Catrin skrifaði:
Skulle gärna vilja sticka denna modellen för att ha till våren. Jättesnygg. Bra garnmaterial.
23.01.2012 - 10:17
Thorild skrifaði:
Lekker
15.01.2012 - 16:06
Grete Budde skrifaði:
Er det mulig å få denne oppskriften har så lyst på denne jakka. Bare lekket
14.01.2012 - 19:56Rebecca skrifaði:
The yarn looks so fabulous for this design. I am assuming that it is a self-striping yarn that makes the amazing abstract designs.
14.01.2012 - 16:37
Annalouise skrifaði:
Sehr schön!
12.01.2012 - 17:47
Gunilla skrifaði:
Denna kan jag tänka mig att sticka till mig själv. Den enda intressanta i denna kollektion!
11.01.2012 - 17:19
Dominique skrifaði:
Super gilet pour les soirées fraiches d'été.
10.01.2012 - 13:56
Åse skrifaði:
Superflott!!!
09.01.2012 - 13:37
Paula skrifaði:
Kaunis, naisellinen, kuin suomalanen kesäilta.
04.01.2012 - 14:08
Maude skrifaði:
Jättefin - och det fiffiga med den är att den passar ung som äldre!
03.01.2012 - 22:31
Blue Cloud#bluecloudcardigan |
|||||||
|
|||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Muskat. Stærð S - XXXL.
DROPS 136-17 |
|||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf. HNAPPAGAT: Fellt er af fyrir hnappagötum í hægri kanti á framstykki. 1 hnappagat = byrjið frá réttu og prjónið þriðju og fjórðu l frá kanti slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umf er uppslátturinn prjónaður brugðið. Fellið af fyrir hnappagötum þegar stykkið mælist: STÆRÐ S: 20 og 28 cm. STÆRÐ M: 21 og 29 cm. STÆRÐ L: 22 og 31 cm. STÆRÐ XL: 23 og 32 cm. STÆRÐ XXL: 24 og 34 cm. STÆRÐ XXXL: 25 og 35 cm. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka. BAKSTYKKI: Fitjið upp 94-102-110-124-132-144 l (meðtalin er 1 kantlykkja hvoru megin) á prjóna nr 3 með Muskat Soft. Prjónið 4 umf í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Skiptið yfir á prjóna nr 4 og prjónið sléttprjón með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 5-6-7-8-6-7 cm er fækkað um 1 l hvoru megin, endurtakið úrtöku með 5-5-5-5-6-6 cm millibili 3 sinnum til viðbótar = 86-94-102-116-124-136 l. JAFNFRAMT eftir síðustu úrtöku (stykkið mælist 20-21-22-23-24-25 cm) er settur þráður til merkingar í hvorri hlið (= hjálparþræðir við frágang). Haldið áfram eins og áður. Þegar stykkið mælist 36-38-40-42-44-46 cm eru felldar af 3-3-5-8-7-11 l í byrjun á 2 næstu umf fyrir handveg í hvorri hlið = 80-88-92-100-110-114 l. Haldið áfram í sléttprjóni og 1 l garðaprjóni hvoru megin. Þegar stykkið mælist 51-54-57-60-63-66 cm er fellt af miðjulykkjur 22-22-24-24-26-26 l fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð fyrir sig. Fellið af 2 l í næstu umf frá hálsmáli = 27-31-32-36-40-42 l eftir á öxl. Fellið af þegar stykkið mælist 53-56-59-62-65-68 cm. VINSTRA FRAMSTYKKI: Fitjið upp 93-99-106-114-120-129 l (meðtalin er 1 kantlykkja í hlið og 8 kantlykkjur við miðju að framan) á prjóna nr 3 og prjónið 4 umf í garðaprjóni. Skiptið yfir á prjóna nr 4 og prjónið sléttprjón með 2 kantlykkjum í garðaprjóni við lok umf á hlið og 2 l garðaprjón að miðju að framan. Þegar stykkið mælist 20-21-22-23-24-25 cm er felldar af fyrstu 42-44-47-48-50-53 l í byrjun umf frá réttu = 51-55-59-66-70-76 l. Þegar stykkið mælist 36-38-40-42-44-46 cm er fellt af fyrir handveg í hlið eins og á bakstykki = 48-52-54-58-63-65 l. Þegar stykkið mælist 53-56-59-62-65-68 cm eru felldar af fyrstu 27-31-32-36-40-42 l í byrjun umf frá réttu við öxl = 21-21-22-22-23-23 l eftir á prjóni fyrir kraga. Haldið áfram í sléttprjóni með 1 kantlykkju í garðaprjóni við öxl og 2 l garðaprjóni við miðju að framan þar til kraginn mælist 8-8-8½-8½-9-9 cm frá öxl. Fellið af fyrstu 7 l í byrjun á næstu 2 umf frá réttu, fellið síðan afganginn af lykkjunum 7-7-8-8-9-9 l laust af. HÆGRA FRAMSTYKKI: Prjónið á sama hátt og vinstra framstykki, nema spegilmynd, munið að fella af fyrir hnappagötum. ERMI: Fitjið upp 44-46-48-50-52-54 l (meðtalin er 1 kantlykkja í hvorri hlið) á prjóna nr 3. Prjónið 4 umf í garðaprjóni. Skiptið yfir á prjóna nr 4 og prjónið sléttprjón með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 10-8-10-7-10-8 cm er aukið út um 1 l hvoru megin. Endurtakið útaukningu með 3-3-2½-2½-2-2 cm millibili alls 14-15-16-17-18-19 sinnum = 72-76-80-84-88-92 l. Þegar stykkið mælist 53-52-51-49-48-46 cm (styttri lengd á ermum í stærri stærðum vegna víðari handvegs og breiðari axla) setjið þráð til merkingar í hvorri hlið. Prjónið áfram og fellið af þegar ermin mælist 54-53-53-52-51-51 cm. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið axlarsauma. Saumið saman kragann að miðju að aftan, affellingarkant við affellingarkant. Saumið síðan kragann innan við 1 kantlykkju, saumið hann við affellingarkantinn við hálsmál á bakstykki. Saumið ermar í – þráður til merkingar er efst á ermi (= D á teikningu) passar á hlið á fram- og bakstykki – sjá teikningu. Saumið hliðarsauma innan við 1 kantlykkju þannig: A (= affellingarkanturinn á framstykki) er saumaður við B (= hlið á bakstykki) – Sjá teikningu. ATH! Passið upp á sauminn svo að affellingarkanturinn á hvoru framstykki sé saumaður upp að þræðinum með merkingu á bakstykki, haldið áfram að sauma hliðarsauma eins og áður innan við 1 kantlykkju og saumið ermasauma í eitt. Saumið í tölur í vinstri kant að framan. |
|||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||
|
|||||||
![]() |
|||||||
![]() |
|||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #bluecloudcardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 11 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 136-17
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.