Kirsten skrifaði:
Jeg har ikke helt forstået hvor de nr som står i strikke tips1 samt nr 2 ikke stå rigtigt da de er helt forkert de skulle nok ændres da mange ikke er klar over hvad der menes
06.06.2016 - 18:28DROPS Design svaraði:
Hej Kirsten. De henviser til diagrammerne nederst i mönstret. Laes ogsaa i opskriften og kig nederst paa mönstret.
07.06.2016 - 18:00
Kathi skrifaði:
Ich komme nicht weiter. Habe jetzt 1x A1 gestrickt und 67M auf der Nadel. Ich wollte jetzt mit A2-4 weiter machen, aber ich verstehe den Satz nicht: Wenn A1 1x in der Höhe gestrickt wurde... und das Muster geht in einem zusätzlichen Mustersatz auf. Was bedeutet das? Irgendwie müssen die Diagramme doch mehrfach gestrickt werden, ansonsten wird das Tuch doch zu klein?
03.04.2016 - 19:18DROPS Design svaraði:
Liebe Kathi, über A.1 stricken Sie dann A.2/A.3/A.4. In A.2 und A.4 sind auch Aufnahmen integriert, so wächst das Tuch weiterhin. Beachten Sie auch den Satz im Stricktipp: " A.3, A.6 und A.9 zeigen 1 Mustersatz, der so oft wie möglich nach A.2, A.5 oder A.8 wiederholt wird, bevor noch genug M für A.4, A.7 oder A.10 übrig sind."
04.04.2016 - 10:15
Lene skrifaði:
Jeg kan ikke gennemskue hvordan jeg skal fortsætte , når jeg har strikket A2,A3 og A4 1 gang og jeg skal høre brug af strikketipsene. Håber I kan forklare det på en anden måde,så jeg kan komme videre. På forhånd tak
22.09.2015 - 17:50DROPS Design svaraði:
Hej lene, Jo du starter med A.5 i kanten, gentager A.6 til du har det antal masker tilbage du skal bruge til A.7. Således strikker du på hver side af midtermasken. God fornøjelse!
23.09.2015 - 15:36
Marjo skrifaði:
Tijdens het breien moet ik de lengte van het breiwerk meten,het is dus de bedoeling dat ik dat doe terwijl het werk nog niet is opgespannen. Aan de naald is het werk een stuk korter dan platliggend. Hoe meet ik dan voor de juiste lengte??
05.01.2015 - 14:51DROPS Design svaraði:
Hoi Marjo. Ja, je meet tijdens het breien. Leg het werk plat en rek een beetje voor het meten. Je kan het werk ook ophouden en meten.
06.01.2015 - 16:44
Antje Schupp skrifaði:
Ist das hübsch!
10.09.2014 - 19:10
Marja Nordin skrifaði:
Hej! Nånting stämmer inte med rapport A10, antalet maskor blir för få vartannat varv. Mönstret stämmer i övrigt fram till sista hoptagning före mittenmaskan och andra änden, men sedan fattas det en maska på båda ställen, har gått genom hela varvet, inga andra fel. Fattas det en ökning i beskrivningen?
10.06.2014 - 19:04DROPS Design svaraði:
Hej Marja. Diagrammet er korrekt. Du skal strikke det som fölger: A.8 har 1 ökning per gentagelse (du strikker 2e omslag med i A.8, i A.9 forbliver maskeantallet konstant (2 m strikkes vaek + 2 omslag) og i A.10 strikker du som A.8 kun 2 omslag og strikker 1 sammen (= +1 maske).
11.06.2014 - 17:03
Virginie skrifaði:
Après la maille centrale, dans quel sens faut-il répéter les diagrammes, de droite à gauche ou en miroir de gauche à droite ?
13.04.2014 - 16:45DROPS Design svaraði:
Bonjour Virginie, après la m centrale, recommencez les diagrammes comme pour avant la m centrale: de droite à gauche sur l'end et de gauche à droite sur l'env. Bon tricot!
14.04.2014 - 09:16
Albane skrifaði:
J'ai remplace les nopes de 7 mailles sur deux rangs par 5 mailles sur 5 rangs et le rendu est tres beau.
20.03.2014 - 11:52
Mayaarifi skrifaði:
Donner moi le diagramme du point s il vous plait pour faire un essaie merci
02.01.2013 - 15:34Tejersiempre skrifaði:
Lo realize segun el patron pero no me quedo el borde que muestra la foto del modelo
27.08.2012 - 03:11
Winter Breeze#winterbreezeshawl |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
Prjónað sjal úr DROPS Lace.
