Isabella skrifaði:
Wunderschönes, edles Teil
01.06.2012 - 18:08
ESTEVE CHANTAL skrifaði:
Un très beau modèle, j'ai envie de le tricoter.
01.06.2012 - 17:16
Garnteufelchen skrifaði:
Woooow! Tolles Garn, und superschöne Jacke!! Gefällt mir sehr...
01.06.2012 - 14:43
Dominique skrifaði:
Bravo pour ce pull au joli coloris chataîgne. J'aime le raffinement de ses torsades au col et aux poignets. Je vote également pour le raglan qui affine la silhouette.
01.06.2012 - 10:45
Lene Ehlert skrifaði:
Den vil jeg gerne lave. Glæder mig til opskriften kommer.
01.06.2012 - 08:05
José Serné skrifaði:
Mooi èn comfortabel!
31.05.2012 - 22:06
Marian skrifaði:
Prachtige trui met mooie halsbewerking
31.05.2012 - 21:35ALMA MONICA RAMIREZ skrifaði:
Hermoso,ojalá puedan traducir al español
31.05.2012 - 18:36
Monique skrifaði:
Magnifique
31.05.2012 - 16:58
Elisa skrifaði:
Adorable, love the collar, slightly flared sleeve ends - beautiful design!
31.05.2012 - 15:58
Cacao#cacaosweater |
|||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Nepal með köðlum, laskalínu og stórum kraga. Stærð XS - XXXL.
DROPS 143-2 |
|||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað í hring á hringprjóna): *1 umf sl og 1 umf br*, endurtakið frá *-*. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A-1 til A-4. Mynsturteikningin sýnir 1 mynstureiningu í mynstri á breiddina. ÚRTAKA: Fækkið lykkjum hvoru megin við l með prjónamerki á hliðum þannig: Fækkið lykkjum Á UNDAN l með prjónamerki: Prjónið 2 l sl saman. Fækkið lykkjum Á EFTIR l með prjónamerki: Prjónið 2 l snúnar slétt saman. LASKALÍNA: Fækkið lykkjum hvoru megin við 8 laskalykkjur (= 2 l garðaprjón + mynstur A-4 + 2 l garðaprjón). Fækkið lykkjum þegar 2 l eru eftir Á UNDAN 8 laskalykkjum þannig: Takið 1 l óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, 1 l sl, steypið óprjónuðu l yfir. Fækkið lykkjum Á EFTIR 8 laskalykkjum þannig: Prjónið 2 l sl saman. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á hringprjóna. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp 126-146-166-186-206 l á hringprjóna nr 5 með Nepal. Prjónið stroff þannig: [2 l sl, setjið 1 prjónamerki í fyrstu l (= í hlið), * 2 l br, 3 l sl *, endurtakið frá *-* alls 3-4-5-6-7 sinnum, 2 l br, 2 l sl, endurtakið frá *-* 4 sinnum, 2 l br, 2 l sl, endurtakið frá *-* 3-4-5-6-7 sinnum, 2 l br, 1 l sl], endurtakið frá [-] 1 sinni til viðbótar. Haldið svona áfram með stroff alls 6 umf. Næsta umf er prjónuð þannig:[12-17-22-27-32 l sl, 2 l br, 1 l sl, prjónið 2 l sl í næstu l, 1 l sl (þ.e.a.s. að 3 l sl verða 4 l sl), 2 l br, 2 l sl, 2 l br, 1 l sl, prjónið 2 l sl í næstu l, 1 l sl,* 2 l br, prjónið 2 l sl í hverja og eina af næstu 3 l (þ.e.a.s. að 3 l sl verða 6 l sl) *, endurtakið frá *-* 1 sinni til viðbótar, 2 l br, 1 l sl, prjónið 2 l sl í næstu l, 1 l sl, 2 l br, 2 l sl, 2 l br, 1 l sl, prjónið 2 l sl í næstu l, 1 l sl, 2 l br, 11-16-21-26-31 l sl], endurtakið frá [-] 1 sinni til viðbótar. Nú eru 146-166-186-206-226 l á prjóni. Skiptið yfir á hringprjóna nr 6 og haldið áfram þannig: [12-17-22-27-32 l sl, mynstur A-1 (= 6 l), mynstur A-2 (= 38 l), mynstur A-3 (= 6 l), 11-16-21-26-31 l sl], endurtakið frá [-] 1 sinni til viðbótar. Haldið svona áfram með mynstur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 10 cm, er fækkað um 1 l hvoru megin við l með prjónamerki í hvorri hlið – SJÁ ÚRTAKA! Endurtakið úrtöku með 5 cm millibili 3 sinnum til viðbótar = 130-150-170-190-210 l. Þegar stykkið mælist 30 cm, er aukið út um 1 l hvoru megin við l með prjónamerki í hvorri hlið með því að slá 1 