CHIR skrifaði:
Tres jolie
19.06.2012 - 14:12
Sophie skrifaði:
Original, bel effet.
12.06.2012 - 21:07
Sarita skrifaði:
Ruma ku perkele
12.06.2012 - 14:20
Kathy skrifaði:
Too loose and floppy looking. It doesn't fit well, inelegant.
12.06.2012 - 00:54
Ermaro skrifaði:
Todella kaunis ! Teen heti kun ohje on saatavilla
11.06.2012 - 11:46
Do skrifaði:
Belle encolure châle !
09.06.2012 - 20:20
Cajito skrifaði:
Velkorysé provedení a krásný materiál
08.06.2012 - 17:40
Salam skrifaði:
Very pretty
05.06.2012 - 14:49
Sarah Helene Seufert skrifaði:
VIVACIOUS VIOLET knit shortie cape highlighted with a FAB ruffle-trimmed collar. A Unique design sure to "get a second look."
03.06.2012 - 17:54
Elisabeth skrifaði:
Rigtig flot
01.06.2012 - 17:12
Violet#violetcardigan |
||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Snow með gatamynstri. Stærð S - XXXL.
DROPS 141-27 |
||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1, mynsturteikningin sýnir allar umf í 1 mynstureiningu frá réttu. ÚTAUKNING: Aukið er út um 1 l með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umf er uppslátturinn prjónaður snúinn (þ.e.a.s. prjónað er aftan í lykkjubogann í stað framan), svo að það myndist ekki göt. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka í eitt. Byrjað er neðst niðri á bakstykki og fitjað er upp fyrir hægra- og vinstra framstykki síðar. BAKSTYKKI: Fitjið 84-84-88-88-92-96 l á hringprjóna nr 8 með Snow. Í 1. umf (= rétta) er prjónað stroff þannig: Prjónið 1 kantlykkju í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, * 2 l sl, 2 l br *, endurtakið frá *-*, endið með 2 l sl og 1 kantlykkju í garðaprjóni. Haldið áfram með stroff með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið í 5 cm. Í síðustu umf frá röngu er prjónað sl – JAFNFRAMT er fækkað um 16-14-16-14-16-16 l jafnt yfir í umf = 68-70-72-74-76-80 l. Í næstu umf frá réttu er prjónað þannig: Prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, prjónið A.1, endið með 1 kantlykkju í garðaprjóni. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Haldið áfram með mynstur með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið þar til stykkið mælist 18-18-20-20-22-22 cm (síðasta umf = ranga). Í lokin á næstu 2 umf eru fitjaðar upp 3 l í hvorri hlið = 74-76-78-80-82-86 l – JAFNFRAMT er haldið áfram með mynstur yfir miðju 66-68-70-72-74-78 l og síðustu 4 l (3 nýjar l + 1 kantlykkja frá áður = kantur á ermi) er prjónaður í garðaprjóni. Þegar stykkið mælist 26-28-30-32-33-35 cm er síðasta umf frá röngu prjónuð þannig: Prjónið sl yfir allar l – JAFNFRAMT er aukið út um 8 l í öllum stærðum – LESIÐ ÚTAUKNING – jafnt yfir miðju l, (ekki yfir síðustu 4 l í garðaprjóni) = 82-84-86-88-90-94 l. Í lok næstu 2 umf eru fitjaðar upp 9-11-11-13-13-15 l í hvorri hlið = 100-106-108-114-116-124 l – JAFNFRAMT er prjónað sléttprjón yfir miðju l. Prjónið nú sléttprjón yfir miðju l – en síðustu 13-15-15-17-17-19 l (= kantur á ermi) í hvorri hlið er prjónaður í garðaprjóni. Haldið svona áfram þar til stykkið mælist 29-31-33-35-37-38 cm (síðasta umf = ranga). Í lok næstu 2 umf eru fitjaðar upp 20-20-22-22-24-24 l í hvorri hlið = 140-146-152-158-164-172 l – JAFNFRAMT er prjónað sléttprjón yfir miðju l. FRAMSTYKKI: = 140-146-152-158-164-172 l. Prjónið nú sléttprjón yfir miðju l en þær 6 l í hvorri hlið eru prjónaðar áfram í garðaprjóni til loka. Þegar stykkið mælist 62-66-70-74-78-83 cm er prjónað sl yfir allar l í síðustu umf frá röngu – JAFNFRAMT er fækkað um 20-20-20-20-20-22 jafnt yfir miðju l (ekki yfir 6 l í garðaprjóni í hvorri hlið) = 120-126-132-138-144-150 l eftir. Prjónið nú A.1 – en síðustu 6 l eru prjónaðar áfram í garðaprjóni til loka – þegar stykkið mælist 74-78-82-87-91-96 cm. Í síðustu umf frá röngu er prjónað sl yfir allar l – JAFNFRAMT er aukið út um 22-24-26-28-30-32 l jafnt yfir miðju l (ekki yfir þær 6 l í garðaprjóni í hvorri hlið) 142-150-158-166-174-182 l. Prjónið nú stroff í næstu umf frá réttu þannig: Prjónið 6 l í garðaprjóni, * 2 l sl, 2 l br *, endurtakið frá *-* þar til 8 l eru eftir, endið með 2 l sl og 6 l í garðaprjóni. Haldið áfram með stroff með 6 l í garðaprjóni í hvorri hlið þar til stykkið mælist 77-81-85-90-94-99 cm, fellið laust af allar l með sl yfir sl og br yfir br. FRÁGANGUR: Saumið kant A við kant B – sjá mynsturteikningu – yst í lykkjubogann = hliðarsaumur, opið sem er eftir verður hægri handvegur. Saumið styttri hliðarnar með kanti á ermum saman. Endurtakið eins á kant C og kant D í hinni hliðinni (= vinstri hliðarsaumur og handvegur). |
||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||
|
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #violetcardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 6 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 141-27
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.