DROPS 141-39 |
|||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- PRJÓNFESTA: Sjalið þarf að vera rakt og strekk í rétta stærð eftir að það er prjónað. Prjónfestan er ekki svo mikilvæg, en til þess að fá einhverja hugmynd um hvort prjónað er of laust eða of fast eiga 23 l og 30 umf á prjóna nr 3,5 að vera ca 10 x 10 cm (án þess að strekkja). MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.10. Mynsturteikningin sýnir allar umf í mynstri séð frá réttu. Mynstrið er endurtekið eftir miðju-l. LEIÐBEININGAR - 1: A.2, A.5 og A.8 í mynstri sýna allaf l svo að það er prjónað slétt eftir kantlykkju í byrjun umf eða slétt eftir miðju-l (séð frá réttu: A.3, A.6 og A.9 sýna 1 mynstureiningu sem endurtekur sig eins mörgum sinnum og hæt er eftir A.2, A.5 eða A.8, þar til eftir standa nægilega margar l fyrir A.4, A.7 eða A.10. A.4, A.7 og A.10 sýna alltaf l svo að prjónað er slétt á undan miðju-l eða slétt á undan kantlykkju í lok umf (séð frá réttu). LEIÐBEININGAR - 2: A.3, A.6 og A.9 sýna 1 mynstureiningu á breiddina – passið uppá að það sé slegið jafn oft uppá prjóninn eins og úrtakan er í einni mynstureiningu svo að lykkjufjöldinn í hverri mynstureiningu sé sá sami. Sama á við um önnur mynstur, en aukið er út um 1 l í annarri hliðinni svo að mynstureiningin er aukin út um 1 l í annarri hverri umf. KÚLA: Kúlan er prjónuð yfir 2 umf. UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið 7 lykkjur í 1 lykkju þannig: * Prjónið 1 l sl, sláið 1 sinni uppá prjóninn *, endurtakið frá *-* alls 3 sinnum og endið með 1 l sl = 7 l. Mikilvægt er að lykkjur verði aðeins lausar (ca 1 cm langar). UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið þessar 7 l brugðið saman. Ef l frá 1. umf eru ekki nægilega langar og aðeins lausar verður erfitt að prjóna þær saman. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- SJAL - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Vegna lykkjufjöldans er stykkið prjónað fram og til baka á hringprjóna. Prjónað er ofan frá og niður. SJAL: Fitjið upp 7 l á hringprjóna nr 3,5 með Lace og prjónið þannig: UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið 2 l sl, prjónið umf 1 í A.1, 1 l sl (= miðju-l), umf 1 í A.1 og 2 l sl. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið 2 l sl, 7 l br (= 3 l frá umf 2 í A.1, miðju-l og 3 l frá umf 2 í A.1) og 2 l sl. UMFERÐ 3 (= rétta): Prjónið 2 l sl, prjónið umf 3 í A.1, 1 l sl (= miðju-l), umf 3 í A.1 og 2 l sl. UMFERÐ 4 (= ranga): Prjónið 2 l sl, 11 l br (= 5 l frá umf 4 í A.1, miðju-l og 5 l frá umf 4 í A.1) og 2 l sl. Haldið svona áfram með gatamynstur eftir mynsturteikningu. Þ.e.a.s. í hverri umf frá réttu er prjónað þannig: Prjónið 2 kantlykkjur í garðaprjóni, gatamynstur eftir mynstri A.1 (þar sem aukið er út), 1 l sl (= miðju-l), gatamynstur eftir mynstri A.1 (þar sem aukið er út) og 2 kantlykkjur í garðaprjóni. Allar umf frá röngu eru prjónaðar þannig: Prjónið 2 kantlykkjur í garðaprjóni, prjónið br þar til 2 l eru eftir í umf og endið með 2 kantlykkjur í garðaprjóni. Þegar A.1 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina hefur verið aukið út alls 60 l (= 67 l á prjóni) og mynstrið gengur upp í auka mynstureiningu – þetta gerist sjálfkrafa þegar prjónað er eftir mynstri. Þegar A.1 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina er haldið áfram með gatamynstur – Lesið LEIÐBEININGAR 1 og 2 þannig: UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið 2 l sl, prjónið A.2, A.3 og síðan A.4, 1 l sl (= miðju-l), prjónið A.2, A.3 og síðan A.4 og endið með 2 l sl. UMFERÐ 2 (= ranga): 2 l sl, prjónið br þar til 2 l eru eftir í lok umf og endið með 2 l sl. Haldið svona áfram með mynsturteikningu eftir A.2 – A.4 þar til stykkið mælist ca 50 cm við miðju meðfram miðju-l – stillið af eftir eina heila mynstureiningu á hæðina (þ.e.a.s. eftir heilt blað). Nú er prjónað gatamynstur eftir mynstri A.5, A.6 og A.7 á sama hátt þar til prjónuð hefur verið 1 mynstureining á hæðina, prjónið síðan gatamynstur eftir mynstri A.8, A.9 og A.10 á sama hátt þar til prjónuð hefur verið 1 mynstureining á hæðina. Fellið nú laust af þannig: ATH: Það er mjög mikilvægt að fella mjög LAUST af, annars getur kanturinn á sjalinu ekki mótast oddlaga: * Fellið af 2 l (dragið aðeins í l á meðan prjónað er og fellið af svo að hún verði laus), sláið 1 sinni laust uppá hægri prjón, fellið af uppsláttinn *, endurtakið frá *-* út umf. STREKKING: Leggið sjalið í volgt vatn þar til það er orðið blautt í gegn. Pressið varlega vatnið úr sjalinu – það má ekki vinda það. Sjalinu er nú rúllað í handklæði og pressað til að fá burt enn meira vatn – sjalið kemur til með að vera lítið rakt. Leggið sjalið á mottu eða dýnu – dragið það varlega út í rétta stærð að fínum þríhyrningi og notið nálar til þess að festa það með. ATH: Meðfram 2 hornréttu hliðunum á sjalinu er sett 1 nál í hverja mynstureiningu beint í miðju-l á milli 2 uppslátta og 1 nál í miðju-l (= neðst niðri í oddinum á sjalinu), dragið aðeins út við hverja nál svo að kanturinn formist í litla odda. Látið sjalið þorna. Endurtakið þetta í hvert sinn sem sjalið er þvegið. |
|||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #winterbreezeshawl eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 6 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 141-39
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.