Juani skrifaði:
MUY BONITO
14.12.2012 - 17:01Julie McGlynn skrifaði:
Lovely stylish crochet bolero.
14.12.2012 - 11:08Angel Birch skrifaði:
Very pretty for slimmer ladies
14.12.2012 - 09:14
Heidi Poulsen skrifaði:
Hæklet sommerdrøm
13.12.2012 - 14:34
Marthe Sveen Edvardsen skrifaði:
Lett og fin, sommerlig blå bolero!
13.12.2012 - 12:51
Marthe Sveen Edvardsen skrifaði:
Pen bolero som passer til din hvite sommerkjole!
13.12.2012 - 12:17
Josiane skrifaði:
Féminin à souhait !
13.12.2012 - 05:38
Annette skrifaði:
Fin og feminin
13.12.2012 - 00:13
Zoe skrifaði:
Sweet.
12.12.2012 - 15:52
Sabine skrifaði:
Leuke romantische bolero
12.12.2012 - 14:10
Caroline#carolinebolero |
|||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||
Heklaður bolero úr DROPS BabyAlpaca Silk með gatamynstri. Stærð S - XXXL
DROPS 147-4 |
|||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- HEKLLEIÐBEININGAR: Fyrsta st í hverri umf er skipt út fyrir 3 ll. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2 – ATH: Fyrsta umf með fl í mynstri er ekki með í mynstureiningu og er því ekki endurtekin. ÚRTAKA: Heklið 2 st saman þannig: Heklið 1 st í fyrstu l, en bíðið með að draga þráðinn í gegn í lokin, heklið 1 st í næstu l, en þegar draga á þráðinn í gegn í lokin er þráðurinn dreginn í gegnum allar 3 lykkjurnar á heklunálinni. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- BOLERO - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er heklað frá miðju að aftan. Fyrst er önnur hliðin hekluð niður við byrjun á ermi, síðan er hin hliðin hekluð niður við byrjun á hinni erminni. Að lokum er ermasaumarnir saumaðir og heklaður er blúndukantur í kringum allt opið. FYRRI HLIÐ: Heklið 113-135-156 ll með BabyAlpaca Silk með heklunál nr 3. Snúið við og heklið 1 fl í 2. ll frá heklunálinni, haldið áfram með 1 fl í 3-1-4 næstu ll, * hoppið yfir 1 ll, 1 fl í hverja af næstu 5 ll *, endurtakið frá *-* út umf = 94-112-130 fl (fyrsta ll í umf er EKKI talin sem ein fl). Haldið áfram með mynstur A.1 yfir fyrstu 90-108-126 fl og mynstur A.2 yfir síðustu fl – LESIÐ HEKLLEIÐBEININGA! Endurtakið mynstur til loka. Jafnframt þegar stykkið mælist 27-30-33 cm er sett 1 prjónamerki í hlið (það merkir hversu langt sauma á upp ermasaum í lokin). Í næstu umf er fækkað um 1 st í hvorri hlið með því að hekla 2 næst síðustu st saman – SJÁ ÚRTAKA! Endurtakið úrtöku í hverri umf alls 16-20-24 sinnum = 62-72-82 l eftir – ATH: Þegar úrtakan er í gangi, er einungis heklað st yfir l sem ekki ganga upp í mynstri. Heklið nú mynstur þar til stykkið mælist alls ca 47-50-53 cm – endið eftir umf einungis með st, klippið frá. SEINNI HLIÐ: Heklið 1 fl í hverja af 94-112-130 fl sem heklaðar voru í umf 1 í fyrri hlið (þ.e.a.s. miðja að aftan). Heklið nú mynstur eins og á fyrri hlið. Passið á að enda í sömu umf í mynstri neðst niðri á ermi á báðum hliðum. FRÁGANGUR: Brjótið stykkið saman tvöfalt á lengdina og saumið saman, byrjið neðst niðri á hvorri ermi og upp þar sem prjónamerki er staðsett í hvorri hlið – saumið kant í kant svo að saumurinn verði ekki of þykkur. BLÚNDUKANTUR Í KRINGUM OP: Heklið nú í kringum allt opið á jakkanum (byrjið við miðju að aftan) þannig: UMFERÐ 1: Heklið 1 kl í fyrstu l, * 3 ll, 1 fl um næsta st *, endurtakið frá *-* umf hringinn, endið á 3 ll og 1 kl í fyrstu kl í byrjun umf – ATH: Passið uppá að fjöldi ll-boga verði jafn annars kemur umf 5 ekki að ganga upp. UMFERÐ 2: Heklið 1 kl og 1 fl um fyrsta ll-boga, * 3 ll, 1 fl um næsta ll-boga *, endurtakið frá *-* umf hringinn, endið á 1 kl í fyrstu fl í byrjun umf. UMFERÐ 3 og 4: Heklið eins og umf 2. UMFERÐ 5: Heklið 1 kl og 1 fl um fyrsta ll-boga, * 8 ll, 1 fl um næsta ll-boga, 1 ll, 1 fl um næsta ll-boga *, endurtakið frá *-* umf hringinn, endið á 1 kl í fyrstu fl í byrjun umf. UMFERÐ 6: Heklið 1 ll, 1 fl um fyrsta stóra ll-boga, [* 4 ll, 1 st í fyrstu ll sem var hekluð (= 1 picot), 1 fl um sama ll-boga *, endurtakið frá *-* 2 sinnum til viðbótar (þ.e.a.s. það eru 3 picot um stóra ll-bogann), 1 fl um litla ll-bogann (það er bara 1 ll sem er á milli stóru ll-boga), 1 fl um næsta stóra ll-boga], endurtakið frá [-] umf hringinn, í stað síðustu fl, heklið 1 kl í fyrstu fl í umf. Klippið frá og festið enda. BLÚNDUKANTUR Á ERMUM: Neðst niðri í kringum ermar er heklaður aðeins styttri kantur, hér er einungis hekluð umf 1, 5 og 6 af blúndukanti sem heklaður var í kringum op – ATH: Í 1. umf er hoppað yfir 1 st á milli hverra ll-boga. |
|||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||
|
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #carolinebolero eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 7 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 147-4
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.