fl *, endurtakið frá *-* alls 6-6-5 sinnum = 18-18-15 fl. UMFERÐ 6: * Heklið 1 fl í hvora af fyrstu 2 fl, 2 fl í næstu fl *, endurtakið frá *-* alls 6-6-5 sinnum = 24-24-20 fl. UMFERÐ 8: * Heklið 1 fl í hverja af fyrstu 3 fl, 2 fl í næstu fl *, endurtakið frá *-* alls 6-6-5 sinnum = 30-30-25 fl. UMFERÐ 10: * Heklið 1 fl í hverja af fyrstu 4 fl, 2 fl í næstu fl *, endurtakið frá *-* alls 6-6-5 sinnum = 36-36-30 fl. Nú er útaukningu lokið í stærð 35/37. UMFERÐ 12: * Heklið 1 fl í hverja af fyrstu 5 fl, 2 fl í næstu fl *, endurtakið frá *-* alls 6-5 sinnum = 42-35 fl. Nú er útaukningu lokið í stærð 38/40. UMFERÐ 14: *Heklið 1 fl í hverja af fyrstu 6 fl, 2 fl í næstu fl *, endurtakið frá *-* alls 5 sinnum = 40 fl. UMFERÐ 16: * Heklið 1 fl í hverja af fyrstu 7 fl, 2 fl í næstu fl *, endurtakið frá *-* alls 5 sinnum = 45 fl. Nú er útaukningu lokið í stærð 41/43. ALLAR STÆRÐIR: = 36-42-45 fl í umf. Heklið í hring með 1 fl í hverja fl (án þess að enda umf), þar til stykkið mælist 14-16-18 cm. Heklið nú fl fram og til baka yfir fyrstu 24-30-32 fl (þ.e.a.s. heklið ekki yfir síðustu 12-12-13 fl í umf) – munið eftir HEKLLEIÐBEININGAR! Þegar tátiljan mælist 20-22-25 cm (þ.e.a.s. ca 6-6-7 cm frá skiptingunni) setjið 1 prjónamerki í mitt stykkið (= 12-15-16 fl hvoru megin við prjónamerki). Í næstu umf er fækkað um 1 fl hvoru megin við prjónamerki, þ.e.a.s. byrjið 2 l á undan prjónamerki og heklið næstu 4 fl saman 2 og 2 – LESIÐ ÚRTAKA (= 2 fl færri). Heklið 1 hring án úrtöku. Endurtakið úrtöku í næstu umf (= 2 fl færri) = 20-26-28 l eftir í umf. Heklið 1 hring án úrtöku, leggið tátiljuna saman tvöfalda og heklið saman við miðju að aftan með eina umf kl í gegnum bæði stykkin (tátiljan mælist nú ca 22-24-27 cm frá tá að hæl). Klippið frá og festið enda. KANTUR: Byrjið við miðju að aftan og heklið kant efst í kringum opið á tátiljunni þannig: Heklið 1 fl í fyrstu l, * 1 ll, hoppið yfir ca ½ cm, 1 fl í næstu l *, endurtakið frá *-* umf hringinn en endið umf með 1 kl í fl í byrjun umf (í stað 1 fl í næstu l). Klippið frá og festið enda. SPÆLL MEÐ TÖLU: Heklið 6 ll með heklunál nr 3,5 með Nepal. Heklið 1 fl í 2. ll frá heklunálinni, hekið nú 1 fl í hverja og eina af 4 næstu ll = 5 fl í umf. Heklið nú fram og til baka með 1 fl í hverja fl – munið eftir HEKLLEIÐBEININGAR. Þegar spællinn mælist 15-16-17 cm er klippt frá (klippið þráðinn nægilega langan til þess að geta saumað spælinn með). Saumið aðra styttri hliðina á spælnum á tátiljuna að innanverðu, leggið spælinn yfir efra stykki á tátiljunni og festið með einni tölu í gengum bæði stykkin að utanverðu – sjá mynd. Heklið aðra tátilju á sama hátt, en saumið spælinn með tölu í gagnstæða hlið (spegilmynd). |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #nelleslippers eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 10 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 148-29
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.