Garnteufelchen skrifaði:
Tolle Farb-Kombination! Muss mit in die Kollektion :D
10.06.2012 - 21:18
Margreet skrifaði:
Wanneer komt dit patroon? Ik wil beginnen!
10.06.2012 - 12:03
Corinne skrifaði:
Ce joli sac va peut-être me persuader de me lancer dans le feutrage. Bravo pour les couleurs
09.06.2012 - 14:22
Marie skrifaði:
Il est trop "Magnifique".
07.06.2012 - 14:38
Jorunn skrifaði:
Flott veske, den ønsker jeg meg:)
05.06.2012 - 19:25Antje skrifaði:
Very very beautyful...
04.06.2012 - 21:26
Yvonne Ström skrifaði:
Färgglad
03.06.2012 - 20:32
Frederique skrifaði:
JE VEUX CE SAC !!!
03.06.2012 - 12:13
Lied skrifaði:
Mooie vrolijke kleuren bij een erg leuke tas.
02.06.2012 - 00:19
DeBreiboerderij skrifaði:
Jaaaaa! Tassen vinden wij leuk!
01.06.2012 - 23:20
Anatolia#anatoliabag |
|||||||
|
|||||||
Prjónuð og þæfð taska úr DROPS Alaska.
DROPS 140-33 |
|||||||
------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- TASKA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Öll taskan er prjónuð í sléttprjóni, prjónaðar eru 5 lengjur sem saumaðar eru saman í lokin. LENGJA 1: (gerið 2) Stykkið er saumað fram og til baka á hringprjóna. Fitjið upp 20 l á hringprjóna nr 5 með lit nr 54 og prjónið 34 umf af hverjum lit í eftirfarandi röð: litur nr 54, 53, 58, 37, fellið af. LENGJA 2: (gerið 2) Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna. Fitjið upp 20 l á hringprjóna nr 5 með lit nr 56 og prjónið 34 umf með hverjum lit í eftirfarandi röð: litur nr 56, 11, 57, 45, fellið af. LENGJA 3: (gerið 1) Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna. Fitjið upp 20 l á hringprjóna nr 5 með lit nr 45 og prjónið 34 umf af hverjum lit í eftirfarandi röð: litur nr 45, 57, 37, 58, 53, 54, 11, 56, fellið af. Saumið lengjurnar saman á lengdina – SJÁ mynsturteikningu fyrir staðsetningu. Saumið það sem eftir er af lengju 3 við styttri hlið á rönd 1 og 2 í hvorri hlið. Prjónið upp 200 l kringum efri brún á töskunni með lit nr 23 á prjóna nr 5. Setjið 1 prjónamerki í miðjulykkju frá annarri styttri hliðinni = byrjun á umf. Prjónið í hring í sléttprjón. Þegar prjónað hefur verið 3 cm er prjónað þannig: Prjónið 8 l sl, sláið 2 sinnum uppá prjóninn, 2 l sl saman, 18 l sl, sláið 2 sinnum uppá prjóninn, 2 l sl saman, 38 l sl, sláið 2 sinnum uppá prjóninn, 2 l sl saman, * 18 l sl, sláið 2 sinnum uppá prjóninn, 2 l sl saman *, endurtakið frá *-* 3 sinnum, 38 l sl, sláið 2 sinnum uppá prjóninn, 2 l sl saman, 18 l sl, sláið 2 sinnum uppá prjóninn, 2 l sl saman, 10 l sl. Í næstu umf er annar uppslátturinn látinn falla niður og hinn er prjónaður slétt – sjáið til þess að það myndist gat. Haldið áfram í sléttprjóni. Þegar stykkið mælist 7 cm er prjónað þannig: Fellið af fyrstu 40 l í umf, prjónið 20 l, fellið af þær l sem eftir eru. Klippið frá. Prjónið 28 umf sléttprjón yfir 20 l, næsta umf er prjónuð þannig: prjónið 9 l, sláið 2 sinnum uppá prjóninn, 2 l sl saman, prjónið út umf. Í næstu umf er annar uppslátturinn látinn falla niður og hinn er prjónaður slétt – sjáið til þess að það myndist gat. Prjónið 5 umf slétt yfir allar l, fellið af. SNÚRA: Prjónið snúru með 4 l fram og til baka á hringprjóna nr 5 þannig: Fitjið upp 4 l með lit nr 23 og prjónið 1 umf slétt. Prjónið nú þannig: * Færið allar l á hægri hlið á prjóni án þess að snúa stykkinu við, herðið á þræði og prjónið sl yfir allar l *, endurtakið frá *-* þar til snúran mælist 200 cm. Klippið frá og festið enda. ÞÆFING: Setjið stykkið í þvottavél með þvottaefni án enzyma og bleikiefna saman með litlu frotte handklæði ca 50 x 70 cm. Þvoið við 40 gráður með venjulegri vindingu án forþvottar ATH: Ekki nota stutt þvottakerfi. Eftir þvott er stykkið formað til á meðan það er enn vott. EFTIR ÞÆFINGU: Ef stykkið hefur þæfst of lítið og er of stórt: Þvoðu stykkið einu sinni enn í þvottavél á meðan það er enn vott. Ef stykkið hefur þæfst of mikið og er of lítið: Togið stykkið út í rétta stærð á meðan það er enn vott, ef stykkið er of þurrt, bleytið það fyrst. Munið: Síðar er stykkið þvegið eins og venjuleg ullarflík. Þræðið snúruna upp og niður í götin og hnýtið enda saman að innanverðu á töskunni. Saumið tölu efst á töskuna. |
|||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||
|
|||||||
![]() |
|||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #anatoliabag eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 6 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 140-33
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.