sinni uppá prjóninn og uppslátturinn er prjónaður er snúinn slétt í næstu umf. Endurtakið útaukningu með 5 cm millibili 3 sinnum til viðbótar = 146-166-186-206-226 l. Þegar stykkið mælist 49-50-51-51-52 cm, fellið af þær l með prjónamerki + 3 l hvoru megin við þær í hvorri hlið (þ.e.a.s. 7 l í hvorri hlið). Nú eru 132-152-172-192-212 l eftir á prjóni. Geymið stykkið og prjónið ermar. ERMI: Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna. Fitjið upp 54-54-54-60-60 l á sokkaprjóna nr 5 og prjónið mynstur A-3 (= 9-9-9-10-10 mynstureiningar hringinn). Þegar stykkið mælist 12 cm ( passið uppá prjónaðar hafa verið 2 eða 3 umf á eftir 1 kaðal), skiptið yfir á sokkaprjóna nr 6. Haldið áfram í sléttprjóni yfir allar l jafnframt er fækkað um 15-13-11-13-11 l jafnt yfir í fyrstu umf = 39-41-43-47-49 l. Setjið 1 prjónamerki í fyrstu l í umf (= miðja undir ermi). JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 20 cm, er aukið út um 1 l hvoru megin við prjónamerki – aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn og uppslátturinn er prjónaður er snúinn slétt í næstu umf til þess að koma í veg fyrir göt. Endurtakið útaukningu með 4½-4½-4-3½-3½ cm millibili 5-5-5-6-6 sinnum til viðbótar = 51-53-55-61-63 l. Þegar stykkið mælist 45-45-44-43-43 cm (styttri mæling í stærri stærðum vegna breiðari axla) fellið af l við prjónamerki + 3 l hvoru megin við þær (= 7 l miðja undir ermi) = 44-46-48-54-56 l eftir á prjóni. Geymið stykkið og prjónið hina ermina á sama hátt. BERUSTYKKI: Setjið inn ermarnar á sama hringprjón nr 6 eins og fram- og bakstykki = 220-244-268-300-324 l. Setjið 1 prjónamerki í öll samskeyti á milli fram- og bakstykkis og erma. Haldið áfram með mynstur að framan og aftan eins og áður og sléttprjón yfir ermar, en 4 l hvoru megin við öll laskaúrtökumerki eru prjónaðar þannig: Prjónið 2 l GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, mynstur A-4 og 2 l garðaprjón. JAFNFRAMT í umf 4 byrjar LASKALÍNA – sjá útskýringu að ofan! Endurtakið úrtöku í 4. hverri umf 3-2-1-0-0 sinnum til viðbótar og síðan í annarri hverri umf 10-13-16-20-22 sinnum. Eftir að úrtöku er lokið eru 108-116-124-132-140 l eftir á prjóni. Í næstu umf eru l prjónaðar yfir alla kaðla slétt saman 2 og 2 – í stærð L/XL er helmingurinn af l í kaðli í mynstri A-1 og A-3 er fækkað í úrtöku fyrir laskalínu, þær 2 l sem eru eftir eru prjónaðar slétt saman (þ.e.a.s. það fækkar um 28-28-32-36-36 l) = 80-88-92-96-104 l eftir á prjóni. Skiptið yfir á hringprjón nr 5, prjónið 1 umf brugðið, 1 umf slétt, 1 umf brugðið og 1 umf slétt – JAFNFRAMT í síðustu umf er aukið út um 32-28-28-28-24 l jafnt yfir = 112-116-120-124-128 l. KRAGI: Snúið stykkinu við, prjónið frá röngu (svo að mynstrið á kraganum snúi í rétta átt þegar það hann er brotinn niður). Prjónið stroff = 2 l sl, 2 l br í 6 cm. Í næstu umf eru allar 2 l sl aukið út til 4 l sl með því að prjóna 2 l í hverja sl l = 168-174-180-186-192 l. Skiptið yfir á hringprjóna nr 6, haldið áfram þannig: * Mynstur A-4, 2 l br *, endurtakið frá *-*, prjónið svona í 6 cm. Prjónið nú allar 2 l br áfram í garðaprjóni í ca 12-12-13-13-14 cm (passið upp á að það hafa verið prjónaðar 3 umf eftir kaðal), fellið af með sl yfir allar l. Kraginn mælist nú ca 24-24-25-25-26 cm. FRÁGANGUR: Snúið peysunni við með réttunna út og saumið saman op undir ermum. |
|||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #cacaosweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 11 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 143-2
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.